Þjóðviljinn - 13.06.1937, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1937, Blaðsíða 4
ajs Ný/eJó'io ap Litli lávarðurinn Heillandi amerísk kvilc- mynd eftir sögu Fr. Hodg- son Burnetts, sem komið hefir út á íslensku og er vinsælasta saga enskumæl- andi landa. Aðalhlutverkin leika: Freddie Bartholomen, DoJores CosteUo Barrymore. Guy Kibee o. fl. Sýnd í kvöld kl. 5, 7 og 9. Barnasýning M. 5. Lækkað nerð M. 7. Garolarb'io ^ „Jutta frænkaÉÍ (Slákten ár verst) Sýnd kl. 5, 7 og 9 (Barnasýning kl. 5) (Aiþýðusýning kl. 7.) Næturlæknir. í nótt Halldór Stefánsson, Skólavörðustíg 12. sími 2234, aðra nótt Hannes Guðmundsson Hverfisgötu 12. Sími 3105. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur- apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Utvarpið 17,40 tJtvarp til útlanda (24,52m). 19,20 Hljómplötur: Divertimento o. fl. lög, eftir Mozart. 20,00 Fréttir. 20,30 Leikrit: »Rósir alt árið«, eftir Julio Dantas (Emilía Borg, Þóra Borg). 21,00 Hljómplötur: Söng- lög (Comedian Harmonists). 21,30 Danslög (til kl. 24). plÓÐVIUINN Kosningaumræður í útvarpinu byrja annað kvöld (mánudag) og verða þær um- ræður sérstaklega fyrir Reykja- vík, en á þriðjudags- og mið- vikudagskvöld verða almennar landsmálaumræður. Umræðurnar hefjast kl. 8 öll kvöldin. Annað. kvöld tala flokk- arnir í þessari röð: Framsókn, Alþýðuflokkurinn, Kommúnista- flokkurinn, S j álf stæðisf lokkur- inn. Hefir hver flokkur alls einn klukkutíma til umráða, og skiptist, tími hvers flokks í þrent,: 30 mín, 20 mín. og 10 mín. Fulltrúar Kommúnistafl. og Alþýðufl. knúðu það fram. að kosningaumræður yrðu hafðar 3 kvöld, en ekki tvö eins og hinir flokkarnir vildu. Kjósendur sem fara út á land fyrir kosn- ingar eru ámintir um að kjósa á skrifstofu lögmanns í Miðbæj- arbarnaskólanum. Skrifstofan er opin til kl. 10 á kvöldin. Verkfall bifvélavirkja Bifvélavirkjar hófu verkfall í gærmorgun, þar sem samningar höfðu, ekki tekist, við verkstæð- iseigendur. Náði verkfallið til um 60 manns á öllum bílavið- gerðarverkstæðum bæjarins. Fóru bifvélavirkjar fram á dálitla launahækkun, sumarfrí, kaup í slysatilfellum og viður- kenningu á félaginu sem samn- ingsaðila. Samtökin eru ágæt, og strax í gœr sómdu Strætisvagnar Reykjavíkur og B. S. R. og gengu að öUum kröfum bifvéla- virkjanna. Mu,nu félagsmenn ákveðnir í að fá kröfum sínumi framgengt að fullu. Einar Olgeirsson og Halldór K, Laxness tala fyrir hönd Kommúnista- flokks Islands í útvarpsumræð- unum annað kveld. Kosninga- sjóðurinn Á föstud. og laugardag söfnuðust kr. 128,30 Áður var komið inn — 5307,00 Samtals kr. 5435,30 D-Iistinn er listi Kommúnistaflokksins. Kosningaskrifstofa lögmanns er opin kl. 8—10 eftir hádegi. fer á þriðjudagskvöld 15. júní u,m Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. fer á fimtudagskvöld 17. júní umi Vestmannaeyjar og Aust- firði til Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. f$ys3££8!&£áMB&Bi • Ú8SS& Bifreiða§iöðin Geysir við Arnarhólstún. ieggnr aðaláherslu á að gera viðskifía- vini sína ánægða. Opið allan sólarhringinn. Sími 1633. Sími 1633. Viltu fá að vita lrvernig kosningarnar fara? 1 fyrramálið verður selt á götunum rit sem meðal annars flytur OD Á TIOIVI \ kunnugra manna i öllum stjórnmálaherbúðunum, um ríL/UIUrl HVERJIR NÁ KOSNINGU 20. JÚIVÍ? PALLADÓMAR um þingmannaefni Reykjavíkur o.fl. er mun vekja almenna athygli. 30—40 BÖIubörn fá sjaldgæft tækifæri til að vinna sér inn töluverða peninga. Verðlaun. Komi á Vesturgötu 27 kl. 9—10 í fyrramálið. Ávarp frá H. K. L. FRAMHALD AF 1. SIÐU Eg held að þetta, svar fjöld- ans, sem verður með hverjura deginum skýrara, sé alveg rétt. Ég held að það feli í, sér þá stefnu, sem við samfylkingar- menn hljótujm að fylgja í svíp- inn. Krafan um sterkan Komm- únistaflokk er í þessum kosn- ingum orðin almenn krafa í landinu, og þá alveg sérstaklega hér í Reykjavík. Það er krafa fólksins sjálfs. Eftir því sem Morgunblaðið og áhangendur þess arga oftar sitt gamla Grýluc kvæði um kommúnistana, jDeim mun sannfærðara verður fólkið hér í Reykjavík um að Kommún- istaflokkurinn sé eina aflið, sem íhaldið þurfi að hræðast. Al- menninguir er farinn að trúa á hina ungm. sterku, og einlægu krafta Kommúnistaflokksins og heimta að þessir kraftar komi að fullum notum í frelsis- og menn- ingarbaráttu, þjóðarinnar, bar- áttúnni gegn íhaldinu. Fólkið er alment búið að fá þá sannfær- ingu, að Kommúnistaflokkúirinn sé sá flokkur, sem samkvæmt eðli sínu geti aldrei samið við í- haldsöflin né ánetjast, auðhring- unum. Þessa öldu, er ekki fram- ar hægt að stöðva. Um leið og kosning Einars 01- geirssonar (ásamt tveimur upp- bótarþingmönnum að minsta kosti) er eina tryggingin fyrir vinstrimeirihluta á Alþingi, er hún um leið trygging samfylktr- ar vinstribaráttu, trygging þess að hinir sterku, mentuðu og vel skipulögðu kraftar Kommún.- istaflokksins komi að fujlu gagni á hinum afdrifaríkustu vett- vöngum í menningarbaráttu þjóðarinnar gegn íhaldi og fas- isma. Reykjavík, 12. júní,, 1937. Haltdór Kiljan Laxness. Moran eftir Frank Norris. 49 aði engut Og hún tók svo fast um stýrishjólið,. ao hnúar hennar hvítnuðu. XII. Lífsvenjubreyting. Það. hafði verið óvenju fjörugt veislur og skemt- analíf á Hótel Coronado þenna vetur. Ung stúlka frá San Francisco hafði í einu stórblaði borgarinnar gefið nákvæmar lýsingar á »hinni óslitnu röð hátíðahalda« er þar höfðu verið. Hún hafði einnig tilkynt, að meðal þeirra nýkomnu væri hr. Nat Ridgeway,, frá San Francisco, en hann hafði komið með fjörugan hóp ungra manna og kvenna á lystisnekkju sinni »Petrel«. Af þeim hóp mætti aftur nefna frk. Josie Herrick, sem menn myndu eftir frá fyrstu teveislunni, sem hún hélt þenna vetur, — sem svo mjög var umtöluð, o. s. frv. »Petrel« hafði legið þarna á höfninni í nokkra daga, og kvöldið, sem Moran og Wilbur vörpuðu þar akkerum,. átti einmitt að verða móttökudansleikur fyr- ir farþegana á lystisnekkjunni. Ákyeðið hafði verið, að Nat Ridgeway og frk. Josie Herrick ættu að »opna« ballið. En þennan sama dag höfðu þau, farið ökuferð til Tia Juana, og frk. Herrick kom ekki aftur fyr en á síðasta au,gnabliki. Þá var alt búningsstandið eftir, og þurfti hún sér þar til að- stoðar móður sína, yngri systir, fylgdarmey sína og auk þess eina af þernum hótelsins. En frökenin varð líka fín og snotur, í ljósum, létfum silkikjól með upp- sett hár, og þegar þau Ridgeway rétt á eftir svifu út á gólfið,. alein í hinum rúmgóða danssal Coronado- hótelsins, þá mintust menn. þess ekki að hafa séð ynd- islegra par. Þetta varð ágætur dansleikur. Allir yngri liðsfor- ingjarnir af herskipinu voru þarna komnir í einkenn- isbúningum sínum, og auk þess nógu margir af »dans- klíku« heldra fólksins í San Francisco til þess að fjör- ið yrði nóg. Meira að segja Jerry Haight, sem annars var talinn með »íþróttaklíkunni«, og hafði allan fyrri part vetr- arins verið á elgsdýraveiðum í Oregon, var þarna kominn, — hann stóð í hópi ungra liðsforingja frammi við dyr,. og reyndi að líta út eins og alt það sem fram færi í danssalnum væri sér óviðkomandi. Fyrsta dansinum var lokið,, og Ridgeway • leiddi fröken Herrick yfir til dyranna, þar semi liðsforingja- hópurinn stóð, og hún horfði alt í kringum sig, eins og hún væri að svipast um eftir einhverju »Hafið þér ekki séð Jerry Haight«,, sagði hún við Ridgeway. »Ég var búin að lofa honutn næsta dans. Síðast þegar við vorum saman á dansleik, sveik ég hann tvisvar um dans, og ef ég geri það enn, þá fyrir- gefur hann mér það aldrei«, En Jerry Haight hafði gengið niður í forsal hótels- ins til að. reykja sér sígarettu í næði,, og fanst; hvergi. Fröken Herrick var nærri búin að gefa upp alla von, þegar Jerry Haight kom þjótandi inn, sýnilega æstur, og ruddi sér leið þangað semi hljómsveitin sat. »Herra Haight«,, kallaði hún á eftir honum. »Þér vitið víst ekki hvers þér farið á mis. Ég hef leitað að. yður eins og saumnál«. En Jerry gerði hvorki að heyra né sjá. Hann æddi þvert yfir dansgóifið, og stöðvaði hljómsveitina mitt í draumblíðum vals. »Hvað á þetta að þýða, Haight.«, kallaði Ridgeway. »Ætlarðu, að eyðileggja ballið fyrir mérí. En Haight hlustaði ekki á hann. »Blásið þið eitthvað«, kallaði hann til hornaleikar- anna »eitt,hvað sem fær það til að þegja snöggvast«. Hornaleikarinn blés nokkra takta. Dansfólkið hætti að dansa, og allir þögnuðu,. Sennilega hafði einhver skartgripur týnst eða fundist,, eða þá að áttd að til- kynna hvernig borðhaldinu ætti að koma fyrir. En Jerry baðaði út höndunum, mdlli fingranna hélt hann á óíkveiktri sígarettu, og hann kallaði án þess að hafa almennilega vald á röddinni: »Ross Wilbur er kominn. Hann stendur niður í for- salnum«. Það var fyrst dauðaþögn, en svo kölluðu margir í einu: Ross Wilbur fundinn! Ross Wilbur risinn upp frá dauðum? Ross Wilbur, sá er leitað hafði verið að frá Aleutereyjum til Buenos Ayres! Ross Wilbur, hin óleysta gá,ta allra leynilögreglumanna í Vestur- fylkjunum! Ross Wilbur, sem búið var að koma með mörg hundruð tilgátur um, í hverju einasta blaði fyr- ir vestan Missisippi. Ross Wilbur, er síðast hafði sést í teveislu ungfrú Josie Herrick, svo í klúbbnum sama dag, en frá þeirri stundu var sem hann væri horf- Listi Kommúnistaflokksins er D-lístiJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.