Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 3 %Éit Warren Zevon - Mutineer Vandað persónulegt verk Warren Zevon er einn af þessum miklu tónlistarmönnum sem alla tíð hafa haldið sig til hlés og látið öðrum vinsældirnar eftir. Þetta eru menn sem eru í hávegum hafðir innan raða tónlistarmanna sjálfra en almenningur þekkir þá lítt eða ekkert. Zevon hefur einna helst skapað sér nafn sem lagasmiður og hefur starfsvettvangur hans fyrst og fremst verið vesturströnd Bandaríkjanna og sveitarokkskreðsar þar um slóðir. Meðal samstarfsmanna gegnum árin eru þau Bruce Hornsby, David Lindley, Peter Asher og Linda Ronstadt en hún hefur flutt nokkur af lögum Zevons. Sólóplötur Zevons hafa ekki farið hátt á alþjóðlegan mælikvarða en oftar en ekki fengið mjög góða dóma. Tónlist hans ber að sjálfsögðu sterkan keim af því umhverfi sem hann lifir og hrærist í; er skemmtileg blanda af ýmsum áhrifum, kántrí, poppi, rokki, suður amerískri tónlist og jafnvel þjóðlagatónlist. Lögin eru flest í rólegri kantinum en þá er ekki verið að tala um hefðbundnar ballöður heldur margslungnar melódíur sem eru allt frá því að vera ljúfar og fallegar upp £ að vera hráar og með grófum undirtón. Zevon sér um allan söng sjálfur og þótt hann sé kannski ekki besti söngvari í heimi setur söngurinn sterkan persónulegan blæ á plötuna og gerir hana jafngóða og raun ber vitni. — Sigurður Þór Salvarsson Prímus - Tales from the Punchbowl Komnir hring Tríóið Primus verður seint sakað um að vera ófrumlegt í sínum lagasmíðum. í gegnum tíðina hafa frumlegheitin skilað sér £ r£kum mæli hvað varðar lagasmfðar og hljóðfæraleik, sérstaklega á plötunni Sailing the Seas of Cheese. Bassasteikjarinn Les Claypool verður þó seint talinn til bestu söngvara veraldar. Hriðskotastfll hans vekur engu að siður athygli en einkum er hann þekktur sem einn besti bassaleikari heims, alla vega sá frumlegasti. Nýja platan, Tales from the Punchbowl, ber frumlegheitunum merki. Primus gerir meira að segja i þvi að koma hlustandanum í skilning um hvað hún er frumleg með því að deila á lagaþjófa í laginu Year of the Parrot (þar kemur meðal annars fram að annað hvert útgefið lag inniheldur lítillega breyttan Zeppelin-gítarfrasa). Sjálfsagt er mikið til í þessu öllu saman en frumlegheitin ein og sér gera ekki góða plötu. Það má því segja að hljómsveitin Primus sé komin hring í lagasmíðum sínum. Tales from the Punchbowl verður hálfgerð súpa og frumlegheitin verða aðeins frumlegheitanna vegna. Auðvitað eru þarna margar góðar en hálfkláraðar hugmyndir eins og svo oft vill verða. Þessar tvær stjörnur fær hljómsveitin fyrir textagerð sem fjallar um allt frá einelti í skólum til hins ofurgjeggaða Professors Nutbutter og hljóðfæraleik sem er að venju í hágæðaklassa hjá þeim Les Claypool, Tim Alexander og Larry Lalonde. Hvernig væri síðan að semja tónlist í stað þess að rembast við frumlegheitin daginn út og inn og það aðeins frumlegheitanna vegna? - Guðjón Bergmann Kristín Eysteinsdóttir: - Kvenfólk virðist vera ragara en karlar við að koma tónlist sinni á framfaeri. Allt lagt í sölurnar - tók lán, dreif sig í hljóðver og tók upp tíu lög sem koma út á plötu í haust Kristín Eysteinsdóttir er einn þeirra listamanna sem senda frá sér plötu í haust. Hún er óþekkt nafii í tón- listarlifmu enn þá, hefur lítillega kom- ið fram í menntaskóla og á ölkrám en ætlar að láta drauminn rætast og kynna eigin lög og texta með plötuút- gáfú. „Ég er búin að semja lög frá því að ég var þrettán eða fjórtán ára,“ segir Kristín, sem er rúmlega tvítug. „Það verða tíu lög á plötunni, öll samin á ákveðnu tímabUi og því fannst mér þau passa saman hvað varðaði efni textanna og fleira. Stefnan í stúdíóinu var síðan að gera sem fjölbreyttasta plötu. Við tókum hvert lag fyrir sig og fórum svolítið ótroðnar slóðir með út- setningamar. Reyndar var heUmikU tilraunastarfsemi í gangi. Við prufúð- um heilmargt og notuðum svo það sem okkur fannst hæfa hverju lagi best.“ Prufuupp- tökur í stofunni Við eru Kristín og Orri Harðarson, tónlistarmaður á Akranesi. Hann sendi frá sér sína fyrstu plötu fyrir tveimur árum og gaf hana út sjáifur eins og Kristín. Hún hafði samband við hann tU að leita ráða. Orri vUdi fá að heyra lögin og bauðst síðan tU að vinna plötuna með Kristínu. „Samstarfið gekk vel. Við erum með svipaðan tónlistarsmekk og vorum sammála um flest,“ segir hún. „Við gengum þannig tU verks að við gerð- um prufúupptökur að lögunum í stof- unni heima hjá foreldrum Orra á Akranesi. Síðan fórum við í sbidíó og héldum áfram á svipuðum nótum og fyrr. Auðvitað breyttist svolítið í stúdíóinu en í aðalatriðum gátum við haldið okkur við það sem viö höfðum ákveðið í prufuupptökunum." Þau fengu nokkra hljóðfæraleikara til að taka þátt í spilamennskunni. Ingólfur Sigurðsson sér um trommu- leik, Elísa Geirsdóttir, söngkona og fiðluleikari Kolrössu, leikur á fiðlu í þremur lögum, Jón Bjarki Bentsson á bassa í einu og einnig lagði Ólöf Sig- ursveinsdóttir, sellóleikari í Sinfóníu- hljómsveitinni, þeim lið í tveimur lög- um. Háskóla- námið bíður „Ég reyndi að gera mér upptökuna eins ódýra og unnt var án þess þó að það bitnaði á gæðunum," segir Krist- ín. „Þrátt fyrir það er kostnaðurinn talsverður. Þegar maður stendur að útgáfúnni sjáifur er ekki um annað að ræða en að taka lán. Ef sala plötunn- ar stendur ekki undir kostnaði verð ég bara að vinna í tvö ár og greiða lán- ið. Ég var í Háskólanum í vetur og er tilbúin að fresta námi ef ailt fer ekki að óskum. Aðalatriðið er hins vegar það að ég er að senda frá mér plötu sem ég er sátt við. Ég hef gaman af allri tónlist nema kántrí og þunga- rokki. Sá fjölbreytti tónlistarsmekkur endurspeglast nokkuð í lögunum. Þarna er allt frá kassagitarlögum og léttpönkuðu rokki upp í dansfönk, út- varpsvænt popp og flestallt þar á milli. Ég vona að tónlistin mín eigi eftir að koma einhverjum á óvart.“ Kristínu Eysteinsdóttur finnst nokkuð skorta á að kvenfólk sé nógu duglegt við aö koma sér á framfæri í dægurtónlistinni. „Það virðist vera ragara i þessum málum en karlamir," segir hún. „Ég er ekki sátt við þetta svona og vil leggja mitt af mörkum til að breyta því.“ Hún stefhir að því að hóa saman tónlistarmönnum í hljóm- sveit og fylgja plötunni eftir þegar hún kemur út i haust og er einmitt þessa dagana að svipast um eftir álitlegum samstarfsmönnum sem kunna að meta lögin hennar og eru tilbúnir að spila þau. Paul Weller - Stanley Road: Neil Young - Mirrorball: Edwyn Collins - Gorgeus George: ★★★ ★★★Á ★★★ Tónlistin hefur nokkuð þungan Mirrorball er enn eitt stórvirkið á Gorgeus George er sannfærandi undirtón en er samtímis melódísk og glæsilegum ferli Neils Youngs og og persónuleg plata, fúll af skemmti- margslungin og þarfnast töluverðr- undirstrikar hvílíkt stórveldi þessi legum lögum og liprum melódíum. ar hlustunar áður en hennar verður notið að fullu. -SÞS Ry Cooder - Music by Ry Cooder: ★★★ maður er í rokksögunni. -SÞS Gary Moore - Blues for Greeny: ★★★ Blues for Greeny er bæði Moore -SÞS Chris Isaak - Forever Blue: ★★★ Forever Blue er enn ein skraut- fjöðrin í hatt Chris Isaaks og er kom- Þessi tvöfalda plata . . . er sýnis- og Green til mikils sóma og á Moore inn tími til að almenningur gefi þess- hom af því besta sem Cooder hefur heiður skilinn fyrir að kynna tónlist um ágæta tónlistarmanni verðskuld- látið frá sér fara á sviði kvikmynda- Peters Greens fyrir yngri blúsaðdá- aðangaum. tónlistar. -SÞS endum. -SÞS -SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.