Þjóðviljinn - 13.01.1937, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1937, Blaðsíða 4
& Gamlö l?)i6 & Svikari Heimsfræg' og stórfengleg amerísk talmynd frá írsku uppreisninni 1922. Aðalhlutverkið leikur af framúrskarandi list VICTOR MC LAGLEN Böm fá ekki aðgang. Næturlæknir. Kjartan ölafsson, Lækjar- götu 6 B, sími 2614., Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar apóteki. Utvarpið í dag 19,20 Hljómplötur: Sönglög (Thil og Tibbet). 20.00 Fréttir. 20,30 Erindi: Efnisheimurinn, IIL (Sigurkarl Stefánsson cand. mag.)., 20,55 Tríó Tónlistarskól- ans leikur. 21,25. Otvarpssagan. 21.50 Hljómplötujr: Endurtekin lög (til kl. 22,30). Skipafréttir Gullfoss og Dettifoss eru í Kaupmannahöfn, Goðafoss er í Hull„ Selfoss fór í gærmorgun á- leiðis til útlianda, Lagarfoss er í Leith. Brúarfoss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. — Súðin fer 1 fyrstu strandferð á þessu ári á föstudaginm Keppendur í Skjaldarglímu Ármanns eiga að gefa sig fram við stjórn fé- lagsins fyrir 22., þ. m. þlÓOVIUINN Til skem Tarzan nútímans. Skógar- verðir nálægt Ríga, Latviu, komu um daginn að einkenni- legri veru. í skógarrjóðri. Veran hnipraði sig saman við rætur á einu trénu, Þegar hún varð vör við mennina, kþfraði hún með undraverðri leikni upp í tréð og héldu skógarverðirnir að þarna væri api á ferð. Skutu þeir af byssum sínum, en við það kom veran niður til jarðar aftur og reyndist þá að vera mitt á milli apa og manns. Við nánari rann- sókn kom í ljóe, að þetta var vinnumaður, er hafði horfið af einum búgarði þar í grendinni fyrir mörgum, árum, Maðurinn gat ekki talað og skildi heldur ekki, þó tafað væri til hans. unar o g Eftir búslysið: Fmþeganum láðist að greiða farið. ★ 1935 var sett met í tedrykkju í Engiandi. Teeyðsla á hvert fróðleiks mannsbarn í Stóra-Bretlandi 1935 var að meðaltali 9,421 ensk pund. ★ Amerísk kona, semi á heima í þorpi, er hggur að allstóru fljóti, var um daginn að þvo í fljót- inu, þegar hún tók eftir trébala, sem flaut niður eftir fljótinu. Náði hún til bal,ans með haka,, er var þar nærri, en hún varð ekki lítið undrandi, þegar hún sá :að í balanum lá nýfæddur sveinn. Tók hún hann heim með sér og var auglýst eftir foreldr- um, en enginn hefir gefið sig frarn. Konan hefir því ákveðið að ala barnið upp, þó hún eigi 4 börn fyrir., Barnið var auð- vitað skýrt Móses. Félagar sem hafa söfnunarlista fyrir Þjóðviljann eða h,afa tekið þátt í áskrifendasöfnumnni fyrir blaðið, eru beðnir að mæta á flokksskrifstofunni í dag frá kl. 5—7, og gera skil. Ungbarnavernd Liknar er opin á þriðjudögum og föstudögum frá kl. 3—4. Dagsbrúnarmenu! Nú eru. aðeins eftir 3 dagar þangað til, hægt er að hætta kosningunni i Dagsbrún. Kjósið því strax í dag. Kosningin í Dagsbrún að afloknum kjörtíma, kl„ 7 í gærkvöldi, höfðu allsi um 840 Dagsbrúnarmenn greitt at- kvæði, eða réttur helmingur þeirra, sem, á kjörskrá eru, Arraann hefir beðið þess getið að drætti í happdrætti Skíðaskála Ármanns hafi verið frestað til 16., þi mt NÝBRENT OG MALAÐ KAFR FreyJugÖtu 26 — Siml 5432 Iðnsambandið Framhald af 3. síðu. Alls hafa því fjögur sveinafé- lög, af fimm í sambandinu, lýst sig fylgjandi því að sambandinu verði skift. Þess verður því vænt anlega ekki langt að bíða, að sveinafélögin í byggingariðnað- inum stofni sín eigin samtök c- háð samtökum meistaranna. „Vakna pú Island“ er ljóðasafn, sem allir purfa að eignast. Petta er safn ís- lenskra alpýðusöngva, enn- fremur pýddra, erlendra verk- lýðssöngva. Bókin kostar kr. 1.25. SjB l\fý/al?)ib sg Leyndarmál Charlíe Chau Övenjulega spennandi, skemtileg og vel gerð kvik- mynd um nýjustu afreks- verk leynilögregluhetjunn- ar Charlie Chan í barátt- unni við illræmd saka- mannafélög. Aðalhlutverkið, Charlie Chan leikur WARNER OLANDk Aukamynd: Talmyndafréttir. Böm fá ekki aðgang. / Þjódyiljans muníð gjald- daga blaðsins 20. hvers mánadar. i:n:'iY.Trm Siídin fer héðan austur um land föstu- dag 15. þ. m.. kl. 9 siðd. Tekið verður á móti vörum í dag (miðvikudag). Pantaðir farseðlar óskast sóttir einum degi fyrir burtferð. HELSKIPIÐ eftir B. Traven 38 og það' varð steinhljóð í veitingaskálanum um hríð. Svo stóðu þeir á fætur, litu til mín og hófu upp glösin. — Auf Ihr Wohl, Deutscher1). Því næst tók stúlkan disk og gekk með hann fyrir hvern mann í veitingastofunni. Svo kom hún aftur með diskinn og tæmdi hann fyrir framan mig. Það voru seytján frankar og hérumbil sextíu sentímur. Nú varð mér ekki skotaskuld úr því að borga matinn og vínið. Og þegar ég tveim dögum síðar fór með skipi til Barcelona, átti ég meira, að segja nokkra franka, eftir. Mér þótti ótrúlegt að óvinátta á milli manna af ýmsum þjóðernum og löndum gæti átt sér stað, þar sem enginn var til þess að blása að ófriðarkolunum. Það var varla til mikils mælst, þó að menn væru dá- lítið skynsamari en hundarnir, það er tiltölulega a,uð- velt að æsa hunda, hvorn upp á móti öðrum, en þó er það ekki hægt undir öllum kringumstæðum. En þao er fátt auðveldara en að æsa mennina til hinna verstu f jandskaparverka. Ég sit og dorga. Það eru. ljótu vandræðin, að eng- inn fiskur skuli vera svo vitlajus, að bíta, á öngul- inn hjá mér. Bráðum er ég búinn með allan blóðmör- inn, sem Hollendingarnir gáfu mér, Þetta, hlýtur að stafa af því, að ég er dálítið annars hugar. Strax þegar ég er búinn að veiða í soðið, þá fer ég út í skóg, 3) Skál yðar, Þjóðverji. kveiki upp eld og steiki fiskana á teini. Það verður einhver munur eða að éta þá upp úr olíuídýfu. Enn einu sinni hefir verið étið af önglinum, en enginn fiskur fest sig. Hvað er ég búinn að siitja hér lengi? Að minsta kosti þrjár kiukkustundir. Það tek- ur í taiugarnar að dorga svona lengi. Hitt skiptir minna máli, þó að tímanum sé eytt til einskis. Þetta. er þó altaf nytsamleg vinna, þetta hjálpar líka til þessi að sjá fólkinu farborða, því að þegar ég hefi etið fiskinn, þarf ég ekki að éta makkaronisúpu frá einhverjum öðrum. Hún verður spöruð og hlýtur að finnast við ársuppgjör í einhverri hagskýrslunni. Svo gæti ég lika selt fiskinn. Ef til vill gæti ég veitt svo mikið, að ég gæti eignast tvo peseta. Þá gæti ég sofið í rúmi tvær nætur í röð. — Sjáðu nú til, litli vinur, nú hefi ég að lokum náó þér. Það ert þú, sem hefir étið upp fyrir mér allan blóðmörinn. Ekki ertu þungur. Hálft kíló eða tæp- lega það., Nei, þrjú hundruð grömmi, en þú spriklar dásamlega. Það á ég ofur auðVelt með að skilja. Ég hefi einnig reynt að sprikla, þegar lögreglan hefir gripið mig. En nú er mig farið að langa í fisk. — Já, vatnið er undursamlega svalt og sólin er steikjandi heit. Hér hefir enginn lögregluþjónn held- ur .reynt til þess að hefta fór mína. Aðeins ef þú hefðir verið ofurlítið stærri. En fyrst þú ert nú einu sinni veiddur, jæja, hvað skal gera, Ég vil miklu fremur vera frjáls en mettur, svona á meðan vatnið er blátt og sólin skín, svo ert þú spanskur fiskur. Gott og vel, þú skajt ekki deyja. Syntu burtu og bíttu á öng'ulinn hjá einhverjum öðrum. Flýttu þér fiskur og ég bið að heilsa unnustu þinni. Svo heyrist vatnsskvettur, fiskurinn syndir sina leið og hverfur út í höfnina. — Eg bið að heilsa, unnustu þinni. Svei. — Þér eruð rólegur fiskimaður, kallar einhver að baki mér. Ég lít við og kem auga á tollþjón, sem stendur hjá mér, Hann hefir staðið þarna og hlustað allan tím- ann, Nú fer hann að1 skeliihlæja. — Það hlýtur að vera meira af fiskum hér. Vatn- ið er svo mikið í höfninni, segi ég og beiti öngulinn aftur. — Það þykir mér sennilegt, en þetta var altof stór fiskur til þess að sleppa honum. — Jú, víst vaa- hann stór, en það er af því, hvað hann var búinn að éta mikið af beitu frá mér. — Vegna hvers eruð þér að veiða, fyrst þér hendið fiskunum jafnóðum aftur í sjóinn, — Jú, ég geri það til þess að geta sagt við sjátfan mig að kvöldi, að ég hafi ekki eytt deginum til einskis. — Haltu áfram að veiða, sagði tollþjónninn og fór leiðar sinnar. XIV. Með mörgu skipinu hefi ég siglt. Það vita hin- ir eilífu guðir. Og skip hefi ég séð í þúsundatali. Það hlýtur hinn heilagi Tórnas að vita, En aldrei fyr hefi ég séð skip, sem líktist þessu. Það var einstakt. Fljótt á litið virtust engir möguleikar til þess að slíkt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.