Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1995, Blaðsíða 4
24 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1995 25 íþróttir Leiftur-Grindaxík (0-0) 3-1 0-1 Ólafur Ingólfsson (62.). Ólafur Ö. Bjamason vann knöttlnn á miðju, sótti fram völlinn og átti fina sendingu á Ólaf sem skoraði af öryggi. 1- 1 Sverrir Sverrisson (70.) skoraði úr þröngu færi eftir sendingu Péturs B. Jónssonar. 2- 1 Gunnar Már Másson (77.) skoraði með skalla aftur fyrir sig eftir sendingu Péturs Bjöms. a-1 Matthías Þorvaldsson (90.) hamr- aði knöttinn í bláhomið fjær. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson ;.v.v.y Sindri Bjamason (Gunnar Már Mássón 73.), Júlíus Tryggvason, Nebojsa Corovic, Sigurbjöm Jakobsson - Gunn- ar Oddsson, Ragnar Gíslason Pétur B. Jónsson (Steinn V. Gunnarsson 90.), Páll Guðmundsson - Sverrir Svem- issonJón Þór Andrésson ;.yMatthías Sigvaldason 80.). Lið Grindavíkur: Albert Sævarsson - Bjöm Skúlason (Lúkas Kostic 80.), Gunnar M. Gunnarsson Guðjón Ás- mundsson, Þorsteinn Guðjónsson - Vignir Helgason (Sveinn Guðjónsson 80.), Grétar Einarsson (Hjálmar Hall- grímsson 57.), Þorsteinn JónssonÓl- afur Öm Bjarnason ;.v Tómas Ingi Tómasson Óiafur Ingólfsson Leiftur: 10 markskot, 4 hom. Grindavík: 11 markskot, 5 horn. Gul spjöld: Corovic (Leiftri), Ragnar (Leiftri), Grétar (Grindavik), Guðjón (Grindavík), Tómas Ingi (Grindavík). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, þokkaleg- ur en gerði mistök eins og að sleppa viti. Áhorfendur: 400 Skilyrði: Hlýtt, logn og frábært knattspymuveður. Maður leiksins: Þorvaldur Jónsson (Leiftri). Átti stórskotlegan dag, varði meðal annars 5 algjör dauðafæri. Keflavík-Valur (0-1) 1-1 O-l Kristinn Lárasson (42.) skoraði af markteig eftir að hafa fengið skallasend- ingu frá Davið Garðarssyni. 1-1 Marko Tanasic (75.) setti boltann viðstöðulaust og skemmtilega framhjá Lárasi markverði eftir aukaspymu Helga Björgvinssonar. Lið Keflavíkur: Ólafur Gottskálksson - Helgi Björgvinsson, Kristinn Guð- brandsson, Karl Finnbogason ;.V Róbert Sigurösson (Sverrir Þ. Sverrísson 73. ;.;.), Ragnar Steinarsson (Ámi Vil- hjálmsson (70.), Marko Tanasic lýartan Einarsson Georg Birgisson (Jóhann B. Guömundsson 46.) - Ragnar Margeirsson, Óli Þór Magnússon. Lið Vals: Láras Sigurðsson - Jón Grét- ar Jónsson Bjarki Stefánsson Kristján Halldórsson ;.V Kristinn Lár- usson;.;., Davíö Garðarsson, Sigþór Júl- íusson Jón S. Helgason, Sigurbjöm Hreiðarsson (ívar Ingimarsson 80.) - Stewart Beards (Guðmundur Brynjólfs- son 83.), Hörður Már Magnússon. Keflavik: 12 markskot, 6 horn. Valur: 8 markskot, 4 hom. Gul spjöld: Karl (Keflavík), Kjartan (Keflavik), Jón S. (Val), Hörður (Val), Jón G (Val). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Jón Siguijónsson, mætti halda að hann hefði ekki verið nægilega vel vaknaður þar sem leikurinn byrjaði snemma. Hefði mátt taka leikinn fastari tökum strax í upphafi og gefa mönnum spjald til að róa þá niður. Áhorfendur: Umj300. Skilyrði: Smágola, rigningarúði, völl- urinn blautur og erfiður Maður ieiksins: Jón Grétar Jónsson (Val). Meö leikreynslu sinni og útsjón- arsemi stjórnaði hann Valsvörninni mjög vel og hvatti sina menn til dáða. Akranes ... 12 12 0 0 31-7 36 KR ... 12 8 1 3 19-11 25 Leiftur ...12 6 2 4 20-18 20 Keflavík ...12 5 4 3 16-17 19 ÍBV ...11 5 1 5 23-15 16 Breiðablik... ... 12 4 2 6 15-15 14 Grindavík.... ... 12 4 2 6 15-17 14 FH ...12 2 2 8 18-30 8 Fram ...11 2 2 7 11-26 8 Valur ...12 2 2 8 11-26 8 Markahæstir: RastislavLazorik, Breiðabl....8 ÓlafurÞórðarson, ÍA...........7 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV......7 Mihajlo Bibercic, KR..........6 Haraldur Ingólfsson, ÍA.......6 Hörður Magnússon, FH..........6 Arnar Gunnlaugsson, ÍA........5 Þorbjörn A. Sveinsson, Fram...5 varði stórkostlega gegn Grindavík Helgi Jónsson, DV, Ólafeftrði: , Sigur Leifturs gegn Grindavík, 3-1, á Ólafsfirði var stærri en efni stóðu til. Grindvíkingar voru betri aðilinn lang- tímum saman en þaö var stórkostleg markvarsla Þorvaldar Jónssonar sem kom í veg fyrir sigur gestanna. Leikurinn var frekar rólegur fratnan af en fyrsta hættulega færið fékk Tómas Ingi Tómasson á 8. mínútu þegar hann skaut framhjá úr góðu færi. Tveimur mínútum síðar komst Jón þór Andrés- son inn fyrir vörn Grindvíkinga og lék á Albert Sævarsson markvörð sem tos- aði hann niður en dómarinn sá ekkert athugavert. Við þetta dofnuðu heima- menn og gestirnir gengu á lagiö og fengu ótal færi. Fyrst Grétar Einarsson á 14. minútu en Þorvaldur varði skot hans á ótrúlegan hátt. Ólafur Ingólfsson átti síðan fast skot á 25. mínútu en Þorvaldur varði stórkostlega. Mínútu síðar komst Tómas Ingi upp kantinn, lék á varnar- mann og þrumaði á markið en enn varði Þorvaldur vel. Öll mörkin komu í síðari hálfleík. Eft- ir að Grindvíkingar skoruðu fyrsta markið leit út fyrir öruggan sigur þeirra því þeir léku mjög vel. En heimamönn- um tókst að jafna metin og við það mark færöist aukinn kraftur í Leiftursmenn. skallanxarki, nýkominn inn á sem vara- maður. Þorvaldur Jónsson gerði svo út um að Grindvíkingar fengju stig þegar hann varði meistaralega frá Þorsteini Jónssyni sem var í dauðafæri á 90. mín- útu. Dómarinn bætti 5 mínútum við og á þeim tíma tókst varamanninum Matt- híasi að bæta við þriðja markinu. Grindvíkingar gengu hnípnir og von- sviknir af velli. Þeir spiluðu vel, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Tómas Ingi, Ólafur Ingólfsson og Þorsteinn Jónsson voru þeirra bestu menn. Hjá Iæiftri var Þorvaldur Jónsson í banastuði og langt er síðan önnur eins markvarsla hefur sést. Hann hélt liðinu gersamlega á floti í fyrri hálfleik. Ragnar Gíslason barðisf eins og ljón allan tím- ann og Pétur B. Jónsson, Jón Þór og Sverrir Sverrisson áttu góðan leik. Iþróttir FH-Akranes (0-2) 2-3 0-1 Sigurður Jónsson (41.) skoraði af stuttu færi eftir að Stefán Amarson hafði varið aukaspymu Amars Gunn- laugssonar. 0-2 Amar Gunnlaugsson (42.) lagði boltann snyrtilega í netiö eftir sendingu frá Haraldi Ingólfssyni. 1- 2 Hrafnkell Kristjánsson (52.) tók hann á brjóstkassann og þramaöi síðan i slá og inn, glæsilegt mark. 2- 2 Hörður Magnússon (59.) pijónaði sig f gegnum vöm Skagamanna og skor- aði undir Áma Gaut Arason markvörö. Amar Gunnlaugsson (88.) úr víta- spymu eftir að brotiö var á Bjarka P. að því er virtist. Lið FH: Stefán Amarson - Ólafur Kristjánsson Auðun Heígason Ólafur B. Stephensen (Hlynur Eiríksson 46.) - Hrafnkell Kristjánsson, Amar Við- arsson, Jón Sveinsson, Hallsteinn Am- arson, Stefan Toth - Hörður Magnússon (Davíð Ólafsson 88.), Jón E. Ragnarss. Lið lA: Ámi Gautur Arason - Zoran Miljkovic Óiafur Adolfsson, Pálmi Haraldsson (Dejan Stojic 87.), Sigur- steinn Gíslason ;.y Sigurður Jónsson, Alexander Högnason, Haraldur Ingólfs- son (Kári S. Reynisson 72.), Ólafur Þórð- arson ;.;. - Bjarki Gunnlaugsson (Bjarki Pétursson 84.), Amar Gunnlaugsson FH: 12 markskot, 7 horn. ÍA: 15 markskot, 10 hom. Gul spjöld: Jón Erling, Amar, Toth, Hrafnkell, (FH), Bjarki G. (ÍA). Rautt spjald: Hrafnkell, Auðun (FH). Dómari: Egill Már Markússon. Byij- aði vel í leiknum. Hefði mátt taka harðar á Skagamönnum þegar leið á leikinn. Áhorfendur: Um 800. Skilyrði: Ágæt, smágola, völlur nokk- uð blautur. Maöur leiksins: Arnar Gunnlaugs- son, (ÍA). Átti þátt í öllum mörkum ÍA og er alltaf stórhættulegur. Fram-KR (0-1) 1-4 0-1 Ásmundur Haraldsson (15.) fékk stungusendingu inn fyrir vöm Fram frá Sigurði Emi og átti ekki í erfiðleikum með að koma boltanum í netið. 0-2 Ásmundur Haraldsson (48.) eftir frábæra sendingu fyrir markið frá Daða Dervic. 1-2 Ríkharður Daðason, vitaspyma (62.) eftir að Ágúst Ólafsson var felldur inni í vítateignum. 1-3 Hilmar Bjömsson (81.) frábærri sókn lyktaði með sendingu Guðmundar Benediktssonar til Hilmars sem skoraði með góðu skoti. 1-4 Einar Þ. Daníelsson (88.) skoraði eftir langt útspark Kristjáns i markinu, sem fyrr svaf Framvörnin á verðinum. Lið Fram: Birkir Kristinsson;.;. - Pét- ur Marteinsson, Ágúst Ólafsson, Kristj- án Jónsson, Steinar Guðgeirsson - Atli Helgason (Gauti Laxdal 82.), Nökkvi Sveinsson (Þórhallur Víkingsson 82.), Josip Dulic, Atli Einarsson - Rikharður Daðason, Þorbjöm Atli Sveinsson. Lið KR: Kristján Finnbogason - Þor- móður Egilsson Óskar Hrafn Þor- valdsson, Daði Dervic , Sigurður Öm Jónsson - Heimir Porca, Einar Þór Daní- elsson , Hilmar Bjömsson, Steinar Adolfsson ;.;. (Magnús Orri Schram 53.) - Ásmundur Haraldsson ;.;. (Logi Jóns- son 82.), Guðmundur Benediktsson (Atli Kristjánsson 82.). Fram: 6 markskot, 10 hom. KR: 13 markskot, 8 hom. Gul spjöld: Dulic (Fram), Nökkvi (Fram), Atli H. (Fram), Kristján (KR), Óskar (KR), Ásmundur (KR). Rautt spjald: Dulic (Fram), Óskar (KR). Dómari: Bragi Bergmann, hafði ekki nægilega góð tök á leiknum. Áhorfendur: Um 1800. Skilyrði: Hin ákjósanlegustu, milt veður og góður völlur. Maður leiksins: Ásmundur Haralds- son, KR. Duglegur og ógnandi í fram- línunni. 150. leikur Harðar Hörður Magnússon lék sinn 150. leik í 1. deild gegn ÍA á laug- ardaginn. Þar með er hann orð- inn leikjahæsti leikmaður FH í 1. deild ásamt Pálma Jónssyni. Þá skoraði Hörður sitt 80. mark fyrir FH í 1. deild og er orðinn 6. markahæsti leikmaðurinn í 1. deild frá upphafi og er sá eini af þessum sex sem hefur skorað mörkin fyrir eitt og sama félagið. íslandsmótið í knattspymu -1. deild: „Hvert stig telur“ - sagði Kristinn Bjömsson eftir jafntefli Keflavíkur og Vals Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: Gríðarleg spenna ríkti í herbúðum Valsmanna og stuðningsmanna þeirra fyrir leik liðsins gegn Keflavík í 1. deildinni á laugardag. Leiknum, sem fram fór í Kelfavík, lauk með 1-1 jafntefli en bæði lið höfðu tækifæri til að bæta mörkum við. Kristinn Björnsson, hinn nýráðni þjálfari Vals, stjórnaði liðinu í fyrsta skipti í sumar en hann hefur þjálfað liðið undanfarin ár. Þjálfaraskiptin virt- ust hafa góð áhrif á leikmenn Vals sem börðust eins og ljón og höfðu gaman af því sem þeir voru að gera. Barátta þeirra var frábær og þeir náðu að brjóta flestar sóknarlotur Keflvíkinga á bak aftur. Leikurinn var gríðarlega harður og kom það töluvert niður á gæðum hans. „Við vorum yfir og ég lít svo á að við höfum misst 2 stig. Við fengum færi í síðari hálfleik til aö gera út um leikinn. Við misstum einbeitinguna þegar líða tók á síðari hálfleik og mér fannst við gefa heldur eftir. Við erum í erfiðri stöðu og hvert stig tel- ur og á meðan þau telja erum við ánægöir," sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. Jón Sigurjónsson, dómari leiksins, á stóra sök á því hvernig leikurinn þróaðist með því að taka ekki nægi- lega hart á grófum brotum í upphafi hans. Hann og Sæmundur Víglunds- son línuvörður,fá örugglega ekki góða dóma frá eftirlitsmanni sem taldi að „hönd guðs“ hefði verið að verki þegar Kristinn Lárusson skor- aði mark Vals. Síðan vildu Keflvík- ingar fá vítaspyrnu þegar Jón Grétar Jónsson stöðvaði sendingu heima- manna viljandi með hendi innan vítateigs en eftir að þeir Jón dómari og Sæmundur línuvörður, sem staddur var rétt hjá þeim stað þar sem brotið var framiö, höíðu rætt þetta í töluverða stund var ákveðið að færa brotið út fyrir vítateigslínu. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn var farið að færast meira fjör í leik- inn við mörkin og áttu Keflvíkingar tvö góð færi um miðjan hálfleikinn. Kjartan Einarsson var tvívegis að- gangsharöur við mark Valsmanna sem sluppu með skrekkinn. Vals- menn komust síðan yfir þremur mín- útum fyrir leikhlé með marki Krist- ins Lárussonar. Keflvíkingar vildu meina að hann hefði lagt boltann fyrir sig með hendi áður en hann skoraði. Mikið fjör færðist í leikinn í síðari hálfleik og bæði lið fengu góð færi áður en Marko Tanasic náði að jafna metin glæsilega. „Þeir ætluðu sér ekki að tapa og það var hræðilegt að þurfa að mæta þeim eftir þjálfaraskiptin. Dómar- arnir geta tuðað um það á vorin að taka hart á aftaníbrotum og svo gera þeir það ekki þegar á hólminn er komið. Valsmenn eru hins vegar með alltof gott lið til að fara niður,“ sagði Óli Þór.Magnússon, leikmaður Kefl- víkinga, eftir leikinn. Besti leikur KR-inga - þegar þeir unnu öruggan sigur á máttlausu og áhugalitlu liði Fram Jón Kiistján Sigurðsson skiifer: Framarar máttu kallast heppnir að sleppa við stærri ósigur gegn KR- ingum í leik liðanna á Laugardals- vellinum á laugardaginn var. KR- ingar réðu gangi leiksins lengstum og gátu hæglega bætt við fleiri mörk- um gegn götóttri vörn og máttlausu Framliði. KR-ingar fóru illa með fjöldamörg tækifæri og eins varði Birkir Kristinsson, markvörður Fram, mjög vel og geta Framarar þakkað honum fyrir að liðið fékk ekki stærri skell. KR-ingar léku án Mijhalo Bibercic, sem var í leiikbanni, en liðið virtist ekki sakna hans því Ásmundur Har- aldsson, sem tóku stöðu Bibercic, var mjög ógnandi í fremstu línu Vestur- bæjarliðsins, nýtti tækifærið í byrj- unarliðinu til fullnustu og skoraði tvö góð mörk. Hann hefði getað bætt við fleiri mörkum en heppnin var ekki með honum í þetta skipti. KR-ingar voru mjög frískir allan tímann og léku á köflum skínandi leik. Þeir komust upp með aflt á vell- inum gegn óhemju áhugalitlu Fram- liði. Það er alveg ótrúlega mikil deyfð yfir leik Framliðsins þrátt fyrir slæma stöðu þess í deildinni. Fram- arar verma botnsætið en samt er engin barátta í liðinu. Það virkar áhugalaust og stór hluti leikmanna er hreinlega ekki með á nótunum. Það þarf heldur betur að stokka upp spilin ef liðið ætlar að koma sér frá því að leika í 2. deildinni næsta sum- ar. Það stefnir í það með hverjum tapleiknum sem það leikur. Það var ekki að sjá á leik KR-inga að liðið hafði leikið Evrópuleik í vik- unni. Frískleiki og leikgleði ein- kenndi leik KR-inga og höfðu þeir greinilega gaman af því sem þeir voru að gera. KR-ingar tóku völdin á miðjunni strax í upphafi og úti á vell- inum léku þeir Framara oft upp úr skónum. Ásmundur opnaði marka- reikning KR-inga snemma leiks og upp frá því áttu Framarar í vök að verjast. Ásmundur Haraldsson hefði svo sannarlega getað verið búinn að skora þrennu áður en fyrri hálfleik- ur var allur en heppnin var ekki með honum. Nokkur harka hljóp í leikmenn í síðari hálfleik, sem varð þess vald- andi að Josip Dulic, Fram, og Óskar Hrafn Þorvaldsson fengu réttilega að líta rauða spjaldið. Þetta sló ekki KR-inga út af laginu, miklu frekar að þeir efldust til muna og hver sókn- in af annarri dundi á marki Fram- ara. Sóknir Framara voru að sama skapi máttfltlar og hægur vandi fyrir vörn KR-inga að bægja þeim frá,- KR-liðið lék ef til vill sinn besta leik í sumar og eiga allir leikmenn þess hrós skilið fyrir sitt framtak. Liðið vann sem ein heild og allir tóku virkan þátt í vinnunni. Uppskeran var eftir því, fjögur stórgóð mörk sem hefðu getaö orðið helmingi fleiri. Ásmundur Haraldsson kom skemmtilega á óvart og eins var Daði Dervic góður. Það var öðru fremur liðsheildin sem skóp þennan sigur. Framliðið á bágt um þessar mundir og við því eru engin meðul til. Út úr ógöngunum kemur enginn þeim til hjálpar nema þeir sjálfir. Birkir Kristinsson ber ægishjálm yfir alla aðra í liðinu og ef hans nyti ekki við væri liðiö búið að fá á sig mun fleiri mörk í sumar. Það kann að vera að leikmenn séu komnir með hugann við bikarúrslitaleikinn á kostnað deildarinnar. Bikarinn gefur engin stig í deildinni og því þarf liðið að gera sér grein fyrir, því fyrr því betra. KR-ingar höfðu oft ástæðu til að fagna í leiknum gegn Fram á laugardaginn. DV-mynd Brynjar Gauti Alexander Högnason og Bjarki Gunnlaugsson fagna Arnari Gunnlaugssyni eftir að hann hafði skorað annað mark ÍA gegn FH. Ólafur H. Kristjánsson og Jón Sveinsson fylgjast niðurlútir með. _ DV-mynd Brynjar Gauti Skagamenn sluppu - unnu FH, 2-3, í tvísýnum leik 1 Kaplakrika á laugardag Svanur Valgeiisson skrifer: „Þetta var einn erfiðasti leikur sem við höfum spilað í sumar. Við voru allt- of værukærir eftir fyrri hálfleikinn en vöknuðum síðan upp við vondan draum þegar þeir jöfnuðu. Eftir að við tókum okkur saman á ný var þetta bara spurning um þolinmæöi. Við vor- um ekki að spila áferðarfallega knatt- spyrnu en sem betur fer skilaði hún árangri í dag,“ sagði Alexander Högna- son, leikmaður ÍA, eftir sigur á FH á laugardaginn. Leikurinn fór rólega af stað en eftir tiltölulega jafnan leik framan af fóru heimamenn að bakka og gáfu Skaga- mönnum eftir völdin á miðjunni. Eftir þaö lá markið í loftinu. Tvö mörk Skagamanna með mínútu millibili und- ir lok hálfleiksins urðu til þess að þeir spámannlegustu í Firðinum fóru að spá stórsigri þeirra gulu, líklega minnugir markasúpunnar í leflí Skagamanna og Keflvíkinga frá síðustu umferð. Um- ræddir spámenn átu þó fljótt spádóma sína ofan í sig því FH-ingar komu geysi- sterkir til síðari hálfleiks, fengu reynd- ar dauðafæri rétt áður en flautað var til leikhlés. Jón E. Ragnarsson fékk þá boltann á markteig en var of seinn að átta sig og Árni Gautur í marki í A varði vel frá honum í horn. Jón Erling skall- aði síðan hárfínt yfir markið eftir hom- spyrnuna. Skagamenn voru nálægt því að skora eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik en þá varði Stefán Arnarson mjög vel frá Bjarka Gunnlaugssyni sem var kominn einn í gegn. Eftir það komust FH-ingar æ meira inn í leikinn og áður en íslandsmeistarnir höfðu áttað sig höfðu FH-ingar jafnað leikinn. Lokamínútumar voru æði drama- tískar. FH missti mann út af á 78. mín. en þá fékk Hrafnkell Kristjánsson sitt annað gula spjald. Allt stefndi í jafn- tefli en þá var Bjarki Pétursson togaður niður í vítateig FH-inga og Egill Már Markússon dómari sá sér ekki annað fært en að dæma vítaspyrnu. FH-ingar voru mjög ósáttir við þessa ákvörðun Egils en frá sjónarhorni stúkumanna var ekki annað að sjá en dómurinn væri réttur. Á síðustu mínútu leiksins var síðan Auðun Helgason FH-ingur rekinn út af fyrir að sparka í Sigurð Jónsson. Tólfti sigur Skagamanna í deildinni er staðreynd en FH-ingar áttu annað stigið skilið. „Þetta var ótrúlega sárt. Ekki var hægt að ætlast til meira af okkur en við gerðum í síðari hálfleiknum. Við gáfum allt í þetta og áttum annað stigið skilið fyrir baráttuna og dugnaðinn. Vítaspyrnudómurinn í lokin var fárán- legur og dómarinn og línuverðirnir báru allt of mikla virðingu fyrir Skaga- mönnum frá fyrstu mínútu," sagði Hörður Magnússon, leikmaður FH, allt annað en ánægður í lokin. Sjálfstraustið að koma - sagöi Leifur Geir Eyjamaður eftir sigur á Blfkum Halldói Halldórsson skrifer: ÍBV sigraði Breiðablik, 0-1, á Kópa- vogsvelli sl. laugardag. Sigurmarkið kom eftir mjög gott framlag Leifs Geirs Hafsteinssonar sem lék í gegn- um vöm Breiðabliks en var bmgðið og að sjálfsögðu dæmd vítaspyrna. Eyjamenn sóttu mun meira mest- allan hluta fyrri hálfleiks og fengu tækifæri á færibandi. Tryggvi Guð- mundsson skoraði m.a. mark en var réttilega dæmdur rangstæður. Oft brá fyrir góðum samleiksköfl- um hjá Eyjamönnum og snörpum sóknarlotum sem sköpuðu mikla hættu - en vörn Blika var sterk og staðan í hálfleik því aðeins 0-1. „Völlurinn var mjög þungur og erfiður og ég er ekki vanur að spila þessa stööu. Mér leið þó vel og leikur- inn þróaðist okkur í hag því við vor- um mikið í boltanum og miðjan mjög traust hjá okkur. Eyjaliðið er gott en viö höfum ekki náö því að fylgja styrk okkar nóg eftir. Sjálfstraustið er þó að koma. Ég vil koma á fram- færi þakklæti til Arnaldar Loftsson- ar, varnarmanns Breiðabliks, því ég fékk mjög slæman sinadrátt í síðari hálfleik og gaf hann sér tíma til þess að hjálpa mér út úr þeim vanda með- an á leik stóð,“ sagði maður leiksins, Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV. í síðari hálfleik færðust Blikarnir mjög í aukana og sóttu mun meira - Eyjamenn drógu sig nokkuð til baka, ákveðnir í að halda fengnum hlut og vörðust vel en beittu skyndisóknum sem voru stórhættulegar. Á lokamín- útunni voni dæmdar tvær horn- spyrnur á ÍBV og hljóp Cardaclija, markvörður Blikanna, fram og í seinna skiptið var hann nærri því að jafna en skallaði naumlega fram- hjá. „Eyjamenn voru eiginlega að spila þann leik sem okkur fellur svo vel, sem er að draga sig til baka og beita síðan skyndisóknum. Þeir spiluðu skynsamlega og börðust vel. Ég er nokkuð sáttur við okkar spil og er mjög bjartsýnn á leikinn gegn Fram sem er næstur á dagskrá hjá okkur, “ sagði Hákon Sverrisson. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og nokkuð spennandi og þá sérstaklega undir lokin. Sigur Eyja- manna verður þó að teljast réttlátur þegar á heildina er htið. Varnir beggja hða voru sterkar og hart bar- ist á miðjunni, sem bitnaði að nokkru á sóknarleiknum. Breiðabtik-ÍB V (0-1)0-1 0-1 Tryggvi Guðmundsson (37.) úr vítaspymu eftir að Leifur Geir Haf- steinsson hafði verið felldur innan vita- teigs Blika eftir skemmtilegt gegnum- brot. Lið Breiðabliks: Harajdin Cardaklija - Kjartan Antonsson Arnaldur Loftsson Hákon Sverrisson - Úlfar Óttarsson (Vilhjálmur Haraldsson 87.), Willum Þór Þórsson, Rastislav Lazorek Amar Grétarsson Guðmundur Guðmundsson, Jón Stefánsson (Kristó- fer Sigurgeirsson 71. - Anthony Karl Gregory (Þórhallur Hinriksson 46.). Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson ;.;, - Heimir Hallgrímsson, ívar Bjarklind Jón Bragi Amarson - Martin Eyjólfs- son (Ingvi Borgþórsson 65.), Rútur Snorrason ( Bjamólfur Lái^isson 34.), Hermann Hreiðarsson Ingi Sigurðs- son, Tryggvi Guðmundsson Leifur Geir Hafsteinsson (Kristján Gebrgsson 83.) - Steingrímur Jóhannesson. Breiðablik: 2 markskot, 5 horn. ÍBV: 5 markskot, 9 hom. Gul spjöld: Guðmundur, Amar, Þór- hallur (Breiðablik). Rautt spjald: Þórhallur (Breiðablik). Dómari: Kristinn Jakobsson, dæmdi mjög vel. Áhorfendur: Um 600. Skilyrði: Mjög gott veður en völlurinn þungur. Maöur leiksins: Leifur Geir Haf- steinsson, ÍBV. Vann mjög vel fyrir liö- ið og snedingar hans voru mjög góðar í þessum leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.