Þjóðviljinn - 19.01.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1938, Blaðsíða 1
mmwfm*~^2~ 98E - ^'T-r*' A - LISTINN Laugaregi7 Sími 4824 3. ARGANGUR MIÐVIKUDAGINN 19. JAN. 1938 14. TOLUBLAÐ Ávarp til alþýdunnar í Reykjavík* HINN 30. JANÚAR næst komandi verður kosið í Reykjavík um það, hvern- ig höfuðborginni verður stjórnað á næstu 4 árum. Um langan áldur hefir verið íhaldsstjórn í þessum bæ, enda sést það á, að hér skortir est alt það, sem setur menningarbrag á höfuðborgir hitina annara Norður- landa, hér er atvinnuleysi og minkandi útgerð, lélegt húsnæði og dýrt, óþrifa- legar götur, yfirfyltir barnaskólar, bærinn á engin hús fyrir unglinga- og iðn- skóla, né jafnvel ráðhús og eigin skrifstofur, fátækraframfærsian er ranglát og óhagsýn, barnaleikvelli og íþróttasvæði vantar. Yfirleitt hefir íhaldið staðið sem veggur á móti kröfum alþýðu þessa bæjar um atvinnu, bætt kjör og aukna atvinnu og hefir svikið öll sín fyrri kosningaloforð. En ofan á það bætist að sjálfstæðisflokkurinn hefir á síðasta kjörtímabiii tekið upp fjandsam- lega stefnu móti alþýðusamtökunum og öllu lýðræði í landinu, en nálgast hina erlendu ofbeldisstefnu fasistanna. Alþýðusamtökin eru voldugustu samtök þessa bæjar og iandsins í heild TJm alllangt skeið hafa þau verið klofin í stjórnmálum og hefir það veikt j áhrif þeirra. I þetta sinn standa þau sem órjúfandi heild um lista alþýðunnar A-listann. Markmið þeirrar sóknar er fullkominn sigur við kosningarnar, að ná völdum um bæjarmálefni Reykjavíkur, þannig að þeim verði á næsta kjör- tímabiii stjórhað með hag alþýðunnar fyrir augum. Reykjavík á ekki síður en aðrar höfuðborgir Norðurlanda að verða aðalvígi alþýðusamtakanna og stjórn- að af fulltrúum alþýðunnar. Bæirnir eru á 20. öldinni orðnir miðstöðvar stjórnmálanna. An þeirra fylgis er ekki hægt að stjórna landinu. Á árinu 1938 á stjórn allra íslenskra kaupstaða að verða í höndum alþýðunnar. Það er áskor- un vor til allra meðlima Alþýðusamtakanna og stuðningsmanna þeirra og vinstri manna yfirleitt, að fylkja sér um lista alþýðunnar, A-listann, kjósa hann og styðja kosningu hans á allan hátt. Þegar alþýðusamtökin standa saman, «r sigurinn vis. - REYKJAVÍK FYRIR ALÞÝÐUNA! A 1 þ ý ðnsamtökin: Stjórn FuUtráaráðs verkalýðsfé- íaganna í Reykjavík. Guðjón Baldvinsson, Haraldur Pétursson, Þuriður Friðriksdóttir. Stjórn verkamannafél. Dagsbr. Guðm, ö. Guðmumdsson, Þorlákur G. Ottesen, Kr. F. Arndal, Sigurbjörn Björnsson, Sigurður Guðmundsson. Stjóm Hins ísl. preritaraf élags. Magnús H. Jónsson, Guðm. Halldórsson, Jóhannes Jáhannesson, Jón H. Guðmundssoni Samúel Jóhannessoni Stjórn Iðju. Runólfur Pétursson, Bjöm Bjarnason, , Kristbjörg' Einarsdóttir, Ölafur H. Einairsson. Stjórn Þvottakvennafél. Freyja. Þuríður Friðriksdóttir, SigTÍður Friðriksdóttir, Þóra Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir. Stjórn Verkakvennafélags'.ns Framsókn: Jóhanna Egilsdóttir, Jóna Guðjónsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Sigríður Ha,nnesdct,tir. Stjórn Verslunarmannafél. T. Ö. Jóhannsson, Pétur Halldórsson, Axel Sigurgeirsson, Ben. Stefánsson, Jón Brynjólfsson, Guðrún Guðmundsdóttir. Stjórn Bókbindarafél. Rvíkur: Jens Guðbjörnsson, Guðgeir Jónsson, Sveinbj. Arinbjarnar. Stjórn Sveinafél. húsgagnasmiða Ölafur B. Ölafs, ölafur H. Guðmunidsson. Stjórn Félags bifvélavirkja: Valdimar Leonhardsson, Sigurg. Guðjónsson. Stjórn Félags járniðnaðar- manna: Filippus Ám.undason, Magnús Jochumsson, Ingólfur Eiaarsson. Stjórn Sveinafélags skipasmiða: Sigurður Þórðarson, Sigurður H. Guðmundsson, Bjarni Einarsson. Hafliði J. Hafliðason, Jakob H. Richter. Stjórn Starfsmannafél. Þór. Björn Pálsson. Jón Kr. Jóhannesson. FRAMHALD á 4. síðu. Japanir sííta stjórn- málasambandi við Kína. LONDON 1 GÆRKV. (FU) Japan sleit formlega stjórn- málasambandi við Kína síðdeg- is í dag. Sendiherra Japana í Kína hefir verið skipað að hverfa nú þegar heÚTi, og ændi- herra- Kína í, Japan miun leggja af stað heimleiðis á fimtudag- inn kemur. Blað eitt í Tokíó birtir í dag þær upplýsingar að undanfarn- ar vikur hafi 14 skip Jíomið til Hongkong með hergögn handa Kínverjum,. Þair af hafa 7 verið bresk, 3 ítölsk, 2 þýsk og 2 ame- rísk. Amerísku skipin eiga með- al annars að hafa flutt 1800 tonn af sprengi.efnum. Japanska herstjórnin í Shang- hai hefir farið fram á það viö breska yfirforingjann þar í borg, að breskt herlið sé flutt á burtu úr vesturhluta alþjóða- hverfisins, en Smollett hefir,tjáö þeim að ekki sé unt að verða við þeirri ósk eins og sakir standa. Þá hefir senidiherra Breta í Kína verið tilkynt að búast megi við að járnbrautin milli Hong- kong og Kanton verði eyðilögð. Myndar Cautemps stjórn án þátttöku verklýðsf lokkanna Líkur taldar fyrir að stjörnarmyndun yrði lokið í gærkvötdi. EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJANS KHÖFN I GÆRKT O T J Ó R N jafnaðarmanna ^ flokksins franska sat á fundi í alla nótt. Fundurinn samþykti ályktun, þar sem hún taldi möguleika fyrir hendi um að styðja stjórn Chautemps. Umræður um, málið urðu mjög heitar. Paul Faure sagði af sér sem ritara flokksins, þegar hann varð í miníndhluta,. Chautemps lagði frami í dag ráðherralista skipaðan mönnum úir radikala flokknum. Delbos er utanríkisráðherra. Á listanum var enginn sósíalisti, en ýmpir á- kveðnir fjendur Alþýðufylking- arinnar svo sem Marchandeau. Duclos hefir í dag gefið út yf- irlýsingu um, að ef I>essi stjórn taki við völdum í Frakklandi, þá sé það gagnstætt vilja kjósend- anna og gagnstætt óskum al- þýðunnar. Dusseigneur hershöfðingi hef- ir í dag játað fyrir rétti ýmis- legt um samband »Munkahetí> anna« erlendis og að hann hafi CHAUTEMPS farið í erindum þeirra bæði til Róm og Salamianca. F^ÉTTAP.ITARI LONDON I GÆRKV. (FO) Allar líkur benda til þess að Chautemps muni takast að mynda stjórn á Frakklandi áður en þessum degi er lokið. Það þykir nokkurnveginn víst að Delbos muni verða utanríkis- ráðherra en Sarraut innanríkis- i'áðherra. Holnttf falin stiornarmynflun. Æðstaráð Sovétríkjanna ræðir stjórnar- myndunina: Sdanoff gagnrýnir störf ráðu- neytanna fyrir utanríkismál og siglingar. EINKASKEYTI TIL PJÖÐVILJANS MOSKVA I GÆRKV. Á fundi í Sameinuðu þin»i var tekin fyrir .stjórnairmyndun Sdanoff gag.nrýndi starfsemi ýmsra þjóðfulltrúaráðuneyta. »Við erum, öll sammála um það«, aagði Sdanoff; »að utan- ríkismálaráðuneyti vorti hefir fylgt friðarstefnu stjórnarinnar og flo'kksins út í ystu arsar, og á einu máli umi það, að Litvinoff hefir unnið stórvirki í þjónustu verkalýðsríkisins. En um ýms framkvæmdaratriði utanríkis-. málanna vildi ég spyr'ja nánar. I fyrsta lagi: Þó nokkur erlend ríki, hafa fleiri konsúla í. Sovét- ríkjunum, en vér hjá þeitó. Komið hefir fyrir að konsúlar þessdr hafa farið út fyrir þau takmörk, sem þeimi er sett, og rekið undirróðursstarfsemi í landi því, sem, þeim er ætlað að starfa í, Ég vildi leggja til að þetta verði, lagfært^. Ennfremur kvartaði Sdanoff yfír því að utanríkisráðuneytið hefði: ekki tekið nógu hart á margendurteknum, árásum jap- anska hersins og leppríkisins Mandsjúkúó. »Utanríkisráðu- neytið verður að gera þær ráð- stafanir er duga til þess að koma í, veg fyrir slíkar árásir«. Sdanoff réðst harðlega. á starfsemi siglingaráðu.neytisins, ennfremiur gagnrýndi hann FRAMHALD A 4. SIÐU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.