Þjóðviljinn - 10.03.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.03.1938, Blaðsíða 4
afs Ny/a T5io s£ Týnda stúlkan Mjög áhrifarík kvikmynd, fjallar um barnsstuld í hefndarskyni við auðugan vopnaframleiðand'a, leikin af hinum alþektu ág'ætu leik urumi • VICTOR McLAGLEN' PETER LORRE, WALTER CONOLLY, JANE LANG o. fl. Úpbo«*girmi Næturlæknir Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98, sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Útvarpið í dag 13.05 Fyrsti dráttur í happ- drætti Háskólans. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku 20.15 Erindi: Um siænska skóla (Friðrik Á. Brekkan rithöf.). 20.40 Hljómplö'tur: Píanólög'. 21.00 Frá útlöndum^ 21.15 Útv.hljómsveitin leikur. 21.45 Hljómplötur: Andleg- tón- list. Iðja félag verksimiðjufólks heldur árshátíð sína á laugardaginn kl. 8i að Hótel Island., Sjá auglýs- ingu á öðrum; stað hér í blaðinu. Samvinnan annað hefti þessa árgangs er nýlega kom;ið út.i Er hefti þetta f jölbreytt eins og Samvinnan er venjulega. Starfsstúlknafél. Sókn heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 9 í Oddfellowhúsinu uppi. Til urnræðu verða venjuleg aðal- fundarstörf og önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Bjarni Björnsson gamanleikari endurtekur skemtun sína í. kvöld kl„ 7,15 í Gamla Bíó. Aðgöno-(Umiðar allir að síðustu skemtun hans seld- ust upp á svipstundu og hefir Bjarni nú vegna fjölda áskorana ákveðið að endurt,aka skemtun- ina enn einu sinni. Skipafréttir Gullfoss var á Þingeyri í gær, Goðafoss er í Kaupmiannahöfn. Búarfoss kom til London í gær, Dettifoss er á útleið frá, Vest- mannaeyjum, Lagarfoss var væntanlegur til Djúpávogs í gær kvöldi frá útlöndum, Selfoss er í Leith, Esja var á Djúpuvík kl. 5 s. d. í gær. Leikfél. Reykjavíkur sýnir hinn ágæta leik »Fyrir- vinnan« eftir W. Somerset, Maug ham í. kvöld kl. 8. Póstferðir á morgun Frá Reykjavík: Mosfellssveit- ar , Kjalarness-, Kjósar-, Reykja ness-, ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður, Seltjarnarnes, Laxfoss til Akraness og Borgar- ness, Snæfellsnesspóstur, Aust- anpóstur. Til Reykjavikur: Mos- fallssveitar-, Kjalarness-, Kjós- ar-, Reykjanessi-, ölfuss- og Flóa- póstar, Hafnarfjörður, Seltjarn- arnes, Laxfoss frá Akranesi og Borgarnesi. Húnavatnssýslupóst- ur. — Hjúskapur Nýlega voru gefin saman í bjónaband, ungfrú Þorgerður Stefánsdóttir og Sigurður Jóns- son frá Brún. •Útgáfufél. Þjóðviljans.* heldur fund í kvöld kl. 9 á Hótel Skjaldbreið. Á fundinum verður fjöldi ræðumanna. Sjá nánar auglýsingu á öðrum stað liér í blaðinu. Tilkynning frá„ Mál 09 menning“ Við .létum í fyrra prenta Vatnajökul og Rauða penna i 800 eintökum umfram tölu félagsmanna. Þessi 800 eintök seldust algerlega upp á þrem til fjórum dögum, öll til nýrra félagsmanna, án þess nokkurt eintak kæmi í bókaverslanir. Nú látum við prenta af Móðirin, fyrstu bókinni í ár 1000 eintök fram, yfir tölu félagsmanna, sem nú er. En svo ört streymir í félagið, að.það má búast við, að Móðirin seljist upp á örskömmum tíma. Við viljum því ráðleggja þeim, sern; vilja ejgnast þessa frægu skáldsögu, að ganga í Mál og menn ing, Vel getur farið svo, að hún komi ekki í bókaverslanir, fremur en Vatnajökull. »Móðirm< kemur út eftir hádegi á föstudag og geta félagsmenn þá vitjað hökarinnar í Heimskringlu, Laugaveg 38. Skemtanaskattur FRAMHALD AF 3. síðu. gœr feld í nd. með 11 atkvceðum gegn 5. Greiddu þingmenn Kommúnistaflokksins og Al- þýðuflokksins, þeir er viðstadd- ir voru, atkvæði með, en Fram- sóknarmenn og noikkrir íhalds- menn á móti tillögunni, en all- marg'ir íhaldsmenn sátiu hjá. 11 þingmenn voru fjarverandi. Vegna fjölda áskorana. verður Alþýöuskeinmtuii Bjarna Björnssonar endurtekin enn einu sinni í kvöld í Gamla Bíó kl. 7,15. Lækkaö verð! Aðgöngumiðar seldir í dag hjá K. Viðar og Eymunds- son kr. 1,50 og 2,00. GamIaJ3io 4| 100 000 dollarar fundnir. Afar skeintileg og spenn- andi amerísk skemtimynd, um gamilan letingja sem finnur 100.000 dollara, Að- alhlutverkið leikur WALLACE BEERY. Leikíél. ReyLj airíkur »FyrÍPviunan« eftir W. Somerset Maugham. SÝNING 1 KVÖLD KL. 8. Lækkað verð! Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 1. Deildarstjórnarfundur verður í kvöld á venjuleguin stað og tíma. Aðalfundur í deildum Kaupfélagsins verða haldnir 10.—22. þ. mán. Fund- irniir hafa verið boðaðir bréflega, en þar sem hugsanlegt er að bréf glatist eða komi ekki til viðtakenda í tæka tíð, þá biðj- um við alla félagsmenn í Reykjavík, SEM EKKI ERU BÚNIR AÐ FÁ FUNDARlBOÐ, að gera skrifstofu félagsins aðvart í dag (fimtudag 10. mars). Reykjavík, 9. mars 1938. Kaupfélag Keyk jaríkur og nágrenni s Vicky Baum. Helena Willfuer 67 »Hvað vantar þig, vinur?« spurði Helena. Hún tók eftii því að hann átti orðið erfitt með andardrátt. »Það þarf alt að koonast í lag — formsatriði-«, hvíslaði hann, syo lágt að varla sikildist;. Hún horfði á hann, kvalin af vanmóttarkend, en svo færðist yfir svip hennar mildi og friður, hún beygði sig fasti nið- ur að andliti hans og fór að tala, — henni fanst sjálfri eins og hún héldi á kerti, og ætti að lýsa honum leið- ina inn í myrkrið, eins og hún væri að fylgja vini sínum síðasta, erfiða vegarkaflann. Andardráttur hans varð óreglulegri og púlsslögin veikari. »Já, — góði vinur, það skal alt komast í lag. Ég vil gjarna verða konan þín, ekki aðeins vegna, »stein- anna«, ekki held.ur Tintins vegna, heldur vegna þess að mér þykir vænt um þig, heyrirðu til mín. Mér þyk- ir svo vænt um að þér skuli líða betur í dag, svona langtum betur. Eg sleppi þér ekki, Kranich, ég held þér föstum, — finnurðu það ekki? Þú skalt lifa, og við skulum lifa saraan. I sumar förum við til Sviss, — og þú skalt fá að kynnast Tintin, og þá verður Tin- tin þitt barn. Þú vilt lifa, — viltiu það ekki? He.yr- irðu til miín, — ég er hérna, fast hjá þér, þú ætlar að lifa, Kranich«. »Já, — lifa«, sagði hann alt. í einu hátt og skýrt, - - en svo var eins og hann liði útaf, hann lá grafkyr, hendin bærðist ekki lengur, — bláu æðarnar sáust taka á sig hinn gulleita lit hörundsins. í sama bili kom læknirinn með kamfórusprautuna ag hjúkrunarkonan með súrefnisboltann, — en Kran- ich bóksali þurfti á hvorugu að halda framar. * * 'I' Heimurinn hans Tintins litla átti upptök sín við húsio, og endi við garðsvegginn, en það sem þar var á milli, — grasflötin, brunn.urinn, blómabeðin, trén dýrin og litirnir, — var óteljandi margt og merkilegt. Þrepin fjögur, frá húsdyrunum og- niður í garðinn voru ótrúlega há og erfið viðureignar í fyrstunni, en eftii að maður varð 4—5 ára urðu þau ekki sem verst, loks var hægt. að taka þau í tveim stökkum. En tréð, sem stóð fyrir utan, gluggann á rannsóknarstofunni, var altaf jafnhátt. Krónan náði alla. leið til himins. Stígvélin hans herra Fabians vc.ru líka þannig gerð, að þau héldu altaf virðuleik sínum, hvort: sem herra Fabian var að stinga upp garðinn, skifta rófum og kartöflum imiilli marsvínanna í kjallaranum, eða. laga til alla þá merkilegu hluti, sem var að finna í til- raunastofunni. Það breytti eng,u um þá rótgrónu virð- ingu Tintins fyrir herra Fabian þó að prófessorinn öskraði dögum oftar: »Fabian, þú ert ljóti asnakjálk- inn«. Herra Fabian átti í fórum sínum alt það sem Tintin gat til hugar komið aö girnast: Epli, seglgarn, húsakubba og allskonar verkfæri,. Hann átti líka smásjá, sem maður mátti horfa í, hvenær sem mann langaði til, en í smásjá hinna fékk maður ekki að horía í nema. einstöku sinnum við hátíðleg tækifæri. Herra Fabian átti líka. glerhylki og í, glerhylkinu var skúta með fullum seglum. Og svo kom það besta. Það var herra. Fafoian, sem hafði gefið Tintin þá dýrðleg- ustu gjöf, sem. hann hafði nokkurntíima fengið, en það var hann Pési litli, svolitil mjúk og góð kanina. Herra Fabia.n var næstum því eins góður og guð. En í heim Tintins vantaði ekki »ljóta karlinn« — hann var þa.r í. mynd prófessors Köbbellins, — það var dutilungafullur og óútreiknanlegur »ljóti karl«, og hagaði sér oft eins og það væri íianti, en ekki Tin- tin, sem ætti garðinn, grasflötina, brunninn og það alt saman. Þá var farið inn með Tintin, og honum sagt að vera stiltur. Eh ljóti karlinn labbaði fram og aftur um allan garðinn, með hendur fyrir aftan bark og sloppinn hneptan á ská. Tintin var sag't, að próféssorinn yrði að hafa næði til að hugsa. Og þao var ekki það eina, sem. var skrítið í þessu húsi. Stund- um var alt eins og vitlaust, allir á hlaupum og eng'inn hafði tíma til neins. Prófessorinn skannmaðist og Mali — en svo nefndi Tintin mömmu sína, — kom hlaup- andi upp stigaxm imeð f jögur tilraunaglös milli fingra sinna. I Röntgenstofunm var sífeldur niður, ef mað- ur gæg'ðist inn um dyragættina að rannsóknarstof- unni, sáust hjól á fleygiferð og sjóðandi, í'júkandi va.tn í skálum. Meira að segja hann Mitsuro frændi var æstur, hann kem þjótandi neðair úr kjallaranum og á. eftir kom herra. Fabian þaðan út með litlar, dán- ar, hvítar mýs á reku, og gróf þær í garðinum. Sto •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.