Alþýðublaðið - 29.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.08.1921, Blaðsíða 4
ALÞYÐUHL AÐIÐ & Agæt kol } w\ /^y E.s. Suðurland fer eihi til Borgarness í fyrra málið, sökum forfalia, en E.S. Skjölduv fer í staðinn, kl. 8J/z í fyrramálið. Afgreiðslan. O geymd í húsi ÍOO krónur pr. tonn, heimflutt. H. P. Duus. t .. ■ X Kartöflur n nokkrir pokar óseidir. | Johs. Hansens Enke. | Rafmagnsleiðiluí. Straumnum hefir þegar verið hleypt á götuæðarnar og menn ættu ekki að draga lengur að láta okkur Ieggja rafleiðslur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í tfma, meðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H.f. Hiti & Ljós. Laugaveg 20 B. Sími 830. Vatnið. Frá 1. septeraber verður vatnsieiðslan aftur opin á nóttunni. Bæjarverkfræðingurinn. Taska með peningum fanst á veginum heim að Árbæ. — Vitjíst á afgreiðslu blaðsins. Alþbi. er blað allrar alþýðu. Alþbl. kostar 1 kr. á mánuði. Carit Etlar: Æstin. vaknar. eins og á smáfuglssöng, sem maður dirfist ekki að styggja, ‘varð honum það fyrst Ijóst, hversu takmarka- laus yfirráðin voru 1 raun og veru, sem hún hafði á hon- nm. Hjarta hans var þrungið ótta og feimni ástarinnar. I sérhverri lýsing hennar fann hann göfugt og frjálslegt eðli, sem ekki fór í felur fyrir sjálfu sér, eitthvað meyj- arlegt og ósnortið, sem sannaði, að dálæti heimsins og tilbeiðsla, hið dekurspilta og heimtufreka í fari hennar, var að eins ryk, sem sezt hafði á yfirborð sálar hennar; inni fyrir var hreinn og gijáandi flötur. Hugsanir hans og ástand voru í samræmi við þetta meðan hann gekk við hlið hennar. Þegar hún hvarf, ,þráði hann næstu samvistarstund þeirra, gerði sér upp erindi til þess, að fara fram hjá dyrum hennar, öfund- aði, gullkollinn í glugganum og Ayschu, sem alt af umgekst hana, hann hlustaði á fótatak hennar, og dró 1 huga sér upp brífandi myndir af atböfnum hennar, þó hún væri sjálf ósýnileg. Hún hélt áfram að tala við hann með hljómnum sem barst frá herbergi hennar, í ljósglampanum úr glugga hennar, í ihnniim sem lagði á móti honum. Þegar hæst stóð þessi lofsöngur hjartans og aðdátm, stakk stundum upp höfðinu hrygðarhugsun, þegarhann .hugsaði sér hana mikla og upphafna og mældi fjarlægð. ina milli þeirra. Þegar þau skildu, fanst honum hann altaf vera svo lflilmótlegur og lítilvægur, bæði fyrir það, sem «hann hafði sagt og það, sem hann hafði þagað yfir. En er ekki ætíð bundinn eins mikill ótti í ástinni, eins og von, og hvernig ætti hann, óreyndur og efa- blandinn, að hafa sk'ilið, að hún kunni að þýða þögn hans, að ein einasta setning, eitt óvarlegt tillit, glamp- inn í augum hans, var greinilegt og talandi mál, ef til vill unaðslegur söngur í eyrum hennar, ef til vil! hrifning. — Hver veit það ? „Nú skuluð pér líka skrifta," sagði hún eitt sinn. „Eg vil vita álit yðar á mér; ekki þáð, sem þér hugsið um mig núna rétt í svipinn, því að þá munduð þér iná ske slá mér gullhamra, en hvernig þér álituð mig fyrstu dagana eftir komu okkar. — Þér óttuðust mig, þér forðuðust mig, það mátti sjá á svip yðar, því nær meðaumkun. — Já, það;sá eg.“ Jakob hélt áfram og starði niður í sandinn. „Hvers vegna þegið-þér? Þorið þér ekki að segja það, sem þér hugsúðuð?" „Hvernig ætti eg að geta' dæmt um yður?“ sagði hann. Eg, sem veit ekkert og þekki ekkert, eg, sem að eins hefi litið við konunni, eins og eg á sjónum leit við fagurkvendum allra þeirra landa sem fley mitt fór hjá, í flýti og í fjarlægð." „Þetta er ekkert svar. Þér reynið að svara mér tít í hött.“ „Jæja þái" héít hann áfram, og svo virtist sem hoh- um veittist erfitt að stynja upp orðunum, svo var rödd hans lftilsigld og hikandi. „Eg tala þá aðeins urn fyrsta tímann af dvöl yðar hér; þá leit eg á yður. sem .eina þessa skæru og litmörgu veru, uppalda 1 öðru loftslagi, undir heitari himinhvelfing og sem því nær ætíð eyði- jegst af sama afli, sem upphefur hana, alveg. eins og sólin gefur blómunnm iim og lit og veldur svo visnun þeirra.' Eg hugsaði að þér væruð ,eitt af börnum ham- ingjunnar og auðíegðarinnar, hlaðið ástaratlotum og dekri, sem heldur að það óttist ekkert, af því, að það hefir aldrei hættuna séð, sem hyggur skylduna vera nokkurs konar stein, sem bezt sé að fara í kringum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.