Þjóðviljinn - 27.03.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.03.1938, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Sunnudagurinn 27. márs 1938. plÓQVimNN M&lgagn Kommúnistaílokks lalanda. Rltatjöri: Einar Olgeírsson. JUtstjörnl Bergatafiaitrseti SO. . Slrni 2270. Afgreifiala og aagltsingaskrif- atofa: Langaveg 88. Slmi 2184. Kemar út alla daga nema mfinudaga. Askriftagjald & mánuöi: Keykjavlk og nágrenni kr. 2,00. Annarastafiar á landinu kr. 1,25 1 lauaaaölu 10 aura eintakifi. Prentamiðja Jöna Helgasonar, Bergstafiaatræti 27, slmi 4200. Alt er betra en íhaldið. Komrnúnistaflokkurinn hefir hvað eftir annað lýst, því yfir, að hann vilji stuðla að vinstri sam- vinnu um ríkisstjórnina og að hann muni beita allri, sinni orku og' öllum sínumi áhrifum tii þess að íá þessu framgengt. Ihaldsblöðin hafa hinsvegar brugðið svo við, að þau telja, að kommúnistum gangi þaö eitt tii að fá nógu ónýta og nógu dug- lausa stjórn i landinu. Komm- únistar vilji ekki að íhaldið kom- ist til valda, af því að þá komí svo dugmikil stjórn í landinu. Dugur íhaldsins í stjórnmálum hefir hinsvegar til þessa, dags verið talinn mjög vafasamur og illa gengur Pétri Halldórssyni að »slá« Bretann um fé til hitaveit- unnar, og fá eru að minsta kosti hin mjög talandi tákn um dug í- haldsins í bæjarmálum, til ann- ars en að okra á bæjarbúum, en þar hefir íhaldið reynst í besta iagi liðtækt. Pað, sem ihaldinu gengur til með þessum skrifum er fyrst og fremst að koma á ruglingi innan vinstri flokkanna, ef vera mætti að þannig' yrði hægt að tvístra þeim: oig kljúfa þá einingu, sem að undanförnu hefir verið að skapast milli allra frjálslyndra manna bæði í bæjumi og sveit- urn landsins. Jónas frá Hriflu gleypir auð- vitað við þessu, enda mun hon- um fyrst og fremst vera ætluö beitan. Ritar hann nýlega grein í blað sitti þar sem hann ber all- ar þær »ódygðir« á kommúnista, sem íhaldið hefir borið honurn á, brýn árum saman. En í raun og veru eru þessí skrif íhaldsblaðanna, og Nýja dag'blaðsins alveg út í hött. Frjálslyndur almenningur tekur yfir höfuð ekkert mark á skrif- um Vísis eða Morgunblaðsins, og þessir sömu menn sjá, að Jónas vantar ekkert annað en herslu- muninn til þess að kqmast með tærnar þar sem Ölafur Thors hefir hælana í öllu, sem lýtur að ihaldsmensku. Þrátt fyrir þessi »hliðarhopp« Jónasar Jónssonar og ýmsra hægri manna í Alþýðuflokknum er fólkið, sem fylgir þeim báðum staðráðið í því að vernda vinstri samvinnu í landinu. Jónas Jóns- son veit að hann muni fara fá- liðaður yfir í herbúðir íhaldsins ef til kæmi og klofningsmenn- irnir í Alþýðuflokknum hafa fengið að þreifa óþægilega á Sovétstjórnin á verði um sigra verkalýðsins og bændanna. A Frakklandi er tekið vetlingatökum á flugumönnum fasismans, en í Sovétríkjunnm er tekið fyrir ræturn- ar á glæpaferli þeirra. Engum manni, sem fylgst. hef- ir með og hefir nokkurn póli- tískan skilning, koma dauðadóm- arnir í Moskva á óvart. Eftir stríðið hóf verkalýðurinn sókn um allan heim, rússneski verka- lýðurinn tók völdin. AuðValdið sá, að völdum, þess: var hætta bú- in, verkalýðsbyltingin þýska var kæfð í blóði, ítalska verklýðs- hreyfingin va,r færð í fjötra fasismans. Og er verkalýður annara landa sá ófarir þýsku og ítölsku stéttarbræðranna, lamaðist baráttuþrek hans. En verklýðtehreyfingin hóf brátt sókn að nýju, rússneski verkalýðurinn bygði upp þjóð- skipulag sósíalismans. Auðvald- ið var enn á verði urn ránsfeng sinn og spúði eitri fasismans yf- ir hverja þjóðina á fætur ann- ari, og í dag fara morðsveitir fasismans myrðandi og brenn- andi yfir borgir og býli Spánar og Kína. Ástandið gerist sífelt ömur- legra í auðvaldsheiminum, þeirri staðreynd að fólkið sem fylgir flokknum vill vinstri sam- vinnu. Koimmúnistaflokkurinn lítur fyrst og fremsti á það, sem hlut- verk sitt að efla vinstri samr vinnu og vinstri einingu til þess að draga úr áhrifum íhaldsins og varna því að það fái völdin í sínar hendur og að því takist á landsmælikvarða, að reka sömu úrræðalausu braskpólitík- ina og það rekur hér i bænum með hag heildsala og gróða- manna,nn;a fyrir augum. Kommúnistar telja um.leið hlutverk sitt, a.ð berjast gegn öllumi áhrifum íhaldsins innan vinstri flokkanna, hreinsa, þá, af þeirri spillingu, seim þeir hafa orðið fyrir frá íhaldinu gegnum Landsbankann og aðrar slíkar stofnanir. Lýðræðið er í hættu. Dæmin frá nágrannlöndunum sýna það, og s,ýn.a það betur en nokkuð annað. Þessi hætta stafar frá í- haldinu og bandalagi þess við fasismann þýska. Vegna þessar- ar hættu hefir þörfin fyrir ein- huga, markvissa vinstri stjórn margfaldast. Aðeins slík stjórn gæti veitt íhaldinu viðnám, þeg- ar hinir »óvæntu atburðir« Öl- lafs Thors, koma fraro á sjónar- sviðið. Með því einu að draga. úr áhrifum íhaldsins er dregið úr þeirri hættu, sem vofir yfir lýð- ræðinu. Hér hafa aðeins’ verið raktar nokkrar af orsökum þess að kommiinistar vilja efla og auka vinstri. samvinnu í landinu. Hverti spor í þá átt er högg í andlit íhaldsins, sem nú er, og verður í fraimtíðinni hættuleg- ssti fjandmaður íslensku þjóð- arinnar. menningin er fótum, troðin. Hinsvegar byggir rússneski verkalýðurinn upp þjóðfélag sósíalisimians, þar semi öllum get- ur liðið vel, þar sem mannleg snilli og það góða, fær að ríjóta sín, mennitngin sigrar. Auðlvalds og fasistaríkjunum er það ljóst, að við svo búið má ekki standra,, eitthvað verður að gera til þess að hnekkja áliti Rússilands. Hér er um líf eða dauða, að tefla, úrslitabaráttan milli auðvalds og sósíaiisma, er nafin. Njósnarar eru sendir til Rússlands til þéss að vinna skað- ræðisverk, rússneskum; em'bætt- ismönnum er mútað til svika og baráttu gegn verkalýðmum. Og nú þegar Sovétstjóa’nin tekur mannlega í taumana og hegnir afbrotamönnunum, æpir auðvalds- og fasistaskríllinn um. allan heimi sig hásan um blót)- veldið rússneska! Þannig- hyggst auðvaldið að hnekkja áliti Rúss- landsi og lama sókn verklýðs- hreyfingarinnar. Þennan einfalda sannleika verða menn að skilja. Það er Sovétstjórnin ein allra lýðræðisstjórna, sem, tekur árcður og glæpamensku fasism- ans réttum tökum. Átti rúss- neska alþýðan að bíða þess, að fasismianum tækist að koma af stað uppreisn og blóðsúthelling- um í Rússlandi? Áttii hún eins og spænska, stjórnin fyrir upp- reisnina að fljóta, sofandi að feigðarósi? Átti hún eins og franska stjórnin að taka, vetl- ingatökum á uppreisnarundir- búningi fasistanna og lofa þeim að halda áfram moldvörpusitarf- semi sinni? Þessar aðgerðir Sovétstjórnar- innar sýna, það, að þar eru menn að verki, serm hafa, ábyrgðartil- •finmimgu gagnvart lýðræðinu og menningunni. Hvílíkur sigur myndi það ekki fyrir auðvaldið, fasismann og ómenninguna ef það tækist. að koma af stað uppreisn í Rúss- landi, og hvaða famtabrögð skyldi þessi félega þrenning láta ónoituð í þeim tilgangi? Og mönnum verður að skiljast a.ð þet,ta er takmarkið, sem, þrenningin beitir sér nú fyrir af alefli. Atburðirnir í Moskva eru því langt frá því að vera neitt yfirnáttúrlegir, held.ur rökrétt, afleiðing af menningarfjand- semi auðvaldsins og pólitíska á- stanidinu í dag. BXt Verkfall í aðsigi Launadeila mikil er í uppsigl- ing.u í Finnmörku í Noregi milli verkamanna við alskoinar í'iski- iðnað o,g fiskaðgerð og atvinnu- rekenda. Er ekki a,nnað sýnna en að verkfall sé yfirvofandi og er það talið hafa mjög alvarleg- ar afleiðingar fyrir þennan landshluta, einmitt nú. (F.Ú.) i m »Krestinski flettir ofan af blekk- ingavefinum í Moskva« — stóð sem aðalfyrirsögn á forsíðu Al- þýðublaðsins, þegar njósnari, þýsku nasistanna, Krestinski, neitaði sekt sinni í fyrstu er liann kom fyrir réttinn í Moskva Alþýðublaðið hafði fundið nýja glœsilega hetju — Krestin- ski, sem bauð réttvísi verka- lýðsríkisins byrginn. — En síi dýrð stóð ekki lengi. Daginn eft- ir sá Krestinski að böndin bár- ust svo að honum að það hefði verið hlœgilegt að neita lengur, cg játaði í auðmýkt — að hann væri þýskur njósnari og glæpa- maður. Krestinski sagði meðal annars — að sjálfum höfðingjn flugumannanna, Trotski, liefði líkað það stórilla — hvernig verkfæri hans hefðu játað fyrir réttinum. — »Kanske það hafi haft álirif á framkomu yðar fyr- ir réttinum í gær« — spurði rannsóknardómarinn. ■— »Nei« svaraði Krestinski feimnislega, en áheyrendur gátu ekki varist m e ðómmk vunar b rosi, ★ Maður getur vel skilið von- brigði Alþýðublaðsins — þegar þess er gæjt að höfundur þess- ara greina hefir sjálfur sagt — að ef hann væri í Rússlandi myndi hann vera einn meðal hirtna ákœrðu! Enda varð blað- inu svo mikið um, að eftir að það í heilt ár hafði eytt miklu af rúmi sínu til þess að skrifa utm »gal drabrennuréttarh öld « og »dámsmorð« í Rússlandi og dásama hina ákærðu sem sak- lausa engia og hermenn réttlæt- tstins, þá skedu þau undur að blaðið lýsir því yfir, að það geti nú viel skeð, eftir alt saman, að þetta séu glæpamenn og morð- ingjar!! ★ Þegar maðiir minnist »hetju« Alþýðublaðsins — þýska njósn- arans Krestinski — þá minnist maður ósjálfrátt framkomu Dimitroffs fyrir réttinum i Leipzig til samanburðar. Framkonvu Dimitroffs mun verða mmst af alþýðu allra larída um ókomnar aldir. — En Alþýðublaðið tók að sér að fjandskapast við Dimitroff -—• aftur á móti tók það málstað Totglérs af því að harni gugnaði fy,rir réttimm — og Krestinski vaiLdi það sér fyrir hetju! Hver og einn ve’ur sér hetjur, sem honwm eru samboönar! ★ Já, en nú verður Dimitroff á- lcœrður n,æst! segir Alþýðublað- 'ið. — Maður reynir ósjálf rátt að finna einhverja vitglóru í svo voðalegri sakargift — að bera einhverjum ágætasta manni, sem verklýðshreyfingin hefir eignast það á brýn, að hawn sé grunaður uni njósnir, flugu- mensku, skemdarstarfsemi og lafnvel morð! — Heist gœti manni dottið í lmg að hugsunar- gangurinn vœri þessi: ÍJr því að það hefir orðið uppvist — að til séUr meðlhnir í Kommúni&ta- flokknum, sem eru glœpamenn, þá hljóta Uka allir kommúnistar að vera það — nveira að segja þeim bestu. — Ef það verður uppvíst að auðvaldið liefir sent flugumenn inn í flokk sósíalista —- þá hljóta allir meðlimir flokks ms að vera flugmmenn! Úr því aö Míissolini var jafmðarmaður — þá hljóta líka allir foringjar jafnaðarmanna — og það jafn- vel þeir sem manni síst gæti dottið í hug t. d. Leon Blum eða Haraldur Guðmundsson, að ger- ast fasistar fyx eða siðar! Nei — maður gefst. alveg upp við að finna nokkra Keila brú ■í hugsanagangi þeirra. Alþýðu- blaðsmanna. Eina skýringin. er sú að lieili þeirra er kominn í einn graut, að langvinmu sjóðandi hatri til hins sósíalistíska verklýðsríkis. Ferðafélag íilands Aðalfundur þriðjudaginn 29. þ. m. kl. 20,15 að Hótel Bor*. 1. Aðalfundarstörf samkvæmt félagslögumi 2. Ýms félagsmál. Síðan dansað til klukkan 1. NB. Aðeins félagsmenm hafa aðgang að fundinum *g sýni þeir ársskírteini við dyrnar. FELAGSSTJRNIN. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.