Þjóðviljinn - 13.06.1937, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.06.1937, Blaðsíða 3
ÍJÖÐVILJINN Sunnudagurinn 13. júní 1937. þJÓOVlLIINN KominfiniítafiokSfí tslands. Sitstjðri: Einar Olgeirsson. Ritst|6rn: Bergstaðastrœti 30 simi 2270. Afgreiðsla ogr angiýslngaskrifsi Laagaveg 38, slmi 2184. Komur út alla daga, nema mftnudaga, Áskriftargjald á máuuði: Roykjavík og níigrenni kr. 2,0( Annarsstaðar ft landinu kr. 1,25 t lausasðlu 10 aura eintakiB. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, slmi 4200. Árvekni lýðræðisins. Fyrstu skilyrði þess, að lýð- ræðinu takist að buga fasism- ann, er að það standi stöðugt á verði fyrir flugumönnum og leiguþýjum fasismans. Fasism- inn er árvakur og foringjar hans áleitnir í undirróðri sínum. Þeir tefla djarft og raunin hef- ir verið sú, að ófyrirleitni þeirra hefir lyft þeim upp á valdastól- ana. Svo var það í Þýskalandi. Ofyrirleitinn áróður Hitlers breiddist út um landið. Lýðræð- isflokkarnir trúðu því í and- varaleysi, að enginn hætta væri á ferðinni. Þá skorti dirfsku til þess að skera fyrir meinin og grípa á kýlunum, meðan tími var til. Lýðræðisflokkarnir sáu úm söinan í Þýskalandi, að þá hafði skort árvekni til þess að kæfa fasismann í tíma. Sama sagan endurtók sig á Spáni. Svefnþungir lýðræðis- flokkar gættu ekki að hættunni, sem vofði yfir. Kommúnistar einir bentu á þann voða, sem stafaði af því, að ýmsir helstu foringjar spanska fasismans og sendimenn Hitlers og Mússó- lini sátu í ábyrgðarmiklum stöðum innan hersins. Þeir fóru með ýms af þýðingarmestu mál- um lýðveldisins. En á meðan sátu þeir á svikráðum við það, sömdu um hjálp erlendra fas- ista til þess að steypa lýðveld- inu af stóli og stofna fasistiskt blóðveldi. Itrekaðar sannanir hafa fundist fyrir samleik spanskra fasista við erlenda harðstjóra. Skjöl hafa fundist, sem sýna, að þeir undirbjuggu uppreisnina sem starfsmenn lýðveldisins. Fyrir þetta andvaraleysi, fyrir þessa hlífð lýðræðisins spanska við fasismann, hefir spönsku þjóðinni orðið að blæða í nálega 11 mánuði. Hundruð þúsunda karla, kvenna og barna hafa hni'gið. í valinn fyrir kúlna- regni innlendra og erlendra fas- ista. Heilum borgum hefir ver- ið jafnað við jörðu, ómetanleg verðmæti hafa verið eyðilögð. Þessi sama hætta vofir yfir íslensku lýðræði. Það á sína f jendur og þeir eru einnig látn- ir skipa sum ábyrgðarmestu sæti þjóðfélagsins. Ihaldið hefir sína flugumenn til þess að semja við erlenda fasista. Jóhann úr Eyjum er opinber erindreki Hitlers. Knút- ur Arngrímsson einnig. Báðir hafa þeir dvalið langdvölum í Þýskalandi. Jóhann við samn- inga fyrir íslensku ríkisstjórn- I lm hyad er barkt? II v ai* stendnr Kommúnistaflolikiipmii í siiiiti baráttu? Hvar ætlar Jöstas frá Hriflis að stasida? Jónas frá Hriflu skrifar nú öðru hvoru langar greinar, til að vara menn við kommúnisma og sérstaklega til að gefa yfir- lýsingar um að hann (og hann heldur að hann þýði þá um leið Framsóknarflokkurinn) muni ekki vinna með kommúnistum á þingi. J. J. talar þá í sífellu um að hann vilji enga „byltinga- eða ofbeldis-pólitík". J. J. virðist sem sé enn vera með öllu óljóst um hvað barist er í íslenskri pólitík nú, og yfir- leitt í Evrópu. Það er barist um lýðræði eða fasisma, frelsi eða harðstjórn. Og þótt sósíalism- inn sé takmark kommúnista- flokkanna, þá miðast öll barátta þeirra nú við verndun lýðræðis- ins gegn fasismanum. Og í bar- áttunni á milli lýðræðis og fas- isma dugar ekki að tvístíga, dugar ekkert hlutleysi, engin „milliflokks“-afstaða, — slíkt hjálpar aðeins fasismanum. Besta sönnun þess er hvernig ina, en Knútur á vegum Sjálf- stæðisflokksins. Við þekkjum landráðasamninga Jóhanns við þýsku stjórnina. Þeir voru á vegum ríkisstjórnarinnar. En við vitum ekki, hvað haun og Knútur hafa samið við nazista- herrana í Berlín, á vegum og í umboði Sjálfstæðisflokksins. En ef dæma má eftir þeim samn- ingum, sem aðrir slíkir menn frá öðrum þjóðum hafa samið í Berlín, þá vitum við, hvað koma skal. Kommúnistar hafa hér einir verið á verði. Þeir hafa krafist þess, að hátterni sumra ís- lenskra fasista yrði rannsakað,. samband þeirra í Þýskalandi skýrt fyrir þjóðinni, og þeir ekki látnir semja við Hitler sem fulltrúar íslenska ríkisins. En Alþýðuflokkurinn og Framsókn hafa ekki hirt hót um þessar aðvaranir og látið þær eins og vind um eyrun þjóta. Ef til vill verður íslenska þjóðin að gjalda þessa svefn- þunga lýðræðisins síðar á svip- aðan hátt og spanska þjóðin. En blöð þessara flokka hafa aldrei þreyttst á því að úthúða Sovétstjórninni fyrir að vera á verði gegn flugumönnum fas- ismans. — Varnarráðstafanir Sovétstjórnarinnar hafa dag eftir dag verið skýrð sem blóð- veldi í Alþýðublaðinu. Það er engu líkara en að blöð íslensku lýðræðisflokkanna heimti alls- staðar sama andvaraleysið gagnvart fasismanum og nú hefir sýnt sig hvað greinilegast í verki á Spáni. Lýðræði verkalýðsins í Sovét- ríkjunum hefir reynst nægilega þroskað til þess að standa á verði um fjöregg sitt, stinga á meinunum, áður en orðið var um seinan. Það kostar að vísu sársauka í bili, en um það tjáir ekki að tala. enska íhaldsstjórnin og „hlut- leysis“-nefndin hafa hjálpað fasismanum á Spáni með glæp- samlegum skrípaleik sínum. Baráttan fyrir kosningarnar. Kosningabaráttan nú stendur inn lýðræði eða fasisma. Ekkert sýnir betur en af- hjúpanir Hermanns Jónassonar, hvers konar flokkur íhaldið er. Að hugsa til samvinnu við Ólaf Thors, er að hugsa sér að hjálpa til að koma fasismanum á. Á rnóti Breiðfylkingu aftur- haldsins standa í þessari kosn- ingabaráttu vinstri flokkarnir þrír, sem berjast fyrir verndun lýðræðisins. Af þessum flokkum hefir Kommúnistaflokkurinn sýnt sig sem einlægastan og fórnfúsastan lýðræðisflokk með áskorun sinni um að kjósa með Framsókn og Alþýðuflokknum á þeim stöðum, þar sem mest ríður á. J. J. sýnir sig hins veg- &r manna skeytingarlausastan um afdrif lýðræðisins, með því að skora hvað eftir annað á Framsóknarmenn í Reykjavík að kasta vitandi vits atkvæðum sínum á glæ, með því að gera örlagaríkustu kosningabarátt- una milli afturhalds og lýðræð- is að — lélegri prófkósningu um bæjarstjórnarkosningarnar í vetur! Það er svona álíka vit- urlegt eins og maður, sem væri að skylmast upp á líf og dauða við annan, hugsaði alt í einu: Eg ætla annars að prófa hvort ég get ekki notað sverðið mitt núna til að laga á mér neglurn- ar fyrir næstu veislu, sem ég er boðinn í! Vopnin í kosningabaráttunni eru atkvæðin. Með notkun at- kvæðisréttarins geta lýðræðis- sinnar verndað frelsið og vegið að harðstjórninni. En J. J. hróp- ar til þeirra: Eg elska lýðræð- ið, hendið þið vopnunum, sem þið hafið til að verja það! — Penninn er að vísu Jónasar, en skyldi ekki Magnús Sigurðsson stýra hendinni? Jónas leikur í kosningabarátt- unni í Reykjavík samskonar hlutverk og „hlutleysisnefndin“ leikur í styrjöldinni á Spáni. Báðir sverja og sárt við leggja að þeir vilji vernda lýðræðið, — en báðir banna því vopnin til að verja sig gegn fasismanum. Og eins og undirnefnd undirnefnd- ar hlutleysisnefndarinnar held- ur fund til að ákveða að ekkert skuli gert, meðan þýzkar flug- vélar jafna Guernica við jörðu, eins dreymir Jónas „Æfintýrið um sundhöllina“, meðan íhaldið er að búa sig undir að breyta henni í fangabúðir á ný, ef það getur. Með afstöðu J. J. í Reykja- víkurkosningunni getur hann aðeins þjónað íhaldinu — og það er ekki í samræmi við vilja Framsóknarmanna alment. J. J. er best að gera sem minst gys að Alþýðuflokksforingjunum fyrir að þeim verði hált á „lín- unni“. Hann er hér sjálfur að fara út af línu Framsóknar- flokksins, — sem er sú að vernda lýðræðið —, alveg eins og hann gerði í Laugarvatns- málinu í vetur og fékk maklega útreið fyrir. Baráttan eftir kosningarnar. Við kommúnistar förum inn á löggjafarþing þjóðarinnar, til þess að berjast þar fyrir hags- munamálum verkamanna og bænda, fiskimanna og annara vinnandi stétta gegn yfirdrotn- un heildsala, hringa og stórat- vinnurekenda. Við förum þang- að til að berjast fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti Alþingis og allra lýðræðislegra samtaka gegn harðstjórn nokkurra braskara, sem gert hafa Lands- bankann að vígi sínu gegn þjóð- inni. — Vill nú Jónas frá Hriflu vinna með okkur að þessu eða | ekki? Við mælumst ekki til neinnar samvinnu um að alþýð- an taki völdin og framkvæmi sósíalismann. Við viljum sam- vinnu um hagsbætur fyrir al- þýðuna og ráðstafanir gegn of- beldinu og yfirganginum frá þeim auðmönnum Reykjavíkur, sem undirbúa fasismann. Við skulum nú taka nokkur dæmi: 1) Við kommúnistar viljum að Alþingi sé löggjafarþing þjóðarinnar, en ekki að Magnús Sigurðsson sé löggjöfin í nafni Kveldúlfs. Við álítum að það eigi að svifta Kveldúlf yfirráð- unum yfir fisksölunni, eins og stefnt var að á haustþinginu 1934, — en viljum ekki að ríkis- stjórnin svínbeygi sig, ef Magnús Sigurðsson og Thors- ararnir setja hnefann í borðið, eins og varð 1935. — Hvað vill Jónas? Vill hann beygja sig fyr- ir harðstjórn klíkunnar, — eða vill hann setja hnefann í borð- ið, — og láta þá Magnús fara, ef hann heldur áfram upptekn- um hætti? 2) Við kommúnistar viljum að dýrtíðin sé minkuð í landinu með því að neytendasamtökun- um sé gert mögulegt að berjast árangursríkt gegn henni og heildsalarnir séu sviftir gjald- eyrisleyfunum, en smákaup- mönnum veitt leyfi beint. — Hvað vill Jónas? Vill hann standa með neytendasamtökun- um, — ekki síst þeim reykvísku, þar sem hin besta samvinna á sér stað milli kommúnista, Al- þýðuflokksmanna, Framsóknar- manna og manna af öðrum flokkum ? Eða vill hann láta heildsala- og hringavaldið græða 4—5 miljónir króna á ári á neyð fólksins, eins og undan- farið ? 3) Við kommúnistar viljum gera ríkisstjórnina og ákvarðanir hennar eða stofnana, sem hún hefir mök við, óháða dutlung- um og sérhagsmunum braskar- anna 1 Reykjavík. — Við viljum ekki að Richard Thors og Magnús Sigurðsson geti gripið fram fyrir hendur ríkisstjórn- arinnar, S.l.S. eða fiskimála- nefndar, hvenær sem þeim þókn- ast, — eins og þeir gerðu 1935, þegar sendinefndin var send til ítalíu. Þá var S.l.S. búið að ákveða að senda Vilhjálm Þór, en á síðustu stundu mótmæla þeir Richard og Magnús og heimta að Jón Árnason fari! Og þeir fá vilja sinn fram. — Við kommúnistar viljum að S.l.S. ráði sér sjálft. — En hvað vill Jónas? 4) Við kommúnistar viljun'i- aukna atvinnu, bættar alþýðu- tryggingar, frelsi verkalýðsfé- laganna, samvinnu verkamanna og bænda í afurðasölumálunum, verðlækkun á útgerðarvörum hringanna, samvinnu smáút- vegsmanna gegn hringunum. — Ef Jónas frá Hriflu vill ekki samvinnu um neitt af þessu, þá er það verst fyrir hann sjálfan. Því alþýðan vill samvinnu og mun sýna það. Engin sundrungaröfl skulu megna að hindra sameiningu al- þýðunnar á Islandi. Jónas frá Hriflu getur sjálfur valið, hvort hann gengur sömu leið og Leon Blum og aðrir vitrustu foringj- ar lýðræðissinna, — eða hvort hann kýs leið MacDonalds, að enda sem sprellikarl í höndum sterkustu auðmannaklíkunnar. E. O.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.