Þjóðviljinn - 24.03.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.03.1938, Blaðsíða 4
Sjs Ný/öiriib sg Lloyds í London Framúrskarandi skemtileg og fróðleg mynd sem á mjög áhrifamikinn hátt sýnir æsku- og uppvaxtarár vim anna, Horatio Nelsons, sjó- hetjunnar og Jónatans Blakc forstjóra Lloyds of London. Aðalhlutverkin leika: MADELEINE CARROLL og TYRONE POVERS. Leikíél. Reytjayíkur .,Skírn sem segir sex4í gamanleikur í 3 þáttum eftir Oskar Braaten. V FRUMSÝNING I KVÖLD KL. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Frábeknir aðgöngumiðar sem ekki hafa verið sóttir fyrir kl. 2 seldir öðrum.' KETKJAVíKUBíVNNALX. H.E. Uevyan „Foraar Wif verður sýnd annað kvöld kl. 8 stundvíslega. 14. SÝNING. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kh 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. Frá kl. 3 daginn, sefir leikið er verður venju- legt leikhúsverð. þlÓOVIUlNN Úr bopgtnnt Næturlæknir Kristján Gunnarsson, Hverf- isgötu 39, sími 2845. Útvarpið í dag 8.45 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Þýskukensla. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.10 Veðurfregnir. 19.30 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.15 Frá útlöndum. 20.30 Kvöld kennaraskólans: Er indi, upplestur, söngur, hljóð- færaleikur. 21.50 Hljómplötur: Andleg tón- list. 22.15 Dagskrárlok. »Fornar dyggðir« verða leiknar annað kvöld kl. 8 stundvíslega í. Iðnó. Hefir revía þessi verið leikin 13 sinn- \im fyrir troðfullu húsi, og að- göngumiðasalan gengið mjög ört og aðeins.- fáir miðar verið óseld- ir klukkan þrjú daginn, sem leik ið var, en eftir þann tíma hafa þeir verið seldir með venjulegu leikhúsverði. Harðar orustur á Aragouíu- v í gstöðvunum Uppreisnarherinn hefir nú sótt fram. um nokkrar mílur veg- ar suður á bóginn frá Huesca. Ruddi hann sér leið með ákafri stórskotaliðsárás. Stjórnarher- inn viðui’kennir að hafa orðið að láta undan síga alstaðar nema á einum stað, þar sem hann seg- ist hafa borið sigur úr býtum. Samkvæmt opinberum til- kynningum stjórnarinnar í, Bar- ceMna fórust rúmlega 920 manns í loftárásum sem gerðar Dr. Niels Nielsen flytur þriðja háskólafyrirlest- ur sinn í dag kl. 5 í Oddfellow- húsinu. Efni: Rannsóknarstöðin á Skallingen. Bakarasveinafélagið heldur fund í Baðstofu iðnað- armanna, kl. 8 í kvöld. V örubílastöðin »Þróttur« heldur almennan fund fyrir meðlimi sína í kvöld kl. 8i í Kaupþingssalnum. Árshatíð samvinnumanna verður hald- in að Hótel Borg, laugardaginn 26. mars og hefst með borðhaldi kl. 7.30 sáðdegis. Fjölbreytt skemtiskrá. — Aðgöngumiðar verða ekki seldir lengur en til fimtudagskvölds. voru á borgina í vikunni sem leið. Uppreisnarmenn hafa nú haf- ið sókn á þriðju stöðvunum í Aragóníu, eða m'illi Saragossa og Huesca. Segja þeir að sér miði vel áfram. Stjórnin lýsir yfir að á norður Aragóníuvígstöðvunum, í grend við Huesca, hafi stjórnarher- sveit brytjað niður ítalska her- sveit., og aðeins einum manni úr henni verið þyrmt. I gær lögðu af stað frá Eng- landi síðustu Baskabörnin sem send verða til baka, til Spánar af þe'im börnum sem flutt voru <31 Gamlal3ib ^ Fjörugir hveitibrauðs^ dagar Afar fyndin mynd og sér staklega lærdómsrík fyrir nýgift hjón. Myndin gerist á vetrarskemtistöðum í Sviss. Aðalhlutverkið leikur kátasta stúlka heim,sins ANNY ONDRA. til Englands á síðastliðnu vori. Því er lýst yfir að enn séu 2000 spönsk börn frá þassum héruð- um í Englandi og verði þau ekki send til baka ýmist vegna þess að foreldrar þeirra séu í fang- elsi eða flóttamenn í öðrum lönd- um, eða. finnist ekki. (F.Ú.) Rnykjavíkurdeild K. F. í. Aðalfundur cleildarinnar verður haldinn mánudaginn 28. mars kl. 81 eftir hádegi í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu (inn- gangur frá Hverfisgötu) DAGSKRA: Venjuleg aðalfundarstörf, stjórnarkosning o. fl. lÁTó ono'lT/of OirvCn'’ Leikfél. Reykjavíkur hefir í kvöld frumsýningu á leik- ritinu: »Skírn, sem segir sex«, | eftir norska skáldið Oskar Braaten. Aðgöngumiðar verða seldir eftár kl. 1 í dag. Deildarstjórnarfundur í kvöld á venjulegum stað og tíma. Austurríska konsúlatið hér í Reykjavík hefir verið lagt niður og sameinað því þýska undir stjórn Timmermanns nokkurs, er því hefir veifb for- stöðu að undanfömu. Karlakór verkamanna Samæfing í. kvöld kl. 81. Allir félagar verða að hafa gert, skil á árstillagi sínu fyrir síðastliðið ár tdl þess að hafa full réttindi á. aðalfundi. Sellufundir falla niður þenna dag. DEILDARSTJÖRNIN. Vlcky Baum. Helena Willfuer 77 Helena sekkur niður í mjúkt sætið. Nei, sýrenur, — hugsar hún, og teigar að sér ilminn af veikbygðum vermihúsasýrenum, sem stungið er í kristallsvasa. Svo sér hún andlit sitt í mjóum spegli í. vagninum. Eg er crðin gömul, — en hvað ég er orðin ellileg! Það er víst langt síðan ég hef litið í spegil. Ég er orðin hrukk- ótt, — maður má til með að vera svolítið hégómlegur. Grá hár yfir gagnaugunum. — En Tintin segir að ég sé falleg. Elsku litli Tintin! Hann skal fá nýja skó, hann skal fá skauta, hann skal fá stóran kubbakassa í jólagjöf. Malí kaupir það allt! Þó það nú væri, — hér situr Malí með nefið niðri í sýrenuvöndum, um hávetur. Til hamingju, frú doktor! Yfirmaður stórrar efnaframleiðslu! Rannsóknarstofan mín ,skal verða fyrsta flokks, þó hún eigi að kosta heila miljón. Reikna, reikna! Malí getur keypt, sér lakkskó og svartan fínan kjól, — kannske líka loðkápu. Malí get- ur farið á hljómleika, lesið margar bækur og ferðast víða um lönd. Tintin minn, nú verður gaman að lifa! Við fáum okkur íbúð með baðherbergi. Og þú skalt fá hjól. Á borðinu stendur kristalvasi með blómum, — og það skal verða skipt um þau á hverjum degi. Þúsund qpkir eiga nú að rætast, — alt það, sem við urðum áður að fara á mijs við liggur nú fyrir framan okkur. Og góð og mikil vinna — og góður og mikill tími til að sinna, Tintin. Bíllinn er kominn út úr iðnaðarhverfinu, og rennur mjúklega yfir löngu brúna inn til bæ.jarins. Hann kveour við viðlag, sem Helena Willfuer þekkir og hef- ur altaf þekt: Ég hef haft mitt — haft, mitt — haft mitt fram! Haft mitt — haft mitt — haft mitit fram! Doktor Helena Willfuer þrýstir fast saman stóru vinnuhöndunum sínum, og reygir hnakkann. Og þarna, alein í, bílnum, finnur húni rísa í sér fagnandi siguróp, — eins og ungur fálki, sem flýgur til veiöa. X M'. Það var orðið áliðið dags, þegar Ambrosius steig út úr lestinni við litlu stöðina stuður á Miðjarð- arhafsströndinni. — Hann stóð grafkyrr nokkrar mínútur á brautarpallinum, en stöðin lá mjög hátt, og horfði yfir flötu þökin, garðana, tröppurnar og trén, — en alt stóð utan í brekku, sem lá niður að sjó. Hann tók ofan hattinn, og það létti yfir honum er hann fann þýðan andvara utan af hafi stírjúka um enni sér. Hann gekk hægt í átfina til bæjarins. Hár- ið var mjög gránað, en þykkra nú en áður. Hann var einnig grennri en áður og hreyfingar hans fjaður- magnaðri, en við það virbist hann einungis hærrí og sterklegri. Hann hafði gleraugu, og var annað glerið döktv til að skýla blinda auganu, en augnsvipurinn var rólegur og styrkur. Gistihúsið, sem, Ambrosius, hafði valið sér var langt frá stöðinni. Það var eins og teningur í laginu, hvít- málað, með litlum, hvelfdum svölum við hvern glugga. Frá bakhlið hússins lá gai’ður í hjöllum alla leið niður að baðklefanum, og þaðan óð landið á dökkgráum klettum út í sjóinn. Hann gekk út á svalirnar sínar, og hvíldi augun við rnjúkar línur strandlengjunnar. 1 eyrum hans suð- aði niðurinn frá leik báranna við fjörusteinana. Svo sneri hann aítur inn í herbergið, horfði með bros- andi velþóknun á uppbúið rúmið undir flugnanetinu. það leit út, eins og svolítið, hvítt og hreint hús. Hann þvoði sér, — hreyfingar hans allar voru stillilegar og hljóðlátar, hann fann djúpa friðsæld og hamdngju setjast að í sér. Næst tók hann upp úr töskum sín- um„ og lagði nokkrar bækur á borðið til að gera herbergið heimilislegra, kveikti, sér í vindli og gekk út í garðinn. Hann gekk niður alla krákustigana og tröppurnar, niður að sjó, og sólin var að setjast. Máf- arnir sveimuðu í stórum bogum yfir haffletinum. Fiskibátur með barkarlituðum seglum nálgaoist land- ið hægt og hægt,, — hann sýndist svartur móti gló- andi sólkringlunni. Myrkrið skall á, og alt varð hljótt, bárugjálfrið virtist þyngjast, en varð að þætti í kyrð- inni. Ambrosius sebtist á tilhögginn stein, og fann með innilegri gleði hvernig rökkrið sveipaðist, utan að hon- um. Er hann hafði sebið þarna stundarkorn, heyrði hann raddir rjúfa, þögnina, skæra drengsrödd og dimma, sefandi kvenrödd. Hann beygði sig fram til að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.