Þjóðviljinn - 30.06.1937, Síða 2

Þjóðviljinn - 30.06.1937, Síða 2
Miðvikudagurinn 30. júní 1937. ÞJOÐVILJINN Arthur Iíöstler: Lokaæfing í Astúrín Greinin er hér birtist, er þriðji kapítulinn úr bók liins heimsfrcega enska blaðamanns Arthur Köstler, um spönsku borgarastyrjöldina, í þýðingu Þorvaldar Þórarinssonar. Lýsir Köstler þar aðdraganda fasistawppreisnarinnar, rekur þrceði liennar til erlendu fasristaríkjanna, og birtir fjölda óhrekjan- legra sönnunargagna máli sínu til stuðmings. Athœfið í Astúríu 1934 vúr lokaæfing undir þá herför, sem aftwrhald Spánar hóf tveim árum síðar. AUir þeir drættir, sem einkenna uppreisnina 1936 komu þá þegar í Ijós. Márarnir og útlendingabersveitvmar, samviskidausar loftárásir á óvíggirtar borgir, fólk myrt af handahófi, stofnun ógnarstjórnar til að tortíma óvinvmum og lymskuleg blekkingarherferð idan lands og innan, Fer hér á eftir lýsing Köstlers á þessari »aðalæfingm. Fóru stríði fimm kóngar Mára gegn Kastilíu. Hyrr og herblástur, Hel, eyðing, morð vörðuðu þeim veg. Cid, 8. Ijóð. Þegar að afstöðnum nóvem- berkosningunum 1933, sem hófu hinn ákveðna umboðsmann aft- urhaldsinsy Alejandro Lenoux, til valda, hefst meginárásin á, lýðveldið og þær umbætur, sem það hafði komið á. Æsingar vaxa í landinu. — Land- búnaðarkreppan færist í auk- ana, atvinnuleysið nær hámarki eínu — kemst upp í hálfa aðra milljón. Verð á brauði hækkar um sextíu prósent, kartöfluverð- io tvöfaldast. Verkalýðurinn skipar sér til varnar gegn sultar- lau.nunum, verkföll brjótast út, — þau eru kæfð í blóði. Hinn örvæntingarfulli fjöldi bænda og búaliðs, bíður árangurslaust eftir úthlutun þess landrýmis, sem lofað hafði verið. Þeir gera hér og þar, í Andalúsíu og Estre- madura, tilraunir til að rækta akraspildur,. sem aðallinn lét liggja í órækt— og uppskera að launum kvalir og dauða fyrir bráðræðið. Gil Robles heimtar nú opinberlega, að »reikning- arnir séu þegar í stað gerðir upp yið nóvember-lýðveldið«. 5. Júní 1934 lýsir stjórnin landið í hernaðarástand. Seint í ágúst 1934 skýtur syst- ir fasistaforingjans Primo de Rivera sex skammbyssuskotuim úr bifreið sinni á sósíalistann Juanita Rico. Þetta launmorð var látið órefsað. 70 þúsund verkamenn í Madrid fylgja Ju- anita Rico til grafar. 5. október 1934 skipar Alcala Zamora þrjá flokksmenn Gil Robles í ríkisstjórnina. Jafn- framt kveður stjórnin hersveitir sínar til vopna. Henni er kunnugt um, að verkamennirnir eru staðráðnir í því, að svara valdaráni fasist- anna með allsherjarverkí'alli. En hún er hinsvegar ákveðin í því að hreinsa ti.1 á Spáni eftir for- skriftum Görings. Hersveitirnar fá skipun u.m að skjóta. 6. október verða uppþot og á- rekstrar í flestum stórborgum Spánar. Það eru foringjar hers- ins og borgaraliðsins, sem hafa í frammi ögranir í verkamanna- hverfunum,. 1 Baskahéruðunum — Bilbao,. San Sebastian og Irun — standa bardagarnir hálfan mánuð. En miðdepill viðburð- anna er Astúría, * Námumenn Astúríu verjast í fimm daga á götu,m Oviedo- borgar. Þeir hafa engin vopn. Ekki fremur 1934 en 1936. Þeir berjast með öxum og hökum gegn vélbyssum. Þeir klifra yfir múra með vasana fulla af dyna- máti.. Þeir tendra kveikjuna með sígarettum sínum. Ef þeir eru, of lengi eða sprengjan springur of nærri, rifna þeir sjálfir í tætl- ur. Mieres, Sarna de Langreo —, allt námahéraðið er varið hetju- lega gegn árásum hersveitanna. Herdeildin frá, Gerone gerir upp- reisn, tekur foringja sína hönd- u,m,. og gengur í lið með náma- mönnum. Fyrstu hersveitirnar, sem stjórnin í Madrid sendir til Ast- uríu, ganga einnig í lið með verkamönnum. Heimurinn hlust- ar. 1 annað sinn á því hörmung- anna ári 1934, grípur hin örviln- aða verklýðsstétt til vopnaðrar varnar gegn stjórnháttum m.ið- aldanna. Eftir viku er Lerroux—Gil Robles samsteypustjórnin í Mad- rid komin í ákaflega hættulega klípui Hún getur ekki framar treyst sínum eigin hersveitnm. Einn af æðstu foringjum henn- ar, Lopez Bravo undirofursti, gefur opinberlega þessa yfirlýs- ingui: »Mínir hermenn munu aldrei skjóta á bræðúcr sínac. Þá dettur Gil Robles bjargráð í hug: að sækja Márahersveitir til Marokkó og láta þær brjóta niður yarnir Astúríumanna. * Kirkjan flæmdi Márana frá Spáni, í nafni kristinnar menn- ingar —• hinn trúi sonur kirkj- unnar kallar þá aftu,r tíl Spán- ar, einnig í nafni hinnar kristi- legu menningar. Rök afturhaldsins hafa verið hin sömu í fimm aldir, Þá eins og nú var útlendum málaliðum sigað á hvern framfaramann, »í nafni menninga.rinnar«. Þeir, sem. þá lyftu m.erki frjálslyndis og framfara, voru Márar — nú eru, það verkamenn Astúríu. »Fyrirliði eins lítils Máraríkis, — einskonar múhameðskur Göthe í sinni spönsku Weiman — átti 400.000 binda bókasafn, samtímis því, sem. hið fræga Ripoliklausturbókasafn í hinni kristnu Katalóníu, stærði sig af bókaeign sinni, sem alls voru skitin 192 bindi. Hin hálfviltu smákonu,ngsríki á Norðuir-Spáni voru ekki meira virði í augum hins volduga hámentaða kalífa af Cordoba, en ríki marokk- önsku ættar.höfðingjanna er nú í augum Frakklandsforseta«. (Madariaga) Þjóðabandalagsfulltirúi Spán- ar reit þessar línur 1930. Þá grunaði engan mann, að hinn sögulegi samanburður, ætti svo hræðilega veruleikastoð, — að stríðsmaður hins »tmarokkanska ættarríkis« yrði fluttur til Spán- ar fjórum árum síðar og mi.s- brúkaður til þess að drekkja merkisberum framfaranna í blóði. Það er skipt u,m hlutverk. En aðferðin er hin sama. Gjör- eyðing Máramenningarinnar náði hámarki sínu, í trúvillinga- brennum rannsóknaréttarins. Fimm öldum síðar berst enn að vitum Spánverjans þefur af sviðnu mannakjöti. Kvalaöskur mannanna, sem pyndaðir erui í gapastokk og þu,malskrúfu og steiktir á logandi glóð, gengur í endurnýjungu lífdaga sinna. það drottins ár 1934. * Tillaga Gil Robles er svo ó- skapleg, að það kom meira að segja hik á suma ráðherrana fyrst í stað. Hermálaráðherrann Diegs Hidaglo segir: »Einasta röksemdin, sem mæl- ir á móti því að nota hersveit- ir frá Afriku, er sú, að þær munu heyja stríðið án laga eða reglu og fótmntroða mann- réttindi-----« En hatrið gegn verklýðsstétt- inni á svo djúpar rætur, og aft- urhald Spánar er orðið svo gegn-. sýrt af hugsunarhætti fasism- ans, að öllu,m »frjá,lslyndum höf- uðórum« er fljótlega varpað fyr- ir borð. 8. október gefur stjórn- in fyrirskipun uim að senda. málaliðið í Afríku — innfæddar útlendingasveitir —• gegn verka- m.önnum Astúríu,. I bæklingi, sem Lerroux gaf út seinna til að þvp hendu,r sín- ar, réttlætir hann þessa ráð- stöfun svona: »Bg vildi ekki tortíma lífi her- manna okkar sökum reynslu- skorts þeirra og æfingaleysis í hernaði, á meðan við höfðum á að skipa launuðum sveitum 12000 herskárra manna, sem liafa fengið ágœta skólun, eru vel œfðir i sókn og vöm, og al- vanir lífinw á\ vígvellinum . .« (Hin »græna bók« Lerroux, bls. 62). Alls eru sendir 40,000 her- menn u.ndir stjórn Lopez Ochoa hershöfðingja, til þess að tor- tíma lífi verkalýðsins í Astúríu. Því tilgangurinn var ekki nefnd- ur: að bæla niður mótþróann, heldur: tortíming. Þegar meðan á framsókn hersins stóð sagði einn foringjanna, Doval her- fylkistjóri — tveim áru.m seinna einn af herforingjum uppreisn- armanna —; að hann væri á- kveðinn í því: »að láta ekki einn einasta bylt- ingarmann komast lifs af og drepa börn byltingarmannsins í móðitrkviðh, Þetta var fagurt fyrirhe.it. Brátt kom annað slíkt. Lopes Ochoa hershöfðingi lét flugvél- ar sínar varpa svohljóðandi til- kynningum yfir Oviedo, sem þá var í umsátursástandi: »Alt það tjón og ógæfa, sem fhtgvélar okkar og stórskota- hríðir hafa bakað ykkur, er wðeins Utilfjörlegur forsmekk- ur þeirra þjáninga, sem þið sk'iduð verða oð þola, ef þið gefist ekki upp og leggið nið- ur vopn fyrir sólarupprás. Þegar sá frestur er liðinn verður ykkur tortímt gjörsam- lega, áh náðar og miskunnar«. 14. október fellur Oviedo, sundurskotin af flugvélum, mui- in af stórskotaliði. 19. október heldu,r Lopez Ochoa Máraliði sínu um hjarta Astúríu og tekur námumannabæina Mieres og Sama de Langreo. Bardögunum er lokið. Blóðbaðið hefst. Það er svo stórkostlegt, að öll EVrópa, beinir augum tiil Ast- ú.ríu,. Karlar, konur, börn og gamalmenni eru brytjuð niður af handahófi, án dóms og laga, án tillits til þess hvort menn tóku þátt í bardögu,num. eða ekki, Þeim er kastað í fljótín, varpað í gryfju.r, hópum saman, þeir eru hlekkjaðir saman fyrir framan vélbyssukjaftana. Á sjúkrahúsunum er særðum mönnum sálgað með byssusting eða skefti. Það er fjöldi vitnaskýrslna, Ijósmynda og annara skilríkja u,m hópmorðin í Astúríu,. Eitt af þessum gögnum er .skýrsla, sem. birt var vorið 1935, undirrituð af 564 pólitískum föngum, sjón- arvottum og hlutlauisum áhorí'- endum,. Þar stendur meðal ann- ars: »Auk þeirra einstöku dæma og sérstökm lýsinga, sem síðar er vikið að, lýsitm við því yfir að eftirtaldar pyntmgarað- ferðir voru notaðar: Að brenna kynfæri og aðra lík- amshluta. Kremja eistun. Brjóta handleggi og fætur. Slá með hamri á hné og hend- ur. Stinga nálum upp undir negiurnar. Dýfa einstökum líkamspörtum í sjóðandi vatn. Láta menn leggjast á eggja- grját, Miða á þá byssunum, en skjóta rétt framhjá, Fórnardýrin urðu sjálf að taka sér gröfina. Aðrir voru aðeins grafnir upp fyrir hné. Auk þessara pyndinga, sem gefa aðeins ófullkomna mynd af hinum hrœðilega raunveru- leika, var cftirtöldum píning- í líelííiska Konpo voru 30 negra- verkamenn dsemdir í eins mánaðar þvingunarvinnu, fyrir að hafa dirfst að setja fram kröfur um launahækk- un. Hag verkafólksins þar er nú svo' komið vegna síaukinnar dýrtiðar, að’ það getur ekki lengur greitt hina háu arðránsskatta, er belgisku yfirdrotn- ararnir leggja á það. ★ 12 júní var um alt Frakkland haldinn hátiðlegur baráttudagur gamla fólksinsi Hafði Kommúnista- flokkur Frakklands forgöngu á þessu sviði og var dagurinn sérsta.klega til þess notaður að hefja baráttu fyrir framkvæmd þeirra ellistyrkstillagna, er samfylkingin franska hefir á stefnuskrá sinni. Fundirnir í París og Lyon voru sérlega fjölsóttir. it Verkamcnnirnir rið sjkuriðnað- inn í Donstiennes í Belgíu hafa lagt niður vinnu í mótmælaskyni út af brottrekstri sósialistísks verkalýðs- foringja. Peir hafa sett fram kröfur um launahækkun og berjast sósial- istisku og kristilegu verkalýðsfélögin sameiginlega að framgangi þeirra^ um beitt: liendur fangans vom bwndnar saman fyrir aftan bak, hann er hálaðwr upp í snæri, sem bundið er um þær. og rólað til og frá. öðru hvpru er fult vatnskvartil eða sand- poki bundinn við fætur hans. tii þess að 8líta liann úr liði. Ein er sú aðferð, að lemja menn með kylfurn eða byssu- skeftum neðan í iljarnar og særa þá á meðan stungum eða jafnvel skotum. Sumir fang- anna voru lagðir í ísbað, til þess að húðin yrði viðkvæm- ari fyrir liöggunum. Systir Aida Lafuente, sem herinn drap, varð, að afkíæða sig með- an á yfirheyrslu stóð<«. Þetta • er aðeins stuttu,r út- dráttur úr einni skýrslu aíl mörgum. Hún ber,. eins og áðu;r er sagt undirskrift 564 manna, sem fengu að sannreyna þessa lýsingu, annaðhvcrt á eigin lík- ama eða sem sjónarvottar, lækn- ar og blaðamenn. Næsta skjal, ,sem, við birtum ljósmynd af, er Uindirritað af aðeins einum manni, — einum þeirra, sem at- hæfið frömdu. José Antonio Jim- enez — úr útlendingahersveit- inni. — ritaði, þreim mánuðuan eftir blóðbaðið í Astúríu, eftir- farandi játiningu í fangelsi í Madrid og smyglaði henni út til bróður síns, en ha,nn afhenti hinum frjálslyndq málaflutn- ingsmönnum hana sem sönnun- argagn. »Undirritaður vottar, að höf- uðsmaðurinn og undirofurst- inn borguðu 10 peseta fyrir hvern afhöggvimi handlegg byltingarsimia, að undirof- ursti 5. herdeildar stai mótor- hjóli, og að hann lét sauma aftur munninn á byltingar- mönnwnum og grafa þá lif- andi. José Antonio Jimenez, 12. 'fylki 5. herdeildar«. Frh.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.