Þjóðviljinn - 17.06.1937, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 17.06.1937, Qupperneq 4
sjs Ný/aíó'io ag Litli lávarðurinn Heillandi amerísk kvik- mynd eftir sögu Fr. Hodg- son Burnetts, sem komið hefir út á íslensku og er vinsælasta saga enskumæl- andi landa. Aðalhlutverkin leika: Preddie Bartholomen, Dolores Costello Barrymore. Guy Kibee o. fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 5. Lækkað verð kL 7. Úr borglnnl Næturlæknir. í nótt er Kjartan Ölafsson, Lækjargötu 6B, sími 2614. I Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur- apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Utvarpið 12,00 Hádegisútvarp. 13,30 Hátíðahöld íþróttamanna: a) Luðrasveit Reykjavíkur leikur á Aust,u,rvellT; b) 14,10 Ræða. við leiði Jóns Sigurðssonar (Benedikt, Sveinsson, f. alþm.-; •c). Setit íþróttamót á íþróttavell- inum (Erlendur Pétursson, for- maður K. R.). 15,00 Lýst íþrótt- u,m á Iþróttavellinumi í Reykja- vík. 17,40 Ötvarp til útlanda (24,52m). 19,20 tJtvarpshljóm- sveitin leikur. 20,00 Fréttir. þJÓÐVILIINN Almennan kosni ngatund heldur Kommúnistaflokkurinn í Gamla Bíó í dag, fimtudaginn 17. júní klukkan 4 síðdegis Ræðnmenn: Einar Olgeirsson, ritstjóri. Brynjólfar Bjarnason, formaður K. F. í. Þórbergur Þóröarson, rithöfundur. Ingibjörg Friðriksdóttir, húsfrú. Eðvarð Sigurðsson, verkamaður. Ilalldór Kiljan Laxness, rithöfundur. Kristinn Andrésson, magister. Auk þess: Jóhannes úr Kötlum fiytur nýtt kvæði um Jón Sigurðsson. MÚSIK Aðgöngumiðar á 25 aura verða seldir á kosningaskrifstofu D-listans, Laugaveg 10. og við inng. & Gamlat3io Skyndigifting Fjöruig og skemtileg amer- ísk gamanmynd. Aðalhlutverk: CLAUDETTE COLBERT, FRED MAC MURRAY og ROBERT YOUNG. Sýnd kl. 9. Á alþýðusýningu kl. 7 verð- ur sýnd hin sprenghlægi- lega sænska gamanmynd „Jutta frænka" Blum Framhald af 2. síðu. yrði ekki rofin. Þannig hefir Blumstjórnin enn einu sinni borið sigur úr býtum, þegar horfur voru óvæn- legar. En nú er eftir að vita, hvernig frumvarpinu reiðir af í efri málstofunni. (FO). 20,30 Karlakórinn »Fóstbræð- u-r« syngur (söngstjóri Jón Halldórsson). 21,05 Upplestur og söngur. 22,00 Danslög (til kl. 23,30). Verkfall bifvélavirkja heldur enn á- fram.. Þessir hafa samið við fé- lagið og er nú vinna tekin upp hjá þeim: Strætisvagnar h/f, B. S. R., Bifreiðastöðin Hekla og Litla Bílstöðin. Auk þess er unn- ið hjá vegagerð. ríkisins og bæj- arsjóði Reykjavíkur. Almennan kosningafund heldur Komimúnistaflokkur- inn í dag kl. 4 í Gamla Bíó. Þar tala Einar Olgeirsson, Brynj- ólfur Bjarnason, Þórbergur Þórðarson, Ingibjörg Friðriksd., Edvarð Sigurosson, H. K. Lax- ness, Kristinn Andrésson. Auk þess flytur Jóhannes úr Kötlum kvæði um Jón Sigurðson. Allir, sem vilja fylgjast; með kosningabaráttunni, verða að mæta á þessum fu,ndi. Aðgöngu- mjðar fást; á kosningaskrifstofu D-listans og við innganginn. 17. júní Eins og áður halda íþróttafé- lögin í bænum daginn í dag há- tíðlegan með ýmsu móti, þar á meðal íþróttamóti á Iþróttavell- inum;. Hefjast hátíðahöldin með því, að lúðrasveit leiku,r á Aust- urvelli kl. 11, og verður þaðan gengið suður að leiði Jóns Sig- urðssonar. Mótið hefst kl. 3. Félag járniðnaðarmanna Það tilkynnist hérmeð meðlimu m félagsins, að heimilt er að af- greiða vinnu frá eigendum þeir ra bílaverkstæða, sem undirrit- að; hafa samning við Félag bif vélavirkja, en jafnframt ber þeim að sýna skilríki fyrir því, að verkefnið sé frá. réttum að- ila. STJÖRNIN. Félag bifvélavirkja. Að gefnu tilefni tilkynnist. það hérmeð, að járniðnaðarmenn þeir, er verkefni fá, sem vafas öm skilríki eru, fyrir, geta feng- ið nákvæmar upplýsingar á skrifstofu Félags bifvélavirkja, sími 3724, um hverjir rétt hafa til afgreiðslu. STJÖRNIN. Moran ettir Frank Norris. 52 Moran var vakandi og tók á móti honurn, er hann sveiflaði sér yfir lunninguna. »Ég tók sjálf vaktina og lét strákinn fara að sofa«, sagðu hún. »Hvernig leist þér svo á þig í landi, stýri- miaður? « »Já, nú erum við aftur komin inn í heim smásmugu- legheitanna. En í fyrramálið. léttum við, og siglum aftur út í heim veruleikans«. »Bravó, stýrimaður«, sagði Moran ánægð. »Komdu upp í brúna«, hélfc Wilbur áfram. »Ég þarf að ráðgast við þig um svo margt«. Moran lagði handlegginn yfir um hann og þau gengu upp í brúna. Langa stund sátu þau saman, og hann sagði henni frá fyrirætlunium sínum. Hann varð heitur og mælskur meðan hann talaði, og augu hans leiftruðu — en alt í einu þagnaði hann. , »Nei«, sagði hann eins og við sjálfan sig. »Þú skil- u,r þefcta ekki. Og hvernig ættir þú, semj aldrei hefir átt hér heima að skilja þetta? Og þér hlýtur að vera nokkurnveginn sama um alt þetta röfl í mér«. »Stýrimaður«, sagði Moran, og lagði .hendiurnar á herðar honum. »Það ert þú sem ert skilningslaus, — þú skilu.r mig ekki. Veisfcu það ekki að upp frá þessu er þitt fólk mitt fólk, — og að ég er ekki hamingjiu- söm nema að þú sért það líka. Það var satt sem þú sagðir einu sinni — að dýpsta sælan er sú, sem mað- ur á með öðrum. Og þínar sorgir eru líka minar sorg- ir, vinurinn minn. Övinir þínir eru líka óvinir mínir og erfiðleikar þínir líka. mínir erfiðleikar«. Hún tók lum háls hans og kysti hann. Áður en dagur rann höfðu þau tekið ákvörðun um framtíðina. Þau ætluðu að fara eitthvað burt hið skjótasta. Eftir eðli sínu og uppeldi var Moran illa til þess fallin að lifa rólegu borgaralífi og Wilbur hafði siðustu mánuðina fundið sér vaxa þrótt og kjark, sem heimtaði útrás. Þau, ákváðu að sigla heim til San Francisco, losa sig við ambrið, gera »Bertu Milner« vel úr garði, og sigla svo út í ný æfintýri. Um tíu-leytið morguninn eftir, þegar þau voru í þann veginn að létta akkerum, kom Hbang til Wil- burs og tok í ermi hans. »Sjá lítinn bát, koma hingað«. Og þarna var dálítill vélbátur á hraðri ferð út í skútuna. Fáeinum augnablikum síðar lagði hann að hliðinni. I honum voru þau, Jerry, Nat Ridgeway, Josie Herrick og ein kona til, eldri systir Josie. »Já, hér erum við komin — komin til að sjá snekkj- una þína«, kallaði fröken Herrick, er báturinn rakst í skútuna. »Megum við koma um borð?« Josie var í ljósrauðri blússu og hvítu pilsi, á hvítum skóm og með litla matrósahúfu á .höfðinu. Hún var ljómandi lagleg, þar sem. hún stóð þarna í bátnum glöð. og forvitin. Herrarnir voru, í fínum, hvítum flónelsföt-um. Wilbur starði á þau steinhissa. »Nú er það svart«, sagði hann við sjálfan sig, en áttaði sig svo, og bauð þeim að koma upp. Og augnabliki síðar stóðu þau öll uppi á þilfarinu. »Ég er svo aldeilis — « sagði, fröken Herrick, og nam staðar steinhissa. Þilfarið, lunningin, mastrið og reiðinn — alt var það með þykku lagi af óhreinindum og fitu„ seglin voru dökkgrá, og um alla skútuna var kæfandi fýla af grút og tjöru, mat og ópíium. Miðskips stóðu þeir Hoang og Jim, báðir nakfcir niður að mitti, með flétt- urnar snúnar um hálsinn, og kölluðust. á einsatkvæð- isorðum á Kínversku meðan þeir festu bátinn. Sýstir fröken Herricks hafði ekki vogað sér upp á þilfarið, — hin stóðu í þétfcum hnapp íý þilfarinu, með handleggina klemmda að hliðunum til þess að ó- hreinka sig ekki á snertingu við allan þennan skít, og hin óaðfinnanlegu„ hvítu sportsföt virtust enn hvitari og óaðfinnanlegri v svona ótrúlega óskemmti- legu og óhreinu umhverfi. »Eg er svo aldeilis-----« endurtók fröken Herrick og lygndi aftur augunum. »Hugsa sér alt það sem þú hefir orðið að líða, Ross! Ég hélt að þetta væri eins- koriar lystisnekkja. Mig .hefði ekki dreymfc um neitfc þessu líkt«. Meðan hún var að tala kom Moran fram undan fokkunni, en nam staðar steinhissa er hún sá gestina. Hún var enn í karlmannsfötum og leðurstígvélum ,uipp að hnjám. Grófa, bláa ullarskyrtan var opin í háisinn, og ermamar uppbrettar, svo að hinir sterk- legu hvítu armar hennar komu í ljós. Við belti sér hafði hún litla, norska skeiðahnífinn. Hún var ber- höíðuð, og ljóst hárið, þungt og ilmandi, féll yfir herðar hennar og brjóst allt að beltisstað. Listi Kommúnistailokksins er D-listiT

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.