Þjóðviljinn - 19.03.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.03.1938, Blaðsíða 2
Laugardagurinn 19. mars. 1938 ÞJÖDVILJINN Fundurinn í Gamla Bíó í gær Fyrirtæki I Englandi ha.fa í seinni tíð aukið mjög lánsverslun sina, ti,l þess að auka sölu á vörum, sem anna'rs myndu ekki ganga lit, vegna hinnar síminkandi kaupgetu almenn- ings þar í landi, vegna atvinnuleysis og aukinnar dýrtíðar En þessum auð- fyrirtækjum gengur alt annað en góð- menskan til, er þau selja vörur meó afborgunum, enda hafa þau trygt sér lögverndaðan rétt til að getai tekið hina seldu hluti þegar í stað án end- urgjalds, ef kaupandinn dregur að borga, þó að ekki sé nema eina af- horgun. Miss Wilkiiison, þingmaður Verka- mannaflokksins enska, sagði þannig frá eftirfarandi atburði í þingræðu nýlega: Fátæk kona, keypti hjá fyrirtæki c-inu húsgögn upp á þessa ijlræmdu afborgunarskilmála. Húsgögnin 'kost- uðu alls um 560 krónur. Hún hafði þegax greitt með afborgunum nálægt 520 krónur, en ga.t svo ekki greitt hæstu afborgun. Fyrirtækið stefndi henni fyrir þessa 40 króna skuld, og rétturinn úrskurðaði, að henni bæri að greiða þær þegar í stað, og auk þess 140 krónur í málskostnað. Petta gat konan vitanlega ekki greitt, og dag einn, meðan hún var utan húss, kom vöruflutningabíll og sótti öll húsgögnin, er hún hafði keypt, og tók auk þess aðra innanstokksmuni, eftir áætlun fyrirtækisins upp í málskostn- aðinn. Slíkir hlutir gerast daglega í Englandi. Mörg þessi fyrirtæki leigja sér fyrverandi hnefaleikamenn tii þess að sækja þannig húsgögn og aðr- ar vörur til kaupenda, sem hafa ekki getað staðið nákvæmlega í skilum um afborganir. Þessir boxarar beita fólk- ið oft og tíðum ofbeldi, ef það vill ekki láta sér lynda. það hróplega ranglæti, að tekin séu af því endur- gjaldslaust húsgögn eoa annað, sem eru nærri þvl fullgreidd. • • JSjarni: »Heyrðu, Jón, hvaða ílokki ert þú að hugsa um að fylgja í ár?« Jóu: »Það veit ég sannarlega ekki en i Bændaflokkinn fer ég ekki þvi að ég hefi aldrei séð eins mikið af skemdum kartöflum, eins og ég hefi fengið í ár«. • • Hásetinn: »Við höfum fundið far- miðalausan mann í einum björgunar- bátnum«. Skipstjórinn: »Hversvegna hefir hann einmitt falið sig í björgunar- bátnum?« Hásetinn: »Hann segist hafa veðj- að um það, að hann skyldi fara yfir Atlantshafið í opnum báti«. • • Striðsgróðamaður hafði geypt sér barónstitil og jafnframt stóran herra- ga,rð. Þar lét hann gera grafreit skrautlegan. Þegar grafreiturinn var fullbúinn, sagði stríðsgróðamaðurinn við sonu sína.: »Nú er grafreiturinn okkar til taks, og ég vona, að við fáum a.llir að hvílast hér einhvern- tíma, svo framarlega, sem guð lofar okkur að lifa«. • • Spákonan (við biðil dóttur sinnar): »Nú, svo að þér hugsið til þess að Er Álþýðublaðið xneð eða móti iimtöku verk- lýðssambands Sovct- ríkjanna í Amsterdam- sambandið? Nýleg'a kom f.regn í Alþýðu- blaðinu um að verklýðssamiböml Norðurlanda hefðu mælt á móti ]jví að verklýðsssamband Sovét- ríkjanna væri tekið inn í Amst- erdamsambandið. Fyrirsögnin á fréttinni gaf t,il kynna að Al- þýðublaðið væri síst að hal’ma þetta. J^jóðviljinn vill hérmeð skora á Alþýðublaðið að. segja hvort það sé. með eða móti því að verk- lýðssamiband Sovétríkjanna sé tekið inn í Amsiterdamsamband- ið. Vinnustöðvun Sveinasam bandsins FRAMHALD AF 1. síðu. kljúfa sig út úr saimitökunum og vinna, hjá sér. 1 fyrradag komst Sveinasam- bandið á snoðir um það, að Sveinbjörn væri búinn að fá til vinnu svein úr Hafnarfirði. 1 gær komu svo fulltrúar Sveina- sambandsins ,á vettvang og stöðuðu vinnu við húsið. Sveinasamband byggingar- manna hefir þannig borið sigur af hólmi, þó að nokkrir tré- smíðameistarar hafi reynt að sundra samitökunum. eignast dóttur mínai — En hverjar eru framtíðarhorfur yða.r?« o • Sjóræningjar hertóku eitt sinn Díó- genes og seldu hann mansali; kallaði hann þá háðslega: »Hver vill kaupa sér húsbónda.?« FRAMHALD AF 1. síðu. — Sjómennirnir hafa sýnt að þeir eru fylgjandi leið Komrnún- istaflokksins um baráttu gegn þeirri árás á verklýðshreyfing- una, sem felst í samþykt þving- unargerðadóms. Benti hann á hættuna á að haldið yrði áfram á þessari þvingunarbraut. Slík leið hlyti að enda í fasisma. Ein- mitit nú er úrslitstund fyrir ís- lenska verkalýðshreyfingu. Nú verður úr því, skorið bvort verk- lýðnum tekst; að stöðva fram,- sókn íhaldsins, er þao byggir á undanlátssemi Framsóknar- flcikksins. Kommúnistaflokkurinn hefir átt frumkvæðið að því, að reyna að sameina alla, verklýðshreyf- inguna til kröftugra mótmlæla. Ef v e rk al ýóurinn tekur til sinna ráða, geitur ekkert brotið vald lians á bak aftur. öllum ræðunum var mjög vel tekið; eftir ræðu Einars Olgeirs- sonar ætlaði •fagnaðarl.átunumi aldrei. að linna,, Enginn, siem, var á þessum fundi eða fundi Sjó- mannafélagsins, efast umi það að verkalýðshreyfingin ætiar sér ekki að taka þegjandi á hverju sem að henni er rétt, en verja réttindi sín ti.1 liins ýtrastia. Eftirfarandi tillaga var bor- in upp á fundinum og samþykt í ein,u hljóði: »Opinber fundur haldinn í, Gamja Bíó, föstudaginn 18.' mars 1938, a.ð tilhlutun Komm- únistaflokksins, mótmælir harð- lega sam'þykt Alþing'is á þving- unargerðardómi í sjómannadeil- unni. Telur fUndur.inn að með samlþykt þessa gerðadóms sé framið slíkt gerræði gagnvart verklýðshreyfingunni í landinu að hún ,á enga.n hátti geti þolað slíkt mótmælalaust, Fundurinn skorar því á öll verklýðsfélög í bænum að mót- mæla þessari óhæfu, með sam- eiginlegum ráðstöfunum. Ennfremur lýsir fundurinn fylstu sarnúð sinni með hinni á- kveðnu baráttu sjómanna fyrir réttmætum kröfum, þeirra og' gegn gerðardámslögum aí'tur- halds,ins«. Sjómannafélagsfand- urinbi í Nýja Bíó. FRAMH. AF 1. SIÐU. skipih', fyr en niðurstöður gerða- dóms væru kunnar. Ennfremur skýrði hann frá því að stjórn fé- lagsins mundi, ekki tilnefna mann í gerðaridóminn, eins og til er ætíast í lög.unum um dóminn. Bjþrn, Bjarnason lagði frain viðbótartillögu við tillögu stjórn- arinnar um það að verkfallið stasði þar til félagið hefði tekið ákvörðun um, niðurstöður gerð- ardómsins. Einnig lagði hann fram tillögu um, að skora á verk- lýðsfélögin hér og í Hafnarfirði, að bcða, eins dags mótmælaverk- fall gegn gerðardómnum, tiil að sameina þannig baráttu verka- lýðsins gegn þessu gerræði, Þó unidarlegt megi virðast lagðist stjórn, félagsins gegn þessurn tiJlögumi, og taldi enga þörf á því að draga fleiri félög inn í deiluna. Viðbótartillaga Björns var þá samþykt með öll- umi íitkvæðum, en seinni tillög- unni tókst stijórninni að vísa, frá atkvæðagreiðsJu, með dagskrá. Þessi, einkennilega afstaða sjó- man n af élagsst jórnarinn ar m,á þó á engan hátt verða til þess að draga úr baráttu annara verk- lýðsfélaga gegn gerðardóms- hneykslinu, því nú ríður á því að verklýðshreyfingjn sýni mátt sinn. Iðrandi landráðamenn? I Morgunblaðinu lesum, vér: »Ein.angrun Islands og fjar- lægð frá öðrum þjóðum veldur því, að alþýða, manna er sein til að átta sig á íhlutun erlendra þjóða um lslandsmál«. Lesandann rekur í rogastanz. Að vísu er þetta hverj,u orðí sannara. Það, sem lesandinn fær ekki áttað sig á, er aðeins hitt, að einmitt Morgunblaðið skuli nú tekið að vekja athygli á þeirri hættu, sem þjóðinni stafar af íhlutun erlendra ríkja. Þjófur- inn leiðir ekki viljandi athyglina, að sjálfumi sér. Þessvegna undr- ast lesandinn og minnist þess, að það var einmitt Mgbl., sem til skamms tíma gekk undár nafn,- inu »Dan.ski Moggi«, vegna þess, að því var að miklu leyti haldið úti af dönskum auðkýfingum. Hann minnist þess, að það voru Islendingarnir, sem að Morgun,- blaðinu standa, er hér um árið skoruðu á yfirmenn danska her- skipsins Islands Falk að senda her í land til að skjóta á reyk- víska alþýðu. Að vísu, hugsar Jesandinn, eru þessir Islending- ar að mestu htættir að leita sér fulltingis hjá dönskum kapítal- istum, en því flatari hafa þeir að undanförnu skriðið fyrir hin- um þýska nasisma, eins og sá, sem jafnan er rneiri vin.ur þess sem. sterkari er. Hverju sætir, að þeir skuli sjálfir farnir að vekja athygli á þeimi háska, sem af þessu starfi. þeirra stafar? Vér höldum áfram; að lesa: »En fjarlægðirnar í heiminum, eru orðnar viðráðanlegri en áð- ur var. Það, sem fyrir nokkrum árum voru taldar óraleiðir, er nú flogið fám klukkustundum. Island er ekki eins afskekt, eins og það var«. Er þetta ekki dagsatt, hvert orð? Minnumst vér þess ekki, þegar flugvélaflöti Balbos, sem nú er að brjóta og brenna borg- irnar á Spáni, flaug hér yfir landið í því skyni að afla sér hernaðarupplýsinga? Þá var þessum morðvélaflota að vísu tekið með þvílíkum fögnuði af Islendingum íhaldsflokksins, að slíks þekkjast vart dæmi hér á landi. Hafa ekki þýskir fasistar undanfarið verið að fljúga hing- að til lands og snuðra um eitt og annao, og hvenær hefir Morg- unblaðið kunnað sér læti af fögn uði, er einhver þessara spæjara hefir lent hér? En hvers vegna ar Morgunblaðið annars að fletta ofan af öllu þessu? Er það af því — getur það verið — að land- ráðamennirnir íslensku séu farn ir að iðrast, synda, sinna? »Þetta breytir miklu um það, hvernig framandi þjáðir kunna að líta til lands vors«, heldur Morgunblaðið áfram. Já, vafalaust. Það er ekki aö efa, að hinar bættu samgöngur hafa sannfært ýms erlend her- veldi umi, að vel myndi svara. kostnaði að ná tangarhaldi á Is- landi til að geta hagnýtt sér a,uð- lindir þess og fiskimið. Dæmin sanna þetta. Hafa ekki þýsk her skip verið að læðast hér um- hverfis alt landið og mæla upp strendur þess? Hafa þau ekki legið tímum saman inni í Hval- f'irði oig kortlagti hann og rann- sakað, hvernig hann sé til þess fallinn að vera herskipalægi? Hefir ekki nasistastjérnin, hér á landi, eins og í öllum löndum öðrum, og þó sérstaklega hér í Reykjaví.k, heilan herskara af þýskum njósnurum, sem starfa í samvinnu við íslenska nasista, í þágu nasistaríkisins, meðal ann ar.s með því að kæra íslenska menn fyrir þýskum yfirvöldurn fyrir andnasistískt hugarfar? — Já, alt þetta er vitað. Þess vegna verða skrif Morgunblaðsins ekki skilin öðru vísi en, svo, að ís- lenska, ylfrstéttin sé farin að ótt ast afleiðingarnar af makki sínu við erlend fasistaríki, farin að iðrast allrar sinnar landráða- starfsemi, iðrast spönsku mút- anna, Gismondimútanna, land- ráðsamniingsins við þýska nas- ista o. fl. o. f'l. Hún er farin að iðrast synda smna gagnvart sjálfstæði þjóðarinnar. Mergunblaðið: »En, sem sagt, alþýoa, inanna hér á landi, er enn ekki búin að átta sig hve mikl- ar breytingar hafa hér orðið á«. Þetta eru orð í. tíma töluð. — Lesandinni sanmfærist æ betur um, að hér sé það samviska föð- urlandssvikarans, sem talar. Að öllu athuguðu eru þö forystu- menn. hinnar ísJensku yfirstétt- ar orðnir hálfgerðir Islendingar, þrátt fyrir hin erlendu nöfn og- hið erlenda ætterni. Hér á landi hafa þeir vaxið upp flestir og fitnað, hér hafa þeir safnað auði sínum. Þetta land hefir reynst þeim vel. Það hefir veitt þeim nóg af verkamönnum til að arð- ræna, nóg blóð að sjtúga, nóg af svitadropum til að breyta í gló- andi gull. Eftir alt saman er þessumi mönnum lí.klega hlýt-t til landsins eftir alt saman miun þeim vera ant um sjálfstæði þess Og hafi í hug’a lesandans verið eftir nokkur vafi um þetta, hverfur sá vafi að fullu, er hann les frá.mhaldið: »Þessvegna horfa margir s.ann ir og þjóðhollir menn enn í dag með afskiftalausu tómlæti á, að eitt af einræðisríkjumi heimsins er farið að seilast hér til'áhrifa, og það sva, að ófeimnislega er farið með<L Hér er ekki um að villast. Sem diplómatiiskt blað forðast Morg- unblaðið að nefna hið erlenda einræðisríki með nafni. En les- andinn á auðvelt með að ráða í,. hvert það muni vera. Ekki Eng- lan,d, því að það er nú móðins að kalla það Jýðræðisríki. Varla Italía, því að hún hefir nú öðr- um hnöppum að hneppa. Fráleitt Japan, svo fjarlægt sem það land er. Og hin smærri, einræð- isríki hafa, naumast bolmagn, til landvinninga yst í norðurhöfum.,’ Það er auðvitað Þýskaland, liugs ar lesandinn, sem Morgunblaðið- á við, enda, ætti það blað gjörst að vita um þá hætitu, sem Is- landi stiafar þaðan. Það eru vafalaust atburðirnir í Austurríki, hugsar lesandinn, sem opnað hafa augu íhaldains hér, fyrir þeirri ógurlegu hættu, sem öllum smáþjlóðum, stafar af hinu vilta Jandvinningaæði fasismans. Ihaldið er farið að sjá það, sem allir sjá, 'að næst ráðast nasistar á Tckkóslóvakíu, FRAMHALD A 3. SIÐU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.