Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 DV DANSSTAÐIR Amma Lú Dansleikur föstudags- og laugardags- kvöld. Áslákur Mosfellsbæ Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Blúsbarinn Speedwell Blue leikur föstudags- kvöld. Á laugardagskvöld skemmtir trúbadorinn Bjarni Tryggvason. Café Amsterdam Trio Bene leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Café Royále Trúbadorinn Guðmundur Rúnar leikur föstudags- og laugardagskvöld. Danshúsið í Glæsibæ Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Duus-hús v/Fischersund, s. 14446 Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og laugard. Feiti dvergurinn Höfðabakka 1 Skriðjöklar leika föstudags- og laug- ardagskvöld. Gaukur á Stöng Hljómsveitin Kirsuber leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hveiju kvöldi. Hótel ísland „Sveitaball á mölinni" á laugardags- kvöld. Hljómsveitirnar Fanar og Brimkló ásamt Björgvini Halldórssyni leika fyrir dansi. Hótel Saga Hagyrðingamót á laugardagskvöld. Mímisbar: Birgir Gunnlaugsson og Baldur Guðmundsson skemmta föstudags- og laugardagskvöld. Jazzbarinn J.J. Soul Band leikur föstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudagskvöld leikur duóið Andrea Gylfadóttir og Kjartan Valdemarsson. LA-Café Laugavegi 45, s. 626120 Um helgina: Matur kl. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3. Hátt aldurstakmark. Leikhúskjallarinn Stjórnin leikur föstudagskvöld. Diskótek laugardagskvöld. Naustkjallarinn E.T. bandið leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Næturgalinn Smiðjuvegi 14, Kópavogi Hljómsveitin Útlagar leika föstudags- kvöld og framan af laugardagskvöldi en skömmu eftir miðnætti bætast Skriðjöklar í hópinn. Rauða Ijónið Hljómsveitin SÍN leikur föstudags- og laugardagskvöld. Rósenbergkjallarinn Rokkhljómsveitin Olympia heldur tónieika í kvöld. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Langbrók. Skálafell Mosfellsbæ Hljómsveitin Sextíuogsex leikur föstudags- og laugardagskvöld. Tveir vinir Hljómsveitin Tweety leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. Ölkjallarinn Ðúettinn Arnar og Þórir leikur föstu- dags- og laugardagskvöld. Ölver Glæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 föstu- dag. Staðurinn Keflavík Lifandi tónlist um helgina. Ráin Keflavík Hljómsveitin Hafrót leikur föstudags- og laugardagskvöld. Gjáin Selfossi Hljómsveitin Langbrók leikur föstu- dagskvöld og Speedwell Blue á laug- ardagskvöld. Laddi í Munaðarnesi Sunnan spaug og spé, Laddi sprellar í Veitingahúsinu Munaðarnesi á laug- ardagskvöldum í ágúst. Dúettinn Steinka og Gúi sér um að halda uppi fjöri á dansgólfinu fram á nótt. Alsæla á Dalvík Gleðihljómsveitin Alsæla leikur í Sæluhúsinu á Dalvík föstudagskvöld og í Ásakaffi í Grundarfirði laugar- dagskvöld. Sjallinn Akureyri Vinir Dóra leika föstudagskvöld og á laugardagskvöld leikur Frænka hreppstjórans.. Vinir vors og blóma Á laugardagskvöld leika Vinir vors og blóma á stordansleik í Miðgarði. Ýdalir: Sólbruni SSSól Tveir vinir: Hljómsveit- in Tweety Dansleikur Sniglabandsins annað kvöld er síðasti dansleikur sumarsins í Hreðavatnsskála. DV-mynd RASI Grindavík og Hreðavatnsskáli: Hljómsveitin Sniglabandið leikur á dansleik á Hafurbiminum í Grinda- vík í kvöld og á stórdansleik í Hreða- vatnsskála annað kvöld. Sniglabandið, sem er þekkt fyrir að flytja hress og skemmtileg lög, sendi frá sér plötu í sumar sem nefnist Guil á móti sól. Platan hefur fengið góðar viðtökur og fékk m.a. þrjár stjörnur hjá tónlistargagnrýnanda DV. Lagið Hí á þig hefur verið mikið spilað á út- varpsstöðvum og eins lagið Fljúgandi sem var á íslenska listanum í nokkurn tíma. Þá hefur myndbandið við þung- arokkslagið Slím einnig vakið verð- skuldaða athygli. Þess má geta að dansleikur Snigla- bandsins annað kvöld er síðasti dans- leikur sumarsins í Hreðavatnsskála. Sniglabandið skipa þeir Einar Rún- arsson, Björgvin Ploder, Pálmi Sigur- hjartarson, Þorgils Björgvinsson og nýjasti meðlimurinn er Jakob Magn- ússon, fyrrverandi bassaleikari í Plá- hnetunni og SSSól. Hljómsveitin SSSól verður með sitt síðasta ball á Norðurlandi í sumar í félagsheimilinu Ýdölum annað kvöld. Þetta verður stórdansleikur eins og Sólarmönnum er lagið og ef- laust mikið húllumhæ. SSSól hefur verið í góðum gír í sumar og hvar sem s veitin hefur kom- ið hefúr verið húsfyllir. Lagið Mér var svo kalt, eftir söngvara sveitar- innar, Helga Bjömsson, hefur verið mikið spilað í sumar en lagið komst m.a. ofarlega á íslenska listann. Helgi er þessa dagana að leika í söngleikn- um Rocky Horror í Héðinshúsinu og hefur hann fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Tweety vinnur nú að sinni annarri breidskrfu. SSSól verður með stórdansleik í Ydöl- um annað kvöld. Hljómsveitin Tweety ætlar að leika á skemmtistaðnum Tveir vinir í kvöld og annað kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Tweety kemur fram eftir verslun- armannahelgina en þá lék sveitin á þjóðhátíð í Eyjum. Tweety vinnur um þessar mundir að sinni annarri breiðskífu sem mun koma út með haustinu. Á breiðskíf- unni kveður við aðeins annan tón en áður hjá sveitinni eins og heyra hef- ur mátt í þeim lögum sem Tweety hef- ur sent frá sér í sumar. Tweety skipa þau Andrea Gylfa- dóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Máni Svavarsson, Eiður Ámason og Ólafur Hólm. tórtW Olympia spilar Rokkhljómsveitin Olympia held- ur tónleika í Rósenbergkjallaranum í kvöld. Olympia, sem leidd er af Sig- urjóni Kjartanssyni, fyrrum Ham- liða, sendi nýverið frá sér Mini LP- disk og ber hann nafnið Universal. Á disknum er að finna átta lög sem tekin voru upp á liðnu vori. Auk Sig- urjóns leika með Olympiu þeir Pét- ur Hallgrímsson, Guðni Finnsson, Arnar G. Ómarsson og Hlynur Aðils. Tónleikamir hefjast um kl. 23. Rokksveitin GCD Rokksveitin GCD með þeim Bubba, Rúnari Júlíussyni, Bergþóri Morthens og Gulla Briem ætlar að leika í Sjallanum á Akureyri i kvöld og á dansleik á skemmtistaðnum Pavarotti á Akranesi annað kvöld. Á efnisskrá GCD eru m.a. lög sem Bubbi og Rúnar hafa gert fræg á sín- um sólóferlum og með hljómsveitum eins og Hljómum, Egói, Trúbroti og Utangarösmönnum, auk allra gömlu og nýju GCD-laganna. Skítamórall Hljómsveitin Skítamórall er kom- in á fulla ferð og ætlar að skemmta ungmennum af Suðumesjum í Stap- anum í Njarðvík í kvöld. Annað kvöld ætlar hljómsveitin að skemmta Sunnlendingum á sveita- balli í Þjórsárveri sem er aðeins um 15 mín. akstur frá Selfossi. Bæði kvöldin mun bítboltinn DJ Marvin sjá um að hita upp liðið. Miðaverð verður kr. 1.500 bæði kvöldin og ald- urstakmark er 16 ár. Blúsbandið Vinir Dóra Blúsbandið Vinir Dóra ætlar að skemmta á Góða dátanum á Akur- eyri í kvöld en hljómsveitin er á tón- leikaferð um landið um þessar mundir. V inir Dóra hafa gert það gott hér á landi sem og erlendis síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Fjöl- margir þekktir blúsmenn frá Chicago hafa komið hingað til lands á undanfornum árum og haldið hljómleika með sveitinni. Má þar nefna Chicago Beau, Jimmy Dawk- ins, Pinetop Perkins, Shirley King, Billy Boy o.fl. Stjórnin leikur Stjórnin ætlar að halda uppi fjör- inu í Leikhúskjallaranum í kvöld en þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveit- in spilar þar. Annað kvöld mun sveit- in spila á stórdansleik í félagsheim- ilinu Klifi í Ólafsvik. Með í förinni verður hljómsveitin Yogurt frá Akranesi og ætla Yogurt-menn sjá um að hita upp mannskapinn. Drauma- landið Danssveitin Draumalandið skemmtir á Hótel Stykkishólmi ann- að kvöld. Hljómsveitina skipa Lárus Már Hermannsson, trommur og söngur, Einar Þór Jóhannsson, söng- ur og gítar, Ríkharður Mýrdal Harð- arson, hljómborð, og Sigurdór Guð- mundsson, bassi. Sextíu og sex Hljómsveitin Sextíu og sex leikur á Skálafelli í Mosfellsbæ í kvöld og annað kvöld. Hljómsveitin hefur nú starfaö um tveggja ára skeið eða allt frá því að Gildran fór í fri. Sveitina skipa Birgir Haraldsson, sem syng- ur og spilar á gítar, Karl Tómasson, sem slær trommur, og Friðrik Hall- dórsson sem leikur á bassa. Hljóm- sveitin ætlar að spila lög af væntan- legri plötu ásamt gömlum og góðum rokkurum. Sniglaband- ið skemmtir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.