Þjóðviljinn - 10.03.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.03.1938, Blaðsíða 2
Fimtudagurinn 10. mars 1938. PJOÐVILJINN Æskan ©g lýdræðid. Svar til Jónasar Jónssonar frá Hrifíu Forimaður Framsóknarflokks- ins skrifar í 1. hefti Samvinn- unnar þ. á. alllanga grein urn hina svonefndu Vökumanna- hreyfingu En hreyfing þessi er eins og kunnugt er andlegt af- kvæmi Jónasar Jónssonar og stofnuð í þeim tilgangi að hæna skólafólk að sitefnu hans í landsmálum. Við að lesa alt það hrós, sem J. J. ber á Vökumenn í fyr- nefndri Samvinnugrein, vaknar sú spurning, hvernig á því stamdi að j^fnágætur félags- skapur skuli svo harla, lítið hafa látið á sér bera í félagslífi ís- lensks æskulýðs, því hér er hvorki um meira eða minna ,að ræða, ep arffcaka Fjölnismanna, Jóns Sigurðssonar og ung- mennafélaganan að sögn J. J. Eftir ritsmíð J. J. að dæma eru því ungmennafélögin nokk- uð jem heyrir fortíðinui. til. Hann vill láta »fenna yfir« vit- undina, um tilveru þeirra á svip- aðan hátt og sitt, gamla og géða kjörorð: »Alfc er betra en íhald- ið«, sem hann var að jarðsyngja í áramótahugleiðingu sinni i vetur. Varla er Jónas svo illa að sér að vita ekki að ungpmenna- félögin eru starfandi um ger- valt landið, og að þau héldu sið- astliðið sumar myndarlegfc æskulýðsmót hér sunnanlands. Nei, ekkert af þessu kemur til greina. En það er annað, sein hér stingur upp kollinum. Jón- asi er nefnilega meinilla við að Ungmennafélögini og forystu- menn þeirra skuli ekki fylgja honuimt í blindni yfir til aftur- haldsins og taka upp fjandsan> lega aístöðu tii hinna róttiækari félagssamtaka æskunnar. Þetta kemur líka glögfc fram, þegar garnli maðurinn fer að tægja lopann um stefnuskrá Vökumanna. Stefnuskráratriðið um baráttuna gegn ofbeldisböl inu« er hpnum dýrmætast, en svp nefnir J. J. stefnu þess hluta, alþýðunnar og æskunnar, sem hefir tekið upp merkið sem hann sjálfur yfirgaf og flýði frá, beint í náðarfaðm íhaldsing og Jensenssona. Eg vil ekki efast, um einlægni vökumanna gagnvart lýðræðinu og þjóðfrelsinu. En vel mættu þeir mánnast þess, að þar sem baráttan stendur hörðust u.m þessi réttindamál fólksins, eru sósíalista.r og kommúnistar ekki blédrægir eða fjandsamlegir, heldur standa þeir fremstir í þeirri baráttu eins og dæmin frá Frakklandi og Spáni sýna gleggst. Og það er vafasam.ur greiði við lýðræðið á jafn bættulegum tímnm og þessum, að gera alt sem unt er til þess að efla fjandskap og óvildarhug milli vinstri sinnaðrar æsku. Hinar vaxandi tilhneygingar íhaldsins til fasistiskra vinnuaðferða, gefa æsku landsins og öðrum fylgjendum lýðræðis og frelsis fult, tilefni til gagnkvæms skiln- ings og málefnalegs samstarfs. Allur hugsandi æskulýður veit líka, að alt skraf Jónasar Jóns- sonar um hætitu fyrir lýðræðio frá vinstri, er markleysa ein og hugarórar manns, sem- hefir orðið viðskila við samtíð sína og bugsjónir og þráir nú það eitt að geta neytt ellinnar í inni- legri sambúð með kyrstöóu- mönnunum í landinu. Sú æska á Islandi, sem er fylgjandi lýðræði og vill vernda og efla þjóðfrelsið og menning- una á ao mynda vinstra æslcu- lýðsbandalag. Slíkt æskulýðs- samband gæti samanstaðið af, hinum fjarskildustiu félögum. Hugsjþnin, sem á að tengia æsku ia-ndsins bræðraböndum er að verja lýðræðið og sjálf- .stæði landsins, vernda þann arf, sem við höfum fengið frá feðr- um vorum og efia og rækta alt það besta sem til er með þjóð- inni. Það er talað mikið og1 rætt um hvernig kjör verkamannsins séu og að vísu er það gotf og bless að og mætti jafnvel vera meira af slíku, en það má heldur ekki gleyma því að til eru fleiri stétt- ir sem þurfa að búa við sult og seyru. Sjómannastéttin er ein þeirra stétta sem á afkomu sína mest undir því komna, hvernig viðrar og náttúrlega líka .hvernig fisk- ast. Nú í 3—4 ár hefir afkoma þeirra sjómianna, sem ráðnir eru upp á hlutaskifti verið mjög slæm, því sumir hiuta-sjómenn hafa ekki einu sinni haft nóg til þess að borga, uppihald með, en samt er það nú svo að þeir sjó- menm sem hafa, verið ráðnir upp á kaup hafa ekki haf,t mleira en 4—500 kr., yfir alla vertíðina. Þeir hafa aðeins fengið 4—500 kr. fyrir er.fiðasta og hættuleg- asta verkið sem þjóð vor legg- ur á þegna sína. En það er nú ekki alt toJið þó að kaupið sé talið, því það versta er eftir, og það er aðhlynming sjó mannanna, engin stétrfc á land- inu hefir jafn lélega aðhlynn- ingu og þeir sjömenn, sem búa í hinum minni verstöðvum lands ins, t. d. er það svo, að þó að sjómaður komi rennandi blaut- ur utan úr vetrarkuldánum þá verður hann að láfca sér nægja að setjast að í ísköldu húsi og hátfca í óupphituðu herbergi, sem1 ekki er betra en það að vindur- inn getur leikið sér við að Magnús bðndi á Hrafnabjörgum og Þorvaldur prestur I Saurbæ eltu oft grátt silfur. Þorvaldur hafði hina mestu skemtun af því að koma mönn- um á óvart og gera þá a.ð athlreg’, ekki hvað sist ef margir voru til á- heyrnar. Hann hé^t því n^jög á lofti um Magnás, hvílíkur matmaður hann væri og henti gaman að. En Þorvaid- smjúga í gegnum eina, hliðina og út um aðra. Þetta, verða, flestir sjómenn að hafa og það má nærri geta hvort það sé ,holt fyrir 15—16 ára garnla unglinga að vera á siík- um stiöðum. Sjómannastéttin er ein þeirra stétta, semi á afkomu sína mest undir því komna hvort sá at vinnurekandi, sem hún, er hjá er nískur eða sæmilega greiðug- ur á að borga, kaup. 1 hinum minniháttar verstöðv- um landsins em engin verkalýös- eaa sjómamiafélög til og verður sjómaðurinn því að lúta boði og banni atvinnurekenidanna og þeir eru vanir að nota, sér völd sín út í ystu æsar. Mörg dæmi veit ég til þess að forríkir bátaeigendur láta byggja einhverja húskuimibalda langt frá .sínum villum og láta sjómennina vera þar án þess að þeir tími. að hi,ta þá upp. Aftur á móiti er langtum betra að vera hjá hinum fátækari bátaeigend um, því þá er sjómaðurinn í hans heimahúsi og við hans eig- ið borð og þar líður honum langt um betur heldur en í haughús um stórútgerðarmannsins. Nú er svo komið að hinir fár tæku útgerðarmenn, eru farnir að sligast undir útgerðinni, en aftur á móti þýðir það a.ð stór- útgerðarmennirnir geta þess meira, pínt sjc(mia,nninn., 5. mars 1938. 16 ára unglingspiltur sunnan med sjó. ur átti sína snöggu bletti; m. a. fór orð af þvi að oft væri snautt um björg i bái prests er líða, tók á vet- ur. Það var eitt sinn i bráðkaups- veislu, þar sem margt manna sat ab borðum og báðir voru viðstaddir Þor- valdur í Sa.urbæ og Magnás á Hrafnabjörgum, a,ð prestur gellur við upp ár eins manns hljóði, og seg- ir: -— Hvernig var það annars Magnás, — hvað skildirðu mikið eftir i skyr- sánum á Grund hérna á dögunum? Magnás var hinn rölegasti og svar- aði með hægð: — E-e-mikið var það ná ekki — en prestinn í Sa.urbæ hefði kannske munað um það á átmánuðunum. • • Sá er hin mikla 'orsök stjórnbylt- inga, að á meðan þjóðirnai- taka framförum, þá standa stjórnarskrám- ar í stað'. (Maca.ulay). • • Málaflutningsmaður, sem árangurs- laust hafði reynt að fá afslátt hjá trésmiðnum, kastar peningunum á borðið um le;ið og hann segir: Takið þér við þeim, — en það skal ég segja yður, að þetta eru sannkallaðir blóð- peningar. Trésmiðurinn: Já, en ég held ég verði að hirða þá samt, þér hafib víst ekki aðra. • • Lögin eru eins og köngulóarvefur,, stóru flugurnar fljága, í gegn, þær smáu ánetjast. • • Ekki get ég skilið hvernig forfeð- ur okkar gátu farið að lifa án sím- ans, segir Kalli. Það gátu þeir heldur ekki, þeir dóu allir saman svaraði Frikki. • • A: »Þér segist vera einn á lífi af skiptapa. Hvernig bar það að?« K: »Já, ég skal segja yður það. Ég. varð of seinn til skips«. • • Fundur í kvenfélagi: í fundarlok minti formaðurinn félagskonur á styrktarsölu, sem halda skyldi félag- inu til ágóða: »Enn einu sinni minni ég ykkur á styrktairsöluna okkar á miðvikudaginn. Þetta er tilvalið tæki færi fyrir félagskonur til þess að losna við alt sem, þær kæra, sig ekki lengur um, en vilja þó ekki beinlínis kasta. Og fyrir a,lla muni megi.ð þið ekki gleyma, að hafa mennina, ykk- ar með. Hyer var Petrarca? Hann var einn af frægustu skáld- um ítala,. Fæddur 20. jálí 1304. Dáinn 18. jálí 1374. Hann endur- hóf, ásamt vini sínum Boccaccio, hinar rómversku bókmentir til sí- gildrar frægðar. Ekki aðeins hin fjölmerku latnesku skáldverk hans, heldur sérstaklega, hinar fögru »Sonnettur til La.ura«, sem hann .orkti á ítölsku, hafa, gjört nafn ha.ns ódauðlegt 1 heimi list- arinnar. Ljóð hans hafa, verið gef- in át yfir 300 sinnum. Tilkynning Að gefnu tilefni viljum vér táka pað fram, að farpegarúm með skipum vorum er ekki upptekið nema með einstaka ferðum í sumar. H. f. Eimskipafélag Islands. Guð\miundur Vigfússon. 16 ára sjómaður skrifar Þjóð viljanum um æfi sjómannanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.