Þjóðviljinn - 08.01.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.01.1938, Blaðsíða 2
Laugardagurinn, 8. janúar 1938 ÞJÖÐVILJINN 1 næstum hverri, ef ekki hverri einustu, meirihúttar stjórnmáladeilu síðustu 50 ára, hvort sem deilt var um kosningaréttinn, verslunina, trú- arbrögðin, hið illa, og fyrirlitlega þrælahald eða hvað sem um hefir verið að gera, þá hafa, þessar yfir- stéttir, þessar mentuðu stéttir, þess- ar hátt titluðu stéttir, slifelt, haft á röngu að standa. — Gladstone. • • Ef kristnin væri kend og skilin samkvæmt anda, höfundar hennar, þá myndu núverandi þjóðskipulög ekki standa einum degi lengur, Emil de Laveleys. • • Ríkið ætti að taka algerlega að sér stjórnina á verslun, iðnaði og landbúnaði, til þess að hjálpa vinn- andi stéttunum og hindra að hinar auðugu troði þær undir fótum sér. Wang-An-Sliili. (Kinv. stjórnskörungur á 11. öld). • • »Hvernig líður manninum yðar í dag?« »Það er nú heldur bágt. Læknirinn sagði í gær, að ef hann lifði til morg- uns, þá hefði hann góða, von, en ef hann gerði það ekki, þá væri hann vonlaus um hann«. • • A: »Einu sinni þekti ég mann, sem var svo hár, að hann mátti til að ganga með grindaverk utan um axl- irnar. Annars hefði, hann sundlað af að sjá niður fyrir fæturnar á sér«. B: »Já, hvað er það? Þú hefðir átt að sjá hann Jón kunningja minn. Hann var svo vaxinn úr grasinu, að þegar hann óð í fæturnar á mánu- dag og kvefaðist af, þá va,r kvefið ekki komið upp í nefið fyr en á laugardagskvöld. Svo lengi var það upp eftir honum«. • • Auglýsing. »Týnst hefir gullhring- ur með stöfunum R. S. Ærlegur finn- andi getur daglega. fengið 5 kr. í fundarlaun fyrra hluta, dags frá 9-10. • • Hann: »t>ér megið trúa, því, kæra fröken, að ég vildi leggja lífið í söl- urnar, til þess að gera, yður lukku- lega«. Hún: »Bara að ég vissi, að þér hefð- uð trygt líf yðar fyrir nógu mikilli peningaupphæð. Þá skyldi ég ta,ka því þakklátlega«. • • Hvað vill yfirstéttin gera fyrir verkalýðinn? Aðstaðan, sem við mentuðu og efnuðu stéttirnar höfum er samai og gamla mannsins, er sa.t á herðurn hins fátæka, sá er bara mun- urinn að við erum óllkir honum I þvi að okkur tekur mjög sárt til fátæka mar.nsins; og við vildum alt gera til þess að bæta hag hans. Við vilj- um ekki aðeins láta, hann fá svo mikið fæði, að hann geti staðið á fótunum, við viljum líka kenna hon- um og fræða. hann, sýna honum feg- urð náttúrunnar, ræða. við hann um fagra hljómlist og gefa honum ó- grýnni ágætra ráðlegginga1. Já, við viljum næstum alt fyrir fátæka manninn gera, allt nema að fara af 'oa.ki ha,ns. Leo Tolstoi. „Liljur vallarins«. Hér eru tvær myndir úr söng- leiknum »Liljur val.larins«, sem Leikfélagið sýnir á morgun og sýna þær Brynjólf Jóhannesson, sem prestinn Head, semi vekur óskipta athygli áhorfenda. Hin m.yn,din sýnir öldu Möller, sem leikur aðra dóttur klerksins mjög skemtilega og Kristjár. Krist.jánsson, sem: leikur ungan, áframfærihn man.n, semi heifcir Popes. Hér í blaðinu hefir áður verið ,getið um leikinn og meðferð leikenda á hlutverkum og skal nú aðeins bent, á að allur ytri búnaður er mjög skrautlegur og söngvar.nir skemtilegir. Til le§enda Spegilsins i Reykjavík. Framvegisi verður blaðið ekki selt á götunum. Tekið á mótii áskriftum í sima 2702. — 1 lausasölu fæsr, blaðið aðeins, hjá bóksölum, svo og á Vesturgötu 42 og Lauga- vegi 68. Fyrsta blað á áriou kom út í gær. Umséknip iim námsstyrk samkvæmt ákvörð- un mentamálaráðs (kr. 10,000), sein veittur er á fjárlögum ársins 1938, sendist ritara Mentamála- ráðsins, Ásvallagötn 64. Reykja- vík, fyrir 10. febrúar 1938. Styrkinn má veita konum sem körlum, til livers þess náms, er Mentamálaráð íelur nanðsyn aö styrkja. IfeFid viöbiimip og athugið í tæka tíð hvað þér ætlið að kaupa af tiIbúniíiM aburdi fyrir koin- andi vor. — Allar pantanir purfa að vera komnar í vorar hendur fyrir 1. mars. Aburdarsala rikisins. Mannætur. Eftir Göngu-Hrólf. »Fólkið var étlð á fæti« Það eir fátt sem vekur meiri óhugnað, en heyra talað um að til séu mienn ,sem éta hverir aðra. Nú er1 þetta söguleg stað- reynd og líka það, að til eru tvær tegundir af mannætum, mannætur sem sækjast eftir feitu kjöti af sömu frumhvöt og dýr étur a,n,nað dýr, mannætur sem af tómu mannhatri' og löng- un til að »lifa hátt« éta fólkið á fæti án tillits til holdafars. Auðvaldið, íhalidið, sem hérna heitir sj álfstæðu nafnii er aðai- mannætan í heiminum og, þessi er víst búin, að éta, hina upp. Hún kom til hinna með trúboð sem þýddi eitthvað líkt þessu. Þú mátt eikki, éta menm, því að ég er þa,r hinn, rétti aðili. Þú skalt verða étjnn af mér. Og þau fyrirheit hefir auðvaldið aldrei svikið. Nú finst einhverj- um þetta slagorð sem ekki núi neinni átt að auðvaldið éti menn. Auðvaldið er rót; allra styrj- alda og hermdarverka sem í heimiinum gerast. Éta ekki fall- byssur þessia, valds upp íbúa Spánar og Kína án, tillits til hvort það eru saklaus börn, frið- sarnir borgarar eða farlama gamálmienni, og t,aka öll auðæfi landsinis í siínar hendur. Getið þið sagt mér hvaða eðl- ismunur e,r á því að deyða, til að ná í peninga hans, eða taka frá honum alla lífsmöguleika, og láta hann t,æra,st upp og deyja. Við skulum bara hugsa okkur að við Ölafur Thors og ég værurn stadd ir út á eyðimörk og okkar eina lífsvon væri matur og drykkur sem við bærumi með okkur. Nú svikist ég burtu í hagnaðar- skyni eða af óþokkaskap með alt nestið og Láfi yrði þarna hungurmorða. Hver ykkar vill hreinsa mig af dauða þessa manns. Þannig er það sem. íhaldið hérna í Reykjavík étur verka- lýðinin á ,fæti, með því að hirða arðinn af vinnu hans, taka frá honurn alla atvinnumöguleika og setja hann síðan á hungurs- s,ka,mt í heilsuspillandi íbúðum. Nú vil óg spyrja ykkur verka- menn, sem hafið umráð yfir húsi eða eigið part í húsi og ykkur aðra borgara, sem. komist, sæmi- lega a,f. Margt af ykkur kýs í- haldiið í þeirni von að þið séuó að tryggja ykkar eigin aðstöðu. Hafið þið komið í Pólana og Bjarnaborg, séð fólkið sem þar er dæmt í, æfilanga áþjáni. Hatf- ið þið ,séð lítlu saklausu börnin þarna sem skorfcir bæði föt og fæði. Hafið þið séð móðurina þegar barnið eir að koma inn til hennar og biðja um að gefa sér kápu, sem það hefir séð hjá ríka barninu og þennan sama morg- unn hefir kannske móðirin klætt barnið í ,föt, sem hún hefir sniðið upp úr sinni síðustu tusku sem verandi var í. Hafið þið séð geymslurnar í Bjarnaborg, sem þarf að skríða inn í á fjórum fótum. Og kjall- arann undir Pólunum fullan af drullu og ljcslausan,. Hver hefir sína, stíu og þetta er svo mikið völundarhús af óþverra og myrkri, að þar mundi enginn setja skepnu inn. I húsunum er ekkert vatn og ekkert frárensli, svo börnin geta baðað sig í vilpunmi í kring. Hafið þið séð sv,ip þessa fólks sem ekkert hef- ir þó til saka unnið annað en aö vera t,il og berjast við þá stiað- neynd að þurfa a,ð lifa. En það er fátt hryllilegra en að horfa í andlit þeirra manna, sem hafa verið dæmidir á þennan hát.t. Og þessi andlit munu fylgja ykkur til endimarka lífsins og heimta af ykkur svör og ef að gr.unn- tónn lífsins, er réttlæti, sem ég vona, þá verður dómá ykkar ekki áfrýjað. Þið, s,em kjósið íhaldið, án þesp a.ð hafa nokkra skynsamlega á- stæðu fyrir því eða hagnað vil ég spyrja. Haldið þið að það verði tekið af ykkur það sem þið eigið, þó skipt, yrði, umi stjórn á bænum. Nei, það er ekki einu sinni gert í Rússlandi. Þar fær hver að byggja sér hús: ef hann vill eiga það. Haldið þið að ykkar hlutur yrði verri ef at- viínnulífið í bænum gæti lagast. svo að fátækraframfærið hyrfi að mestu og þeir menn gætu far- ið að greiða gjöld, sem nú þarf að sjá fyrir. Og enn eitt ef í- haldið heldur völdum,, þá étur það ykkur næst, þegar engin holdtægja verður eftir á hinum. Nú er fát,ækrafram,færið orðið hátt á aðra miljón í þessum bæ. Yfiir síðasta kjörtímabil munu yfir átta miljónir h,a,fa farið í svona fjárreiður. Og mest af þessu er pí,rt í íullvinn- a,ndi fólk. Okkur sundlar, sem vanir erum að hugsa í tíköllum. Nú borgar bærinn 400.000 kr. í húsaleigu fyrir svona fólk á ári í heilsudrepandi íbúðum, sem. kosfcai 75og 80 kr. á mánuði. Fyr- ir þessar 400.000 er hægt að sta,nd,a undir láni til bygginga fyrir 4 miljónir. Og þa,r koma um 50 kr. íbúðir á mann með öll- um. þægindum fyrir 100 fjöl- skyldur. Og þessir sömu menn gætu unnið að þessu fyrir fult kaup. Og í einu arði, sagt, þá skulum við í einrúmi leggja niður fyrir okkur hvað hægt er að gera með öllum, þeiim, miljón- um, sem íhaldið kastar þarna fram til að geta haldið áfram; mannáti sínu. Og- ég sipyr ykkur ennþá? Er ykkur á móiti skapi að þetta fól,k fáj að komast í svona; íbúðir. Er ykkur á móti skapi, að það fái að vintnav sitt, hliutyerk í, lífinu. Eruð þiö . á mióti því, að hungurvofan I verðil hrakin burt, en sólskins- barnið komi í staðinn, Það er undir y|kkur komið hvprt mannátið heldur áfram, í þessumi bæ eða; ekki. öreigarnir munu nú í, fyrsta sinn gera sitt með liinu sameig- inlega átaki. Ábyrgðin hvílir á millistcttinni og hún verður að sjá að það er hennar hagur og sómi að miannætunum sé steypt af stóli og hið rauða, hjarta Reykjavíkur geti farið að slá rnieð fullum krafti og hrakið dauða.blóð íhaMsins úr æðum þjóðarinnar. Göngu-Hrólfur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.