Þjóðviljinn - 22.01.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.01.1937, Blaðsíða 2
ÞJOÐVILJINN Föstudaginn 22. jan.. 1937. Blindravinaf él. Islands fímm ápa Félagið heldur uppi skóla og vinnustofu. Einkennilegt bókasafn. — Yiðtai við Þorstein Bjarnason, varaformann félagsins. í irétt frá Innsbriick í Austur- riki segir, að Vilhelmina Hollands- drotning og tveir menn úr föruneyti henhar hafi komist í lífsháska 19. þ. m., er bifreið, sem drotningin var á ferð í, rann til á hálum vegi utan í fjallshlíð, og hafi eitt hjól bifreið- arinnar farið út af vegarbrúninrni, en fyrir neðan var þverhnýpt bjarg. Lögregluvörður, sem. fylgdi eftir á fcifhjóli, gat komið í veg fyrir að bif- reiðin færi lengra, og er það talið hafa orðið Vilhelmínu drotningu og föruneyti hennar til lífs. Síðari fregn ber þó á móti þvi, að jiokkur fótur sé fyrir undanfarandi fregn (F. Ú.). if A svartlistarsýningu, sem opnuð verður 1 Charlottenborg í Kaup- mannahöfn á laugardaginn kemur verða 13 myndir til sýnis eftir Gunnlaug Scheving málara, 9 myndir eftir Jón Engilberts og 6 eftir Krist- inn Pétursson (F. Ú.). ir Stærsta flugvélasmið.ia í heimi The Taylor Aircraft Corporation i Ameríku hefur ákveðið að senda tvær flugvélar á komandi sumri í flug til Godthaab, Reykjavíkur, Berg- en, Oslo, Kaupmannahafnar. Þess hef- ur verið farið á leit við danska flug- manninn Bjarkov kaptein, að hann stjómaði annari vélinni (F. Ú.). NÝBRENT OG MALAÐ KAFFI blasqou/ F-eyJugótu 26 - Srmi 1*52 Á sujinud, kemur er Blindra- vinafél.ag- Islands fimm ára gam- alt. Pað er stofnað 24. jan. 1932, og voru. stofnendur 52. En fé- lagið hefir vaxið geysiört, og er nú félagatalan orðin um 900, 1 tilefni a,f afmælinui skoðaði fréttamaður Þjóðviljans skóla og vinnustofu félagsins á Lauf- ásvegi 19,, 1 stofunni, sem fyrst er kom- ið inn í, er unnið að burstagerð, og eru þar bæði unglingar og f ullorðið fólk að verki,. og, burst- ar og efni blasa við .hvert sem litið er, Björn. Jónsson, kennari og u.msjónia.rmaður vinnustof- unnar, segir frá vinnunni. — Hvernig er starfinu hátt- að? — Á vegum félagsins eru nú 16 manns, þar af eru 9 hérna á skólanurn og vinnustofunni,' hinir eru úti í bæ, og meira að segja úti á J.andi. Hér er aðal- lega unnið að burstagerð. Bún- ar eru til 56 tegundir bursta, og er aJtaf verið að bæta við nýj- umi gerðum. Blindraiðn er góð vara og selst ágætlega. — Hvernig er með söluna. — Hún gengur ágætlega. Fyrsta, árið voru seldir burstar fyrir 4000 kr., en á s. 1. ári var selt fyrir ca, 29000 kr. — Er bljndraiðn eins vönduð og sú venjulega. — Gæðin eru. svipuð. Fram- leiðslan er seld á sama verði, og, það mun vera áiþekk sala frá báðum burstagerðunum hér í bæ. Úr þessum sal er farið inn í annað iherbergi, Par situr stúlka við vefstól, og vefur handklæði. Þar er einnig unglingsstúlka við handavinnu. Þorsteinm, Bjarna- son, varaformiaður Blindravina- félagsins, heldur áfram að segja okkur frá starfsemi félagsins. Þorsteinn hefir verið lífið og sáJ,- in í þessum félagsskap frá byrj- un. Blindir eru ekki bóka- lausir. 1 þessu herbergi er bókaskáp- ur með stórum bókum. í hillun- um. Þær eru aþar á blindra- letri, alls 58 bindi,. Þorsteinn tek- ur fram bækurnar og sýnir þær. Blöðin eru úr þykkum, hálum pappír; öll geghumstungin. Staf- irnir eru gerðir úr punktum, er settir eru saman á ýmsa vegu. — Hvernig er þetta gert? — Þessar bækur eru allar skrifaðar hér hjá okkur, segir Þorsteinn, og sýnir okkur ljtln vél, svipaða ritvél, sem notuð er til að rita bækurnar. — Annars eru til mikið fullkomnari aðferð- ir. Kannske ég lofi ykkur að sjá hvernig vélin er notuð, segir hann, og kaJ.lar fram í vinnu- stofuna. Unglingsdrengur kem- ur inn og býður glaðlega góðan dag. Hann gengur hiklaust að borðinu, þreyfar fyrir stólnum og vélinni., Þorsteinni biður hann að skrifa eitthvað, og drengur- inn ritar nafnið sitt með blindralétri: Kristján Tryggva- son. Svo ies ,hann fyrir okkur upphaf að smásögu eftir Einar H. Kvaran. Fikar sig með fingr- unum eftir gul.um blöðunum, og les hægt, en, hiklaust. Kristján er duglegur við fleira en lestur- inn. Hann hefir unnið sér fyrir alt að 11 kr. daglaunum í bursta- gerðinni. — Hvaða bókmentir eru þetta? — Langmest námsbækur í al- mennum námsgreinum. Hér er t. d. Dönskunámsbók Jóns Öfeigssonar. Viðkennum dönsku því að hægt er að fá að láni bækuir með blindraletri frá Nor3u.rlön,dum. Okkur er sýnd Islandssaga Jónasar Jónssonar. Hún er sex bækur allþykkar, í líku broti og Þjóðviljinn. Ein bókanna er landakortabók, og stórt upp- hleypt Islandskort hangir á veggnum. Göfugur tilgangur. Að lokum biðjum við Þorstein að segja nokkuð um starfsemi félagsins alment. — Tilgangur fél,agsins er tvennskonar., I fyr-sta lagi að reyna að koma í veg fyrir blindu, Það eru haldnir útvarps- fyrirlestrar til fræðslu, og unnið í samráði við augnlæknana. I öðru lagi að hjálpa blindu fólki, stytta því stundir og gera þeirn möguíegt að Vinna fyrir sér. Fyrir velvild ríkisstjórnarinnar og útvarpsins höfum við 10 út- varpstæki, sem eru lánuð blindu fólki, — auk þess hafa 30 blind- ir menn afnotagjaldsfaus út- varpstæki, — Hvernig er með launa- greiðslur? Mestöll vinnan er ákvæðis- vinna Launin verða. 70 til 130 kr. á mánuði. Fyrsta árið borguðum við 1200 kr. í vinnulauin til blindra mannai, en í ár um 5000 kr. — Hvernig er afstaða manna tiþ félagsins? — Yfirleitt mætir starfsemi félagsins samúð og skilningi. Strax fyrsta árið fékk félagið 1500 kr., úr ríkissjóði, en nú fær: það 6500 kr., og er. þar í falið kennaralaun og annar kostnað- ur við blindraskólann, — auk þess 1000 kr. úr bæjarsjóði. —Hvað er margt af blindu fól,ki, á landinu? — Við höfum; ekki nákvæm- ar skýrslur., En eftir því sem næst verður- komist, eru þeir um 500 á öllu landinu,! — Verður nokkuð hajdið upp á fimm ára afmæli Blindravina- félagsins? — Jú, það verður haldin sýning á hlindriðju* og verður hún opnuð á sunnudag- inn kemur. Þjóðviljinn viþ hvetja bæjar- búa til að sækja sýningu félags- ins og hlynna að starfsemi þeiss. Kjötfars á. 0,60 ‘|, kg og fiskfars á 0,50 ’/2 kg. Kjötverzlunin Njáls- götu 23. Sími 4933. Midnnarstöd eöa radió- * viti á Reykjane§i Blaðinu hefir borist fyrir nokkru síðan greinargerð frá vitamálastjóra Th. Krabbe, um miðunartilraunir sem gerðar hafa verið á Reykjanesi í sum- ar, að undirlagi ríkisstjórnar- innar. Eftir þeim upplýsingum, sem blaðið hefir aflað sér víðsvegar að frá mönnum, sem þekkja til þessara mála á ýmsum svið- um, virðist svo sem niðurstöður nefndar þeirrar, sem starfað hefir í rannsóknum þessum séu ekki einhlítar. I skýrslu vitamálastj. segir meðal annars: Hinn 23. jan. 1935 fól atvinnu- og samgöngu- málaráðuneytið vitamálastj. í samráði við póst- og símamála- stjóra að rannsaka hvort og á hvern hátt heppilegt sé að reisa miðunarstöðvar í Vestmanna- eyjum og á Reykjanesi og til vara radiovita á Reykjanesi. Skyldi rannsóknum einkum beint að því að leiða í ljós: 1. Hvort og á hve löngu færi unt er með hæfilegri vissu, að miða hinar smáu firðtalsstöðv- ar (á 182 m.), sem landsíminn leigir nú ísl. fiskiskipum, og 2. Hvort og hverjum skekk j- um þurfi að gera ráð fyrir á radiomiðunum á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og á Reykja- nesi. Mál þetta hefir átt óskifta athygli sjómanna og annara alt frá upphafi, bæði vegna þess, að Reykjanesið er alkunnur stað- ur fyrir hvað þar er hættuleg siglingarleið og hörmuleg sjó- slys hafa orðið alt í kringum það. Og einnig að hér var ver- ið að gera tilraun til miðana á þeim öldulengdum sem hvergi hafði fengist nein reynsla fyrir annars staðar í heimi. Það er á talstöðvabylgju mótor- og línu- báta (182 m.), en öllum er kunn- ugt að á Faxaflóamiðunum eru á hverri vertíð tugir og hundruð slíkra skipa. Þjóðviljinn hefir fyrirhitt marga sjómenn, sem hafa talið það stærsta sporið, sem hægt væri að stíga í áttina til öryggis smábátanna, sem hér er svo mikið af, ef miðunartilraunir þessar hepnuðust og sjómenn, hvort sem er á stærri eða minni skipum, svo að segja undan- tekningarlaust byggja vonir sínar um aukið öryggi á þessum slóðum við miðunarstöð á Reykjanesi, en telja aftur á móti, að radioviti eingöngu sé svo að segja þýðingarlaus, sem leiðir af sjálfu sér, fyrir allan almenning að skilja og ljóslega kemur fram af greinargerð nefndarinnar sem rannsóknim- ar gerði í þessu máli, þó hún virðist vera ánægð með það að radiovitinn komi aðeins að gagni „16 af 37 ísl. togur- um, fimm af sex skipum Eim- skipafélagsins, varðskipunum Þór og Ægi, öllum útlendu far- þegaskipunum 5 (Sameinaða og Bergenska), flutningaskipi sem hingað siglir.“ Að gera sig á- nægða með þetta verður að telj- ast makalaust lítillæti og mætti ætla að slík nægjusemi hefði verið álitin mikil guðs gjöf á tímum Móðuharðindanna. En hvað verður þá um öryggi fyrir alla mótor- og línubáta og hvað er gert fyrir þá 21 ísl. tog- ara, sem ekki geta notfært sér radiovitann ? Fyrir þá er ekkert hægt að gera (eða hvað?). Jú, bíðum við. Þó undarlegt megi virðast þar sem samankomnir eru úrvals sérfræðingar og nefnd manna boðin þátttaka í rannsóknunum fyrir hönd Slysavamafélagsins eru niður- stöður þeirra véfengdar og tald- ar rangar af sjómönnum, sem i við þetta eiga að búa. Jafnvel öllum almenningi, sem ekki get- ur fylgst með í þessu máli af öðru en því, sem að honum er rétt, dylst það ekki að greinar- gerð vitamálastjóra er hrein- asta grautargerð og er leiðin- legt til þess að vita að fulltrúi fyrir Slysavarnafélag Islands skuli hafa gerst svo glapsýnn að skrifa nafn sitt undir hana. (Hvaðan hefir hann það vald, að skrifa undir slíka greinar- gerð, fyrir hönd Slysavarnafé- lags Islands?). Hér er ein lítil tilvitnun úr greinargerð vitamálas.tjóra: „Fundarmenn urðu einróma ásáttir um, að árangurinn af til- raununum sýndi:--------4) að miðunarstöð hjá Stórhöfða í Vestmannaeyjum gæti sennilega komið að einhverjum notum, sérstaklega þegar þyrfti að leita að bátum, en talsvert gagn mætti þó ef til vill fá með ólíkt minni tilkostnaði með því að setja miðunartæki í varðskipið Þór, eða það skip, sem hefði á hendi gæslu og björgunarstörf við Vestmannaeyjar á vertíð- inni.“ Þessi . fjórða athugasemd nefndarinnar er með þeim endemum að hún ætti að sér- prentast sem níðrit um alt sem heitir heilbrigð rök. I henni er fyrst til að taka að nefndin kemst, eftir tilraun- irnar, að þeirri niðurstöðu „að miðunarstöð á Stórhöfða geti komið að einhverjum notum, sérstaklega þegar þyrfti að leita að bátum.“ Er það ekki aðalatriðið að hún getur komið að notum við að leita að bátum, sem er viku- legur og stundum daglegur við- burður í Vestmannaeyjum á vertíðinni. Hvað segja sjómenn og hvað segir almenningur í Vestmannaeyjum um það? Og nefndin heldur áfram fúski sínu í svona athugasemdum: „En talsvert gagn í sömu átt mætti þó ef til vill fá, með ólíkt minni tilkostnaði með því að setja miðunartæki 1 Þór eða það skip, sem hefði á hendi gæslu og björgunarstarf á vertíðinni við Vestmannaeyjar. Að hverju hélt nefndin að hún ætti að starfa ? Að öryggi eða spamaði?' Að minnast á spamað í þessu sambandi þegar um tugi eða hundmð mannslífa er að ræða, er menningarlaus grútarskapur á meðan mannslífið er nokkurs metið. FramJiald á morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.