Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995
23
Messur
Árbæjarkirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Sigrún
Steingrímsdóttir. Prestarnir.
Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja: Messa kl.
11. Altarisganga. Organisti Daní-
el Jónasson. Samkoma ungs
fólks með hlutverk kl. 20. Gísli
Jónasson.
Bústaðakirkja: Messa kl. 11.
Fermd verður Katla Hannesdóttir,
p.t. Hraunbaer 116, Rvk. Organ-
isti Guðni Þ. Guðmundsson.
Pálmi Matthíasson.
Digraneskirkja: Messa kl.ll.
Altarisganga. Organisti Smári
Ólason. Gunnar Sigurjónsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11.
Prestursr. JakobÁ. Hjálmarsson.
Dómkórinn syngur. Organleikari
Marteinn H. Friðriksson
Viðeyjarkirkja: Messa kl. 14.
Sr. Jakob Á. Hjálmarsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt
sr. Þóri Stephensen. Organleikari
Marteinn H. Friðriksson. Bátsferð
úr Sundahöfn kl. 13.30.
Elliheimilið Grund: Guðs-
þjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jóns-
son. Organisti Kjartan Ólafsson.
Fella- og Hólakirkja: Guðs-
þjónusta kl. 11 (ath. breyttan
messutíma). Prestur sr. Hreinn
Hjartarson. Organisti Lenka
Mátéová. Prestarnir.
Fríkirkjusöfnuðurinn í
Reykjavík: Guðsþjónusta kl.
14. Organisti Pavel Smid. Cecil
Haraldsson.
Grafarvogskirkja: Guðs-
þjónusta kl. 11. Ferming, fermdur
verður Börkur Halldór Blöndal,
Fannafold 143A. Organisti Bjarni
Þór Jónatansson. Prestarnir.
Grensáskirkja: Messa kl. 11.
Prestur sr. Halldór S. Gröndal.
Organisti Jakob Hallgrimsson.
Hallgrímskirkja: Messa kl.
11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Org-
anisti Hörður Áskelsson.
Háteigskirkja: Messa kl. 11.
Organisti Pavel Manasek. Sr.
Tómas Sveinsson.
Hjallakirkja: Guðsþjónusta ki.
11. Orga’nisti Oddný J. Þor-
steinsdóttir. Bryndís Malla Elí-
dóttir.
Keflavíkurkirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11 árd. Prestur: Ólafur
Oddur Jónsson. Kór Keflavíkur-
kirkju syngur. Organisti: Einar
Örn Einarsson. Prestarnir.
Kópavogskirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Örn Falkn-
er. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Landspítalinn: Messa kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
Langholtskirkja, Kirkja Guð-
brands biskups: Messa kl. 11.
Prestursr. Flóki Kristinsson. Org-
anisti Jón Stefánsson. Kaffisopi
eftir messu.
Laugarneskirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Félagar úr Kór Laug-
arneskirkju syngja. Organisti
Jónas Þórir. Ólafur Jóhannsson.
Neskirkja: Guðsþjónusta kl.
14 (athugið breyttan messu-
tíma). Sr. Guðmundur Óskar Ól-
afsson kveður söfnuðinn.
Safnkirkjan Árbæjarsafni:
Messa kl. 14. Prestur sr. Kristinn
Ágúst Friðfinsson.
Seljakirkja: Guðsþjónusta ki.
14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
prédikar. Organisti Kjartan Sigur-
jónsson. Guðsþjónusta í Selja-
hlíð laugardag kl. 11. Prestarnir.
Seltjarnarneskirkja: Messa
kl. 11. Organisti Vera Gulasciova.
Prestur sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir.
Esjudagurinn á sunnu-
daginn í fjórða sinn
- gengið í rólegheitum eða keppt í hraða
Hjálparsveit skáta í Reykjavík ætl-
ar að bjóða til Esjudags á sunnudag-
inn í ijórða sinn. Lagt verður af stað
frá bílastæðunum við Mógilsá. Félag-
ar frá HSSR verða á svæðinu frá kl.
12-17 og getur fólk mætt hvenær sem
er á þeim tíma og þegið góð ráð og
aðstoð á leiðinni. Drykkjarstöðvar
verða í fjallinu.
Þetta er ætlað allri fjölskyldunni
og allir fá barmmerki og þeir sem
sigrast á Þverfellshorninu fá viður-
kenningarskjal til staðfestingar.
„Við byrjuðum á þessu 1992, á 60
ára afmæli okkar. Margir hafa nýtt
sér þetta vegna þess að það er aukið
öryggi í því að hafa vant fólk í fjall-
inu til aðstoðar. Margt af þessu fólki
sem kemur er að fara í fyrsta sinn á
Esjuna og gott er fyrir óvana að hafa
stuðning. Þetta er ekki hættuleg
ganga en það er dálítið bratt efst.
Fjöldi þátttakenda hefur aukist ár frá
ári og í fyrra komu tæplega 2000
manns,“ segir Hörður Magnússon,
aöstoöarsveitarforingi hjá Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík.
Kapphlaup upp Esjuna
Meiningin er að efna til kapphlaups
upp á Esjuna fyrir þá sem þess óska.
Þeir sem ætla að taka þátt í hlaupinu
verða að skrá sig viö Mógilsá. Byrjað
verður að skrá kl. 12.30 og stendur
skráningin til 13.30. Lagt verður af
stað í hlaupið kl. 14. Keppt verður í
tveimur aldurshópum karla og
kvenna: 12-39 ára og 40 ára og eldri.
Tekinn verður tími og verðlaun veitt
fyrir fyrsta sæti í hveijum aldurs-
flokki og þátttakendur fá skráðan
tímann á viöurkenningarskjal.
Esjudagurinn er fyrir alla fjölskylduna.
Fjölskyldu-
skemmtum
Eurocard
Eurocard á íslandi býður korthöf-
um árlega til skemmtunar og úti-
veru. í ár er ætlunin að hittast í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í Laug-
ardal á laugardaginn. Skemmtunin
hefst klukkan 13 og stendur yfir til
kl. 17. Til að vera með þarf aðeins
að hafa góða skapið og Eurocard-
kortið meðferðis.
Sniglarnir munu mæta og Georg
og félagar frá íslandsbanka, risa-
hoppdýna verður á svæðinu, einnig
veltibíll BFÖ og Umferðarráðs. Svín-
um verður hleypt út og hestar teymd-
ir um svæðið. Þá verður fallhlífar-
stökk og hljómsveitin Kósí skemmt-
ir.
Tríó Reykjavík-
ur í Hafnarborg
Fyrstu tónleikar vetrarins í tón-
leikaröö sem Tríó Reykjavíkur og
Hafnarborg í Hafnarfirði standa að
verða á sunnudaginn kl. 20. Er þetta
í sjötta sinn sem tónleikar með þessu
sniði eru haldnir.
Flytjendurnir eru Edda Erlends-
dóttir píanóleikari, Guðný Guð-
mundsdóttir fiðluleikari og Gunnar
Kvaran sellóleikari. Skrá yfir alla
tónleika og nánari upplýsingar fást
í Hafnarborg.
Skóladagar
Á fóstudag og laugardag verða
skóladagar í Verslunarmiðstöðinni
Miðbæ í Hafnarfirði. Skólatilboð
verða í flestum verslunum ásamt
ýmsum uppákomum.
Fólk frá Líkamsræktarstöðinni
Hress sýnir þolfimi á fostudag og á
laugardag verður tískusýning þar
sem verslanir sýna haustvörurnar
sem eru að koma þessa dagana.
Margt verður til skemmtunar á Ár-
bæjarsafni í sumarlok. Á myndinni
er gamla torfkirkjan.
Sumar-
starfi
lýkur á
Árbæjar-
safni
Helgin 2.-3. september er lokahelgi
sumarstarfsins á Árbæjarsafni en
opnað verður aðventusunnudagana
í desember.
Ýmislegt verður til gamans gert
þessa síðustu helgi sumarsins á safn-
inu. Karl Jónatansson og Einar
Magnússon leika á harmoníku og
munnhörpu klukkan 15 á laugardag-
inn. Gömlu leikirnir verða í heiðri
hafðir og leiðsögumenn kenna börn-
um þá klukkan 15.30.
Á sunnudaginn býðst gestum að
líta í geymsluskemmur safnsins und-
ir leiðsögn Helga Sigurðssonar, safn-
varðar munadeildar. Glímufélagið
Ármann sýnir glímu og forna leiki
kl. 14 og kl. 15 verður slegið upp töðu-
gjaldaballi á Kornhúsloftinu. Karl
Jónatansson leikur polka og ræla
o.fl.
Veitingar verða í Árbæ og Hólms-
verslun.
Hundasýning
í Digranesi
Hundaræktarfélag íslands heldur
hundasýningu í íþróttahúsinu Digra-
nesi í Kópavogi nú um helgina. Sýn-
ingin hefst á laugardag kl. 15 meö
hvolpasýningu og keppni milli ungra
sýnenda. Á sunnudag hefst dagskrá
klukkan 8 í eldri flokkum og stendur
til kl. 17.30.
Dómarar verða þrír: Birgit Roed
og Ole Staunskjær frá Danmörku og
Don Miller frá Englandi.
Um er að ræða stærstu sýningu
sem HRFÍ hefur staðið fyrir til þessa.
Tæplega 300 hundar verða sýndir og
um 40 tegundir.
Miðaverð er 300 kr. á laugardag og
600 kr. á sunnudag. Frítt er fyrir börn
yngri en 12 ára í fylgd meö fullorðnum
og einnig fyrir ellilífeyrisþega.
Flugu-Björk Guðmundsdóttir var 3.
besti hvolpur á hundasýningu 18.
júní sl. Hún er hér með eiganda sín-
um, Sigurði H. Sigurðssyni.
OV-mynd Rasi
Eyktamörk
Myndlistarsýning á verkum Evu
Benjamínsdóttur, Eyktamörk, björg
og flæði, er opin í Listacafé og Veislu-
sal í Listhúsi í Laugardal, Engjateigi
17-19, mánudaga til laugardaga kl.
10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Verkin
á sýningunni eru málverk, unnin
með olíu og akrýl á striga.
ými
Ferðafélag
íslands
Tvær helgarferðir verða um
helgina á vegum Ferðafélags ís-
lands. Klukkan átta á laugar-
dagsmorgun verður farið í Haf-
ursey - Kötlujökul. Ferðin er far-
in i samvinnu við Hið íslenska
náttúrufræðifélag. Sérfræðingar
verða með fræðslu um svæðið.
Gist verður í svefnpokaplássi.
Hin feröín hefst einnig kl. átta á
laugardagsmorgun og er Þórs-
merkurferð. Gist verður í Skag-
íjörðsskála og farið í gönguferðir.
Tvær dagsferðir verða á laugar-
daghm. Borgaríjörður - Grímsár-
fossar. Gengið verður upp með
Grimsá og fossarnir skoðaðir.
Hin ferðin er hvala- og fuglaskoö-
unarferð. Siglt er frá Grindavík
að Eldey. Fariö verður með rútu
kl. 10 og kostar ferðin þá 4.500 kr.
eða mætt við Grindavíkurhöfn
kl. 11. Þá er verðið 3.500 kr. Siglt
verður með Fengsæl og er þetta
5 kiukkustunda ferö í samvinnu
við Fuglaverndarfélag íslands.
Sérfræöingar verða með í för.
Skráning er á skrifstofu Ferðafé-
lagsins og er plássið takmarkað.
Einnig verða farnar tvær dags-
ferðir á vegum félagsins á sunnu-
daginn. Lagt veröur af stað kl.
10.30 i aðra ferðina og farið á
Þingvallasvæðið; Hofmannaflöt -
Þjófahnjúka - Tintron. Hin ferðin
hefst klukkan 13 og er farið í Eld-
borgir í Þjófahrauni, austur af
Tindaskaga.
Brottfór í ferðirnar er frá Um-
feröarmiðstöðinni, austanmegin,
og Mörkinni 6.
Útivist:
Dagsferð
sunnudaginn
3. september
Farin verður valin leiö úr Þórs-
merkurgöngunni 1990, Selgil-
Gígjökull. Gönguleiðin er fjöl-
breytt og skemmtileg; gil, fossar
og falleg iitbrigði lyngsins á
Langeyri og í Jökultungum.
Gangan hefst við drangana i Selg-
ih sem í fjarska likjast tröllum.
Farið verður i Fremra-Grýtugil
og gengiö bak við foss sem þar
er. Við Grýtutind er uppganga ef
menn ætla svonefnda Skerjaleiö
yfir Eyjafjallajökul. Yfir Smjörg-
Uiunurn er jökullinn að hrannast
upp og hugsanlega er að myndast
þar nýr skriðjökull. Á leið að jök-
ulgarðinum við Gígjökul þarf að
fara yflr jökulá.
Göngunni lýkur við jökullóniö.
Brottför er frá BSÍ, bensínsölu,
kl. 9.00. Miðar við rútu. _
Helgarferöin á vegum Útivistar
er ganga yfir Fimmvöröuháls
2.-3. september. Fullbókað er í
þá ferð. Miðar óskast sóttir á
skrifstofu.
íþróttir:
Tveir leildr í
fyrstu deild
Tveir leikir veröa háðir í 1.
deildinni í knaftspyrnu á laugar-
dag. Þá mætast klukkan 14
Breiðablik og FH í Kópavogi og
ÍBV og Leiftur í Vestmannaeyj-
um. Á sunnudag mætast íslands-
meistarar Akraness á heimavelli
gegn Grindavík klukkan 18. 15.
umferð 1. deildar lýkur á mánu-
dagskvöld en þá fara fram tveir
leikir.
í 2, deild leika Víöir og Þróttur
á fóstudagskvöld klukkan 18 og á
sunnudag mætast síðan KA-HK,
ÍR-Skailagiimur, Stjaman-Þór
og Víkingur-Fylkir og hefjast all-
ir leikirnir klukkan 14.1. deildar
keppni kvenna lýkur á sunnudag
en þá er heil umferö. Þar mætast
Breiðablik-Stjarnan, ÍBA-ÍA,
Valur-KR og Haukar-ÍBV og
heijast allir leikirmr klukkan 17.