Þjóðviljinn - 27.01.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.01.1938, Blaðsíða 2
Fimttadaginn 27. janúar 1938. þjoðviljinn Jón Pálsson frá Hlíð Nokkur minningarorð. Skipaviðgerðir inn i landið! Bygging dráttarbrautar og viðgerðarbryggju Höfum við ráð á pví núna í gjaldeyrisskortinum og atvinnu- leysinu. að greiða miljónir króna út úr landinu í vinnuiaun. JÖN PALSSON. I dag verður til moldar bor- inn hér í Reykjavík, Jón heitinn Pálsson frá Hlíð. Hann var fæddur 3. apríl 1892 að Hlíð undir Eyjafjöllum og þar óilst hann, upp. Ætíð síð- an kendi hann sig við þa,nn stað. Hann druknaði 20. þ. m, og varð því aðeins tæplega 46 ára að aldri. Foreldrar hans voru þau hjónin, Páll bóndi í Hlíð, sem var sonur Páls snikkara Páls- sonar prófasts í Hörgsdal á Síðu og Geirlaug Jónsdóttir Jónsson ar prests í Stóradal undir Eyja- fjöllum. Strax á æskuárum bar mjög á löngun Jóns til lærdóms, bæði hvað snerti hið bóklega og' ,svo einnig hljóðfæraleik. En því máður gat ek-ki orðið úr því sern skyldi, .sökum þess að á barns- aldri misti hann föðuir sinn og efnin voru mjög af skornum skamti. Þess vegna varð hann eins og svo margir aðrir fátækir piltar fyrr og síðar, að stunda erfiðisvinnu og sjómensku, sem að sjálfsögðu hefir orðið honum mikil vonbrigði, þar sem honum voru meðfæddú' svo miklir andlegir hæfileikar. I hjáverk- um sínum. lærði hann þó lítiö eitt að leika á orgel og- var um tíma orgelleikari í Eyvindar- hólakirkju undir Eyjafjöllum. Fyrir tilstyrk ýmsra manna, nam hann um eitt, skeið hljóm- list í Vínarborg. Frá fyrri tím.um átti hann í fórum sínum nokkur ljóð, eitt þeirra >Grímur í Skek kom út sérprentað árið 1932. Einnig hafði hann fengist við lagsmíð- a,r, af því tagi kom út árið 1924 >Vögguljóð« og var ljóðið einnig ef.tir hann, en flest munu þo lög hans týnast í gleymskunnar þögn. Hin síðari ár hafði hann að mestu leyti ofan af fyrir sér með keaslu á hljóðfæri. En að öðru leyti lagði hann aðallega f'.vrir ,sig þýðingar, og svo hafði hann einnig í smíðum mikla sögu. Hann var mjög vandvirk- ur og lét. ekkert frá sér fara, fyrr en hann hugði sig ekki geta gert það betur. Hinir ýmsu erf iðleikar, sem hann át.ti við að stríða og áhyggjur þær sem af þeim leiddu, urðu þess valdandi hve seint honum. gekk með samningu sögunnar, því honum fanst hann verða að leggja sig allan fram við sérhvert verk- efni. — Hanr. las oft fyrir mig kafla úr þessari sögu og sagöi mér í nokkrum. dráttum hvernig hann hafði hugs'að sér frarn hald þess, sem komið var. Nú ev svó komið, að sú saga verður aldrei' til enda sögð. — Frásagn- arhæfileikar hans voru mjög sérkennilegir og“Uthuganir hans algjörlega, frábrugðnar öðrum. Lífskjörum. þeim, s.em hann átti við að búa, verður vart lýst betur, ein með hans eigin orðum: Þungur er þrautahagur, ]>ung eru öreigans kjör, þung eru spor hins þreytta, þung var mín raunaför. f raun og veru var líf hans alt ein samfeld raunaför. Jón var dulur maður, og bar sorgir sínar einn. f vinahóp var hann kátur og skemtilegur; þá hlið lét hann jafnan snúa að þeim., sem hann umgekst. Hann var prúður í framkomu og hlýr sem barn í umgengni, varð því hugþekkur öllum, sem. honum kyntust, Hann var drengur hinn besti og tilfinningaríkur, næm- ur fyrir öllu, sem miður fór um- hverfis hann. Þjáningar fá- tæktar og umkomuleysis höfðu markað andlit hans rúnum fyr- ir aldur fram og hár hans var nær hvítt orðið. Við áttum margar samveru- stundir. Þú miðlaðir mér ungum og lífct, reyndum, af þinni miklu og djúpu lífsreynslu og ga.fst mér -holl ráð. Því fór ég ætíð ríkari af þínum fundi. Ég hug-ði ekki, að þú mundir hverfa svo fljótt á braut, sem ra,un varð á. En enginn má sköpum. renna. Far þú í friði, góði vjnur! Þökk fyrir alt. Minnin,gin um þig er vafin bjarma heilinda hjarta þíns og göfgi. Guðján Halldórsson. IL Jón Pálsson frá Hlíð er skyndilega horfinn úr hópnum. Enn einu sinni hefir dauðinn höggvið skarð í hóp íslenskra listamanna, og í dag safnast vin- ir Jóns og kunningjar að gröf hans til hinstu kvesðju. Um heimsbrest eða bæjarsorg eir ekki að ræða, því að einn hinna, kyrlátu er hniginn til moldar. Um na,fn Jóns Pálssonar stóðu engir háværir, hryktandi stormar, enginn arnsúgur um- deildra markmiða, énginn sigur- ljómi hins: fræga, manns. Þó var hann einn þeirra manna, sem gaf Reykjavíkurlífinu svip og blæbrigði ' s/nnar sérkennilegu skapgerðar. Okkur sem «ftir lif- um, finst Reykjavík fátækari, þegar moldirnar lykjast y.fir höfði Jóns Páiissonar. Jón Pálsson var fátækur mað- ur alla æfi. Þangað verðum við að rekja það, hve oft, honum dapraðist flugið. ’Fyrir atbeina nokkurra vina auðnaðist Jóni að njóta um skeið hljömlistarnáms í Vínarborg. Honum. var sýnt inn í fordyri listarinnar í borg þar sem minningar og andi hjnna eilífu meistara sveif yfir vötnunum. Fátæktin hreif ha,nn Núna þegar við reykvískir alþýðumenn eigum brátt að ganga að kjörborðinu og velja okkur fulltrúa til þess að fara með m.álefni okkar í bæjarstjórn inni, þá er ekki úr vegi að at huga all-ýtarlega hverjum við eigum að fela þau t'rúnaðarstörf, sem kom.a til með að marka spor bæjarfélagsins, »-— annað hvort aftjur á bak, ellegar nokkuð á leið«. Það er okkur öllum alþýðu- mönnum sameiginlegt, að við vilj um ekki að Íífskjörum okkar fa,ri hnignandi, heldur viljum við færa, þau »n.okkuð á leiðx til bættrar efnalegrar afkomu og aukinnar menniogar, en það tvent. eru óaðskiljanlegir hlutir, af því að bættur eínahagur skap ar skilyrðin til aukinnar menn- ingar. Fyrsta skilvrðið er atvvnno, það sem vinnandi mönnum er efst. í huga og er undirstaða mannlegra lífskjara — það er atvinna. Þess vegna er það mjög eðli- legur hlutur að afstaða okkar tií opinberra mála fari að mestu leyti eftir því hvaða flokkur eða ílokkar eru að okkar dómi fær- ast,i.r urn. það að leysa þetta mái málanna — atvimnuleysið, efla atvinnulífið og í náinni framtíð að útrýma atvinnuleys- inu með öllu — þannig að það in,nan fá.rra ái-a verði ekki til hér í böfuðborg Islands, né ann- arsstaðar í landi voru. Það var hugmynd mín með þessum línum; að benda aðeins á eitt dæmi aX mörgum, ,sem geta miðað að því að auka atvinnu hér í bænum og um leið hverjar leiðir eru færar til þesss að von bráðar aftur norður um höf heim í tregðuna og sinnuleysið. Hallirnar, sem, Jón drevmdi um ungan austur undir Eyjafjöllum og sem honumi voru sýndar í ílugsýn voru lokaðar fyrir f.ult og alt. En oft mintist Jón dval- arinnar í Vínarborg. 1 minning- ar sínar þaðan sóttj, hann ylinn, er fastast gustaði um, slóð hans. Heimkoman varð Jóni sár von brigði, 'sem: síðar urðu uppistað- an í skapgerð hans og örlögum. Hann fékkst nokkuð við tón smíðar og skáldskap, milli þess sem hann vann fyrir sér með kenslu. En öll ínunu verk hans vera, baugabrot, sem eftir var að tengja í samræmda heild, molar eins og líf hans var alt. Þegar við stöndum. í dag við gröf Jóns Pálssonar rifjast enn á. ný upp hin sívökula spurning, hvað hann hefði afrekað við hlið hollari aðstæður. Líf hans og starf gefa ófullnægjandi svör og við finnumi að við stöndum. frammi fyrir einni af þeim dul- ráðu Sphinx-gátum, sem ekki verður leyst. Einn úr kunningjaliópnum. hrinda þessu nauðsynjamáli í framkvæmd, en það er að allar viðgerðir á íslenskum skipum verði framkvæmidar innanlands. Ökunnugir kynnu að álíta það, að hér væri ekki um að ræða þá atvi,nnuaukningu, sem verulegu rnáli skifti, en þegar nánar er að gætt þá kemur það í ljós, að á undanförnum árum hefir farið í iaunagreiðslur erlendis um ein miljón króna árlega, til viðgerða á íslenskum skipum. Hverjir mundu frekast njóta þeirrar atvinnu sem við það skapaðist að allar við^erðir á ís- lenskum skipum yrðu f.ram- kvæmdar innanlands og þá nær' eSngöngu í Reykjavík?. Það yrðu iðnaðarmenn: járn- smiðir, trésmiðir, rafvirkjar, málarar, ým,sar fleiri iðnstéttir og einnig mundi allverulegur hluti þeasarar afvinn.uauknmg- ar falla í hlut ófagjærðra verka- manna. Möguleikarnir til þess að fram. kvæma þessa vinnu. hérlendis eru þegar fyrir hendi, þeir sköp- uðust með byggingu dráttar- brautanna, sem bygðar v.oru fyr- ir nokkrum árum síðan, samfara þessu, hafa verkstæði og verk- færi aukist. og fullkominast. En til þess að auka á þessa möguleika og um leið að skapa arðbæra atvinnu fyrir hundruð iðnaðarmanna og verkamanna, þá vantar enn eina dráttarbraut sem tæki altj að tvö þúsund smá- letetaskip. En,nfremur vantar hér við höfnina viðg'erðarbryggju með »krönum« og öðrum. nauðsynleg- um áhöldum, sem þar yrðu að vera fyrir hendi. Þetta hvoru- tveggja, byggingu dráttarbraut- ar og- viðgerðarbryggju, hafa verklýðsflokka'rnir tekið upp í málefnasamning sinn, um fram- kvaamdir á næsta kjörtímabili bæjarst.jórnarinnar í Reykjavík. Félag- járniðnaðarmanna hefir á undanförnum árum. sent á- skorun til b æ j arstj ór n a r i n n a í ■ um það að bærinn beitti sér fyr- ir því að koma upp dráttarbraut og viðgerðarbryggju, en íhalds- meirihlutjinn í bæjarstjórn hefir svæft þetta eins og önnur vel- ferðarmál alþýðu þessa, bæjar. Hér er um slíkt. stórmál að ræða að það má ekki liggja leng- ur í láginni og einmatt núna með samstarfi verklýðsflokkanna í kosningunum og þar m,eð örugc,- um sigri A-listans, þá er fengin trygging fyrir því að bæjar stjórnin leysi s,in,n hluta af þessu nauðsynjamáli iðnaðarmianna og verkamanna, en það er að hefj- ast þegar hand.a, um, byggingu dráttarbrautar og viðgerðar- bryggju. Fyrir Alþingi hefir legið að undanförnu fírumv. til laga um framkvæmd viðgerða á islensk um skipum., sem felur það í sér að þær verði að öllu leyti fram- kvæmdar hér á lancli. Það va.r f'yrst, flutt, af Alþýðuflokkl>um, en á síðasha þixigi af verkalýðs- flokkunum, sameiginlega; frumv. er samið af Félagi járniðnaðar- manna og komið þetta áleiðis meðal anngrs fyrir málýtni þess. Frumvarpið hefir strandað á beinni andstöðu S j álf stæðis- flokksins og hirðuleysi Fram- sóknar um hagsmunamál reyk- vísklrar alþýðu. En, núna með tilvonandi meirihlutaaðstöðu verklýðsflokkanna. í bæjarstjórn Reykjavíkur, vex þeim. sá ás^' megin í þingsölunum að þeir vafalaust. hrinda. máli þessu í gegn á næsta Alþingi. fhaldið er á móti þessu máli bæði í bæjarstjórn og á þingi. vegna þess að það hugsar ekki um. hag iðnaðarmanna. og verka- manna hér í bænum; það eru stórútgerðarmenn og heildsalar með Ölaf Thors í broddi fvlking- ar, semi berjast gegn þessu máli, sökum þess að bér er ekki u.m að ræða beinan g'róða í vasa. þeirra fjárplógsmanna, sem studidir eru af íhaldinu til rán- yrkju á atvinnuvegum íslensku þjóðarinnar. Iðnaðarmenn! Verkamenn! Þetta er eitt a,f þeim fjöl- mörgu hagsmunamálum, sem við höfum að leiðarljósi þegar við- núna á sunuudaginn 30. janúar kjósum okkur fulltrúa í bæjar- stjólrinina. Þetta, dæmi sem. ég hefi bent á í greinarstúf þessum færir okk- ur heim teanninn um, það, að það er hægt. á næstu 2—4 árum að útrýma með öllu atvinnuleysinu í Reykjavík, en til þess verðum við að vísa nátttgöllum íhaldsins á hraut úr þeim trúnaðarstöðum; sem f ullt niar alþýðunnar eiga aó skipa — burt með íhaldsmeiri- hlutann úr bæjarstjórn Reykja- víkur! Þetta gerum við með því að vinna að glæsilegum sigri A-list- ans — lista alþýðunnar! Fjölmennið við útför íhaldsins 30. janúar! Iðnaðarmaður. Orðsending Til Matth. Einarssonai* Eg hefi heyrt talað um að þeg- ar þú byrjar botnlangauppskurð eða holskurð á m.anni, með læknanemendur þér við hlið, þá segir þú: »Nú byrjum við í Jesú nafni«. Nú ha.foi einu sinni einn nemenda angurgapinn bætt. við: »og fjörutíu!« Þá hafði þér ekki líkað og gefið honum á,m,inningu. Nú vil ég spyrja þig: Ert þú í Jesú náfni á íhaldslistanum til bæjarstjórnar. Að mínu áliti ertu þar fy"rir þann. vonda, til að rugla fólkið og eyðileggja þau verk er þú hefir unnið t,il góðs. Þess vegna skora ég á þig að afturkalla þitt nafn af þeim li/sta áður en það er orðið of seint, V erkamaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.