Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995
Fréttir
Móðir datt og barnavagn valt niður tröppur:
Barnið
fékk skurð
áenni
„Mér finnst alveg furðulegt að
maður skuli ekki fá bætur ef maöur
meiðir sig eða skemmir eitthvað á lóð
borgarinnar en svo ef það sama ger-
ist á einkalóð einhvers þá er hinn
sami bótaskyldur. Ég var að ganga
með barnavagn niður til þess gerða
braut í tröppunum við undirgöngin
í Mjódd. Þetta er trébraut og hún er
örmjó og flughál. Vagninn fauk til
og ég datt. Vagninn rúllaði niður og
lenti ofan á mér á svokölluðum hvOd-
arpalli í tröppunum miðjum. Barnið
fékk skurð á ennið, ég er blá og mar-
in og vagninn er líklega ónýtur þar
sem eitt hjólið brotnaði undan hon-
um og annað bognaði verulega."
Þetta sagði kona í Kópavogi sem
hefur verið að reyna að fá trygginga-
félögin til þess að bæta vagninn.
Ekkert hefur gengiö en henni finnst
að borgin hljóti að bera ábyrgö á
þessari brautarsmíð þar sem þarna
sé snarbratt og það hljóti að enda
með að einhver meiði sig í henni.
„Venjulegast eru þessar brautir
steyptar en eins og allir vita er tré
glerhált í bleytu. Þarna hefur þetta
verið sett upp og þetta er alger slysa-
gildra að mínu mati. Hvíldarpallur-
inn í tröppunum miðjum rúmar ekki
einu sinni vagn. Það sem mér kemur
mest á óvart er að ef ég hefði brotið
mig eða barnið slasast alvarlega þá
virðist enginn bera ábyrgð. Þetta er
á lóð borgarinnar og borgin hlýtur
að bera ábyrgð á þessari smíð,“ segir
konan.
Tröppurnar víkja
„Það voru skiptar skoðanir um
þetta en niðurstaðan varð sú að
þarna væri ekki um slysagildru að
ræða. Á þeirri forsendu vísuðum við
málinu frá. Þetta hefur ekkert með
það að gera hvort það er borgin, ein-
staklingur eða fyrirtæki sem á lóð-
ina. Málinu er enn ekki lokið. Það
er nú fyrir tjónanefnd en niðurstaða
þaðan er enn ekki komin," sagði
Guðmundur Magnússon hjá Sjóvá-
Almennum en félagið fer meö trygg-
ingamál Reykjavíkurborgar.
Hjá gatnamálastjóra fengust þær
upplýsingar að þetta væri eina braut-
in sinnar tegundar og að tröppurnar
sem hún er í verði látnar víkja þegar
haflst verður handa víð undirgöng
undir Álfabakkann. Það verður gert
á næstu vikum. -sv
Starfsmenn Borgarverks. Ingvar Kristjánsson, t.v., og Gísli Vilbergsson við
útlögn á klæðningu í Fljótum. DV-mynd Örn
DV
Barnavagninn rann til og konan datt. Barnið sem var i vagninum skarst á
höfði og móðir þess meiddist lítillega. Brautin, sem vagninn keyrir á, er
flughál í bleytu. DV-mynd ÞÖK
1 l„^l 1 \ i
■ & 1 1 ’HtJ
11 [•]
Siglufj aröarvegur:
HM í handbolta:
Borgar bæjar-
sjóður
Akureyrar
17 milljórar?
„Mér skilst að þetta sé bráða-
birgðauppgjör og því ekki ljóst
hvort við þurfum að leggja út fyr-
ir þessu. Það er ekki ljóst hvort
það koma meiri tekjur inn fyrir
miðasöluna," sagði Valgarður
Baldvinsson, bæjarritari Akur-
eyrarbsejar, við DV. V
Ótlit er fyrir að Akureyrarbær
þurfi að leggja út 17 milljónir
vegna bæjarábyrgðar sem lögð
var fram vegna miðasölu á HM
’95.
Akureyrarbær skuldbatt sig til
að greiða allt að 20 milljónum
króna ef sala á míðum færi undir
90 milljónir. Bráðabirgðauppgjör
liggurnúfyrir. -pp
Sölutjöldin nötr-
uðuáSelfossi
Regína Thorarensen, DV, Seifossi;
Það tók heldur betur í sölutjöld-
in stóru hér á Selfossi í rokinu á
laugardag en salan gekk sæmi-
lega. Kaupendur voru þó í færra
lagi miðað við það sem áður hefur
verið og fólki var heldur kalt. En
María Kjartansdóttir bætti úr
þvi, seldi sjóðheitt kaffl og pönnu-
kökur með miklum rjóma.
í tjaldbúðunum eru sjö básar
og sölufólk þar er að meirihluta
frá Reykjavík. Selt hefur verið á
laugardögum nokkrum sinnum
og einn laugardagur er eftir.
Miklar framkvæmdir í sumar
Öm Þórarinsson, DV, Fljótum:
Miklar framkvæmdir hafa veriö á
Siglujjarðarvegi í sumar og verður
varið 83 millj. króna til framkvæmd-
anna í ár. Vegurinn nær frá gatna-
mótum við Norðurlandsveg skammt
frá Varmahlíð og til Siglufjarðar.
Alls veröa 13 km undirbyggðir og
lagðir bundnu slitlagi nú. Stærsti
hlutinn, 9 km, er um Blönduhlíð og
Viðvíkursveit. Þar með verður veg-
urinn milli Varmahlíðar og Hofsóss
allur lagður bundnu slitlagi.
í Fljótum verður lagt slitlag frá
Reykjaá norður að Hraunum og
sömuleiðis á 2 km leið frá Almenn-
ingsnöf að Máná. Þá verður brúin á
Reykjaá, sem er einbreið steinbrú,
mölvuð niður og settur stálhólkur í
staðinn. Einnig verður unnið í svo-
kölluðu jarðsigi fyrir 3 millj. króna.
Aðalverktakar við framkvæmdirn-
ar eru Fjörður sf. í framhéraðinu og
Árni Helgason, Ólafsflrði, á leiðinni
Fljót-Máná. Borgarverk hf. í Borgar-
byggð annast útlögn á klæðningu en
Króksverk hf. malaði efnið sem not-
að er í slitlagið. Þá hefur slitlag á
veginum milli Stafár og Reykjaár í
Fljótum verið endurnýjað og sá
Borgarverk hf. um þá framkvæmd.
í dag mælir Dagfari
Símaskráin batnar enn
Dagfari tekur eftir þvi að menn eru
að ergja sig út af símaskránni.
Verslunarráðiö hefur jafnvel gert
skoðanakönnun um ágæti síma-
skrárinnar, rétt eins og gerðar eru
vinsældakannanir um stjórnmála-
menn. Maður gæti haldið að síma-
skráin orki tvímælis og eitthvað
annað geti komið í staðinn fyrir
hana, án þess að hún hafi annað
gert af sér en koma út. Ekki er
símaskráin í framboði, ekki hefur
símaskráin beðið um að vera vin-
sæl.
En hver er þá ástæðan fyrir þessu
þrasi út í saklausa símaskrá? Jú,
það er vegna þess að sumir finna
ekki nöfnin sín í símaskránni eöa
finna ekki nöfn annarra þeirra sem
eiga aö vera í henni. Þetta er yfir-
leitt fólk sem nennir ekki að muna
símanúmer eða gleymir að til-
kynna sín eigin símanúmer og tel-
ur að símaskráin hafi einbverjum
skyldum að gegna gagnvart minn-
islausu fólki! Ekki er það síma-
skrárinnar að fylgjast með breytt-
um heimilisfóngum eða símanúm-
erum hjá fólki sem ekki hefur þrek
í sér til að búa á sama stað á milli
þess sem símaskrárnar eru gefnar
út.
Ekki ber símaskránni nein
skylda til þess að hafa allar upplýs-
ingar réttar, ef hún fær ekki réttar
upplýsingar. Og jafnvel rangar
upplýsingar. Símaskráin finnur
það ekki á sér hvort menn eru að
setja vitlaus númer í skrána eða
vitlaus vinnuheiti eða vitlaus
heimilisföng eða vitlausa menn.
Ekki vita þeir hjá Pósti og síma
hver er vitlaus og hver er ekki vit-
laus.
Hins vegar hefur Póstur og sími
brugðist rétt við gagnrýninni. Póst-
ur og sími hefur gripið til þess ráðs
að gefa út sérstaka símaskrá yfir
nöfn þeirra fyrirtækja sem gefa sig
upp sem fyrirtæki. Og svo aðra fyr-
ir hina sem ekki eru fyrirtæki. Sem
sagt, Póstur og sími hefur gefið út
tvær símaskrár. Aðra bláa þar sem
finna má nöfn allra þeirra sem ekki
eru í gulu símaskránni. Og svo
aðra gula sem inniheldur nöfn
þeirra sem ekki eru í bláu síma-
skránni. Þetta er einfalt kerfi og
vandinn er sá einn aö vita hver er
i hvaða símaskrá. Þaö gera menn
með því að leita fyrst í annarri
skránni til að vera vissir um að
númerið sé ekki í þeirri skrá, held-
ur hinni sem ekki er flett upp í.
Stundum kemur það fyrir að nöfn
og númer eru í hvorugri skránni,
en það er eingöngu þegar menn eru
búnir að leita í gulu skránni til að
fletta upp í þeirri bláu, til að fletta
aftur upp í þeirri gulu til að ganga
úr skugga um að nafnið sem á að
vera í þeirri gulu sé í ekki í þeirri
bláu. Það er undir þessum kring-
umstæðum sem menn komast í al-
varlegan vanda og það er af þessum
ástæðum sem Póstur og sími hefur
ákveðiö að gefa út leiðréttingar-
skrá yfir þá sem hvorki eru í bláu
símaskránni né í þeirri gulu.
Þá fletta menn sem sagt fyrst upp
í þeirri bláu og svo í þeirri gulu og
aftur í þeirri bláu af þvi nafnið og
númerið er ekki í þeirri gulu og þá
geta þeir flett upp í leiðréttingar-
skránni til að kanna hvort verið
geti að númerið sé alls ekki til.
Þetta er ótrúlega góð þjónusta og
sýnir í raun hversu góða símaskrá
við eigum og fáum frá Pósti og
síma. Þegar allt úm þrýtur er
mögulegt að hringja í 03 og spyrjast
fyrir um símanúmer og Póstur og
sími hefur jafnvel velt því fyrir sér
að gefa út leiðbeiningarskrá um
notkun á bláu símaskránni og gulu
símaskránni og leiðréttingar-
skránni og gefa þetta allt út á mis-
munandi tímum til hægðarauka
fyrir notendur símaskrárinnar.
Auðvitað er ófært aö hafa öll
símanúmer í einni og sömu bók-
inni, því það torveldar mönnum að
finna þau númer sem þeir leita að
og Póstur og sími flýtir þannig fyr-
ir fólki með því aö gefa út margar
skrár sem vísa hver til annarrar
og leiðbeiningar fylgja með til að
auðvelda fólki að fmna þau númer
sem eru í hinum ýmsu símaskrám.
Nú ef númer er ekki að finna eða
er ekki til, þá geta menn séð það í
bláu símaskránni að það er ekki
þar og ekki heldur í gulu síma-
skránni og þá geta þeir flett upp í
leiöréttingarskránni og ef númerið v
er ekki þar, þá sést það í leiðbein-
ingarskránni aö númerið er alls
ekki skráð. Auðveldara getur þetta
ekki verið.
Dagfari