Þjóðviljinn - 21.11.1936, Side 2
Laugardagur 21. nóv. 1936
ÞJOÐVILJINN
Rauðu pennarnir
Tímamótin í íslenskri
bókmentasögu 1935.
U. Halldór K.
Eftir ICristinn Andrésson
•fc Egg-ert Gtuðimindssou listmál-
ari opnaði um daginn sýningu á
verkum sínum, málverkum og teikn-
ingum eftir íslenskum fyrirmynd-
um, i London. Viðstaddir voru
margir þektir Englendingar og
Danir, þ. á. m. sendiherra Dana í
Englandi.
jt Paturssoil stingur upp á þvi,
að lögþingið í Færeyjum verði rof-
ið og nýjar kosningar látnar fara
fram, til þess að unt verði að vita
vilja kjósendanna um þær breyttu
kringumstæður, sem skapast hafa
við það, að landbúnaðurinn og fisk-
útflutningurinn hefir verið falinn á
hendur danska ríkinu. (Fú).
if Rniinsóknarnefndin I Pale-
stínu hélt iyrsta opinbera fund sinn
um daginn. Tilskipun hefir verið
gefin út, sem veitir nefndinni
heimild til þess að skyida menn að
mæta á fundum hennar sem vitni,
og liggja þungar sektir við þvi, ef
óhlýðnast er. (Fú).
•fc Franskur fluginaður, Chappé,
slasaðist hættulega, er hann varð að
nauðlenda um daginn, vegna veð-
urs á syðstu ey Japan, en hann var
á hraðflugi milli Parísar og Tokió,
og hafði sótst flugið vel. (Fú).
Bók Guðmundar Kamban, sem
hann nefnir »Jeg ser et stort skönt
J.,and« og kemur út á morgun, er
yfirgripsmikil söguleg skáldsaga um
landnámið á Grænlandi, og Vín- ;
iandsferðirnar. í bókinni eru kort
yfir leiðir þær, er þeir Eiríkur
rauði, Bjarni Herjólfsson, Leifur
Eiriksson, Porfinnur Karlsefni og
Guðleifur Gunnlaugsson fóru til
Grænlands og Vínlands hins góða.
Bókin er tileinkuð »Anda Víkinga-
aldarinnar, á bak við hugrekkið,
drenglyndinu á bak við styrkleik-
ann«, eins og það er orðað. (F. ú.)
1 öllum verkum sínum fram
að y>Sjálfstætt fó!lc«, sem lokio
er 1935, er Halldór Kiljan Lax-
ness leitandi höíundur, á nýj-
um og nýji'pn Ieiðum. Með
»Sjálí'stæðu fólki« ' eignast
skáldið fyrist mótaða lífsskoðUn
Halídór Kiljan Laxness.
og ákveðinn tilgang í list sinni,
En að »Sjálfstæðu fólki« ligg-
ur samt djúpur aðdragandi í
öllum fyrri verkumi höftndar-
in,s. Það kemur sem ný fylling
þeirra, allra.
Halldór Kiljan Laxness reis
á öldu hins nýja stórhugar meo
þjóðinni. Hin rniklu uppgangs-
ár vöktu óskir, sem þjóðin hafði
al.drei átt áður, þær vildu bera
hana út yfir þann veruleika, er
hún varð að búa við. Á vængj-
um þessara cska flaug Halldór
út í heiminn, til þess að verða
mikill. 1 veganesti hlaut hann
einbeittan vilja, en fyrst og
fremst éslökkvandi ástríðu til,
að komast í allan sannleika um
hlutina, Það voru undirstraum-
ar sarotímans, er sál hans átti
skyldleika við. Eðli þessa. skálds
var af rótum hins dýpsta, í þjócí-
lífinu. Þess vegna var ástríðan
svD heit að vilja skilja hlutina.
til grunna.
Tímarnir voru hvikulir,
margir str'aumar og stefnur,
hið gamla í upplausn, nýtt að
spretta fram, Það va,r erfitt að
finna sannleikann, þann dýpsta
í lífinu. Hví, skyldi hann ekki
fyrst og í'remst vera að finna
á vegum trúarinnar? Ásamt
fleiri leitandi sálum á þessum
tíma, gerðist Halldór kaþóískur.
Hann settist að fótumi meist-
ara,, rýndi í. fræði spekinganna.
Hvar var sannleikurinn?
Halldór hvarf vonsvikinn frá
kaþólskunni. Trúin veitti hoon-
um ekki svar, ekki við sann-
leikanu.m, réttlætinu, frelsinu.
Hvers virði var hin persónulega
sæhitilfinning trúarinnar, hvað
djúp ga.t hún, verið, meðan lygi,
misrétti og kúgun hefti hvert
spor medbræðra minna í átt-
ina til éilífrar fullkomnunar?
Var trúin annað en afvegaleidd
þrá manns til að eignast þessa
fullkomnun hér á jörðinni? Var
ekki jörðin sjálf, þegar alt kom
til alls, lifgja.fi okkar, nútíð og
framtíð? Að minsta kosti hlaut
það að vera fyrsta, verkefnið
fyrir mennina að skapa sér
hamingju, réttlæti og frelsi í
sambúðinni á jörðinni,
Halldór hvarf úr himnuro
kaþólskuinnar til nýrrar fót-
festu á jörðinni.
Hann sneri sannleiksleit sinni
að Tífstilveru mannanna, sem
þeir höfðu skapað sér, að
þroskaskilyrðum fólksins, sem
ÓJ í brjósti réttlætið, frelsið og
trúna, að alhliða, skilningi á um-
hverfi mannsins, sem sjálfur
var upphaf trúarinnar, og því
meiri en trúin.
Laxiicss
Þegar Halldór fór að kynna
sér þjóðskipulagið, sem fólkið
bjó við, komst hann að raun
um, að það var gróðrarstía
hverskonar rangsleitni og
þroskatafar fyrir manninn.
Hann komst að sömu niður-
stöðu. o.g þeir, sem vilja nýtt
þjcðskipiulag handa fólkinu að
búa við, sem skilyrði til þess,
að ajlir geti notið jafnréttis,
þroska, og hamingju, Hann hafði
farið til Ameríku, til að' kynn-
ast gósenlandi auðvaldsins.
Hann fann þar ekkert gósen-
land. Það vitnar Alþýðubókin.
Hvert sero Halklór flæktist
um heiminn, skildi hugurinn al-
drei við Island. Lif og framtíð
fólksins ,á Islandi var honum
hjartfclgnast a,f öllu. Þeim
sannleik, er hann þráði, var
hann alt af að leita að fyrir
þjóðinai sína,, það var hún sem
átti að njóta, hans. Með »Sölku.
Völku« snýr Halldór sér í'yrst
fyrir alvöru að því að finna
ráðningui á örlögum íslenskrar
alþýðu, að sýna skyldleika fólks-
ins við þess eigin lífskjör, og
hvað þroski þess er bundinn viö
aðstæður. Ha,nn lýsir tilraunum
þess til að fara, nýjar br’autir,
fyrstu, tilraunum, sem mis-
heppnast, því stefnufestuna
vantar. Bæði er þjóðfélagsþró-
unin þá skamt komin í þessa
átt, og eins hafði skáldið sjálft
ekki eignast nógu ákveðna lífs-
skoðun,
Það kom fyrst með »Sjálf-
stæðu fólki«. Skáldjð hafði
kynt sér hinn nýja. heim alþýð-
unniar í Sovétríkjunum, séð með
eigin augum, að mennirnir voru
færir um að skapa. sér full,-
komnara líf á jörðinni, þar sem
ríkti jafnrétti og útrýmt var
fátækt o.g kúgun, Hann sá þar
vera að rætast sömu óskirnar,
og hann sjálfur hafði átt, sömu
óskirnar, sem hann skildi, að
bærðust inst i hjarta, hverrar
þjóðar. Nú skildi hann til fuils
hjartaslög þjcðar sinna,r, vonir
hennar, cskir og iakmark, það
sero dýpst bjó í vitund hennar,
og fengið hafði mál hjá öllum
bestu skáldum hennar. Nú eign-
aðist Halldór nýtt og voldugt
hlutverk: að vekja þessar óskir
þjóðar sinnar til nýrrar fylling-
ar.
I »Sjálfstæðu fólki« lýsir
hann upp frá nýju sjónarmiði
sögu íslensku þjóða.rinnar, aila
lífsbaráttu hennar og sjálf-
stæðisbaráttu, og sýnir han.a
sero þátt úr frelsisbaráttu
mannkynsins.
Frá hinu. nýja sjónarmiði
eignast frelsisbarátta íslensku
þjóðarinnar nýtt gildi og nýtt
samhengi. Viðurkenning þess
sjónarmiðs setur íslensku. al-
þýðunni nýtt hlutverk, gefur
baráttu henniar nýtt takmark,
veitir alt annan skilning á for-
tíðinni, um leið og, það kveikir
algerlega nýjar framtíðarvon-
ir: u,m endanlegt, fullkomið
frelsi og sjálfstEeði.
En einmitt þetta, a,ð gefa sög-
unni nýtt inntalc, er að breytai
stiefnu hennar til nýrrar framr
tíðar, er að vera brautryðjandi
nýrra, tíma. I »Sjálfstæðu fólki«
kemur Halldór Kiljan Laxness
fyrst fraro sem ákveðinn braut-
ryðjandi, vitandi um hlutverk
sitt og stefnu sem forystuskáld
íslensku, þjóðarinnar, er beri
sögulega. ábyrgð á því, hvaða
stefnu lífsbarátta hennar tek-
ur.
LISTSÝAING
BARBARA MORAY WILLIAMS
°9
MAGHÚSAR Á. ÁRNASONAR
í A:]>ýðuhúslnu, Ing-ólfsstrætl, Tei'ð-
ur opnuð í (lag og opln dagl. 10—9.
N. II. Aí sérstðkuin ástæðuin getui'
sýningin nðeius staðið til 29. 1>, m.
HELSKIPIÐ eftir B. Traven 10
Síðan leit hann á mig og sagði:
— Hélduð þér, að ég væri sendiherra yðar, Þér
eigið eftir að sanna mér það.
— Ég er Ameríkumaður og þér eruð sendiherra
þeirra.
Þetta var auðvitað rétt, sem manngarmurinn sagði.
— Já, ég* er að ví,su amerískur sendiherra, þó að
ég sé ekki aðalsendiherra. En það, sem þér þurfið
að’ gera, er að sanna að þér séuð Bandaríkjamaður.
Hvar eru skilríki yðar?
— Ég er búinn, að segja yður, að ég er búinn að
tapa þeirn.
— Tapa. Hvernig getur mönnum oxðið slík skyssa
á. Menn eiga ekki að skilja þau við sig og síst af
öllu í framandi landi. Þér getið ekki einu sinni sann-
að, að þér hafið verið á »Tu,scaloosa«? Eða getið þér
það?
— Nei.
— Hvað eru.ð þér þá að gera hér. Jafnvel þó að
þér hafið verið á »Tuscaloosa« og gætuð sannað það,
þá er það ekki hin minsta sönnun fyrir, að þér séuð
Bandaríkjamaour. Hottentottar vinna til dæmis oft
á amerískum skipum. Hvað viljið þér mér eiginlega?
og hvernig komust þér alla leið frá Antwerpen til
Rotterdam, án þess að hafa nokkur skilríki? Það er
mjög undarlegt fyrirbæri.
— En lögreglan flutti mig hingað.
— Verið þér svo vænn að koma ekki með þessa vit-
leysu um lögregluna,. Það kemur ekki til nokkurra
mála, að menn í ríkisþjónustu llytji menn þannig
yfir landamæri annars lands. Þetta hlýtur að vera
einhver misskilningur.
Á meðan sendiherrann fræddi mig á þessu brosti
hann í sífellu, því að maður í þjónustu Bandaríkj-
anna á altaf að hlæja, jafnvel meðan hann les upp
dauðadóm, Það er skylda hans við lýðveldið. Ilitt þótti
mér merkilegra, að allan tímann, meðan við töluð-
umst við, var hann að handfjatla blýant. Stöku sinn-
um sló hann blýantinum niður í borðið, eins' og til
þess að gefa orðum sínium frekari áherslu.
Mér hefði verið næst skapi að hella úr blekbytt-
unni í andlit sendiherrans og ég mátti taka á allri
minni stillingu. til þess að gera það ekki. Að lokum
sagði ég::
— Ef til vill viljið þór útvega, mér skipsrúm, svo
að ég komist vestur, Það getur verið, að einhvei’n
vanti mann.
— Skipsrúm, Yður, sem: hafið engin skilríki. Nei,
ég" útvega yður og yðar líkum ekki skipsrúm. Það
getið þér reitt yður á.
— En hvar á ég að fá þessi skilríki, ef þér viljið
ekki útvega mér þau.
— Það kemur mér ekki við, hvar þér fáið skil-
ríki yðar. Annars gæti hvaða flækingur sem er kom-
ið til mín og krafið mig skilríkja.
Well, sir, sagði ég því næst. Ég býst þó við, að
það gæti komið fyrir fleiri en mig að týna skilríkj-
um sínum.
t
— Já, það er satt, en þeir hafa allir peninga.
— Jæja, nú fer ég að skilja, hvernig í öllu liggur.
— Þér skiljið ekkert við hvað ég á, sagði sendj-
herrann brosandi. Ég á við það, að slíkir menn geta
altaf gert einhverja. grein fyrir nafni sínu og* heim-
ilisfangi.
— Er það mér að kenna, að ég á -ekkert heiroili
eða aðsetursstað annan en skipið, semi ég sigli með.
— Það varðar mig ekkert um. Þér hafið tapað
skilríkjum yðar og verðið að afla þeirra aftur. Ég
verð að halda mér við erindisbréf mitt. Þetta. er
ekki mín sök, en hafið þér fengið nokkuð að borða.
— Ég er peningalaus, og ennþá er ég ekki farinn
að betla.
— Biðið augnablik.
Sendiherrann stóð á fætur og gekk inn í aðra
stofu. Eftir fáeinar mínútur kom hann aftur og rétti
mér bréfspjald.
Hér hafið þér aðgönguskjöl að sjómannaheimil-
inu, í þr já daga.
Þegar sá tími er liðinn getið þér gjarna komið
aftur. Reynið nú það sem þér getið. Ef til vill heppn-
a,st yður að fá far einhversstaðar með skipi einhvers
lands. Ég get aðeins gefið yður góð ráð. An,nað get
ég ekki. Ég er aðeins starfsmaður ríkisins. Annars
þykir mér þetta rojög leiðinlegt alt samani, Good by
and g’d luck.
Það má vera, að maðurinn hafi rétt fyrir sér.
Kannske er hann enginn óþokki. Því ættum við að
ætla öllum alt hið versta. Ég býst heldur við að