Þjóðviljinn - 04.09.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.09.1937, Blaðsíða 2
Langardagiu’iun 4. soptcmbcr 193" PJOÐVILJINN UMGA F. U. Ií. undirbýp vetrapstarfið FÓLKIÐ S.U.K. i Danmopku hefir þrefaldad meðlimatölu sína, sídan um áramóf. Viðtal við Alvilda Larsesi iforseía Sambands ungra komm- únista í Danmörku. Nú líðu.r óáum að þeim tíma er vetrarstarfið hefst. Unga fólk ið sem farið hefir úr bænum í vinnuJeit yfir s.um.arið, er nú farið að tínast í bæinn. Það þarf að drífa á stað kraftmikið veftr- arstarf. Bæ j arstjórnarkosning- arnar í janúar n, k. krefjast af Félagi ungra kommúnista mikils og árangursríks starfs og það verður að reynast þessu vaxið. Nú þegar er hafinn, undirbún- ingur undir fundastarf í F.U.K.. en það verður að hafa sem fjöl- breyttast. Opinbera æskulýðs.- fundi er nauðsynlegt að halda, sem flestaA, ákjósanlegast væri að F.U.K. og F.U.J. gætu starf- að saman að slíku fundarhaldi. En ef það samstarf fæst, ekki í gegn þá mun F.U.K. ráðast í slík fundarhöld og aðra út- breiðslustarfsemi upp á eigin spítur. Nú gildir það frekar en nokkru sinni að hrífa æskulýð- inn undan áhrifum íhaldsins og tryggja þar með ósigur þess. En þróttmikið útbreiðslustarf og bar átta gegn, tómlæti og andúð í- hajdsins gagnvart áhugar- og vel- ferðarmáj,uín æskulýðsins er besta aðferðin til þess að sýna æskulýðnum hið sanna innræti þess. Til þess að hafa starfið sem fjölbreyttast er í, ráði að koma upp leikhópum, er æfi ýms við- ráðanleg smáleikrit, er hægt væri að sýna á fundum. og skemt unum F.U.K. Ennfi’emur er haf- inn undirbúningur undir að æfa danshóp. Nokkrir F.U.K.-féJag- ar hófu í fyrra þessa starfsemi og komu noktrum sinnum opin- berlega fram og fengu ágætis viðtökur. Nú er meiningin að stækka þenna. hóp og æfa betnr með tilsögn kunnáttumanna og er enginn vafi á því að þetta starf þeirra mun unga fólkinu falla, vel. Ennfremur hafa verið athugaðir möguleikar fyrir því að koma upp talkór í sambandi við leikhópana. tJtilíf þarf enn- fremur að iðka sem mest, skíða- ferðir og fleira. Það er nú óð- um að vakna. skilningur á því ,a.ð það er hægt að hafa fjölbreytt og heijnæmt útilíf, einnig að vetri til meira segja hér norður á Islandi. Það hefir líka verið hugleitt að koma upp núna. strax í haust, fræðslutstarfi, sérstaklega í því augnamiði að fræóa félaga og aðra um íslenskt þjóðfélagsá- stand, og hlutverk æskujýðsins í þeirri miklu baráttu sem háð er til þess að bæta kjör hinnar vinn andi íslensku þjóðar. Sérstaka á- herslu verður að leggja á það að æfa félagana í því. aó halda ræö- Félagi Alvilda Larsen er ung og falleg Kaupmannahafnar- stúlka., sem með óþreytandi elju ferðast, um á milli deilda S.U.K. bæði í Kaupmannahöfn og um alla Danmörku. Hún kynnir sér starf deild- a,nna, heldur erindi og gefur góð ráð. É|g hitti fél. Alvilda á skrif- stofut sambandsins snemm,a morguins og spurói hana hvernig- starfið geingi. Þaó er ekki hægt, að segja. ann- að en að starfið hafi gengið mjög vel. frá því síóasta þing var hald- ið. Við aukningu félaga hafa skapast ný viðfangsefni sem starfað er að með góðum ár- angri. Hvert , hefir aðalstarf saan- bandsins verið frá því, þingið var haldið? u,r um hin ýmsu viðfangsefni og rita um þau á góðri og réttri ís- { lensku. FRAMHALD á 4. SIÐU « Innan félaganna höfum við lagt m.est,a áherslu á. að festa, deildirnar skipulagslega og au,ka meðlimatöluna. Úti á meðal fólksins höfu,m við aðallega starfað að Spánarmálunum,, sú barátta hefir verið óslitin alt ár- ið en náði hámarki sínu »Spán- a,rvikuna«, sem haldin var dag- ana 18.—25. júl.í s. 1. Þá, viku hélt sambandið tvo útifu,ndi; á öðrum voru 5 þús. en á hinu,m 3 þúsund manns. Farið þió mikið í útilegur og ferðalög á sumrin? Já, við liggjum oft úti, för- um í skógarferðir, höfum úti- fu,ndi og sumarskemtanir. Á surnrin höldum við oft mót, m,eð félögum okkar frá nágranna- iöndunum og nú fyrir skömmu með sænskum, félögum, á eyjunni Hven í Eyrarsundi. Tvær deild- ir í Kaupmannahöfn hafa stofn- að svo kölluó »ÆskuJýðsheimili« { Þar geta, félagarnir komið a-lla, tíma dagsins, unnið, lesið, skrif- ‘ að eða skemt, sér. Hvernig gengur samstarfið við uinga jafnaðarmenn? E,nnþá hefir ekki tekist: að fá neitt, opinbert samstarf við þá, en,da þótt H. C. Hansen forseti Samb. ungra jafnaðarmanna ha.fi á fundinum í Madrid viður- kent nauösyn þess. Ungir jafnaðarmenn hafa þó oft sýnt, okkur að þeir hafa ein- iægan vilja til þess, þó að aft,ur- haldssamir foringjar þeirra hafi til þessa, getað hindrað samstarf- ið að mestu. Áðu,r en langt líður m.unu þeir brjóta af sér þessi bönd og* ganga óhikað með okkur til bar- áttu, fyrir sameiginlegum áhuga- málum æskunnar. Eg vil svo að iokum, segir fé- lagi Alvilda, biðja þig fyrir baráttukveðju, t;il hinnar lýðræó- issinnuðn æsku á Islandi og við éskurn þess, að ykkur auðnist sem fyrst að sameina alla krafta hennar í, baráttunni gegn fas- ismanum og fyrir lýðræði, frelsi Qg bjartari framtíð. J. I saiimasíofuL í Reykjavlk og SovéíeíkjititiiMi Eftir Guði'úim Raínsdótíur Áður en, ég fór til. Sovétríkj- anna vann ég á saumastofu hér í Reykjavík. Kjör mín voru svip- uð kjörum samverkakvenna minna, nema ef til vill skárri, þar sem ég fékk fast kau,p, 90 kr. á mánuði, en þær u,pp á akk- orð og fengu 70—80, sumar, kom- ust, upp í 100 kr. Þess,i saumastofa hafði orð á sér fyrir vandvirkni, en jafn- framt st,ra,ngan vinnuaga og hélst illa á starfsfólki. Andrúmsloftið var þvingað, maður gat helst aldrei uan, frjálst höfuð strokið, fyr en komið var út undir bert loft. Dagurinn var lengi að líða, og oft var litið á klukkuna. Ef ein- hver þurfti að segja eitthvað, var hvíslað í hálfum hljóðum. Fyrst, eftir að vió komum í saumastofuna, þaktum við ekki heimilishætti og ætluðum að stytta okkur stundir með því að raula vísubrot. En okkur var fljótlega bent á, að hér mætti enginn gefa af sér hljóð, meðan á vinnunni stæði. Svona vorum við smátt, og smátt alda,r upp í vinnuaga og »háttprýói«. Hlátu,r, glaðv.ærð æskunnar, vinnugleði, var hér gersamlega rekin á dyr. Við höfðum 15. mín. til kaffidrykkju,, þá drukkum við sameiginlega, og var það eina tækifærið, sem við höfðum til að rabba lítió eitt saman, án þess að hafa hið stranga augnaráð »mei,starans« yfir okkur. Iðuglega var rekið á eftir okk- ur með vinnuna og ef eitthvað fór aflaga, máttum við eiga víst að »meistarinn« fengi »hy,ster- iskt« tilfelli og minti okkur á fallvaltleik atyinnulánsins í henni Reykjavík. Það var sannarlega lamandi að vera s.aumakona á svona stað. Það eru munnmæli a,ð saurna- konum verði gjarnt á að pipra. Eg held að það sé eitthvert vís- dóimshrot í þessu, því margar þeirra missa sinn upprnnalega kvenþokka fyrir aldur fram, ef t- ir að þær hafa gætt þessa starfs um nokku,r á.r. Orsakirnar liggja fyrst og fremst í hinum óheyri- lega langa vinnutíma, lamandi andrúmslofti og slæmum lífs- kjörum yfir höfuð. Eftir viókynningu mína af nútíma saumastofum minkaði stórum áhugi minn fyrir þessari iðn. Um þessar mundir sagði ég upp stöðu minni í von um að mér hlotnaðist eitthvað skárra. Nokkru seinna fór ég til Moskva. Það var haustið 1934. Eg fór sem varkakona til að sjá með eigin augum hvað þar væri að gerast. Vissulega var ég mjög forvitin, því Sovétríkin höfðu dregið að sér athygli alls heirns- ins og voru mjög um deild. Eg hafði ekki ráðið það við mig, hvaó mig langaði helst til a,ð gera, en saumastofum ætlaði ég- að sneiða sem, lengst hjá. En útkoman vairð1 samt sú að ég fór í ,saumastofu„ Það var álitió heppilegast, þar sem ég kunni ekki aðra ión og erfiðara var fyrir mig ,a,ð taka aðra vinnu vegna rnálsvandræða. Meó blandaðar hugmyndir fór ég fyrsta daginn á stofuna. Eldri kona, sem ég þóttist s,já að væri meistai’inn, tók á móti mér. Hún talaði og baðaði út, höndunum, hló og lét elginn vaða,, stanslaust. Mér skildist, að hún væri að bjóða mig vel- komna og brosti á móti. Þessi virðulega kona, leiddi mig fyrir hvern mann á stofunni (en þetta var bæði klæðskera og dömu- verkstæði) og sagði nafn hvers eins, sem ég lærði ekki að muna fyr en löngu seinna: Pleinoff, Grischo, Banja o. s. frv. Eftir að þessari athöfn var lokið, fór hún með mig að litlu, borði, þar sem á var raðað ýmsum sauma,- tækjum, og benti mér á að ,hérna væri, staðurinn minn. Eg tók til óspiltra málanna, þvá ég hafói hugsað mér að »fá orð á mig« við vinnuna, því ein- hverntíma hafði ég heyrt að góð- ir verkamenn væru í hávegum hafðir þar eystra. Eg hafói ekki nnnið nema litla .stund, þegar ég v:ar vakin upp úr hugleiðingum, mínum við að heyra undurþýðan mjúkan bary- ton söng, sem kom frá klæð- skeraherberginu. — Ja, hver þrerpillinn, skildi ekki verða þaggaó niður í honum hugsaoi ég, en ekkert slíkt gerðist. Fleiri raddir bættust við, og loks, tók sú gamla, undir. Auðvitað þekti ég ekki söng- inn, hvorki ljóð né lag. En það lét svo mjúkt og næstum því angurvært, að ég þóttist skilja aó hér væri sungið eitt af þeim gömlu rússneskuí þjóðlögum, sem Maxim Gorki getur svo oft uni í sögum sínum. Löngu eftir að söngurinn var hljóðnaðuj’, ómuðu þessir ein- kennilegu tónar í eyrum mér. Tíminn leió og ég tók ekki eftir því, alt var svo nýtt og athyglis- vert;, svo gersamlega ólíkt því sem ég átti áður að venjast,. AU- ir voru svo blátt áfram og eðli- legir og í söng fólksins lýsti sér vinnugleði, sem mér var gersam- lega óþekt íyrirbæri í sauma- stofunni heima og sem hafði örf- andi áhrif á mig þrátt fyrir þa.ð aó ég var útlendingur innan um fólk, sem talaði mál sem, ég ekki skildi, fann ég ekki hið minsta til eiíistæðingsskapar. Hér um- gengust menn hvern annan eins og jafningja, óþvingað og hisp- urslaust. Eg uppgötvaði þá í fyrsta sinn hvað það getur verið skemtilegt, að vera saumakona. Hér þýddu, ekki aujtin vinnuaf- köst, áhyggjur og’ lúa þess sem vinnur, heldur þvert á móti al- meinnan fögnuð á vinnustofunni þ. e. meiri vinnugleði. Mun ég í næsta kafla leitast vió að skýra orsakir þessa,. Guðrún Rafnsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.