Þjóðviljinn - 27.03.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.03.1938, Blaðsíða 1
Níy/öL^ib ag Lloyds í London Framúrskarandi skemtileg <íg f róðleg miynd sem á mjög áhrifamikinn hátt sýnir æsku- og uppvaxtarár vint- anna Horatio Nelsons, sjó- hetjunnar og Jónatans Blaike forstjóra Lloyds of London. Aðalhlutverkin leika: MADELEINE CARROLL 'og' TYRONE POVERS. LÉtöL BnytjaTlhir .,Skírii sem segir sex" gamanleikur í 3 þáttum eftir Oskar Braaten. SÝNING A MORGUN KL. 8., Aðgöngumiðar seldir f rá; kl. 4 tii 7 í dag og eftir tí. 1 á morgun. Þýskar sígarcttur Lloyd 10 stykkja pk. 70 aura. Fást í verslunum. I ÞlÓÐVILIINK Op boréjinnf Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar- apóteki. Næturlæknir Halldór Stefánsson, Ránar- götu 12, sími 2234. Útvarpið í dag 8.45 Dönskukensla, 10.00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. t 18.45 Þýskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.40, Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.15 Leikrit: »Borið á ,borð fyr- ir tvo«, eftir Sacha Guitry. (Leikstj.: Lárus Sigurbjörns- son). 20.55 Strok-kvartett útvarpsins laikur. 21.20 Útvarpskórinn syngur. 21.45 Danslög, 24.00 Dagskrárlok. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Kommún- istaflokksins verður haldinn á mánudag kl. 8% í, Alþýðuhúsinu (gengið inn frá Hverfisgötu). Fé lagar verða að sýna skírteini við innganginn, Skipafréttir Gullfoss og Brúarfoss eru í Kaupmannahöfn. Gbðafoss er á leið til Ausfefjarða og útlanda, Selfoss er á. útleið, Lyra fór í gær. Bílslys 1 fyrrinótt lenti bifreið út af Hafnarfjiarðarveginum og skemdist mijög. I henni vo'ru tveir unglingspiltar og báðir ölv- aðir. Sluppu þeir svo til ómeidd- ir. — Leikfél. Reykjavíkur sýnir á, morgun bráðskemti- legan gamanleik sem, heitir »Skírn, sem segir sex«. — Frum- sýning var síðastliðinn fimtudag og var leiknum afar vel tekið. Dómur um leikinn birtist hér í blaðinu sáðar. REYKJAVÍKURANNÁLL H.F. Revyan J1 verður leikin á mánudags- kvöld kl. 8 stundvíslega í Iðnó 15. SÝNING. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 4—7 í dag, kl. 4—7 á morg- un og eftir kl. 1 á mánudag. Frá kl. 3 daginn sem leikið er verður venjulegt leikhús- verð. Áhugalið Þjóðviljaus kemur sam&n, í dag kl. 5 á Vatnsstíg 3, efstu hæð. Mætið öll. I. R. fer í skíðaferð að Kolviðar- hóli, kl. 8i og 9 í fyrramálið frá Söluturninum, Farseðlar seldir í Stálhúsgögn, Laugaveg 11. Einn- ig verður farið kl. li í dag, ef næg þátttaka fæst. Þálttöku þarf að tilky^m-a fyrir kl. 12 í dag. kemmtikvöld. heldur Veoturbæjarsellan í kvöld klukkan 9 á Vatnsstíg 3. Til skemtunar verður: 1. Sjálfvalið efni (H. Ottósson.) 2. Upplestur 3. Happdrætti, o. fl. Aðgangur kost'ar 1,50 kr„ kaffi innfalið. Allir velkomnir. NEFNDIN. Kvikmyndir frá Kína. sýnir Ölafur Ölafsson í húsi K. F. U. M. við Amtmannsstíg, sunnudaginn 27. mars kl. 8i siðdegis. Aðgöngumáðar á kr. 1,00 seldir hjá Eymundsen og Ramma versluninni Laugaveg 1 og við innganginni. Barnasýning síðar. Fjörugir hveitibrauðs- dagar Afar fyndin mynd og sér staklega lærdómsrík fyrir nýgift hjón. Mynidin gerist á vetrarskemtietöðum í Sviss,. Aðalhlutverkið leikur kátasta stúlka heimsins ANNY ONDRA. Skemmtikvöld heldur Vesturbæjarsellan í kvöld kl. 9 á Vatnsstíg 3. Félag- ar f jölmennið og takið með ykk- ur gesti. Allir velkomíiir. Olafur Olafsson kristniboði sýnir' á mprgun kvikmynd frá Kína í K.F.U.M.- húsinu við Amtmannsstíg. Svía.r gera ráðstafanir vegna yfirvofandi keppu. Sænski fjármálaráðherrann dr. Emil Wigfors hefir nýlega verið á ferð í Noregi. Birtu norsk blöð viðtöl við hann með- an hann dvaldist þar, og segir hann meðal annars að sænska stjórnin sé að gera ýmsar ráð- stafanir til þess að vera við því búin að hagsældartímabil það sem undanfarið hefir ríkt í at- vinnu- og viðskiftalífi landsins kunni nú að vera á enda. Hann segir að síðastliðið ár hafi ýmis- legt gerst sem bendi til þess að kreppa kunni að vera í aðsigi. Til þess að mæta slíkum erfið- leikum segir hann að stjómin hafi látið gera ýmsar kreppu- ráðstafanir og muni í apríl-mán- uði n. k. leggja tillögur sínar fyr ir Ríkisþingið. (F.Ú.) Vieky Banm. Hclcna Willfúcr 79 Morguninn eftir vaknaði hann við gjatt sólskin, og úrið sýndi honum: að talsvert var áliðið morguns. Hann klæddi sig í snatri og bjóst til morgunverðar, en varð litið niður í garðinn og breytti um áætlun, — hann gekk ósjálfrátt sömu leiðina og daginn áður. Þegar komið var niður að neðsta hjallanumi blasti haf- ið við honum, kyrt og nú miklu stærra en, kvöldið áð- ur. Heill floti af fiiskibátum, með glampandi sól á seglunum, var á útleið. Það var f jara. Flúðirnar lágu þurrar, langt úti sást hnita úr báru, en inni við ströndina var logn. Eitthvað var á hreyfingu milli klettanna. Ambrosi- us settist á, steinbekkinn, og er hann, hafði horft nógu lengi, þekti hann aftur fólkið frá því kvöldinu áður. Drengurinn var nakinn, og kolbrúnn af sólbruna. Ým- ist hreykti hann sér upp á steinana eða hann hvarf út í bárurnar. Hlátur og gleðilæti bárust til Ambro- siusar. Nanna var engu síðri. Þó að hún væri í sundbol, — eða einmitt þess vegna., — kom hún hon- um einkennilega kunnuglega fyrir sjónir. Hún valdi sér hæstu steinana og stakk sér á höfuðið hvað eftir annað. Ambrosius fékk óstjórnlega löngun til að fara sjálfur í sjóinn, en| þegar hann ætlaði að fara. að sækja sér sundbol, sá hann að leikfélagarnir komu hlaupandi upp f jöruna. Þegar komið var upp á gras- ið varð úr þessu ákaft kapphlaup, og loks hurfu. þau hlæjandi inn í baðskálann. Hann settist niður aftur, altekin af löngun til að kynnast þessari konu. Nokkrum mínútum síðar komi drengurinn út úr baðskálanum í dökkbláum léreftsfötum með ilskó á berum fótunum. Hárið lá slétt og rennblautt fram á. ennið, og höfuðlagið sást greinilega, —það var óvenju- lega fagurt og reglulegt. Ambrosius tók eftir þessu öllu saman, þegar drengurinn' kom upp á hjallann til hans, nam staðar og fór að athuga hann. Ambrosius brosti dálítið feimnislega en aðlaðandi, og drengurinn kom til hans án, þess að haf a af honjum augun. »Þú talar kannske þýsku líka«, sagði hann feimnis- laust, og kom alveg til Amibrosiusar. »Já, drengur minn«, sagði Ambrosius og þótti vænt um að hann sagði þú, Drengurinn benti meo brúnum vísifingrinum á augu hans. »Ef ég má fá að sjá gegnumi svarta gluggann þinn, þá skal ég sýna þér krossfiskinn minn«, sagði hann eftirvæntingar- fullur. »Það mátt þú«, sagði Ambrosius, og tók af. sér gler- augun, og umhverfið varð samstiundis grátt og svip- laust. »0, það var ekki mikið gaman, — það er miklu meira gaman að smásj|ánni. Þakk fyrir. En nú skal ég sýna þér krossfiskinn minn«. Litla, brúna hendin hvarf í vasann og kom þaðan aftur með gegnþurran krossfisk og sýndi Ambrosiusi eins og þetta væri ger- semi hin mesta. »Nei, sko til! Þetta var fallegur krossfiskur. En hvað heitir þú«. »Tintin — annars heiti ég eiginlega Valentin«. >Valentin? Getur það verið? Þá erum við nafnar, — það var gaman)«. »Já, það er gott að heita Valentin, segir Malí. Ef maður heitir Valentin verður miaður duglegur, segir Mali. Ert þú duglegur?« . »Sæmilega, Valentin, sæmilega —« Ambrosius brosti og fylgdi litlu, brúnu hendinni eftir með aug- unum, — hún hvarf aftur niður í buxnavasann með krossfiskinn. »Kantu að synda?« »Eg held að ég kunni það ennþá. Eg er búinn aö vera lengi veikur«. »Veikur? Þá, ættirðu a,ð fá þér glas af, meðalinu hennar Malí, það gerir alla hrausta. Viltu koma og baða þig með okkur seinna í dag?« »Nei —« »;Af hverju ekki?« »Ég þori það ekki almennilega«. »Þorirðu það ekki? Ertu hræddur við að f ara út í«, spurði Tintin alvarlega, og notaði sömu uppeldisað- ferðirnar og Malí beitti gegn honum. Ambrosius hló. Hann skemti sér prýðilega með þessum nýja kunn- ingja. »Þarna, kemur Malí«, hrópaði Tintin. Ambrosius stóð á fætur, og konan kom til þeirra. Hún var klædd í iátlausan léreftskjól úr sama dökkbláa efninu og föt drengsins voru úr. Hárið lá þungt og vott niður yf ir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.