Þjóðviljinn - 22.01.1937, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.01.1937, Blaðsíða 4
sjs [\íý/öi riio sjs Klæðskerinn SS9 m?”"* hugdjarfi Aðalhlutverkið leikur hinn óviðjaí'nanlegi skopleikaxi EDDIE CANTOR. Clr borglnn! Næturlæknir. HaJldór Steíansson, Skóia- vörðustíg- 12, sími 2234.. Næturvörður í nótt er \ Ingólfs- og Lauga- vegeapóteki. Utvarpið í dag 12,00 Hádegisútvarp. 19.20 Hljómplötur: Sönglög (sópran- og alt-raddir). 20.30 Stjórnmálaumræður ungra manna. V erslunarmannafélagið hélt aðajfund sinn í gærkvöldi, Á fundinum var kosin stjórn fé- lagsins í'yrir yfirstandandi ár. Formsaður van endurkosinn Tóm- as Jóhannsson, og meðstjórnend- ur Benedikt Stefánsson, Pétur Halldórsson, Guðrún Guðmunds- dóttir, Friðjón Stefánsson, Jón Brynjólfsson og Axel Sigurgeirs- son. 1 varastjórni voru kosnir: Njáll Þórarinsson, Halldór Hall,- dórsson og Hans Þórðarson, Skipafréttir Gullfoss og Dettifoss eru enn í Kaupmannahöfn, Brúarfoss er í Stykkishólmi, Goðafoss var i Vestmannaeyjum í gær, Selfoss er á leið til Antwerpen, Lagar- foiss er á Austfjörðum. Málarasveinafélag Reykjavíkur heldur aðalfund þlÓÐVlUlNH — i ' "■■■'■" ' skemtunar og fróðleiks Mýs gera mdkinn skaða á flug- völlum í Ameríku. Hefir það oft komið fyrir að mýs hafa gert sér hreiður í vængjum flugvéla og étið í sundur stýrisleiðslur. Eins hafa þær stundum verið farþegar, þegar fræg flugaf- rek hafa verið unnin. Stjórnarkosning í Hlíf VerkamannaféL Hlíf í Hafn- arfirði hélt aðalfund sinn í gær- kvöldi. Fráfarandi stjórn gaf skýrslu um starfið á liðn.u ári. Síðan var gengið til stjómar- kosninga, Kosningin fór þannig: Helgi Sigurðsson ,var kosinn formaður með 95 atkv. Þórður Þórðarson fyrverandi formaður fékk 91 atkv.. Ritari. var endurkosinn Albert Kristinsson með 97 atkv. Guð- mundur Gissurarson fékk 91 atkv. Gjaldkeri var endurkosinn Halfdór Halldórsson með 96 atkv. aðrir fengu, miklu minna. Fjármálaritari var endurkos- inn í einu hljóði Jóhann Tómas- son. Varaformaður var kosinn 01- afur Jónsson með 88 atkv. Þor- valdur Guðmundsson. fyrverandi varaform. fékk 79 atkv. 1 varastjórn voru kosnir: Guðjón Gíslason, Guðmundur Gissurai’son og Gísli Kristjáns- son. sinn n. k. sunnudag, kl. li í AI- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. — Mörg áriðandi mál, á dagskrá: Stjórnarkosning, lagabreytingar, samningarnir og Sljppfélagsmál- ið. — Áríðandi að allir mæti. 1 Oregon-fylki í Bandaríkjun- um veiktust tveir menn viku áð- ur en farsetakosningarnar fóru fram, og dóu. En þegar þeir fundu dauðann nálgast kröfðust þeir þess að fá að kjósa og var London í frærkvöldi. Síðdegis í dag átti fundur Þjóðahandalagsins að hefjast í Geníl Utanríkisráðherrar flestra ríkja, sem fulltrúa eiga í ráð- inu, eru þar saman komnir. Ed- en og Del Vayo komu til Genf í morgun. Sandler, utanríkisráðherra Slysið í Mjólkurstöðinni Mönnunum, sem slösuðust í M j ólkurhrei nsun ar stöói nn i í fyrradag, þeim Torfa Þorbjarn- arsyni og Sveini Jónssyni, leið mun betur í gærkvöldi. — Það var ranghermi hjá blaðinu í gær, að Torfi væri bróðir Páls Þorb j ar n arson ar. þeim veitt það og voru atkvæði þeirra tekin fullgiid. ★ 1 Nýja-Sjálandi er fiugmönn- um bannað að drekka áfengi eft- ir kL 8, kvöldið áður en þeir eiga að fljúga. Svía hefir nú samið skýrslu um deilumál Frakka og Tyrkja út af Alexandretta, og verður hún lögð fyrir fundinn. Fulltrúar Frakklands og Tyrklands hafa átt viðræður um málið undan- farna tvo daga, en samkomu- lagstilraunir eru sagðar hafa farið út um þúfur. Auk deiluanáls Tyrkja og Frakka á fundurinn að taka til meðferðar' Danzigmálin (og er gert ráð fyrir að því verði frest- að) og loks bo.igarastyrjöidin á Spáni, en það er gert ráð fyrir að fundurinn takmarki umræð- urnar um það mál, við líknar- starfsemi á Spáni vegna styrj- aldarinnai'. (F.Ú.) A Gömla ttro Leynilögreglan Afarspennandi og við- burðarík mynd sem lýsir hinni harðvítugu baráttu amerísku leynilögregiunn- ar við bóíaflokkana al ræmdu. Aðalhlutverkin leika: FRED Mac MURRAY, LYNNE OVERMAN o. fl Börn fá ekki aðgang. Norskir sjómenn neita að flytja vörur til uppreisnarmanna Loudon í gærkveldi. Með tilvísun til sjómannasam- þyktar frá fundi, sem haldiaa var í Svíþjóð 16. jan,„ þar sem staddir voru fulltrúar sjómainna frá öllum Norðurlöndum, neit- uðu skipshafnir á tveimur: norskum flutningaskipum' að lesta farm i breskum höfnum, af þeirri ástæðu, að farmurinn væri ætlaður uppreisnarmönn- um á Spáni. Annað skipið átti að lesta kol til Sevilla. Firmað sem kolin voru frá, hefir nú dregið send- inguna til baka, og er því skips- höfn annars'skipsins l,aus allra mála. (F.Ú.) Vörn Abessiníu- manna er ekki þrotin. Ras Desta dregur saman 10 þúsund manna her. London í gærkveldi. Ras Desta hefir dregið sam- an 10 þúsund manna lið í vatna- héraðinu í norðvestur Abessiníu. Graziani hefir nú sent fjórar, herdeildir frá Addis Abeba til móts við hann, eða alls um 20000 menn,. og er ætlunin að um- kringja lið Ras Desta. (F.Ú.) Auglýsing um leyfi til áfengisveitinga. Hér í umdæminu verða engin (eyfi til áfengisveitinga veitt fyrst um sinn skv. heimild 17. gr, 2 mgr. áfengislaga nr. 33, 9 jan. 1935. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. janúar 1937. Jónatan Hallvarðsson settur. Fundur Þjóðabanda- lagsins hófst í gær Auk Spánarmálanna verða deilur Frakka og Tvrkja og Danzigmálin á dagskrá HELSKIPIÐ eftir B. Traven 46 En skipsstjórinn hefir vafalaust ekki komist að raun um að brögð væru í tafli fyr en ábyrgðartíminn var útrunninn. Einhverntíma hafói þó verið glas á þess- um lampa, en það var löngu brotið, En það var sem hin hlægilega spuming lægi altaf í loftinu; — Hver á að hreinsa lampaglasið í dag? En það var enginn, sem átti að gera það og enginn virtist hafa hinn minsta, áhuga fyrir slíku. Þessi spurning var aðeins gamall vani frá þeim tímum, sem lampaglas var til. Ég er alveg sannfærður um, að það hefir aldrei verið hér neinn maður svo kjarkmikill, að hann þyrði að leggja það upp að þurka glasið á lampanum á meðan það var til. Enda mundi það hafa orðið til þess að lampinn hefði brotnað sjálfur ef einhver hefði orð- jð svo nærgöngull við hann. Auðvitað hefði mannaum- jnginn orðið að borga brúsajnn og það hefði verið dregið af kaupi hans. Þannig hefði útgerðarfélagið auðvitað eignast andvirði I>ess, en »Yorikke« hefði sennilegast orðið lampalaus fyrst um sinn, Lampinn var sjálfur líkastur lampanum í æfin- týrinu um hinar sjö meyjar, sem voru á verði. Þá var heldur tæplega hægt að vonast eftir því að hann lýsti skipið upp að nokkru ráði., Lampakveikurinn var líkastur því, sem einhver hinna sömu sjö meyja hefði klipt hann úr kjólfaldi sínium. Olían var líkust því, sem hún væri leifar af lampa meyjanna og hefði síst batnað við geymsluna. Það var heldur enginn hægðarleikur að hátta sig eða klæða hér inni í þessari skonsu, einkum fyrir þá, sem voru þreyttir og* syfjaðir eftir langa vöku á þil- farinu við hina daufu birtu, sem lagði frá lampanuan góða, sem samkvæmt reglunum skyldi loga á alla nótt- ina, enda þótt það yrði síst til þess að bæta loftið. Þannig gekk það til á »Yorikke«„ Að vísu verð ég að viðurkenna, að við höfðum sjaldan neitt fyrir því að hátta. Það var ekki fyrst og fremst vegna fata- leysis. Nei, svo aumt var það ekki. Við höfðum altaf að minsta kosti eitthvað, ,sem við kölluðum föt. En hvað þýddi það fyrir okkur að hátta, þegar engin rúmföt voru til á skipinu. Þegar ég kom um borð, bélt ég, að ég ræri kominn út í venjulegt skip, svo að ég spurði: — Hvar er sængin, sem ég á að sofa við? — Þær eru ekki notaðar hér. — En svæflar? — Ekki heldur. — En ábreiður? — Nei. Mér kom þetta mjög á óvart því að ég held að út- gerðarfélagið hefði lagt til rúmföt, hér eins og á öðr- um skipum. En, eftir svari þeirra að dæma hefði mér síst komið það á óvart, þó að mér hefði verið sagt að leggja mér til skipið líkaj Ég hafði komið um barð með hatt, jakka, íáeinar buxur og eitthvað, sem einu sinni hafði heitið skór, þótt það gæti tæplega borið svo virðulegt nafn leng- ur. En á skipinu voru menn, sem voru fátækari en ég. Einn átti t. d. engan jakka, annar enga skyrtu og sá þriðji enga skó, nema ævagamla larfa, sem hann hafði búið til sjálfur úr allskonar teskum. Seinna komst ég að raun um það, að þeir sem áttu minst voru í mestu eftirlæti hjá skipstjóranum. Ann- ars er það mjög sjaldgæft fyrirbrigði. En því var þannig varið, að eftir því, sem maðurinn var fátæk- ari, eftir því voru minni líkur til þess að hann yfir- gæfi skipiðl Rúmið mitt var við gangvegginn. Hinumegin í klef- anum voru tvö rúm og fyrir gafli voru önnur tvö rúm. Rúm þessi voru vitanlega íilt of stutt fyrir venjulega menn, en hvað gerði það tiL 1 matklefanum var stórt borð og meðfíram því voru óheflaðir trébekkir. Úti í horninu var vatnsleiðsla, er altaf lak í sífellu. Þar átti skipshöfnin að þvo sér, baða sig og taka alt vatn til uppþvotta. Auk þess var vatnið notað til þess að vekja þá, sem gekk illa að vakna. Uppi á stjórnpallinum voru fjórir klæðaskápar. Ef ekki hefði verið látið þar inn dálítið af fatalörfum, mátti svo heita að þeir væru tómir. Átta menn áttu aðgang að þessum skápum, svo að þeir voru í raun og veru 4 of fáir. En þeir vorusamt fjórum of margir, því að hvað eiga þeir menn að gera við klæðaskáp, sem engin föt eiga. Það var auðvitað ástæðan fyrir því, að skáparnir voru ekki fleiri en raun var á. Það virtist helst að gert hefði verið ráð fyrir því að fim- tiu prósent af hásetunum ættu engin föt. En, þar sem skáparnir voru hurðarlausir mátti helst gera ráð fyr-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.