Þjóðviljinn - 12.02.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.02.1938, Blaðsíða 2
Laug-ardaginn 12. febrúar 1938. ÞJOÐVILJINN llorpblai ptt í iðria. Pað svaraði nákvæmlega á pann hátt sem Pjóðviljinn ætlaðist til. Morgunblaðið læt,ur í gær til leiðast; að -svara spurningu, sem Þjóðviljinn beindi til þess nýlega, hvort það þyrði að segja, hverjir berðust nú fyrir lýðræð- inu á Spáni. Blaðið ber sig- all- mannalega. ti! að byrja með og' lýsir- yfir því,. að hvorugur styrj- aldaraðilanna berjfet þa,r fyrir lýðræði, baráttan standi þar milli fasisma. og kommúnisma, sem hvorttveggja séu skaðræð- isstefnur, og geti því ol^kur Is- lendingum staðið á sama, hvorir verði ofan á. Nú veit Morgunbl. það, að ekki var kommúnistískt skipulag á Spáni, áður en upp reisnin var gerð, heldur borgara legt lýðrceði, eiins og á Islandj, og Morgunblaðið veit líka, að ekki varu það kommúnistar, sem gerðu uppreisnina, heldur fas- istar, að kommúnistar berjast þar einmitt við hlið hinna borg- aralegu lýðræðisflokka, til vernd- ar því, borgaralega lýðræði, sem ríkir á austurhelmingi Sp.ánar. Ef Morgunblaðinu er sama, hvor fr sigra á Spáni, þá þýðir það, að það leggur hið borgaralega, lýð- ræði til jafns við fasismann, og kemur það raunar engum á ó- vart, sem þekkir þróun íslenska íhaldsins í seinni tíð. En göngurn um stund inn á, það, að Morgunblaðinu sé í raun og veru alvara, þegar það lætur sem sér standi á sama, hvorir sigrii á Spáni, þá gefur það þegar verðmætar upplýsingar um. mannúð og' siðferðisástand í- haldsklíkunnar, sem að því stendur. Morgunbl. vedt, að það voru fasifetar, ,sem hófu upp reisnina. og hefir meira að segja viðurkent þetta sjálft. Nú gefur Morgunblaðið í annari grein í sama tölublaði þær fróðlegu upp lýsingar, að á fyrsta ári styrj- aldarinnar hafi meira en ein miljón mmma fallið á Spáni. Á þessum hroðalegu manndrápum bera fasistar einir alla ábyrgð. Vér trúum, því ekki1, jafnvel á Morgunblaðið, að það sé svo bí- ræfið að neita þessari staðreynd, þar sem, það hefir viðurkent fas- ista sem upphafismenn styrjald- arinnar (og það út af fyrir s.ig verður a.ð teljast alveg sérstök sanngirni, þegar Morgunblaðið á í hlut). En Mcrgunblaðsklíkan hefir sterkar taugar og er óhör- undssár á samviskunni. Hún bandar frá sér, spýtir hraust- lega og segir; Hvað varðar okk- ur um það, þó að á Spáni sé drepin fvrir sakleysi rúm, miljón manna, á einu ári! En í lok greinarinnar er mjög af Mogganum dregið. Hann við- urkennir, að frá sjónarmiði »firjálslyndra lslendinga« væri það »engin goðgá«, »þótt þeir óskuðu Franco frekar brautar- gengis en hinum«, að »lýðræðis sijnnaðir Islendingar þyrftu eng- an kinnroða að bera« fyrir það, þótt þeir kysu heldur, að stefna Francos yrði oifan á. Morgun- blaðið hefir gengið í gildruna,. Það hefir svarað nákvæmlega. eins og Þjóðviljinn ætlaðist. til. Þeir Morgunblaðsmenn hafa sjaldnast verið orðlagðir fyrir gáfur, þó að mjög séu þeir grun- aðir um græsku. Þegar þair sverja, sem fjálglegast af sér fasi'smann í öðru orðinu, játast þeir honum sem ákafast i hinu. Niðurstaðan: Heimskir,, siðspilt- i,r hræsnarar1. Barn Prestes-hjón- anna sloppið úr klóm pýsku leyni- lögreglunnar. Foreldrar þess eru í fangelsum sitt í hvorri heimsálfu. Fyrir nokkru var komið með til Parísarborgar tveggja ára gamalt stúlkubarn, Anitu Prest- es, dóttur bratsilíönsku, frelsis- hetjunnar Carl Luis Prestes, sem nú situr í fangelsi í Brasi- líu. Barnið kom frá Þýskalandi, en þar isitur móðir þess í fang- elsi, en yfirvöldm í Brasilíu sendu hana beint, í klær þýsku leynilögreg'lunnar, án allra saka, Barn sitf fæddi hún í þýsku fangelsi. Franska blaðið »Aube«, sem gefið er út af kalrólskum mönnum skrifar út: af þessium atburði um líf Prestes-hjónanna, fangelsun Luis Pre.st.es og af- hendinguna á kanu hans til fas- iistaböðlanna; »Barnið fæddist í fangelsinu, Þes,si saklausa vera varð að lifa fyrstu ár æfi sinnar bak við dimma fangelsisveggi, og hefir aldrei séð föður sinn,. Övíst er að það fái nokkurntíma að sjá, hann. Og hvenær skyldi það fá að sj,á hina, fangelsuðu móður sína? Foreldrar þess eru á lífi, en samt er það munaðarlaust. Foreldrar þesls sitja í fangelsi sitt í hvorri heimsálfu, annað í Brasilíu, hitt í Þýskalandi. Það er ekki hugsað mikið um lífskjör barnanna á þessum síðustu erf- iðu tímum«. Gerist áskrifendur. Tveir verkamenn, A og B, voru ný- lega, a tala saraan á Verkamannaskýl- inu. Umræðuefnið var Alþýðublaðiö. A: Ekkerl skil (g í Alþýðublaðinu að vera að eyða rúmi sínu i þes;a. bölvaða, vitleysu eftir Æra-Tobba.. B: Ekki þarftu að furða þig á því, það eru cinmitt Æru-T, bbar nútím- r.ns, sem stjórna Alþýðublaðinu nfna. • • A: Má ég bjóða yður til miðdegis- verðar á morgun? B: Pakka yður fjrir, en írætti ég ekki heldur koma, hinn da >inn? A: Jú, velkomið. Hver hefir boðið yður á morgun? B: Konan yðar. • • Jón gamli (hafði farið til Ameríku til sonar síns, en undi, sér þar ekki og kom heim aftur eftir nokkra mánuði): Og' svo segja þeir að sólin komi upp sex timum siðar í Ameriku en hér. En það var hrein lygi, því að sólin var komin á loft alveg eins snemma á morgnana þar og hérna heima. • • A: Nú, svo þér viljið fá stöðu. Getið þér hirt eldavélar og ofna, kveikt upp og þvi um líkt? B: Æt.li ekki það. — Eg sem hefi setið I tugthúsinu fyrir að kveikja í húsi! • • María gamla: Sá er orðinn langur í loftinu og mikijl, hann sonur henn- ar Stínu. Anna gamla: Já, fyr má riú vera, og hann sem var svo lítill þegar hann var lítill! Hann: Mig dreymdi í nótt aö viö værum hjón. Hún (kuldalega): Já, einmitt það. Hann: Já og ];að var svo mikil! kuldi a,f yður, að ég varð aö fara á fætur og bæta ofan á okkur einu teppi, I viðbót. • • A: Varstu ekki feiminn, þegar þú hófst bónorðið við unnustuna? B: ó, jú, en það gekk samt ágæt- lega, hún sagði ekkert og ég sagðí ekkert, en svo spanst það svona orð af orði, þangað til alt var komið í lag. • • Síra H: Hvaða ógn eru líkar dróg- arnar, sem þú hefir með þér Bjarni mi,nn, — báðar rauðar og a,’veg eins. Bjarni: Ekki er það nú undarlegt, prestur minn, þær eru hvor undan annari. • • Presturinn: Ég skil það vel, kæra frú, að' sorg yða,r sé mikil, þar sem þér hafið mist yðar kæra, mann, eft- ir stutta. sam.veru. En látið þér ekki hugfallast, þér vitið best sjálfar ti.l hvers þér eigið að snúa yður, hann einn getur huggað yður. Ekkjan: Já, ég veit það, hann hefir minst á það við mig, en hann er eins og eðlilegt er; hikandi, við það að giftast ekkju með fimm börnum. Guðmundur Guðmundsson. lög-fræðingur hefir verið kjör- inn formaður Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Stjórn þess er nú; skipuð 3 Alþýðuflokksmönnum ogi 2 íhaldsmönnum. Launakjðr verlcalýds- ins í Sovétríkjunum. (Nl.) Við þá v-innu í Sovétríkjunum. þar isem ekki er hæg't að koma við föstu ákvæðisvinnulauna- kerfi, vont að finna meðaltal viö vinnuna, og því erfit.t að koma vinnunni undir hina fyr um- getnu launastiga, eru oft greidd verðlaun, sem launauppbót og hvatning, jafnframit tímalaun- um eða daglaunum. 1 hverju fagi fyrir sig eru beinar reglur, sem fjalla um: tímaisparnað, vöruvöndun og efnisnotkun. Þessar reglur eru einnig mismunandi næstum þvi fyrir hvern eisnn verkamann, og fer eftir því hvað ,hann vinnur, Þarafleiðandi fyirírfinnast í sam,a fyrirtækinu ýmiskonar launakerfi, sem verðlaun eru greidd eftir. Þegar um viðgerð ir er að ræða, fara verðlaunin oft eftir því hve stuttan tíma V'iðgerðirnar taka. Reglurnar fyrir verðlaununumi eru samdar og settar á í hverju fyrirtæki fyrir ,sig, m,eð hliðsjón. af séreig- ínleikum í framleiðslunni. 1 Sovétríkjunum er til verö- launakerfi fyrír tímavinnu- menn, sem hverg'i er annarsstað- a.r að finna, í heiminum, og' ætti því að vekja nokkura eftirtekt. Það er kunnugt að tími við við gerðir á vélum og efni, sem fer til viðgerðarinnar, hefir geysi- mikla þýð'ngu í hverri verk- smiðju og stórfyrirtæki. Ef vel er g'ert við vél eða rennibekk, á réttum tíma, minkar það slit vélarinnai’ eða rennibekksins, og lengir notkunarmöguleika vélar- innar eða, bekksins. Það sama er að segja um stöðugt éftirlit. véia og rennibekkja. Sameiginleg af- köst vélanna í heild eru komin undir ástandi þeirra og fram- ieiðsluhæfni. Þessvegna er það þýðingarmikið að verkamaður inn skilji og iáti sér ekki gleym- ast, hv.e mikið í. húfi er, að ge'ra fljótt og vel við vélarnar. — 1 Ivanovski-verksmiBjunum, hefir verið komió á launakerfi því, sem fyr va,r getið, þar sem hraði og velvirkni verkamannsins er undirstaða launanna. Það hefir sýnt ágætan árangur. En það er meira en þetta. Einnig er lagt i til grundvallar við launagreiðsl- una að borga ekkert fyrir sjálfa aðferðina, fram. yfir lág tíma- laun, en þá eru aftur á móti greidd laun fyrir þær vinnu- stundir, sem vélin gengur eftár viðgerðina. Þvi fljótar og betur sem, viðgerðin er af hendi leyst, því hærri verða verðiaunin. Því betur og- lengur sem vélin geng- ur því hærri verða, laun verka- mannsíns fyrir viðgerðina. Ef vélin bilar, án þess að viðgerð- armanninum verði gert að ,sök, fær hann 60% af þeim launurn, se;m, ha,nn myndi hafa fengið, ef vélin .hefði ekki bilað. Ef vélin bilar vegna kærule.ysislegrar viðgerðar, fær hann, enga borg un fyrír viðgerðina.. Ef vélin dugar lengur en venjuleg rey.nsla sýnir að vanda, þá fjór faldast launin til viðgerðar- mannsi'ns fyrir þjer klukku stundir,, sem vélin gengur. Þar sem framleiðsla vélarinnar, eft~ irlitið með henni og viðgerðin á henni, er að nokkru leyti k- kvarðandi fyrir laun verka- ma,nns.ins, er rétt a,ð viðgerðar maður vélarinnar njóti launa — - verðlauna — í hlutfalli við dag lega framleiðslu vélarinnar. Meo hverjum hundraðshluta, sem af- köstin stíga fram yfir daglegt meðaltal, hækka laun viðgerð- armannsins, fyrir eftirlit og við- gerð á nefndri véi. Á þennan hátt, eru laun viðgerðarmanns látin ákvarðast af hr,aða við- gerðarinnar, afköstum vélarinn- ar og gæðum framleiðslunnar. Hver viðgerðarmaður hefir sín- ar ákveðnu véla.r og- rennibekki til eftirlits og viðgerðar. Það er því auðvelt, að koma þessu launa- kerfi í framkvæmd. Reyn,slan hefir nú sýnt að þett.a launafyr- irkomulag hefir reynst ágæt lega. Það hefir leitt til dagiegr- ar nákvæmrar aðgæslu með vél- unum og viðgerðiir þeirra eru framkvæmdar fljótt og á rétt- um tíma. Verkamennirnir finna ti með vélum sínum; viðgerðar- maðurinn sér um að vélin vinni vel og bili ekki, með því eykur hann laun sín og hækkar allan hag sameignarríkiins. Sovétstjórninni hefir verið lagt það út til lasts, að öll la,un í ríkinu skuli ekki vera jöfn o. s. frv., eilns, og þessir andstæð- ingar sósíalismans þykjast vita að eigi að vera í sósíalistisku ríki. Þessu er hægt að svara með því, að það verður aldrei í neinu islíku ríki fyr en algert stéttleysi er komið á og menningin er orð- in það jöfn og há, með allsnægt- um allra hluta, ,sem mennirnir þarfnast. Sósíalismi Sovétríkj- anna heldur vonandi áfram að þróast að þessu æðsta marki mannkynsins1, með því. meðal annars að auka framleiðsluna á öllum sviðum. Til þess að þaö get.i orðið er ekki nema eðlilegt að beita þurfi hvetjandi ráðum í framleiðslunni. Launakerfin í Sovétríkjunum eru einn mjög merkilegur liður í þe,ssa átt. Þar getur ekki komið fyrir og er ó- hugisandi eyðilegging þeirra vermæta, sem framleidd hafa verið til þess að þóiknast eigna klíku innan þjóðfélagsins. En slí.k eyðilegging dregur á. eftir sér neyð, hung'ur og bölvun fyr- ir fjöldann. Launakjör fólksins fara síbatnandi með aukinni framleiðslu, þó má segja að þau iséu nú þegar ekki orðin aðalat- riðið í afkomu verkamannsins. Sá verst launaði fær mest frío- indin. Hann fær stöðugt, ný tækifælri til þess að skara fram úr ef þess er nokkur kostur fyr- ir hann. Bölvun atvinnuleysisims er afnumin, og þar af leiðandi það hrygðarástand andlegra skelfinga,, sem umlykur verkalýð auðvaldslandanna. Haraldur S. Norðdald.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.