Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 Paul We 'k'k'k Nýtt eðalvín á gömlum belgjum Paul Weller, fyrrum Jam-ari, söölaöi um í tónlistinni í fyrra meö plötunni Wild Wood þar sem hann tók fyrir rythm n' blues stefnu áranna kringum 1970 með hreint afbragðsgóðum árangri. Tónlist þessi gekk líka undir nafninu prógressíft rokk á sínum tíma og er blanda af blús, soul og létt þungu rokki. Og á þessari nýju plötu, Stanley Road, heldur hann áfram í sama stíl og tekst jafnvel enn betur upp en síðast; hefur náð að aðlaga sig betur að þessum stíl og slípa hann enn frekar. Áhrifavaldar Wellers í þessari tónlist eru greinilega margir, sumpart minnir hann á gömlu góðu Traffic og Blind Faith en líka á Procol Harum fyrri ára og þá má enn fremur greina keim af gömlu Free. Tónlistin hefur sem sagt nokkuð þungan undirtón en er samtímis melódísk og margslungin og þarfnast töluverðrar hlustunar við áður en hennar verður notið að fullu. Fróðlegt verður að fylgjast með framgöngu Wellers á þessu sviði; hann er frábœr tónlistarmaður og hefur tekist að ná ótrúlega góðum tökum á þessari tónlist á ekki lengri tíma. Sérstaklega er gaman að heyra sönginn hjá honum, hann nær öllum gömlu töktum þeirra Gary Brookers, Eric Claptons, Steve Winwoods, Paul Rodgers o. fl. Það er engu líkara en að hann hafi sungið þessa tónlist alla sína tíð. - Sigurður Þór Salvarsson Edwyn Collins - Gorgeus George ★ ★★ Melódískt, soulskotið Sumar plötur eru lengur að ná athygli manna en aðrar og þannig er því varið með þessa plötu Edwyns Collins. Hún kom út á síðasta ári en er ]oks að slá í gegn núna, aðallega fyrir tilstilli lagsins A Girl Like You. Edwyn þessi er annars, fyrir þá sem ekki þekkja til, fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Orange Juice ef það skyldi hringja einhveijum bjöllum. Hvað um það, hann er að gera það gott og það er fyllilega skiljanlegt ef mið er tekið af þessari plötu. Það fer reyndar ekki milli mála hvaða tónlist Collins hefur alist upp við; áhrif Davids Bowies eru ótvíræð og mikið held ég að Bowie kallinn geti verið stoltur yfir þeim áhrifum sem hann hefur á tónlistina í dag. En það er kannski ekki undarlegt því nú eru þeir sem voru að slíta barnsskónum upp úr 1970 að komast til vits og ára í tónlistinni og byijaðir að vinna úr uppeldisáhrifunum. Tónlist Collins er afsprengi þess sem Bowie var að gera á plötum eins og Young Americans og Low; melódískt soulskotið rokk. Vissulega setja fleiri stefnur svip sinn á lög Collins en Bowie áhrifin eru mest áberandi. Ekki á það síst við um söng og raddbeitingu. Engu að síður er Gorgeus George sannfærandi og persónuleg plata, full af skemmtilegum lögum og liprum melódíum. Hér geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, létt lög, þung lög, róleg lög og meira að segja fylgir íjöldasöngslag með sem bónus en þess er ekki getið neins staðar á plötunni. t Sigurður Þór Salvarsson rokk Nuno Miguel og Milljónamæringarnir-góður latín-kokkteill. DV-mynd RASI ín uno Miguel og Milljóna- mæringamir Gestir Perlunnar frusu síöastliðiö laugardagskvöld þegar Páll Óskar Hjálmtýsson kynnti nýjan söngvara Milljónamæringanna á sviö eftir aö hafa sjálfur gegnt starfinu við mik- inn fögnuð áhorfenda í tvö ár. Hver er þessi Nuno Miguel? En þegar hann hóf upp raust sína og byrjaði aö hreyfa sig á sviðinu bráöi jafnharðan af áhorfendum og svitinn vall fram við undirleik Milljónamæringanna í laginu Hot, hot, hot, enda gat hver einasti maður séð að þarna var heit- ur maður á ferð. Stemningin var hreint út sagt ólýs- anleg á þessu lokaballi Páls Óskars með Milljónamæringunum. Nuno Miguel er hins vegar það sem koma skal. Böstaði pakkann Nuno Miguel Carrilha er fæddur og uppalinn í Portúgal. Síðastliðin sjö ár hefur hann hins vegar búið á ís- landi og á þeim tíma hefur hann náð góðum tökum á íslenskunni. Sem söngvari hefur Nuno komið fram í söngleikjunum Grease og Jósep og hans undraverða skrautkápa, sem er enn í gangi. Milljónamæringarnir höfðu leitað lengi þegar þeir fundu Nuno (í gegn- um Veigar trompetleikara Sem hefur nú snúið sér að námi erlendis) og eins og Ástvaldur Traustason píanó- leikari lýsir því: „Það var orðin spurning um það hver var í „auditi- on“ (prufu), við eða Nuno.“ „Hann böstaði einfaldlega pakkann," bætir Jóel Pálsson saxófónleikari við. Nuno var ráðinn samdægurs. En hvernig finnst Nuno að taka við sem söngvari í Milljónamæringun- um af Palla og Bogomil? „Þetta er einfaldlega „challenge" (áskorun). Ég veit ekki hvernig er hægt að lýsa því betur." Birgir, Ástvaldur, Steingrímur og Jóel eru sammála um að Nuno smellpassi inn í hljómsveitina, jafn- vel þó hann sé ólíkur Palla, en það er nú ekki beint hægt að segja að Palli og Bogomil séu líkir. „Hann er uppfullur af krafti og jafngóður söngvari og „performer," samsinna Millarnir. Engin stefnubreyting -meiri útvíkkun Þeir sem þekkja til vita að Milljóna- mæringarnir hafa kennt sig við ákveðna tónlistarstefnu, nánar til- tekið latín-taktinn og því ekki verra að hafa söngvara ættaðan frá latínó landi eins og Portúgal. En verða ein- hverjar stefnubreytingar í tónlist- inni? „Að sjálfsögðu verður nýjum lögum bætt inn í prógrammið, líkt og þegar Palli bættist í hópinn," segir Steingrímur „en það veröa ekki gerö- ar neinar stórtækar breytingar og að sjálfsögðu spilum við öll gömlu góðu Milla-lögin sem fólk er farið að þekkja." Hljómsveitin samsinnir því að breytingarnar verði aðeins útvíkkun innan latín rammans með örhtlum afrískum viðbætum (spennandi). En þeir sem bíða spenntir eftir að heyra í nýja söngvaranum mega eiga von á lagaútgáfum (á safnplötum) með haustinu og nýrri plötu næsta vor. Sjón er sögu ríkari Þeir sem vilja berja Nuno Miguel augum á næstunni ættu hins vegar að skella sér í Stykkishólm um helg- ina en þar verður einmitt fyrsta al- mennilega ballið með nýjum söngv- ara haldið annað kvöld. Hljómsveitin fer síðan á fullt swing í byrjun sept- ember og er þá bókuð á Sjallann á ísafirði, Sjallann á Akureyri, Ömmu Lú, árshátíðir og skólaböll. Svo er bara að koma og kíkja á þessa nýjustu stjörnu íslendinga sem kemur frá Portúgal - Nuno Miguel. GBG Elvis Costello - Kojak Variety: ★★★ Fjölbreytnin er mikii og Costelio gerir þelta af mikiili einlægni eins og hans er von og vísa... Allt hjálp- ast hér að tii að gera Kojak Variety að mjög persónulegri og athyglis- verðri plötu. -SÞS Ry Cooder - Music by Ry Cooder: ★★★ Þessi tvöfalda plata . . . er sýnis- hom af því besta sem Cooder hefur látið frá sér fara á sviði kvikmynda- tónlistar. -SÞS Neil Young - Mirrorball: ★★★Á Mirrorbail er enn eitt stórvirkið á glæsilegum ferli Neils Youngs og undirstrikar hvílíkt stórveldi þessi maður er í rokksögunni. -SÞS Gary Moore - Blues for Greeny: ★★★ Blues for Greeny er bæði Moore og Green til mikils sóma og á Moore heiður skilinn fyrir að kynna tónlist Peters Greens fyrir yngri blúsaðdá- endum. -SÞS Sniglabandið - Gull á móti sól: ★★★ Þarna eru ekki einungis á ferðinni snjallir skemmtikraftar heldur sí- vaxandi lagahöfundar sem eru alltaf að koma á óvart. Vinsamlegast haid- ið því áfram. -GB Chris Isaak - Forever Blue: ★★★ Forever Blue er enn ein skraut- fiöðrin í hatt Chris Isaaks og er kom- inn tími til að almenningur gefi þess- um ágæta tónlistarmanni verðskuld- aðan gaum. -SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.