Þjóðviljinn - 30.06.1937, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1937, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Miðviku.dagurinn 30. júní 1937. þJÓQVILJINN MÉlsajm Kommtnistallokto tslands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Bergataðastræti 30 simi 2270. Aijfrelðsla og anglý»ingasltrif»* Laogaveg 38, simi 2184. Kemar út alla daga, nema múnndaga. Aíkriftargjald á mánuðl: Reykjavik og núgrenni kr. 2,0i Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 I lansasöln 10 aura eintakið. Prentcmiðja Jóns Helgaaonar, Bergstaftastræti 27, slmi 4200. Eina von íhaldsins — sundrung vinstri flokkanna Breiðfylkingin er sár og aum yfir kosningaósigrinum. 1 þriðja skiftið tapar íhaldið kosningum, og það hefir veika von um að vinna nokkrar kosningar fram- ar. Ekkert var til sparað, alt átti að leggja í solurnar til að ger- sigra frjálslyndið og lýðræðið í landinu 20, júní. Vísir talar í gær u.m »eld þess áhuga« er blossað hafi svo skært svo skært í kosningabaráttu sjálfstæðismanna! Eld þess á- huga er veitti tugum þúsunda króna í beinan eða óbeinan kosn- ingaáróður, eld þess áhuga er logaði svo glatt á kosningaskrií- stofum íhaldsins, eld þess áhuga er knúði Sjálfstæðismenn til að draga á kjörstað sjúkt, og far- lama fólk, gamalt fólk og þreytt, fólk á sjúkrabörum, fólk af spít- ölum, — eld þess áhuga sem sm,á kaupmennirnir og aðrir smærri atvi.nnurekendur, er neyddir voru, til að láta í kosningasjóðs- hít Sjálfstæðisflokksins, — sýndu meðan verið var að pína aurana undan nöglu,m þeirra, og starfsfólk þeirra í »,sjálfboða*«- vinnu á skrifstofum íhaldsins! Eldur þessa áhuga skal ekki slokkna,, segir Vísir. Það er hann sem á að haída »hugsjóna«mál- u,m íhaldsins, arðráni, verkalýðs- kúgun, kauplækkun, gengislækk- un, vinnulöggjöf, •— heitum til næstq kosninga. Þjóðin er smátt og smátt að losna undan fargi íhaldshugsun- arháttarins, fargi peningavalds- ins. Það sýndi sig í þessqm kosn- ingumi, að íhaldið er feigt,, Breið- f'ylkingin er máttlaus sem póli- tískt vald, bæði í nútíð og fram- tíð, ef vinstri flokkarnir þekkja sirm vitjunartíma og standa sam- an gegn höf vðóvininUm. Fólkið í vinstri flokkunum vill þetta. Verka.rn.enn og bændur vilja að hinna sameiginlegu hags mu,na þeirra sé gætt með því að íhaldið ,sé gert máttlaust á öll- um sviðum þjóðlífsins. Og ætli foringjar Alþýðuflokksins og .F r gm sók n a r f lok k.si n s enn að þrjóskast, eí'tir hina ótvíræðu, bendingu fólksins, sem trygói Kommúnistaflokknum þrjá þing- íulltrúa, •— fólksins sem trygði kosningu Framsóknarm.annanna u,m land alt, — þá verður fólkið að hafa vit fyrir foringjunum. Eina von ihaldsins er nú simdrung vinstri flokkanna. Það hefir enga aðra von um völd en þá, sem byggist á sundrungar- Stpaumurinn til vinstri i Sudur- Þingeyjapsýsl u Kosningarnar sýna að fölkið er ekki ánægt með pólitík og skrif Jónasar Jónssonar Eftir Aðalbjörn Pétursson S.-Þingeyjarsýsla var eitt af þeim. fáu kjördæmum, sem hinn nýstofnaði Kommúnistaflokkur stilti upp í við Alþingiskosning- arnar 1931. Þá og síðar við hverjar kosn- ingar hefir einhver orðið til þess að kvarta yfir þeirri móðgu.n að bjóða S.-Þingeyingum upp á aðra eins stefnu og sósíalisma. Það væri móðgun við þessa vöggui samvinnuhreyfingarinnar. S.-Þingeyingar svöruðu þess- ari móðgun þannigi 1931 fá kommúnistar 121 atkv. eða 9% af gildum atkv. 1933 fá kommúnistar 194 atkv. eða 14% af gildum atkv. 1934 fá kommúnistar (172) og Alþfl. (83), samt. 255 atkv. eða 15% af gildum atkv. 1937 fá kommúnistar (213) og Alþfl. (235), samt. 448 atkv. eða 24% af gildum atkv. Við tvær síðustr, kosningar sem hr. J. J. hefir verið í kjöri í S.-Þingeyjasýslu hafa atkvæða- tölur hans verið: 1934 1090 atkv. eða 63% af gildu,m atkv. 1937 1045 atkv. eða 56% af gildum atkv. Tap hr, J. J. er raunar miklu meira, þyí kosningin nú var af Framsóknarfl. í S.-Þingeyjar- sýslu sótt af ofurkappi en mjög vanrækt síðast. Þessar tölur tala sínu máli. Þær sanna fyrst og fremst að fólkið í þessari uppeldissveit samvinnu,hreyfingarinnar trúir því ekki að sósíalismiinn kasti merki samvinnuhugsjónarinnar fyrir borð, heldur muoii hefja það upp til yegs með nýjum og breyttum tíma, Þessar tölur sýna annað. Þær sýna að þrátt fyrir það að fylgi Framsóknarflokksins hefir vax- ið í flestym kjördæmum og sér- staklega þar sem hún hefir haft í kjöri hina frjálslyndari sam- vinnumenn, þá minkar fylgið í sterkasta framsóknarkjördæmi landsins ujn 7%. Þetta tap Framsóknarflokkg- ins í S.-Þingeyjarsýslu hefir alt farið yfir til verklýðsflokkanna, og hin aukna þátttaka einnig. Breiðfylkingin hefir engan rjóma fleytt af hinni vaxandi óánægju Framsóknarmanna þarna austur frá. öflunum í Alþýðutflokknum og F'ramsóiknarflokknum. Það stól- ar á sundrungina í Reykjavík. Það veit, að komist samfylking- in á, þá er úti u,m síðustu von íhaldsins, þá eru fjárfúlgur auðmannanna í Reykjavík ekki færar um að næra »eld þess á- huiga« er dygði til að vinna nein- ar kosningar hér á landi framar. Reykvísk alþýða verður að þekkja sinn vitjunartíma, skapa samfylkingu, þrátt fyrir alt, og vinna Reykjavík úr höndum í- haldsins strax næsta vetur. Aðalbjörn Pétursson. frarnbj. K.F.l. í S.-Þing.sýslu. Þrátt fyrir þá kosningabrellu, að breyta út af vananum og bjóða fram heiðarlega bænda- karla með óflekkað mannorö, kom kjósendunum ekki til hug- ar að eigna Sjálfstæðis- eða Bændaflokknum þá eiginleika. Þrátt fyrir aukna kjörsókn hefir atkvæðatala þessara flokka gengið saman. Trygð sveitaalþýðunnar við hinar gömlu samvinnuhugsjónir hefir enn leitt Framsóknarflokk- inn að stjórnartaumunumi. En það þýðir engan veginn að þetta sama, fólk sé ánægt með þá póli- tík er foringjaklíka flokksins hefir borið fram, Kosningin í S.-Þingeyjarsýslu sannar það gagnstæða. Ef fólkið hefði verið ánægt með skrif J. J. og pólitík for- ingjans þá hefði útkoman orðió glæsilegust einmitt í því kjör- dæmjnu sem rætur samvinnu- hugsjónarinnar stóðu, dýpst og þar sem fram var boðinn glæsi- legast-i foringi langrar cg illvígr- ar baráttu, við kaupmannavald og bankaspillingu. En Jónas Jónsson frá Hriflu er hættur að vera þetta sem hann var, og fólkið er fariö að skilja, þa.ð. Alþýðan í sveitnmum, sem fastast fylgir Framsóknarflokkn um af einlægni og trygð við mál- staðinn er ótrúlega sein að átta sig á því hvernig nokkrir for- ingjar geta fengið af sér að svikja þessar hugsjónir hennar í trygðum.. Alþýðuinni sjálfri hefir ekki komið til hugar að svíkja þessar hugsjónir. Hvers vegna,? Vegna, þess, að þessar hugsjón- ir hennar er hennar málstaður, hennar réttur, hennar kröfur til lífsins, köfur um aukna kaup- getu og lækkað vöruverð, minna miskunnarlaust strit, en aukna menningu og þægindi. Og þessi alþýða er að finna þáð smátt og smátt að þessar hversdagslegq hugsjónir hennar eru, hætltar að vera hugsjónir J. J. & Co. Þeir karlar hafa ekki lengur hugann fastan við þessa »ja,rðnesku muni« alþýðunnar, en hún er á móti hinni aftur- haldssömu pólitík framsóknar- foringjanna. Hún er á móti fjandskapnum til vinstri og flaðrinu til hægri. Ilún er á móti hinum móðursjúku skrifum J. J. u,m kommúnista. Hún er á móti spillingunni í Landsbankanu.m. Hún er á móti því að taka tugg- una út úr Kveldúlfi til þess á eftir a.ð hleypa honum í stabb- ann. Ef Framsóknarforingjarnir vilja mótm.æla að þessi óánægja sé vaxandi, hvernig ætla þeir þá að skýra atkvæðarýrnun Jónas- ar, og hvernig ætla, þeir að skýra það, að einmitt þessi sami mað- ur, sem á glæsilegustu fort.íðina af ölluim foringjum flokksins skuli fá fleiri atkvæði á land- lista heldur en nokkur annar frambjóðandi á landinu, með öðriT, en þyí að einmitt hann á mest illa gert og flestar kvik- settar æsku.hugsjónir hin síðustu árin. Það er hvorttveggja að hýð- ingar á umskiftingum eru hætt- ar að bera árangur enda, mun al- þýðan vart fá sinn óskason til baka, þrátt fyrir eftirminnilega hýðingu J. J. í þessum kosning- u,m og því sjálfsagt ekki annars að bíða en hann myndi spyrðui á móti ekki geðslegra fyrirbrigði en Ölafi Friðrikssyni. Eitt má ekki láta algerlega o- umrætt. Hvernig stendur á því að Framsókn skuli auka fylgi sitt og leggja sérstaka áherslu á kosningarnar í Reykjavík og Akureyri án nokkurrar annar- ar þýðingar en þeirrar að fella kommúnista cg hjálpa aftur- haldinu,. Er innræti Framsókn- arkjósendanna yfirleitt þannig? Ég held ég verói að fullyrða að svo sé ekki. 1 þessum tveim stöð- um eru flestir þeir foringjarnir sem vaxnir eru frá f jöldanum og annara hagsmuna hafa a,ð gæta. Það erq einmitt þeir sem óttast kommúnismann eins og sjálfan f jandann. Þeir vildu heldur sam- bræðslustjórn með íhaldinu held- ur stjórn er mynduð væri með hlutleysi kommúnista,. Þessir menn eiga mikið fé sumir hverjir, ráða yfir lífsaf- komui fjölda fátækra heimilis- feðra, eru stærsty styrktarmenn blaða flokksins og líða ekki póli- tík þeim andstæða. — Þeir eru afturhaldið vinstra meginn við hina stóru markalínu. Þeir blása út kommúnistagrýluna og ærast svo sjálfir cig eggja svo liðið og þar á meðal marga góða menn. Framsóknarliðið í kringum versluna.r-, iðnaðar- og stjórnar- fyrirtækin í Reykjavík og Ak- ureyri annars vegar og mqira en helmingur sveitafólksins sem lifir við endalaust strit, skulda- basl og vandræði hinsvegar, eru. tvær stéttir í sama flokki, og það felur í sér vísirinn til þess er verða vill, — baráttunnar inn • an Framsóknarflokksins, sem fyr eóa síðar endar með því að Jónas Jónsson og Jón Árnason og slíkir, saínist til p, feðra (m Það er ekki að því að spyrja, að fréttcmienn Alþýðublaðsins eru stórvel að sér um marga hluti. 1 fyrradag skrifaöi stjömuspekingurin?i i blaðið um það, hvernig þeir í Svíþjóð hefðu afstýrt allri nazismahættu með því að hœkka smjörprísana. Sami maður kemur nokkru síð- ar í greinimvi með þœr þýðingar- míklu upplýsingar, hverskonar mimir liggi á náttborðimi hjá Magnúsi Jónssyni prófessor í í- haldi og guðfrœði o. fl. — og þad er ekki að furða, þó að þessum mönnum skjótist yfir ýmislegt, meðan þeir eru að rannsaka náttborð ílialdsprófessorsins. Þeir virðast t. d. enga hugmynd hafa um samfylkingarvUja verkalýðsins, hér á landi, þeir vita heldur ekkert um þær til- raunir, sem Alþjóðasamband kommwnista er að gera. til að fá Alþjóðasamband jafnaðarmanna út í œrlega- baráttu í Spánarmál- unum, og það hefir heldur ekki borist til eyrna Alþýðublaðs- manna, að forseti og ritari Al- þjóðasambands þess, sem ís- lenski Alþýðuflokkwrinn tilheyr- ir, hafi sagt af sér störfum. Ætli það hefði ekki þótt saga til næsta bæjar ef Dimitroff og nánustu félagar hans hefðu lagt niður störf sín? — Og þó er les- endum Alþýðublaðsins ekki síst vorkunn, að þeir skuli enn ekki hafa liugvvtjnd um jafn heims- sögulegan viðburð og flug Rúss- anna norður á lieimskaut og þá fyrirætlun vísindamanna frá Sovétnkjunum »að vinna heim- skautiö handa vísvndtmumM Lesendur Aiþýdubladsins hafa aldrei lesið þar staf um þenna heimssögidega viðburð! En þeir vita upp á sínar tíu fingur hvað er á\ náttborði Magnúsar ihaldsprófessors Jóns- sonar. í skaut afturhaldsins. Arnór Sigurjónsson sem var í kjöri fyrir Alþýðuílokkinn í S.- Þingeyjarsýslu safnaði á sig miklu af hinu gamla Jónasar-, íylgi. En atkv.æði honum greidd umfram hin 80—100 Alþýöiu flokksatkvæði í sýslunni eru, ekki persónujfylgi þrátt fyrir það að Arnór er vel látinn af öllum sem til þekkja austur þar, held- ur fyrst og fremst erq þau greidd honu,m sem frjálslyndum umbót,am,anni og sósíalista,, en alls ekki sem neinu,m »Jónasi í Al.þýóuflokknu,m.«L Þeir Suður-Þingeyjingar sem flúnir eru úr sam.vinnuvöggu,nni frá Jónasi eru miklu meiri raun- hyggjumenn en þaö, að þeir ílýjí beint í friðarfaðm Jóns Bald. eða Héðins. Suiður-Þingeyjingar sem hófu m.erki samyinnuhug- . sjónarinnar fyrstir manna hér á landi láta ekki bjóða sér alt. — Straumurinn þar er frá hœgri til vinstri og hann verður ekki stöðvaður. Aðalb.iif 'ti Pétursson. r.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.