Þjóðviljinn - 22.04.1937, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.04.1937, Blaðsíða 3
ÞJOÐVIIíJINN Fimtudaginn 22. apríl 1937. tUÓÐVILIINN H&lgagn Kommúnlstallokks Islands. Bltstjórl: Einar Olgeirsson. Bitstjóm: Bergstaðastrœti 27, slmi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrifst Laugaveg 38, slmi 2184. Kemur út alla Öaga, nema mánudaga. Áskriftargjald ó mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,01 Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 1 lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastrseti 27, sími 4200. Vorboðar Engir þrá vorið og sumarið eins heitt og við Norðurlandabú- ar. Veturinn er tími myrku,rs og kulda, vorið flytur hækkandi sól og-hlýnandi veður, bærilegra l,íi\ Og þói að við eigujm; við betri ljósakost að búa en forfeðurnir, þó að rafmagnið hafi létt af okkur martröð skammdegisins svo um munar, vekja vorboðarn- ir ennþá sama fögnuðinn hjá okkur. Og við höfum gert sum- ardaginn fyrsta að stórhátíðar- degi. Frá gróandanum og vorboðun- um í náttúrunni verður mönnum á að skyggnast eftir gróanda og vorboðum í þjóðfélaginu. Og hvað er vorið annað en bylting? Sænska skáldið Arnoid Ljung- dal dregur þessa samlíkingu skarpt og skáldlega fram í kvæði því, er birtist hér í blaðinu í dag, í þýðingu, Magnúsar Ásgeirsson- ar. Isinn er króaður inni í sund- unum, sólarlagsskýin sveifla blóðrauðumi fánum, strau,mar og leysingar hamast á vetrarvirkj- unum uns þau, hrynja með her- gný- Og upp úr ieysingunpm í þjóð- íélaginu vex nýgræðingurinn, vex framitíðin. Það er vissan um þetta, viss- an nm að eiga framitíðina, sem gefur liðsmönnum, byltingarinn- ar þá, bjartsýni og þann baráttu- kjark, sem einkennir starfsemi þeirra í öllu,m löndum. Það er vissan umi þetta, sem birtist í hetjubaráttu spönsku alþýðunn- ar. Það var sigurvissan, sem hljómaði í rödd Dimitroffs í Leipzig. Vissan um það, að í sjötta hluta heimsins eru vormenn byltingarinnar, í fararbroddi al- þýðunnar, langt komnir að þvi, að afljúka, vorverkunum, eru búnir að tryggja hundrað og sjötíu miljónum manna óskorað- an rétt til vinnu, rétt til hvíld- ar, rétt. til mentunar, gefur vor- boðunum í Vesturlöndum marg- falt gifdi, og styrkir alþýðuna í þeirri von, að fyr eða síðar verði fáfæktinni útrýmt einnig í auð- valdslöndunum;, að einnig þar muni vorið vera í nánd. einnig, þar muni alþýðufólkinu takast að hrista af sér klakafjötra aft- urhalds og kúgunar, skapa sér sumar, skapa sér lifsskilyrði, sem mönnum eru, sæmandi. Og alþýðan þekkir vorboðana í þjóðfélaginu, hvað sem gert er til að útrýma þeim og óvirða þá, Það tekst ekki að handtaka þessa »æsingaseggi« frekar en aðra æsingaseggi vorsins. Ihald- Dagheimili barna i Reykjavik Fyrir 17 árum hófust nokkrar konur handa um stofnun dag- heimilis fyrir börn. Þrátt fyrir erfiðleika og skilningsskort er pegar komið upp eitt slíkt dagheimili og annað verður fullbÚÍð í VOr. Viðtal við frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Sumardagurinn fyrsti hefir u,m nokkur undanfarin ár verið helgaður bömunum og ýmissri barnastarfsemi. Er það vel far- ið að menn fagni komu sumars- ins með því að rétta börnunum, vorgróðri þjóðlífsins, hjálpar- hönd. I tilefni þess hefir Þjóð- viljinn snúið sér til frú Aðal- bjargar Sigurðardóttur og feng- ið hjá henni upplýsingar urn barnastarfsemi undanfarinna ára. En frú Aðalþjörg hefir eins og kunnugt er látið þessi mál mjög tíl sín taka eins og önnur svið Uppeldismálanna. Hvað er fyrsti vísirinn til barnastarfsemi hér í bænum? spyrjum vér þá Aðalbjörgu, Árið 1920 gengust nokkrar konur fyrir því að efnt var til barnadags sumardaginn fyrsta Var það undir umsjón Banda- lags íslenskra kvenna. Söfnuðust á þenna há.tt um 7000 krónur, sem verja skyldi til þess að koma upp dag- heimili fyrir börn. Síðan hefir sumardagurinn fyrsti verið helgaður börnunum hér í Reykjavík á hverju ári. Þegar þessi starfsemi hafði verið reynd í nokkur ár, var Barna- vinafélagið »Sumargjöf« stofnað og rann sjóður barnadagsins að mikliu leyti til þess félags, sem tók við störfum þess undir for- ustu, Steingríms Arasonar. 1924 komst svo dagheimilið á, stofn. Höfðu börnin leikvölJL á lóðinni, þar sem Grænaborg stendur nú, en ,að öðru leyti hafði starfsemin aðsetur sitt í Kennaraskólanum. Þannig starfaði dagheimilið í 2 ár, en þá varð nokkurt hlé á þó að starfsemi Sumargjafar félli aldrei niður að fullu.i Félagið var þegar í byrjun svo heppið að fá fyrirtaks forstöðukonu, Jónu Sigurjónsdóttur.. Árið 1930 var hafist handa um að byggja Grænuborg á lóð þeirri semi bærinn hafði útvegað. Síðan hefir starfsemi félagsins færst í aukana á hverju ári, og mér er óhætt að f ullyrða, að hún nýtur almenns trausts meðal bæjarbúa. Hefir það opinbera eða bær- inn styrkt félagskapinn nokkuð? Já, bærinn l,agði þegar til lóð þá, sem Grænaborg stendur á. Hinsvegar gekk erfiðlega að fá bæinn til þess að leggja fram fé, sem nokkru næmi til styrktar dagheimilinu. Helst hefir það þó verið á þann hátt að bærinn hefir borgað með nokkrum börn- u,m, sem dvöldu þar. Síðustu ár- in hefir bærinn þó lagt frarn nokkurt fé, 1200 kr. í fyrra og ið, ,a,ftur.haldið, klakinn, hlýtur að bíða ósigur, En vormennirnir, vormenn byltingarinnar eiga sigurinn vís- an. Vorið, sumarið sigrar. Aðalbjörg Sigurðardóttir. 2400 kr. nú, en auðvitað er fé þetta alt of lítið til jafn víðtækr- ar starfseroi og dagheimilin ættu að vera. Síðastliðið ár hafði dagheimilið á Grænuborg þar að auki styrk úr ríkissjóði og nam hann 3000 kr. Er starfsemi þessi ekki ófull,- nægjandi? Jú, auðvitað er hún það. Þetta er aðeins vísir að dagheimilum barna, en meira getur það ekki talist. Sérstiaklega ættu, dag- heimiljn að vera dreifðari. Fram að þessu, hefir það aðeins verio eitt, á Grænuborg. Það segir sig sjálft, að slíkt, er alveg ófull- nægjandi. Mæðrum er oft og tíðum ómögulegt að koma börn- um sínum á, dagheimilið, þó að þær þurfi að vinna u,tan heimil- is síns. Hefir ekkert verið gert til þess að bæta úr þessu? Jú, í fyrra hafði »Su.margjöf- in« dagheimili fyrir börn í Stýri- mannaskólanum og var það auð- vitað mikil bót fyrir þær mæður sem búa í Vesturbænum og ann- ars hefðu ekki átt neinn kost á. því að koma börnum sínum á dagheimili, sakir þess, hve langt þær búa frá Grænuborg. En nú ARNOLD LJUNGDAL: ÁVARP VEGNA VORSINS Nei, nú finst oss komið nóg af svo góðu! Handtakið horngrýtis Vorið! Dragið fyrir sólina, að vor döpru augu horfi ekki á hneyksli slíkt! Því þetta er bylting og ekkert annað en bylting: ísinn er króaður lengst inni í húsasundum, sólarlagsskýin sveifla blóðrauðum fánum, syngjandi vindar flugblöðum dreifa á daginn og hvísla uppreisnarorðum með aftanblænum, straumar og leysingar hamast á vetrarins virkjum, uns þau hrynja með hergný. (Hneyksli, fullkomið hneyksli, — og hvað skyldi annars okkar heiðarlega alþýða lialda um þá aðferð, sem beita skyldi, ef hér yrði farið að hrófla við högum og lögum — með dæmi slíkt fyrir augum?) Því hrópum vér á yður, herra lögreglustjóri: Gefið Vorinu gætur! Vér heimtum víðtækar varúðarráðstafanir og allsherjar umsátursástand. Vér krefjumst þess þegar: að lögregluliðið sé aukið og vopnuðum varðmönnum fjölgað, að strax séu handteknir allir æsingaseggir, einkum þó vindar, regnský, geislar og straumar, svo stofnanir lands vors og lög þess haldist í gildi, og vetrarins þrautreynda veldi vari um eilífð! Magnús Ásgeirsson þýddi. er verið að reisa nýtt, dagheim- ili í'yrir börn í Vesturbænum, þar sem barnaheimilið »Vor- blómið« stóð áður. Dagheimili þetta verður í'ullbúið í vor og tekur til starfa fyrsta júní. Félagið var svo heppið að fá þangað eftirlitsstiúlku, sem hefir kynt sér þessi mál í Svíþjóð, ung'frú Guðrúnu ö. Stephensen. Annars þarf að koma upp fleiri dag'heimilum og velja þeini staði með það fyrir augum að þau séu, ,sem næst vinnustöðvun- umi þar sem mæðurnar vinna, svo að þær geti litið eftir þeim og hitt þau á, daginn ef svo ber u,nd- ir. — Hvað starfar dagheimilið lengi á ári? Dagheimili Sumargjafar hefir starfað undanfarið í 3—4 mán- uki á ári, sem er auðvitiað altof skammur tími. Margar mæður vinna alt árið í kring ef nokkra vinnu er að fá, og þess erui ekki svo fá dæmi að mæður hafa ekki getað unnið sökum þess að þær komust'ekki frá, börnunum, þó að full þörí' hafi verið fyrir vinnu, þeirra. Mér er kunnugt um, að margar mæður hafa á- huga fyrir því að þatta geti orð- ið sem fyrst. Hvernig á að endu,rbæta þetta, og hvað er heppilegasta leiðin til viðunandi lausnar í málinu? Eg álát að heppilegasta lausn- in sé sú að sett séu, á stofn mörg smá dagheimili, sem starfi ár.ið um kring. Og yrðu, slík heimili auðvitað rekin af bænum að miklu leyti og með styrk frá rík- inu. Þetta hefir reynst hvar- vetna heppilegasta leiðin og upp- eldisfræðingar eru mjög sam- mála um hana. Dagheimilin þurfa að standa í nánui sam- bandi við vinnustaðina eða bú- staði verkalýðsins eins og hinn kunni ítalski uppejdisfræðingur Maria Montessori benti fyrst á enda hefir hún orðið brautryðj- andi á þessp, sviði uppeldismál- anna. Ennþá vantar mikið á að þessu máli sé komið í viðunandi horf og standist, nokkurn sam- anburð við það sem tíðkast í nágrannalöndum vorum. En þess er að gæta, að sá áfangi sem unninn er hefir náðst fyrir fórn- fúsa baráttu og störf nokkurra einstaklinga, sem jafnan hafa átt l;ith',m vinsæjdum og minni skilningi að mæta frá forráða- mönnum bæjarins. Daladier f er tii London Umræður um her- mál og Frakka LONDON 1 GÆRKV. Daladier, hermálaráðherra Frakka, kom, í dag til London, og mun sitja á fu,ndi sem tekur til meðferðar hernaðarmál Frakka og Englendinga, með til- liti tdl þeirra samninga sem báð- ar þessar þjóoir eru aðilar að. Belgía mun að þessu, sinni ekki eiga neinn þátt í umræðunum. (F.Ú.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.