Þjóðviljinn - 10.12.1937, Síða 4
þJÓÐVILIINN
as l\íy/a. íi'io s£
Stjenka Rasin
(Volga Volga)
Þýsk kvikm.ynd sami-
kvœmt hinu heimsfræga
rússneska kvæði um hetj-
una Stjenka Rasin.
Aðalhlutverkin leika:
Adalbert von Schlettow
Wera Engels o. fl.
1 myndinni syngur Don-
kósakkakórið fræga.
Böm fá ekki aðgang.
Næturlæknir.
Bergsveinn Ölafsson, Hávalla-
götu 47. Sími 4985.
Næturvörður
er í Ingólfs og Laugavegs
apóteki.
Utvarpið í dag
8.30 Enskukensla,
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
18.00 Skýrsla um vinninga í
Happdrætti Háskólans.
18.45 Islenskukensla.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Þingfréttir.
19.40 Auglýsingar.
19.50 Fréttir.
13.05 Tí.undi dráttur í happ-
drætti Háskólans.
20.15 Erindi: Fiskiveiðar Is-
lendinga (Árni Friðriksson
f i.skif ræðingur).
20.40 Tcnleikar Tónlistarskól-
ans.
21.20 Útvarpssagan.
21.45 Hljómplötur: Harmóníku-
lög.
22.15 Dagskrárlok.
Skipafréttir
Gullfoss er á leið til landsins
frá Hull, Brúarfoss er á Siglu-
firði, Dettifoss var í Keflavík í
gærkvöldi. Lagarfoss er á leið
til Noregs frá Austf jörðum. Sel-
foss eir í Antwerpen.
Súðin er væntanleg til Rvíkur
í kvöld. Esja fer héðan kl. 9 í
kvöld í strandferð austur um
land.
Trúlofun
Þann 7. þ. m. opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Fanney Odds-
dóttir, Mosfelli í MosfelIs,sveit
og Gunnar Daníelsson, ráðsmað-
ur á Kirkjubóli við Reykjavík.
Slys
Það slys vildi til í gær að
drengur varð fyrir bíl á Hverf-
isgötunni og fótbrotnaði. Var
drengurinn að renna sér á sleða
þegar slysið vildi til. Drengur-
inn var fluttur á Landsspítal-
ainn.
«Mál og menning«
Árbækur félagsins Vatnajök-
ull og Rauðir pennar koma út i
dag. Meðlimir félagsins geta
vitjað þeirra í Bókaverslunina
Heimskringlu eftir hádegi í dag.
Athygli
skal vakin á auglýsingu á
öðrum stað hér í blaðinu frá
Raftækjaeinkasölu ríkisins og
Rafmagnsveitu Reykjavíkur ,um
afborgunarsölu á rafmagnselda-
vélum. Þar geta menn íengið
rafeldavélar með eins og tveggja
ára afborgunum.
Eiga efndirnar . ?
FRAMHALD AF 3. síðu.
tjarnir, sem síðan eru leikvang-
ur barnanna. Það hefir komið
fyrir að við borð hefir legið að
börn druknuðu í þessum forar-
vilpum, en verið bjargað af að-
vífandi fólki. Stundum leggur
þetta góðgæti leið sína inn í
kjallara húsanna.
Á þennan hátt hefir bæjar-
sfjórnaríhaldinu tekist; að leysa
leikvallamál þessara hverfa,. Á
Melunum er svo hin myndar-
lega »loðdýrarækt« bæjarins, er
sér þorpunum fyrir hæfilegurn
rottugangi og börnunr fyrir heil-
næmri dægrastyttingu í ösku-
haugunum.
Þa,n,nig hefir alt rent stoðum
undir andsfygð alþýðunnar í
þessurn hverfum, á íhaldinu.
Vonir bess, um kjörfylgi hafa
ýmist orðið úti á vegleysum, lent
í forarvilpunum, eða orðið rott
unni að bráð.
En þrátt fyrir það var þess að
vænta, að þegar íhaldið rumsk-
aði nú fyrir kosningarnar mundi
það reyna að klóra, í bakkana og
bjarga því sem bjargað yrði.
Hitaveitan var .hálmstráið, en
þeissu margnagaða beini,
er samkvæmt yfirlýsingum í-
haldisins sjálfs, ekki hægt
að kasta í nema helming bæjar-
búa og þá aðeins, innan Hring-
brautar.Þessvegna; varð að finna
upp eitthvað annað, er sefað
gæti hugi hinna, sem ekki yrðu
svo hólpnir að njóta nögunnar.
Og hjálpræðið kom:
Kirkja.
Undánfaraa daga hefir af-
dankaður prestur staulast að
livers manns dyrum í Skerja-
firði til þess að prédika. um
nauðsyn kirkju fyrir Holtið og
Skerjafjörð. Ræður öldurmennis,
þessa eru í tóntegund heimatrú-
boðsins og fordæmir hann út-
varp og yngri presta, sem ónot-
hæf verkfæri og spillendur guðs
orðs. Klerkur þessi skrifar niður
á blað alla þá, sem fyrir kurteis-
issakir, við elhna, ekki harðlega
mótmæla kirkjubyggingu, og tel-
ur þá, sem fylgjendur þessa
máls. -— Hér mun vera um að
ræða framkvæmd þeirrar hug-
sjómar, sem fram kom í frum-
varpsformi á Alþingi og átti
Pétur Halldórsson að aðalfor-
mælanda — um að fjölga kirkj-
um í bænum og þá sérstaklega í
úthverfunum.
Þetta var þá lausnin á vanda-
málum þessara hverfa.
1 10 til 30 ár hafa þau beðið
eftir vatni, vegum, ræsum,
barnaskóla og leikvöllum og ár-
angurinn er: KIRKJA.
En alþýðan mun svara þeim,
sem hyggjast að hafa hana að
ginningrfífli: Komið þið meö
það, sein við höfum verið svikin
um, það, sem við höfum beðið
um, það, sem okkur vantar.
Kirkjur Reykjavíkurbæjar
eru sem, betur fer ennþá nógu
rúmgóðar fyrir þá, sern óska að
skjóta sér undan því að sýna
trú sína af verkunum. St,
Æ. ©amlal3io ^
Flotinn dansar
(Follow the Fleet,).
Afar fjörug og skemtileg
söng- og dansmynd.
Aðalhlutverkin leika og
dansa:
Ginger Rogers
og
Fred Astaire.
Góða og ódýra
kexið
FRÁ INGIMAR
má panta í síma 4383
daglega fyrir hádegi.
A. V. Hver kaka er
merkt I N G I M A R
Björg Ellingsen
hefir opnað nýtísku snyrti-
stofu í Austurstræti 5, sími
3597. Hefir Björg dvalist undan-
farið í Khöfn, Berlín og London
og kynt sér helstu nýjungar í
atvinnugrein sinni.
Hjartaniega þökkum við öllum þeim, sem sýndu
okkur hjálp og samúð við fráfall og jarðarför sonar
míns og bróður okkar
Sveinbjörns ^umarlidasonar
Frá Litla-Hvammi.
Gnðný Kristjánsdóttir og systkini.
w m
Björg Ellingsen
Austurstræti 5 — Sími 3597
♦
Nýtísku hörunds- hár-
fóta- og hand-aðgerðir
♦ *
Viðtalstími 10-12 og 1-6
og eftir samkomulagi.
U. M. F. I. U. M. F. Y.
Gestamót ungmennafélaga
verður haldið í Oddfellowhúsinu næstk. laugardag og hefst kl. 9.
DAGSKRÁ:
Mótið sett.
Erindi: Steinþór Sigurðss. mag.
Söngur: Kvintett.
Ræða: Skúli Þorsteinsson.
Steppdans.
Upplestur: Sefán Jónsson.
Söngur.
Danz: Hljómsveit Aage Lorange
Mótið er fyrir ungmennafélaga og gesti þeirra. — Aðgöngumið-
ar verða seldir í dag óg á laugardaginn í skóverslun B. Stef-
ánssonar, Laugaveg 22A, og kosta kr. 3.00. (Ath.: Fyrirspurn-
um ekki svarað í síma verslunarinnar.).
Sleðaferðir barna.
Á eftirtöldum svæðum og götum er
heimiit að renna sér á sleðum:
A U S T U?R B Æ R :
1. Arnarhóll.
2. Torgið fyrir vestan Bjarnaborg og milli Hverfisgötu og
Lindargötu.
3. Afleggjarinn af Barónsstíg sunnan við Sundhöllina.
4. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu.
5. Spítalastígur milli öðinsgötu og Bergstaðastrætis.
6. Egilsgata frá Barónsstíg að Hringbraut.
VESTURBÆR:
1. Biskupsstofutiún, norðurhluti.
2. Vesturgata, frá Seljavegi a Hringbraut.
3. Bráðræðistún sunnan við Grandaveg.
Bifreiðaumferð um ofangreinda götu-
hluta er jafnframt bönnuð.
Lögreglustj órinn.