Þjóðviljinn - 24.03.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.03.1938, Blaðsíða 2
Fimtudagurinn 24. mars 1938. PJODVILJINN Franska íhaldsblaðið ^Temps' um málaferlin i Moskva. Það eru ekki nema heimskustu afturhaldsblöðin, er halda áfram tröllasögunum um Sovétríkin. Fréttarit. »Temps« í Moskva skrifar blaði sínu: »Pessi Trotskistamálaferli, eins og þau í fyrra, hafa verið skýrð á ýmsan ólíkan hátt. Ein þessara, skýringa virðist oss þó ekki hafa við minstu rök að styðjast, en það er sú skýring,, að málafeilin séu að öllu leyti setfc á svið utan um ósannar á- kærur. Að vorum dólmi eru á- kærurnar í mörgum greinum óvéfengj anlegar .... Að vo.ru áliti er það mjög svo sennilegt, að fjandmenn Stalins hafi ein- mitt notað sér roetnaðargirnd Tukatijefskis marskálks — enda þótt þeir hefðu vantrú á hinum bónapartísku fyrirætlunum hans — alveg eins og var á keisr aratímunum, þegar hin ýmsu keisaraefni notuðu sjálfar líf- varðarsveitir keisarans, sem að völdum sat, til þess að koma hon um frá. Samsæri, spellistörf og ofbeldisverk virðast oss vera þau aðalatriði ákærunnar, sem hafi við meiri eða minni rök að styðjast ..» Það er ekki ólíklegt., að hinir Aðalfundur í »Skjaldborg«, félagi klæö- skera. var haldinn nýlega. Þess- ir voru kosnir í stjórn: Helgi Þor kelsson formaður, Daníel Þor- steinsson gjaldkeri og Jóhanna Hannesdóttir ritari. Þá voru enn íremur kosnir fulltrúar á Al- þýðusamibandsþing og hlutu þess ir kosningu Reinhardt Rein- hardtsson, Haraldur Guðmunds- son og Helgi Þorkelsso.n. ákærðu trotskistar hafi, eins og Franco á Spáni, leifcað hófanna hjá nokkrum erlendum ríkjum1, áður en þeir gengju til sjálfra. framkvæmdanma. Það er satt, að slík sambönd við erlend ríki, nægja frá, lögfræðilegu sjónar- rniði til að grundvalla ákæru um landráð og samsæri gegn öryggi ríkisins og láta stimpla hina ákærðu sem glæpamenn, sem unnið hafi til þyngstu refsinga lagamna, alveg eins og Franico, ef honum hefði mistekist upp- reisnin, hefði verið skotinn að tilhlutun hinnar lögmætu spönsku stjórnar«. Það er afchyglisvert, að blaðið, sem hér talar, er eitt, helsta íhaldsblað Frakklands, blað, sem hingað til hefir borið það fram blákalt, að hin fyrri, málaferli hafi verið glæpsamlegur skrípa- leikur. Með tálliti til þess, er ekki að vænta, að blaðið segi meira en að ákærani sé »í mörgum greinum« óvéfengjanleg og að »ýms afcriðk hafi við rök að styðjast. En þetta, er þó þegar þýðingarmikil viðurkenning og sýnir greinilega, í, hvern vanda burgeisablöðin eru yfirleitfc kom- in mieð tilraunir sínar til að þvo Trotsky og glæpahyski hans af öllum sökum, Fræðslustarfsemi sovétvina víða um lönd hefir nú þegar orðið það ágengt, að bur- geisablöðunum stoðar ekki leng- ur að bera á borð fyrir lesendur sína aðrar eins tröllasögur um málaferlin í Moskva og þau hafa áður gert. Almenningur allra siðmentaðra, þjóða er hættur að trúa slíku. Ef til vill hefir hinn »hysteríski« áhugi burgeisablac- anna á því að koma á, framfæri öllumi þessum Bakkabræðrasög- um ekki átt minstan þátfcinn í að opna augu hinna greindari les- enda fyrir því, að ekki gæti hér alt verið með feldu. Hér á landi. er þessu lí.kt farið, því að hér- lendir lesendur munu síst vera ógreindari en annarsstaðar. En hitt má fullyrða, að óvíða munu vera, til eins heimskir blaðamenn og hér eru starfandi hjá bur- geisablöðunum, enda halda þau áfram uppteknum hætfci um Rússlandsskrif sín, steinblind á það, að þorri lesendanna er löngu hætfcur að fcrúa fjarsfcæð- um þeiirra. 8æluvika Skagfirdinga Svonefnda sæluviku Skagfirð- inga, er stóð yfir 7.—14. þ. m. sótfcu um 11 hundruð manns — þa,r á meðal allmargir utanhér- aðsmenn. — Hákon Bjarnason, skógrækt- arstjóri flutti þrjú erindi — eitt um jarðmyndun, annað um. skóg' rækfc og þriðja, um mæðiveikina og varnir gegn henni. Það erindi var flutt í sýslunefnd og bænd- um boðið að hlusta á það. — Séra Helgi Konráðsson flutti er- indi um bækur og lestur bóka og bókasöfn. Séra Lárus Arnórs- son flutfci erindi um skólamál og mentun. Ölafur Jónsso.n ráðu- nautur Búnaðarsamb. Skaga- fjarðar flutti, erindi um breytfca búnaðarhátfcu. Umræður urðu FRAMHALD Á 3. SIÐIj A: »Heyrðir þú skruggurnar i nótt?« lí: »Nei, en af hverju vaktir þú mi'g ekki, þú veist þó að ég get ekkí sofi,ð þegar skruggur ga.nga«. • • Lækni,rinn var að skoða. sjúkling sinn og segir við mann, sem fylgdi honum inn á lækningastofuna: »Sjúkl ingurinn hefir farið úr kjálkaliðnum. Vitið þér nokkra. ástæðu til þess«. »Þetta kemur mér síst á óvart. Maðurinn var heima hjá mér og ég las fyrir hann kafla úr leikritinu mínu«. • • liinbrotsþjófurinn: »Þú kemur of seint. Við mæltum okkur mót kl. hálf tólf«. Annar innbrotsþ,jóiur: »En ég hafði steingleymt númerinu á húsinu svo að ég varð að brjótast inn 1 öll hús- in við götuna til þess að finna, þig«. • • Filmstjarnan (við þernuna): »Hvað hefir þú gert af augabrúnunum mín- um. f gær týndir þú augnahárunum og svona getur það ekki gengið leng- ur«. • • Dómarinn (við sökudólginn): »Hvernig stendur á yður, herra?« Sökudólgurinn: »Ég kom hingað með lögregluþjóninum«. Dómai'inn: »Voruð þér drukkinn?c Sökudólgurinn: »Nei, hann var drukkinn«. Dóinarinn: »Þér fáið 6 dollara eða tvegg-ja mánaða fangelsw. Sökudólgurinn: »Þá ætla ég heldur að taka dollarana«. • • Miss Nelly segir við vinkonu sína: »Ég gæti best trúað því, að hann Mac vildi giftast mér. Hann sagði í gær að sér þætti ég fallegust í ein- földum og ódýrum kjól«. • • Elsa litla kom heim til frænku sinnar sem hún dva.ldi hjá um tfma. »Ef mér verður boðið eitthvað, á ég þá að borða. tertuna með skeið?« »Já, góða mfn, það áttu að gera«. »En getur þú þá ekki gefið mér tertu til þess að æfa mig á?« • • Ir.nfædd kona, í Salisbury í Suður- Afríku hefir eignast 7 börn á einu ári. Fyrst ól hún þríbura, sem lét- ust allir og áður en árið var úti hafði: hún alið aftur fjórbura. Þrfr af fjór- burunum lifðu, tveir drengir og eiix stúlka. • • Tengdamóðirin lá veik og tengda- sonurinn, sem var hagsýnn maður fór til læknisins og gerði við hann samn- ing um að greiða, honum 20 dollara. ef hann læknaði, kerlinguna eða kæmi henni fyrir kattarnef. Læknirinn gekk að þessu en svo óheppilega. vildi til að tengdamóðiriu andaðist, og læknirinn sendi tengda- syninum 20 dollara reikning. Tengdasonurinu: »Þennan reikning greiði ég ekki«. Læknirinn: »Það var svo um samið að þér greidduð þessa. upphæð og ég mun því leita réttar míns íyrir dóm- stólunumc. »A11 right«, segir tengdasonurinn. »Farið þér til dómarans, og sanniö a,ð þér hafi.ð unnið fyrir peningunum með því að lækna tengdamóður mína eða gera út af við hana. Það getur dregist fyrir yður að sanna, að þér hafið lækna hana, um hitt skal ég ekkert segja«. Yfirlýsingar og aulaskapur Eftir Göngu-Hrólf. »Eggjaði skýin öfund svört, upp rann morgunstjarna. Byrgið hana hún er of björt helvítið að tama<. St. Th. Það er eitt, sem er sérsfcaklega einkennandi fyrir miðstjórnar- fund Framsóknarflokksins. Og þetta eitt er hvað sumum leið- andi mönnum flokksins er um- hugað uml það, að þvinga bænd- ur tál a.ð gefa yfirlýsingar um hitt og þetta, ,sem þeir eru ekki samþykkir. En íslenskir bændur er.u yfir- leitfc engin fífl og löngun þeirra til að kyssa á vöndinn er líka að þverra, svo þessar yfirlýsingar, sem fásfc í gegn eru í höndum foringjanna annaðhvort mark- leysa, eða beinlínis vopn á þá sjálfa. 1 fyrra kom frá fundinum yf- árlýsing í, Laugavatnsmálinu, sem átti að vera plús fyrir flokk- inn, en var þannig að enginn hefði getað fengið vit út úr henni hvaða flokki sem hann hefði tilheyrt. Nú kemur önnur írá, fundinum í ár, sem hljóðar svo: »Fundurinn fordæmir al- veg sérstaklega pólitíska starf- semi þeirra manna, sem leita til erlendra valdhafa effcir fyrir- komulagi um íslensk stjórnmák. Þetfca er harmagrátur hins huglausa smáborgara, sem ekki hefir kjark til að leysa vanda- málin. Þetta er hinn banvæni þjóðernishroki, sem hefir best rutt fasismianum braut. Þessari yfirlýsingu er eins og allir vita beint til Kcimmúnistaflokksins, nýtt móðursýkisform urn Moskvahættuna. Það átti að þegja Kommúnistaflokkinn í hel, en nú er birtan um hann orðin svo sterk, að nátttröllin í Framsóknarflokknum, eru farin að fá ónotalega glýju í augun og heimta, að hún s,é byrgð. Nú skulum v'ið athuga þessa yfir- lýsingu dálítið nánar. Ég mun ekki frekar en aðrir kommún- istar afneita þeim þjóðlegu verðmætum sem. við eig.um, sem, hafa staðist dóm sögunnar og' ljós þekkingarinnar, þeim verð- mætlum, sem spegla, eða endur- spegla mannlegan og félagsleg- an þroska. En aftur á móti munu kommúnistar ekki h’ika við að sækja form hins félags- lega þroska, þó þau liggi ufcan landhelginnar. Við munum aldrei hika við að leysa þess,a þjþð úr ánauð, þó við þurfum á heimsenda til að sækja kraftinn til þess. En við eigum ekki þann þjóðlega þroska, að þykja lús- arbitið só/mi ef það er íslenskt. Nú vil ég spyrja þessa þjóð- legu pólitíkusa.. Er ekki þetta þjcðfélag okkar að mestu leyti bygt, effcir erlendri fyrirmynd og er ekki altaf verið að breyta því eftir erlendri fyrirmynd á hverju einasta á,ri af þessum mönnum, sem nú stjórna og gefa út þessa yfirlýsingu. Við þessu væri náttúrlega ekkert að segja ef þessi innflutningur hefði var- anlegt o.g þjóðfélagslegt gildi. Hversvegna va,r Jónas frá Hriflu að mynda pólitískan flokk um samvinnustefnuna, al- útlenska stefnu. Og hversvegna hefir hann verið á þönum um álfuna þvert og endilangt, að leita að fyrirmyndum að ís- lenskri pólitík. Hann hefir sí og æ vifcnað til valdhafanna í Frakklandi, Svíþjóð og ég tala nú ekki um hið gullvæga lýð- ræði í Englandi. Skárri eru það nú þjóðlegheitin., Varla hef- ur Jónas verið að hnííla vini sína í Alþýðuflokknum, sem sækja öll sín ráð til sænsku kratanna um hvernig skuli stjórna, málum íslenskrar al- þýðu. Það væri fróðlegt að fá skýringar á því hversvegna ís- lenskur fjármálaráðherra er að gefa Bretum yfirlýsingu um að íslenska ríkið skuli ekki taka fleiri lán. Hvað varðar ensku valdhafana. um það hvort við tökum lán eða ekki. Hversvegna var ekki Kveldúlfur gerður upp. Islenskur banki, enskt kapítal. Drottinn þekkir sína og það gerir breska auðvaldið líka. Banikastjórnin og breska auð- valdið skipar, bjargið Kveld- úlfi, látið alþýðuna bo.rga og Framsókn beygir sig í auðmýkt og semur sérstök lög um að vernda Kveldúlf. Hafi bændur nokkuð meinfc með yfirlýsingunni, þá nefir þao verið aðvörun til þeirra manna, sem stjórna eftir skipun er- lendra valdhafa, móti hagsmun- um þjóðarinnar. Islenskir bændur fordæma Sjálfstæðisflokkinn, sem altaf hefir verið einhuga um, það, að . sækja sér erlenfc kapítal til að undiroka íslenska alþýðu. Is- lenskir bændur fordæma þá menn í Framsóknarflokknum,, sem hafa látið erlent vald skipa sér fyrir verkurn og vilja, hrinda flokknum út af sinni uppruna- legu braut. Islenskir bændur fordæma líka þá menn í Alþýðu- flokknum., sem hafa að dæmi er- lendra valdhafa rekið þá æfin- týrapólifcík, sem rufct hefir fas- ismanum braut. En íslenskir bændur m.unu ekki fordæma kommúnista eða aðra þá, sem vilja að dæmii erlendra og inn- lendra manna gefa, þjóðinni þau vaxtar- og menningarskilyrði, að hún verði frjáls í orðsins fylstu miei’kingu. Göngu-Hrólfur.,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.