Þjóðviljinn - 31.03.1937, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1937, Blaðsíða 4
þlÓÐVItllNN Til skemtunar og fródleiks. ap IMý/ö fSib ag Cissy Amerísk tal og- söngvakvik- mynd frá Columbia, Film me3 hljómlist eftir fiðlu,- sniilinginn Fn'íz Kreisler. Aðalhiutverkiö leikur og syngur hin óviðjafnanlega söngkona GRACE MOORE. Aðrir leikarar eru: Franclwt Tone, Walter Con- nolly o. fl. Næturlæknir Jón G. Nikulásson, öldugötu 17. Sími 3003. • CI Næturvörður er í Ingólfs og Laugavegsapó- teki. Utvarpið 12,00 Hádegisútvarp. 19,20 Hljómplötur: Létt Lög. 19,30 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 TJmræður um, afvinnumál. Skipafrétt ir Gullfoss er í Gauitaborg, Goða- foss er í Hamborg, Brúarfoss er í Reykjavík, Dettífoss kom í nótt, Lagarfoss fór frá Ham,- borg í gærkveldi, Selfoss er í lla,borg. Frá höfninni Reykjaborg kom í fyrrinótt af veiðum með 238 tunnur, Hannes ráðherra með 147 tunnur, Bragi með 96 tunnur, Kári með 85, Tryggvi gamli með 105 og Max Pemberton með 138 tunnur. Línuveiðarinn Sigríður kom. inn Thomas Munzer va,r foringi þýskra bænda í bændastríðun- um miklu, 1525. Munzer var einhver djarfasti byltingar- maður, sém sagan getur ujn og einn af fremstu. fyrirrennurum sósíalismans. Eftir að bændurnir biðu. ósig- ur í viðureign sinni var Thomas Múnzer handtekinn og dæmdur af lífi. Eftirfarandi smágrein er úr ræðu þeirri er Múnzer hélt frajmmi fyrir dómstóli saxnesku furstanna í Weimar. »Þið getíð ekki þjónað bæði guði og auðæfunum. Hver sem velur sér hlutskifti auðæfanna og mannvirðinganna verðujr að lokum yfirgeí'inn af guði. Þess vegna verður að steypa hinum voldugu, eigingjörnu, og trúlau<si' mönnum af stóli«. Thomas Múnzer var trúmað- ur hinn mesti og barðist fyrir í fyrrakvöld með ágætis afla. Sundhöllin Aðsókn að sundhöllinni hefir verið mjög mikil. 4 fyrstu, dag- ana voru gestir suindhallarinnar 3494. Sundhallargestir eru hinir ánsegðustu; og virðist almenn á- nægja ríkja í bænum yfir þessu mikla menningartæki. Innan skamms mun þar hefjast sund- kensla, en ekki hefir verið enn aí'ráðSB að fujlu, hvernig henni verður háttað eða, hve dýr hún verður. Elisabet Eiriksdóttir kenslukona á Akureyri, for- m,aður Verkakvennafélagsins Einingin var meðal farþega á Brúarfossi í fyrradag. Hendrik Ottósson hefir verið mjlög veikur lengi undanfarið en er nú á góðum batavegi. frelsi bændanna á jafnréttis- grundvelli frumkristninnar. ★ 1. málari: »Ég málaði mynd, svo eðlilega líka vetrarhjarninu, að þegar ég hengdi hana upp í herberginu. mínu »féll« hitamæl- irinn um 10 stig. 2. málari: »En ég málaði í íyrra mynd af Grími gamla kaupmanni svo eðlilega »lifandi« að ég hefi orðið að raka hana á hverjum degi síðanr. ★ Kl. 11 á Þorlaksmessukvöld. Viðskiftam. (við kaupm.): »Mér finst engin aðsókn hjá yð- u.r; það er dálítið líflegra hjá stéttarbróður yðar þarna vestur frá«. Kau'pm.: »Jú,. það, skil ég, þangað koma ujiglingar og land- eyður til þess að hlusta á negra- söngva og bramínagarg. En Jóhanna Samúelsdóttir starílsstúlka við Alþýðublaðið andaðist í fyrradag að heimili sínu. Banamein hennar var lungnabólga. Svavar Guðnason listmálari var meðal farþega á Brúarfossi frá Khöfn í fyrra- kvöld. F. U K. heldur fund 1 K. R.-húsinu (uppi) kl. 9 í kvöld. Áríðandi mál á dagskrá, hingað kemur fólk til þess að versla,«. ★ Á gengisfallstímunum eftir heimsstyrjiöldina voru tveir bræðujr í Vínarborg, sem höfðu erft. stórfé eftir föður sinn. Eldri bróðurinn, sem var mjög spar- samur l.agði sína hálfu miljón inn í banka og bjóst til að lifa áhyggjulausu, lífi á rentunum. Yngri bróðirinn vildi aftur á móti njóta lífsins í sús og dús og gerði það. Þegar gengisfallið skall á varð eldri bróðirinn að taka sína hálfu miljón úr bankanum til þess að seðja hungug sitt, en fyrir peningana fékk hann aði- eins eitt brauð. Yngri bróðirinn átti enga pen- inga, en hann seldi tómar flösk- ur og keypti sér eitt brauð og fékk eina vínflösku. að auki. Vertíðin í Horna- firði. Þar eru nú gerðir út 27 bátar. Úr Hornafirði ganga nú á þessari vertíð 27 vélbátar. Þar af eru frá, Seyðisfirði 5, Norð- firði 10, Eskifirði 8, Reyðarfirði 1, Fáskrúðsfirði 1 og Hornafirði o £j, - Veðrátta hefir verið fremur óhagstæð — norðan og norðaust,- a,n stormar og mikil frost. Hefir því engin loðna veiðst, i firðin- umi, fyr en í vikunni sem, leið, er lítið eitt fór að hlýna í veðri. — Fiskur hefir verið fremur treg- ur og hafa flestir bátar lítínn afla. Mestan fisk — eða um 100 skipptund — hefir vélbá.turinn Björgvin frá Norðfirði. Formað- u,r er Öskar Sigfinnsson. (FÚ). jjl Gambl?)io Romeo og Júlía eftir William Sliakespeare Aðalhlutverk: NORMA SHEARER og LESLIE HOWARD. Leikfélag Keykjavíkur „Madur og kona“ SYNING Á MORGUN KL. 8., Aðgöngumiðar seldir í, dag frá kl, 4—7 og eftir kl. 1 á morgun SIMI 3191 Hijómsveit Reykjavíkur. „Systirin frá Prag“ ópera í. 2 þáttum eftir W. Múller. 2. sýning í kvöld kl. 8,30. Miðar að annari sýningu verða seldir í Iðnó í dag eftir kl. 1. Flokksskrif- sofan er í Hafnarstræti 5 (Mjólkurfélags- húsinu) herbergi nr. 18. Féiagar komid á skrif- stofuna og greið- ið gjöld ykkar. BRÆÐURNIR eftir Arnulf Överland. 3 Esaú var nú samt ekki eins hættulegur og hann leit út fyrir að vera. AJtaf, þ>egar þeim hafði borið eitthvað á milli, hafði hann b,ara falið sig stundar- korn. Svo kom. hann aftur og sagði: Ertu enn þá reio- ur, Esaú minn? — Bróðirinn gerði honurn svo ekk- erfc. Þannig myndi það líka verða í þetta skifti. En Iregar kvöldið kom með langa skugga yfir m.erk- urnar, og sólin nálgaðist fjöllin í vestri, og þegar hún hvarf og stjörnurnar komu í ljós, stórar og þög- ular, og vindurinn fór að hreyfa sig í grasinu og runnunum, og það varð myrkur yfir alt, og hann var aleinn í myrkrinu, langt burtu frá Beerseba og móður sinni, eldinum og tjöldunum, — þá va,rð hann hræddur og fór að gráta, og harmaði beisklega, að hann hafði tekið blessunina frá bróSur sínum og svikið hann. Hann þráði innilega að biðja til guðs, en af því að hann hafdi guð ekki með sér, vissi hann ekki hvað hann átti að gera. Hann tók því sléttan og ávalan stein, dreypti dá- lítilli olíjUi á hann eins og fórn, og lagði hann undir höfuo' sér til verndar. Og þannig sofnaði hann, Hann dreymdi: Stigi var reistur frá jörðinni upp til himins, og englar gengu upp og niður stígann og á efstu tröppunni stóð guð himinsins og sagði: Eg er - gu.ð Abrahams og ótti Isaks og ég vil gefa þér mikiö vald og fjölda þjóna og kvikfénaðar. Alt'fólk skai þjóna þér, jafnvel sá, sem. þú verður að lúta; því uð þú munt vinna með honum og verða mjög ríkur. Þannig munt þú og alt þitt afkvæmi og öll jörðin blessun, bljóta. Þegar Jakob vaknaði um morguninn, sagði hann: Þetta er heilagur staður og ég vissi það ekki! — Vissu- lega er hér guðs hús og hlið himins. Svo dreypti hann meiri olíu á steininn og lofaöi guði því, að ef hann vildi vera með. honum og vernda hann gegn allri óhamingju, flytja hann frelsaðan til baka, hjálpa honum gegn Esaú, og halda það, sem, hann lofaði honum í draumnum, þá skyldi hann hella meiri olíu á steininn, þegar hann kæmi aftur. Og hann kallaði staðinn Betel. Þegar Jakob hafði ferðast í þrjátíu daga, kom hann að kvöldi dags að- brunni, þar semi hirðarnir frá hér- aðinu komu saman með kvikfénað sinn. Hann heilsaði þeim kurteislega og spurði, hvort að þeir þektu Laban Nodrorsson. — Já, við þekkjum hann, svöruðu þeir, og Rakel dóttir hans kemur líka hingað. með fé hans. Og á meðan þeir töluðu, kom Rakel með féð. Hún var yndisleg stúlka og Jakob vildi strax kyssa hana, en hún bauð honum að koma með sér heim til föður síns. Heirna hjá Laban var vel tekið á, roóti Jakob. MóS- urbróðurnum leist vel á þennan hægláta, kurteisa, unga m.ann, og tók hann strax í, þjónustu. sína. Þeg- ar hann spurði Jakob hvað hann vildi fá í kaup, óskaði hann eftir að fá Rakel, dóttur hans. Og þeir iurðu, ásáttir um að Jakob skyldi vinna hjá honum í 7 ár og fá Rakel í staðinn. En Laban átti eldri dóttur, sem v:ar jómfrú. Hún hét Lea og var nærsýn,. Og þegar hún heyrði um samninga .Labans og Jakobs, öfundaði hún systur sína, því að hún Vildi líka gift’ast. Og hún gekk grát- andi og kveinandi til föður síns og sagði: Er það þá siður í þessu landi að gifta yngri systurina á undan þeirri eldri. Og hún lét hann ekki í friði fyr en hann lofaði að gefa Jakobi hana í. staðinn fyrir Rakel. Þegar sjö ár voru liðin, sagði Laban við Jakob: Nú hefir þú unnið hjá mér í, 7 ár fyrir Rakel, en Nýja neðanmálssagan »Þetta er saga um, bardaga, að minsta kosti eitt morð, og þó nokkra voveiflega dauðdaga--«. Saga um spennandi æfintýri í Suðurlwfum, saga um gula og hvíta glœpamenn. — En í þessu harða og hrotta- lega umhverfi liggja saman leiðir unga\, amerislca heimsmannsins, Ross Wilbur og norsku stúlkumiar Moran Stenersen, náttúrubarnsins, sem áldrei hefir haft af neinni siðfágun að segja. Og með skuggalegu baksviði hryðjuverka og Ufshœttulegra æfintýra ger- ist sagan um þau, einkennilega hugðnæm, og fögur ástarsaga . . . Fylgist með frá byrjun! Sagan verdur ekki sérprentuð!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.