Þjóðviljinn - 02.02.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1938, Blaðsíða 3
PJÖÐVILJINN Miðvikudagur 2. febrúar 1938. pJÓaVHJINN Málgagn Kommúnistaflokks I Islands. | Ritatjóri; Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Bergstaðastræti 30. Simi 2270. Afgrelðsla og auglýsingaskrlf- ■tofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftagjald á mánuði; Reykjavlk og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 I lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðja Jöns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, BÍmi 4200. Sendisveinn Lands- bankaklíkunnar. Hvei'gi gægist hið »nýja and- lit« Jónasar frá Hriflu iafn flá.ttskaparfult fram undan sauðargæruini og í síldarverk- smiðjumálinu og' öllum afskift- um hans af þeim efnum. Hvergi sést samleikur hans greinilegar við Kveldúlf og önnur óreiðufyr- irtæki landsins. Hvergi opinber- a.r hann betur þjónslund sína við Landsbankavaldið, en með því a.ð gerast vikadrengur þess til varnar og viðhalds skuldatöp- unum og léttadrengur t-il þess að velta öllu saman yfir á herðar fátækra fiskimanna og alþýðu. Með framkomu sinni í síldar- verksmiðjumáJinu hefir Jónas frá Hriflu stefnt þeim í voða. Hann hefir falið sendisveinum sínum og' Kveldúlfs forustu í stjórn -síldarverksmiðjanna til þess að tryggja- það, að keppi- nauturinn Kveldúlfur þurfi ekki að áttast nakkura. samkepni af hálfu ríkisverksmiðjanna. Þeir Jónas frá Hriflu og Öl- afur Thors komu því til leiðar að i'íkið ber ekki lengur ábyrgð á lánum og öðrum skuldbinding- um ríkisverksmiðjanna.. Ber þar ennþá að sama brunni og áður, að alt, miðar að því að'hnekkja ko&tii ríkisverksmiðjanna. til þess að Kveklúlfi veitist auðveldara að velta sér áfram í skuldafen- inu, safna miljóna skuldum ár- lega. og hirða ekki hið minstá um, greiðslu vaxta og afborgana. Til þessí að bjarga Kveldúlfi krefst Jónas Jónsson, að ríkis- verksmiðjurnar greiði ekki út nema 75—80% af á.ætluðu verði sildarinnar. Þetta gefur Kveid- úlfi undir. fótinn að fara að sarna dæmi og boi'ga svo afgang- inn aldrei. Allar bera þessar ráðstafanir að sama brunni. Þær eiga allar að tryggja það, að hægt sé að láta Kveldúlf draga fram lífio um hríð og' auka skuldir sínar. Landsbankaklíkan veit, að hún hefir lánað Kveldúlfi meira fé en forsvaranlegt er. Hún veiþ að bankastjórarnir hafa týnt, tug- um miljóna, króna á nokkrum undanförnum, árum, og hún veit að miljónainnstæðurnar hjá Kveldúlfi eru að eilífu glat-aðar. Landsbankavald.ið óttast ekkert meira, en að verða, að gera allri þjóðinni skilagrein fyrir starf- semi sinni að undaníörnu. Það veit, að uppgjör Kveldúlís þýð- ir hreinsun í hreiðri mestu fjár- ,Heilindi Alpyðublaosins Svar alþýðuimar í Kommúiiistaflokkiium og Alþýðuflokknum við olieiliudum Al- þýðublaðsins verður: Einn gamhuga verk- lýðsflokkur, þegar í vor. Ef dæma m.á eftir Alþýðu- blaðinu tvo undanfarna daga, virðist, vera mjög dátt í herbúð- um ritstjóranna, yfir því að fylgi A-li.stans va-rð ekki meira en raun ber vitni um. Þeir halda í fávisku sinni að kosnimgaúr- slitin séu vatn á þeirra myllu, stoð undir þeirra málstað og hinna fáu fylgismanna sinna innan Alþýðuflokksins. Þeim virðist hafa, gleymst. að fullu, að þeir unnu alt, s,em þeir máttu og þorðu gegn listanum, meðan kosningarnar voru í undirbún- ingi. Alt skraf þeirra eru högg út í loftið, hávaði, sem hvergi finnur bergmál, glamur, sem snýst fyrst og fremst gegn þeim sjálfum eins og öll þeirra vopn hafa æfinlega, gert, nú síðustu mánuðina. En af því að Alþýðublaðspilt- arnir virðast vera með þeim ó- sköpum fæddir, að sjá alla hluti öfugt, grípa, þeir tækifærið til árása á kommúnista og þá menn, innan Alþýðuflokksins, sem hafa unnið að samfylkingunni. Þess- um mönnum er brugðið um hverskonar svik og óheilindi í sambandi við kosningarnar, og Alþýðuflokksmönnum er hátíð- lega hótað bui'trekstri úr röðurn ílokk&ins. Er ekki annað að sjá en að Finnbogi Rútur ætli sér að reka allan Alþýðuflokkinn úr Alþýðuflokknum með fulltingi, örfárra mianna, sem m.eð honum standa. Er þetta að vísu djarf- lega mælt og »skörulega«, en bendir hinsvegar á meira kapp en forsjá, eins og títt ei* um unga og æfintýrag'jarna, menn. Annars hljóta slík skrif sem þe,ssi að láta mjög undarlega í eyrum Alþýðuflokksmanna og koma þeim hjákátlega fyrir sjónir. Það fer ekkii lengur dult í Reykjavík að minsta kosti, að Alþýðublaðið er ekki málgagn Alþýðuflokksins í heild, heldur fámemns hóps innan flokksins, sem, hefir að vísu á sínu bandi stjórn Alþýðusambandsins, en er glæfranna á, Islandi, ekki aðeins hjá Kveldúlfi, heldur eilnnig hjá Magnúsi Sigurð&syni og félögum hans. En þessir herrar komu auga á bjargráðið. Það var að senda Jónas, frá Hriflu út af örkinni í félagi við ölaf Thors og láta þá velta, öllum töpunum yfir á herð- ar sjómanna og útgerðarmann- anna. Slík er undirrót og orsök hins -hlálega samleiks Jónasar og íhaldsins. En sjómenn og útgerðarmenn verða að standa á, verði og' hindra þessa atjögu og snúa henni til ósigurs. hinsvegar í fullri andstöðu við flokkinn. Finnbogi Rútur ætti því að sjá sóma sinn í því að bendla ekki Alþýðuflokkinn vio skrif sín og félaga -sitnna. #A1- þýðuflokksmenn munu áreiðan- lega kunna honum litíar þakkir fyrir. Þeir munu áður en langt líður sýna þessum piltii, að hann er þeim gjörsamlega óviðkom- anidi og baráttu þeirra í öllum efnum. En ef Rút ogfélaga hans lang- ar til þess að minnast á svik og óheilindi í kosningab^ráttu verklýðsflokkanna', þarf hann ekki að fara yfir í herbúðir koinmúnista eða sameiningar- manna. Alþýðuflokksins til þess að leita þeirra. Þeir unnu allir semi einn,, að því einu að afla listanum. fylgis og gei'a \*^>' kans sem mestan. Keðjan brast ann- arsstaðar. Hún brast í herbúð- ura Alþýðublaðsins og nánustu samherja þess. Þangað verður Finnbogi Rútur fy.r en varir að leita óheilindanna, og vilji hann ekki leita þangað sjálfur af frjálsum vilja, þá munu Alþýðu- flokksmenn leiða, hann í allan sannleika um þessi efni. Hér skal hann og samherjar hans mintjr á fátt eitt- Sama, daginn og Alþýðublaðið birtir lista verklýðsflokkanna, lætur það fylgja honum þau meðmæli ein, að um slíkan lista sé ekki hægt að skapa, einingu. Finnbogi Rútur heldur ef til vill að þetta hafi verið sagt af heilindum, en Alþyðuflokks- menn eru áreiðanlega á öðru máli og gæti Rútur hlerað eftir því vdð tækifæri ef honum sýnist svo. En Alþýðublaðið hélt, áfram, það kynti undir öllum þeim eld- um, sem. gátu orðið til þess að rugla Alþýðuflokksmenn í rím- inu og ala á óánægju og tor- trygni milli verklýðsflokkanna. Loks þótti svo langt gengið, að sameiginlegur fundur í Jafnað- armannafélagi Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Kommún ista flokksins samíþykti einróma á- skorun til blaða flokkanna að vinna af fullum heilindum að sigri A-listans. Alþýðublaðið stakk þessari áskorun undir stól og bir.ti ha.n,a aldrei. I þess stað birti það dulbúna árásargrein á Kommúnistaflokkinn. Það var svar þess við kröfu Alþýðu- flokksmanna, um heilindi í sam- stlarfinu. Allan tímann, sem eftir var til kosninga reif Alþýðublaðið það niður í öði\u orðinu, sem. Jiao lagði listanum til stuðnings í hinu. Það birti með feitu letri yfirlýsingu' Stefáns Jóhanns Stefán,ssona.r, um að hann væri reiðubúiínn að rjúfa alla samn- inga, sem búið var að gera. Það situr illa á Alþýðublaðinu að bregða öðrum um svik og ó- heilindi meðan svona er í pott inn búið hjá því sjálfu. En Alþýðublaðið á ekki eitt sök á, því, hvernig kosningaúr- slitin urðu. Innan Alþýðuflokks- ins var fámennur, einangraður og fylgislítill hópur manna, sem vann alt er hann mátti gegn iist- anurni. ‘ Næg'ir í þeim efnum að benda á yfirlýsingu Stefáns Jóhanns Stefánssonar þrem dögum fyr- ir kosningar og persónulegan á- róður ýmsra manna úr hægra armi flokksins. Mönnum fer ef til vill að skiljast heili'ndin við að athuga Morgunblaðið, Vísi og N. dagbl. Höfuði*ök þeirra allra 'gegn Alistanum voru sótt1 í munn Stefáns Jóh. Stefánsson- ar, ölafs Friðrikssonar og frú Jóhönnu Egilsdóttur. Þá er einnig óþarfi að gleyma þeim heilindum, sem auðu a.t- kvæðin sýndu. Þau ein hefðu •nfégt til þess að koma sjötta manni A4istmis í bæjarstjórn og fella munda manninn á lista íhalds'ms. Og' skrif Alþýðublaðsins und- anfarna dag'a, síðan kosningu lauk, hafa öll verið í sama, anda. Þau hafa miðað að því einu að rjúfa raðirnar meðal verklýðs- flokkaima, koma af stað nýjum illindumi milli þeirra. Þannig hugsa Alþýðublaðspiltarnir og fylgifiskar þeirra sér að bjarga sínu valta fleyi í trygga, höfn. En þetta er þýðingarlaust. og ráðvana fálm. Sameining verk- lýðsflokkanna er nær nú en nokkru sinni fyr og engin hjá- róma hrópyrði megna að breyta nokkru í þeim efnum. Alþýðuflokkurinn og Komm- únistaflokkurinn lærðu í kosn- inga.braáttunni að snúa bökum saman til sóknar og' varnar, í stað þess að bera hvor aðra. vopnum. Kommúnistar báru fult traust, til félaga sinna úr Al- þýðuflokknum og sama máli gegndi um Alþýðuflokksmenn. Sú eining og sá samhugur verð- ur ekki rofinn hve hátt sem gellur í Finnboga Rúti og kump- ánum. hans við Alþýðublaðið. Reykvísk alþýða mun hiklaust halda áfram næsta áfangann á sameiningai'brautinni, og ekki hætta fyr en íull .sameining er n,áð í einn sterkan sósíalistiskan lýðræðisflokk. Kommúnistaflokkurinn hefir þegar sent stjórn Alþýðuflokks- ins bréf, þar sem. hann óskar eftir, að AlþijðusambancLsþing og flokksþing Kommúnista- flokksins verði kallað saman Thálmann. FRAMH. AF 2. SIÐIL eðlis. Ef t.il vill er hann að dauoá kominn, og nazistar hugsa séf því að »láta, .hann la,usa,n«, til þess að vei'ða ekki eftir á ásakj aðir um að hafa mýrt hann í fangelsinju. Það er öll hætta á því, að Thálmanns bíði sömu ör- lög og ítalska kommúnistans Gramisci, sem vinur Hitlersi Mussolini hélt. árum. saman. í dýflissu, svo að ha.nn týndi heilsunni. Þá var hann látinn laus«, var fluttur dauðvona á spítala, þar sem hann létst nokkru síðar. Thálmann hefir verið haldið i fangelsi saklausum í 5 ár,cg nas- istar hafa ald.rei þorað að höfða mál á hendur honum. Og þó að þeir hafi ekki frarn að þessu þorað að lífláta hann, eins og svo fjöldamarga af bestu m.önn- um þýsku verklýðshreyfingar- innar, þá jafngildir þessi með- ferð svívirðilegu morði. Allir sið- aðir menn hljóta að fyllast við- bjóði á þeimt villimönnum, sem nú fara, með völd í Þýskalandi. Verksiniðja í Sovét- ríkjununi. FRAMHALD AF 2. SIÐU sfundum. mínum vann ég í mín- um eigin garði, fór í kvikmynda- hús, leikhús eða í klúbbinn. 1 tvö ár hefii ég verið í skólanefnd- inni, eftirlitsmaður á málmverk- stæðinu, og' ennfremur er ég for- maður í hússtjórn verkamanna- bústaðanna. Eg hefi sem, aðrjr sem vinna hér, ágæta íbúð. Ég er ánægður með lífið, íbúöina, og framtíðina. Dóttiir mín er í 6. bekk miöskólans. I frístund- um sínum lærir hún hljómlist. Hún fer oft. í kvikmyndahús og leikhús með stallsy.strum sínum. Hún er ungherji og á marga vini meðal þeárra. Fyrir ástundun sína og frábæran dugnað hefir hún oft fengið verðlaun. 1934 var hún send af skólanum sem fulltrúi á októberhátíðina í Kiev. Sama ár fór hún með 300 un,g- het’ja hóp suður að Svartahafi, til að skoða flotann þar. Hún hefir hugsað sér að læra áfram og vjerða, læknir . . . Mér hefir altaf verið' létt um að skrifa, þeissvegna breytti ég um og gerð- ist blaðamaður, ég vil segja að lokum, ég hefi hvergi séð skyn- .samlegri og mannúðlegri- með- ferð á vinnuafli verkamannsins en í Sovét.ríkjunum«, H. S. N. Jyegar í mars tU þess að ganga að fuilu frá sameimngunni. Þetta er það verkefni, sem næst bíður úrlausnar. Fyrst þegar alþýðan stendur í einni ÓRJÚFANDI samtaka- heild getur hún vfenst mikilla sigra í baráttunni gegn íhaldinu og afturhaldinu. Þessvegna mun sameining Kommii nistaflokksins og Alþýðuflok'ksins verða orðin staðreynd í vor.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.