Þjóðviljinn - 10.02.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.02.1938, Blaðsíða 4
þlÓÐVILIINN Bátur peirra brotnar í spón undir hömrum. ss Ny/ai T5ib s@ Keisarinnn í Kaliforníu tilkomumikil þýsk stórmyncl samin og' sett á svið af þýska kvikmyndasnillingn- um LUIS TRENKER sem einnig leikur aðalhlut- verkið. Leikurinn fer fram í Sviss og Kaliforniu. Börn fá ekki aðg'ang. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur apóteki og Lyf jabúðinni Iðunni. Næturlæknir Halldór Stefánsson, Ránar- götu 12, sími 2234. Útvarpið í dag 8.30 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Þýskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 10.20 Lesin dagskrá. næstu viku 19.30 Hljómplötur: Lúðrasveitar lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 -Fréttir. 20.15 Erindi: Shakespeare og leiklistin á hans dögum, I. (Haraldur Björnsson leikari). 20.40 Hljómplötur: Píanólög'. 21.00 Frá útlöndumL 21.15 Útv.hljómsveitin leikur. 21.45 Hljómplötur: Andleg tón- lisfc. 22.15 Dagskrárlok. Esperanto-námskeið Ivan Krestanoffs hefjast í Stýrimannaskólanum: \ dag (fyr- ir framhaldsnemendur) og á morgun (föstudag) (fyrir byrj- endur), kl. 8 síðdegis. Enn þá geta nokkrir nemendur fengið pláss á báðum ná-mskeiðunum. Notið þetta, óvenjulega tækifæri til þess að læra að tala, Esper- anto. Bjarui Björnsson hélt: skemtun í Gamla Bíó í fyrrakvöld kl. 7,15 við mikla að sókn og mikla hrifningu tilheyr- enda. Hann endurtekur skemt- unina í kvöld í Gamla Bíó kl. 7,15. Karlakór Verkamanna Raddæfingar verða, sem hér segir: I. tenór á föstudögum kl. 84, II. tenór á föstudögum kl. 94. Fimtudagsæfingarnar falla niður. Ferðaíelagið hélt skemtifund að Hótel Borg í fyrrakvöld. Var þar margt manna og ýmislegt til skemtun- ar. Guðmundur Einarsson frá Miðdal talaði um ferðalög- í Alpafjöllum og sýndi skugga myndir til skýringar. Að lokum var stiginn dans frarn eftir nóttu. V. K. F. Framsókn heldur skemtifund í kvöld í Alþýðuhúsinu. Ti) skemtunar verður kaffidrykkja, söngur, upplestur og ræða (Sigurður Einars,son). Trúlofun Nýlega opikiberuðu trúlofun sína frl. Marie Blumenstein frá Hamborg, og Bergpór Guðmunds son, loffcskeytamaður, Bergþóru- götu 10. Tveir menn úr Grímsey lentu í sjóhrakningum og brutu skip sijfct í óveðri og brimi við Gríms- ey í. gær. Fréttaritari útvarpsins í Húsa vík símar: I gærmorgun réru 7 bátar úr Grímsey. Veður var þá bjart en brátt tók að hvessa af veðri og kl. 10,30 var komið stórviðri. Einn bátanna var inn af eynni og voru á honum þeir Gísli Sig- urðsson og Matthías Helga,son. Fengu þeir versta, barning en kornust þó undir eyna. Þegar þeir áttu ófarna um 120 metra í lendingu skall á þá vindhviða með sjóroki svo að ekkert, varð við ráðið. Hrakti þá, út með landi að austan og inn í. lítinn vog und ir bjargi. Rak bátinn þa,r á land og brotnaði hann í spón, en bát- verjar skriðu upp í klungururð undir berginu. Varð það þeim til lífs, að lágsjóa var, því, að með flóði fellur sjórinn frá berginu. Annar maðurinn meiddist á fæti og báðir voru þrekaðir, en, g'átu þó gengið heim, til sín. Hin- ir bátarnir komust klakklaust í land.. (F.Ú.) Málfundaklúbbur F. U. K. Þeir félagar, sem ætla, sér að taka þátt í málfundastarfi FUK, mæti föstudag 11. febr. kl. 8 e. h. á Vatnsstíg 3. Jarðarför Guðríðar Ágústsdóttur fer fram í dag, og hefst með hús- kveðju frá heimili hinnar látnu, Kárastíg 11, kl. 1 e. h. Ríkisskip Esja var væntanleg til Norð- fjarðar kl. 8 í gærkvöldi. Samvinná vinstri flokkanna FRAMH. AF 1. SIÐU. lagði hann fram sérstakan lista: 1 skólanefnd og frœðsluráð voru kosnir: Gunnar Jóhanns- son, Jón Jóhannsson, Aðalbjörn Pétursson, séra. Óskar Þorláks- son. I liafnarnefnd voru kosnir: Jóhann Guðmundsson, Þóroddur Guðm.undsson, Jón Gíslason. — og utan bæjarstjórnar, Vilhjálm ur Hjartarson, Sveinn Þorsteins- son. I mjólkumefnd voru kosnir: Gunnar Jóhannsson,, Guðmundur Sigurðsson, Erlendur Þorsteins- son, Friðbjörn /Nielsson, Árni Ásbjörnsson. Samþykt; var á fundinum með öllum greiddum atkvæðum: Áskorun til Alþingis um 50 þús. kr. framlag til sundlaugar fjarðarskarðsvegar gegn 75 þús. króna framlagi bæja.i’sjóðs og bæjarbúa. Ásfcorun til Alþingis um 20. vús. kr. framlag til sunolaugar í Siglufirði. — Sérstök sundlaug- arnefnd var kcsin á, fundinum og skipa hana: Jón Jóhannsson, Þóroddur Guðmundsson og Ole Hertervig. Áskorun til Alþingis um að breyta útsvarslöggjöfinni í það horf, að allur atvinnurekstur verði útsvarsskyldur þar sem reksturinn fer fram. Með 5 atkv. var samþykt frum varp til laga um sérstakan bæj- arstjóra fyrir Siglufjörð. (F.Ú. í gærkv.) a Gamlal?)io 4 Hann rændi brúðinni Fjörug og skemtileg gam- anmynd frá Metro-Gold- wyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: Joan Crawford og Clark Gable. Vélbáturinn „Víðir“ fórst. 5 menn drukknuðu Flak úr bátnum rak á Álfholtsfjöru. Vélbáturinn »Víðir« frá Vest- mannaeyjum fórst í ofviðri því er gerði um siðastliðna helgi. Flak úr bátnum hefiir rekið á Álfhólsfjöru 1 Vestur-Landeyj- um. Með »Víði« fórust fimm menn og eru þeir G.unnar Guðjónsson, formaður 32 ára að aldri ókvænt ur, bróðir hans Gísli Guðjónsson vélstjóri, 24 ára ókvæntur, Ölaf- ur Markússon, Fagrahól 22 ára ókvæntur, Jón Árni Björnsson frá Eyrarbakka, 27 ára, ókvænt- ur og Halldór Þorleifsson einnig frá Eyrarbakka 21 ár,s að aldri. Vélbáturinn »Víðir« fór í róð- ur eins og áður er sagfc frá á aðfaranófct sunnudagsins. Síðast sást til hans. á sunnudagskvöld- ið á Selvogsgrunni. Þegar bátur- inn kom ekki um kvöldið var hans leitað og tóku ýmsir bátar þátt í henni og varðskipið Þór. Leifcinni var hætfc á þriðjudags- kvöldið þar sem sýnfc þótti að hún bæri engan árangur. Vlcky Baum, Helena Willfiier 46 að ég hefði haft krafba til að koma þér yfir á minn bakka. yfir á bjarta bakkann, þar sem. ég- á heima og fnlk eins og Marx og Meier. En það fór alt á ann- an veg, þú varst sterkari, og hafðir mig yfir á bakk- ann til þín. Ég er komin til þín, og við skulum ekki vera að brjóta heiilann um þetta, lengur. Við skulum gang? saman út um ólæsfcu dyrnar þínar, Firilei. Sjáðu — það er koinið kvöld, — nú skulum við njóta kvölddýrðarinnar, sem við eigum aldrei framar aö sjá. Þá verður a,ð halda mér fastri, Firilei, þér veirö- ur að þykja innilega. vænt. um mig, góði, litli Firilei. Engið var orðið vofct af dögg. Á hjartagrasinu sváfu fiðrildi með samanlögðum vængjum, hundruð, þúsund af hvítum fiðrildum, í rökkrinu likfcust; þau örlitlum siglandi bátium á þokusæ, eða framandi, fölurn draumablómum. Þegar þau komu út úr skóginum og sáu ljósin í Berghof, nam Helena staðar. Himininn var enn skýj- aður, tungliö sásfc að baki skýjanna, og neðsfc við sjóndeildarhringínn var ljcsari rák. Leðurblökurnar flugu inn til ávaxfcatrjánna. Andvarinn bar blómailm- inn að vitum þeirra Helenu og Rainers. »Bíddu — vertu alveg kyrr«, sagði Helena lágt. »Nú eru allijr fuglarnir sofnaðir, ég finn hvað þeir leggja sig mjúkt og rótt til svefns á'dúnsængunum sínum. Það vildi ég líka gera, fela mig og sofa. Mig þyrstir svo. í hamingju, Firilei, mig langar til að þurfa ekki að vera sterk. Ég er ,svö þreytt, Loksins ætla ég að láta, það eftir mér að hvílast, hætta að hafa áhyggjur eða umhugsun á nokkru, en láta alfc fara eins og það vill. Nú ætla ég að láfca mér lí.ða vel, vera alveg eins og' lítill fugl, sem býr um, sig í hreiðrinu sínu og isofnar. Verður það ekki líkfc því?« »Jú, jú«, hvíslaði Rainer. »Það verður einmitt svona. Þú verður hvað sem þú óskar þér, Helena, lítill fugl, blóm, sfcjarna eða fræ í moldinni — tré, ,sem ber ávexti —« »Já, helst vildi ég vera fcré —« »Þil verður að treysta mér, og mátt, ekki vera hra:dd. Ekkert ilfc kemur nálægt þér framar, alfc slikt er liðið. Þú sofnar, c,g alt. verður gott«. »Farðu ekki strax, — bíddu. Ég er ekki hrædd. Eu viltu ekki segja mér alveg nákvæmlega hvernig það verður. Mig langar til að vita það fyrirfram —« »Komdu, Helena. Rétfcu mér hendurnar þínar, báð- ar. En hvað þér er kalt. Helena mín, elsku gcða Hel- ena, þetta er í fyrsta skiftið, ,sem þú ert ekki sfcór’ og sterk, en mér þykir alveg eins vænt um þig fyrir þvi. Nú get ég hjálpað þér, — ég, hann Firilei litli, — sem annars var altaf hjálparþurfi. Við för.um niður að Berghof, og eigum þar eins fallegt og gott: kvöld og við getum. Ef við verðum þreyfct, fáum við okkur eitthvað að drekka, svo að við verðum glöð og ánægð. Svo fylli ég sprautuna og sprauta inn í handlegg þinn. þú finnur ekkerfc til. Svo tek ég aftur í spraut- una handa sjálfum mér. Þig fer að syfja, þá verður fljótt dauðsyfjuð, og svo sofnum við í faðmlögum. Fyrst dreymir þig eitthvað undurfallegt, — og svo — svo dreymir okkur ekki framar. Þau gengu frá .skógarjaðrinum yfiir engið, það var sams, engið, sem Helenu dreymdi einu sinni um, eng- ið með ástagrösunum. Handan við litla gistihúsið standc. nokkur há og dökk grenitré. Rainer spurði hiklaust hvort hann og- kona hans gætu fengið næturgistingu. Veitingakonan sagði það sjálfsagt — hún, var því vön að hýsa ung hjón. Var hægt að fá að borða út, í garðinum svona seint, spurði Ilelena. Hún var orðin svöng, og- nú var engin ásta ða fcil sparsemi. Ljósker var sett út. í, garðinn, og' lagt þar á borð, — í eldhúsinu var fatrið að brasa, og sjcða handa gestunum. Liljurnar í litla garðinum ilmuðu svæf- andi. Andvari kom utan úr skóginum og straukst þýð- lega eftir ávaxtatrjánum. >:Bíóm verðum við að fá«, sagði Rainer óþolinmóð- lega, og þau fengu leyfi hjá veitingakonunni til að tína liljur í garðinum. Alt var rakt af dögg, alt. var sveipað í eftirvæntingarríka þögn næturinnar. Hvert hljóð var eins og einstak^ cskylt, öðrum. Þau komu affcur að borðinu sínu, með vota skó, votar hendur og vott hár. Hendur þeirra og tillit leit- uðu hvort annars. Alt var svo brúðkaupslegt sem hugsast gafc, og þó lá, kvíði og alvara yfir þeim. Þau drukku vín, sæt og glampandi vín. Þau þorðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.