Þjóðviljinn - 08.02.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.02.1938, Blaðsíða 4
as Níý/a bio ag Konan mín svo nefnda. Mikilfeng'leg' amerisk kvik- miynd frá Colwmbia filrn samkvæmt hinu víðfrægá leikriti »Craigis. Wife« eft- ir George Kelly. Hin vandasömu aðalhlutverk hr. og frú Craig leysa af hendi af framúrskarandi snild Rosalin Russell og Jolvn Boles. Úrborginni Næturvörður e,r þessa viku í Reykjavíkur apótekf og Lyf jahúðinni Iðunni. Næturlæknir Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Utvarpið í dag 8.30 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Þýskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Sungin dans- lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Um uppeldi, V. (dr. Símon, Ágústsson). 20.40 Hljómplötur: Létt lög. 20.45 Húsmæðratími: Heilsu- vernd (Frú Sigríður Eiríksd.) 21.00 Symfóníu-tónleikar: a) Tónleikar Tónlistarskólans. b) (21.35) Hetjuhljómkviðan (Eroica), eftir Beethoven (plötur). 22.30 Dagskrárlok. ,,Bláa kápan“ leikin fyrir troðfullu húsi og við ágætis viðtökur. »Bláa kápan« hin bráðskemti- lega óperetta, Tónlistarfélagsi n 3 var leikin í gærkvöldi í 3. sinn og var hvert sæti skipað. Fagn- aðarlæti voru geysileg og varð enn að endurtaka fjölda laga. Aðgöngumiðar seldust allir upp á svipstundu, enda stóðu raðirn- ar af fólki langt út frá söludyr- unum í Iðnó. Sýnilegt; er að óper- ettan ætlar að ganga mjög lengi, spá margir að eftir aðsókninni nú megi búast við að hún gangi enn lengur en Meyjarskemman. Næst er leikið á miðvikuéag'. .................. Bærinn ljóslaus Um klukkan tæplega fjögur á sunnudaginn slokknuðu ljósin um allan bæinn, og var hann ljósalaus til kl. rúmlega 6. Er talið að orsök þess hafi verið sú, að ísihg hafði sest á leiðslurnar og leitt; rafmagnið til jarðar. Strax þegar rafmagnið rofn,- aði snéri Rafveitan sér að því að setja .straum á bæjarkerfið frá rafmagnsstöðinni við Elliða,- árnar, en það tók all-langan tíma, svo að Ijósin voru ekki komin í lag fyr en klukkan að ganga sjö. Bjarni Björnsson leikari efnir til útvarpsum- ræðna og annarar skemtunar i Gamla Bíó kl. 7,15. Aðgöngumiðar seldir hjá Kat- rínu Viðar og í Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar. Sjá aug- lýsingu á öðrum stað hér í blað- inu. Kaffikvöld verður haldið í kvöld priðjudaginn 8. febrúar kl. 8% í Iðnó (niðri) fyrir starfslid A-listans. Aðgöngumiðar verða afhentir í dag á Laugaveg 7 milli kl. 4 og 7 e. h. Kosmnganeind Alþýðuflokksins og Kommúnistaf lokksins. Skrifstofa A-listans. Skrifstofan verður opin daglega frá kl. 4—7 e. h. á Laugaveg 7. Þeir, ‘sem eiga eftir að skila söfnunarblokkum eða merkjum,’ eru beðnir að gera skil hið allra fyrsta. Kosninganefndin. Félags j ámiðnað armannanna verður haldin áð Hótel Borg föstudaginu 11. febr. og hefst kl. 8,30 e. h. með borðhaldi. Ýms skemti- atriði verða á meðan á borðhaldinu stendur. Dans á eftir. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Borg fimtu- dag og föstudag kl. 6 til 8 e. h. (Gengið iun um suðurdyr.) SKEMTIIN FFNDIN 3. GamlaOo % Hann rændi brúðinni Fjörug- og skemtileg gam- anmynd frá Metro-Gold- wyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: Joan Crawford og Clark Gable. Sfíialk hrekst í liyl Iþróttafélög bæjarins efndu frelst eða öll til skíðaferða nú um helgina. Fóru sumir á laug- ardagskvöldið, og dvöldu um nóttina í skiðaskálunum. Á sunnudagsmorguninn fór f jöldi fólks á. skíði, enda var veð- ur þá sæmilegt en útlit ekki að sarna skapi gott. Fór f jöldi bíla úr bænum upp að Lögbergi en lengra, var ekki hægt, að komast. En skíðafólkið hélt. áfram för sinni og dreifðist það víða um nágrennið. Klukkan hálf ellefu skall á austanhríð, sem var alldimm á tímabili og með mikilli vindhæð. Komst, vindhraðinn upp í 8 stig á tíma. Byrjaði fólkið nú að tín- ast að bílunum, en surnt var þá komið langt, og átti erfiða ferð fyrir höndum. Var nú fannfergjan orðin svo mikil, a,ð bílarnir komust ekki til baka, en hinsvegar voru um 800 manna uppi á Lögberg'i. Sumir sem best treystu sér lögðu af s;t,að til Reykjavíkur á skíðum. og komu þeir þangað um sjöleytið. Hitt skíðafólkið, sem eftir varð byrjaði þegar að moka braut fy,rir bílana, og komust þeir til Reykjavíkur um 10 leytið á sunnudagskvöldið. Eins og áður er getið hafði allmikill fjöldi manna farið á laugardagskvöld- ið upp í Sikíðaskálana og dvöldu þeir þar margir þar til í gær. Ekkert slys vildi til, en margt af fólkinu, einkumi konur og unglingar var orðið mjög þrekað. Talið er að á annað þúsund manns hafi verið á skíðum á sunnudaginn. Vicky Bamn. Helena Willjuer 44 gluggann minn til kveðju. Lífið er unaðslegt, góði litli fuglinn minn, það er d,ásamleg náð að mega lifa, mundu það alla daga. Mér hefir altaf þótt vænt um lífið, en þó ekki eing mikið og þér. Vertu sæl, góða, litla Friedel, þú veist ekki hvað mér þykir vænt um þig Strax á morgun ferð þú til hans Marx, tekur hendi hans og sleppir henni aldrei, framar. Við þurf- um ekkert að ót,tast, og við eigum að ganga brautina á enda með vinunum okkar, þú með Marx og' ég með Rainer. Vertu sæl, vertu nú sæl, góði, litli fuglsung- dnn m,inn«. Blómin í glugganum ilmuðu sætt og svæfandi. Ilel- ena tók aftur. pennastöngina, og bætti við: »Viltu ekki hugs,a um blómin mín, Friedel, — ég er hrædd um að Gulrapp gleymii þeim«. Svo lokaði | hún bréfinu. »Þá er ég loksins til«, sagði hún, og stóð eitt augna- blik grafkyrr úti á miðju gólfi. ■ »Vertu sæl, blessun mín, fylgir þér«, svaraöi Gul- rapp upp úr bókunum. Helena gekk til hennar og lagði hönd sína, stóra og svala, á brafnsvartan koll- inn á, félaga sínum. Gulrapp hristi ha,na óþolinmóð- lega. af sér. »Vertu ekki'að fakai á mér« — sagði hún önug, »þú veist að mér leiðist það«. Góða Gulrapp! Við kveðjum þig á þessum skýjaða molludegi. Þú ert flugg,áfuð, og' hefir möguleika á að verða frægur fornfræðingur, en við getum ekki von- ast til mikils af þér, eftir að doktorsritgerðin þín er farin í hundana fyrir augum ckkar. Þú stenst vafa- laust doktorsprófið, en þú verður aldrei send út í eyðimerkur til þess að grafa furðuborgir upp úr sand- inum, þú verður aldrei látin stjórna stórum leiðöngr- um, þú færð sennilega aldrei að ferðast. Sennilegast er að þú verðir að eyða, æfi þinni meðal rykugra safn- gripa, og við að skrifa rykugar fornfræðigreinar í tímarit, ,sem enginn les. Hver veit nema við hittum þig aftur, önnum kafna við að semja skrá yfir eitt,- hvert minniháttar forngripasafn. Okkur þykir vænt um þig, cand. phil. Gudula Rapp, í öll þessi. ár, sem við höfum verið herbergisfélagar þínir, hlustað eftir andardrætti þínum á andvökunóttum. og séð þig sitja bogna yfir bókunum þínumi dag eftir dag. Við slepp- um takinu á hrafnsvarta kollinum þínum, fyrst þér þykii það miður að komið sé við þig', og við yfirgefum I þig, Gulrapp, meðan kvöldklukkurnar hringja, og kvíðinn læðist, ao huganum —---------- Hclena Willfiier gekk með stór.um skrefum, niður götuna. Börn voru að leika sér, hvert sem hún leit, og svolítill hvolpur hamað-ist eftir götunni og var að ærast af kátínu vegna tilverunnar. Á götuhorninu lét hún ‘bréf í. póstkassann, og gekk svo yfir götuna í áttina til Kornmarkt. Göngulag hennar hafði breyst þessar síðustu vikur, hún gekk varlegar en áður, og alt fas hennar lýsti varkárni. Eitir augnabliks hik gekk hún inn í apótek í Haupt- sti'asse, og bað um Oiddmjóa sprautu er tæki eitthvaó um fimtán rúmcentimetrum. Hún koim við hjá Kran- ich. Hann varð því feginn að" sjá hana, en eitthvað lá þungt á honum. »Iíefur nokkuð komið fyrir, Kra,nich?« »Nei, eiginlega ekki. En öxlin er eitthvað að láta á sér bæra. Ég ætla að bíða og sj,á hvað röntgen- myndin segir, — en við’skulum ekki tala um þetta núna. Ég gleymdi að spyrja eftir erindinu«. »0, ég kom eiginlega. erindisleysu. Ég var að taka til ruslið mitt, og fann þá nokkrar bækur, sem þér eigið. Viljið þér gera svo vel að lá.ta sendilinn yðar sækja þær?« »Það liggur ekkert á þeim. En má ég annars ekki óska yður til hamingju með herra Rainer. Mér er sagt, að hann hafi tekið ágætt próf. Ilvenær á aö halda þann merkisatburð hátíðlegan? Ég má til með að fá að ,sjá um vínið«. »Þaö er naumast að þér eruð orðinn skemtanafík- inn, Kranich. Við Rainer ætlum að vera saman í kvöld á Berghof, tvö ein, við höldum þár hátíð í laumi. en á, morgun heyrið þér fr,á okkur. Það er sannarJega fallega hugsað af yður að vilja, gleðja, hann. Þér eruð góður maður, herra Kranich, ég má til með að segja yður það. Þér megið ekki' halda að ég sé vanþakklát. Þer hafið altaf hjálpað mér, bæði með ráðum og dáð. Ég hef alidrei minst á það fyrr, en þegar alt hefir igengið andstætt mér, hefir altaf það sama komió mér

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.