Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1995, Side 5
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 5 Fréttir Umferðin í landinu undanfarin ár: Látnum og mikið slösuðum fækkar Samkvæmt upplýsingum frá Um- ferðarráði hefur banaslysum í um- ferðinni fækkað síðan 1984 og þótt um fá tilvik sé að ræða er munurinn samt marktækur. Veruleg fækkun hefur enn fremur orðið á mikið slös- uðum á sama tímabili. Þessa fækkun telur Umferðarráð aö rekja megi til aukinnar notkunar á öryggisbúnaði og breyttra viðhorfa almennings. „Umferðarráð telur að ástandið í umferðarmálum sé langt frá því að vera viðunandi. Margt þarf að breyt- ast til batnaðar og slösuðum hefur íjölgað verulega. Hlutverk ráðsins samkvæmt um- ferðarlögum er að leitast við að sam- eina sem flesta til samstilltra og sam- ræmdra átaka í umferðarslysavörn- um og til bættrar umferðarmenning- ar,“ segir í yfirlýsingu frá Umferðar- ráði. Þar kemur enn fremur fram að slysaskráning byggist alfarið á lög- regluskýrslum og skil á þeim hafi batnað til muna. Það leiði m.a. til þess að skráðum slysatilfellum hafi fjölgað. Fjölgunin sé þó öll á þeim flokki slysa þar sem vegfaraendur teljast lítið slasaðir. -sv Bensínlausir á Faxaf lóa Þrír björgunarbátar, frá Reykja- vík, Akranesi og Sandgerði, þyrla Landhelgisgæslunnar og lítil flugvél, auk skipa og báta, leituðu tveggja manna á tveggja tonna báti í fyrri- nótt. Þeir höfðu lagt upp frá Tröðum á Þormóður rammi hf.: 114 mil|jóna hagnaður Hagnaður hjá Þormóði ramma hf. á Siglufirði var 113,6 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs og er afkoman betri en á sama tíma á síð- asta ári. Velta fyrirtækisins fyrstu sex mánuðina í fyrra nam um 961 milljón króna. Þetta er um 22 pró- senta aukning frá því í fyrra en heild- arvelta árið 1994 var um 1.575 millj- ónir króna. í yfirlýsingu frá Þormóði ramma hf. segir að meginskýringin á bættri afkomu fyrirtækisins sé sú að breytt hafi verið um áherslur í rekstri til að mæta minnkandi bolfiskafla. Rækjuveiðar og rækjuvinnsla séu nú meginþátturinn í rekstrinum. Rækjuverð hafi verið tiltölulega hag- stætt bæði seinni hluta síðasta árs og það sem af er þessu ári og hafi það skilaö sér í betri rekstrarár- angri. Reiknað er með viðunandi af- komu á seinni hluta ársins. Eigið fé Þormóðs ramma er um 782 milljónir og hefur eiginfjárhlutfallið hækkað úr 37,3 prósentum í 40 pró- sent. Nettóskuldir eru 635 milljónir króna. Veltufjárhlutfallið er 1,87 en veltufé frá rekstri er 171 milljón króna. Þormóður rammi er almennings- hlutafélag og eru hluthafar 253. Fyr- irtækið. gerir út fjóra togara og rekur frystihús, rækjuverkun, saltfisk- verkun og reykhús á Siglufirði. Uin 220eruálaunaskrá. -GHS Stjórnlaus skúta Björgunarbáturinn Henry A. Hálf- dansson var kallaður út á Faxaflóa í fyrrinótt þar sem þrír skipverjar 15 feta skútu höföu lent í vandræð- um. Stag hafði shtnað og skútan var því stjórnlaus. Leiðindaveður var á flóanum, 5-6 vindstig, en þar sem sími var um borð var auðvelt að láta vita af vand- ræðunum. Björgunarbáturinn kom að skútunni á reki 5 mflum suðvestur af Akranesi og tók hana í tog. -sv Mýrum og var ferðinni heitið til Reykjavíkur. Þegar mennirnir skil- uðu sér ekki tfl Reykjavíkur á mið- nætti, eins og ráð hafði veriö fyrir gert, var farið ‘að leita. Þeir höfðu ekki látið vita af ferðum sínum til Tilkynningaskyldunnar. Báturinn Baldur frá Keflavík fann bátinn eftir nokkra leit og var hann þá bensínlaus á reki. Björgunarbát- urinn Ægir frá Akranesi fór með bensín til bátsverja í gær. -sv Þrefaldur pottur!!! Fáðu pér miða fyrir kl. 20.20 á laugardaginn. », PANASONiC HLJÓMTÆKJASAIVIST. FRÁ KR. 19.900,- JAPIS PANASONIC MC E650 lOOOW RYKSUGA MEÐ STILLANLEGUM SOGKRAFTI, GEYMSLU FYRIR FYLGIHLUTI OG INNDRAGANLEGRI SNÚRU. Panasonic nn 5452 900W TÖLVUSTÝRÐUR 21 LÍTRA ÖRBYLGJUOFN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.