Þjóðviljinn - 06.04.1938, Page 3
ÞJÓÐVIL'JINN
^ Miðvik'u'dagínn 6. apríl 1938
(MÓOVIUINN
Málgagn K"mm únis'.Bflo'.lrs
Islands.
Ritstjóri: Eixiar Olgeirsson.
Ritstjórn: Bergst: ðastræti 30.
Simi 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif-
stofa: Laugavcg 38. Sími 2181.
Kemur út alla daga nema
mánudaga.
Askriftargjald á mánuði:
Reykjavík og nágrenni kr. 2,00.
Annarsstaðar á landinu kr. 1,25.
1 lausasölu 10 aura eintakiö.
Vikingsprent, Hverfisgötu 4,
Sími 2864.
Stríðshættan
Loks virðist svo komið, að
ríkisstjórnin sé farin að ranka
við sér, að réttara muni að að-
hafast eitthvað út af yfirvof-
andi stríðshættu.
Hvað eftir annað hafa þing-,
menn Kommúnistaflokksins á-
málgað, að eitthvað yrði að
gera í þessum efnum. Það er
nú liðinn mánuður síðan þeir
lögðu fram þingsályktunartil-
lögu um að alþingi kysi 5 manna
nefnd, — einn úr hverjum þing
flokki — til að athuga í sam-
ráði við ríkisstjórnina hvaða
ráðstafanir sé hægt að gera
gegn yfirvofandi kreppu og
stríði.
Tilgangurinn er að slík nefnd
starfi nú strax og auðvitað
kauplaust — og skili áliti sínu
áður en fjárlög verða afgreidd,
svo hægt sé að taka tillit til
álits nefndarinnar, ef samkomu-
lag næst í henni, í sambandi
við fjárlögin fyrir 1939.
Einmitt í svona nefnd væri
hægt að sannprófa hve ábyrgð-
artilfinning flokkanna gagnvart
þjóðinni væri rík og að hve
miklu leyti þeir væru til í að
vinna saman að þjóðarheill,
þegar afkoma þjóðarinnar væri
í hættu. Því það er vitanlegt,
það eru til þeir mcnn á íslandi,
sem eingöngu líta á stríð, sem
tækifæri til að auðga sig á
kostnað þjóðarinnar. Heildsal-
arnir og braskararnir munu
liorfa fram til þrengingartím-
anna, sem styrjöld myndi leiða
yfir þjóðina sem hins lang-
þráða stríðsgróðatíma, — en
þjóðin horfir með kvíða til þess
stríðs, sem auk allra þeirra
hræðilegu afleiðinga, sem það
hefir fyrir þjóðirnar, sem heyja
það, þýðir dýrtíð og skort fyr-
ir íslensku þjóðina, yfirgangog
ofbeldi af hálfu stórveldanna og
ef til vill að meiru eða minnu
leyti missi frelsis og sjálfstæðis,
ef þjóðin ekki er á verði um
frelsi sitt.
Nóg er því af erfiðleikunum,
sem þjóðin þarf að búa sig
undir að mæta og það veitir
því ekki af að hafist'væri handa
strax. Allar þjóðir búa sig eftir
mætti undir stríð, — en hér
vantar allar birgðir. Það yrði
ekki einu sinni til nóg af íslensk
um mat, ef ekki yrði höfð meiri
fyrirhyggja en nú er.
Vertíðin er byrjuð og sumar-
jð fer í hönd. Möguleikarnir á
Kloflnn klofnlngnr
Ihaldið gerir tilraun tii að brjótast nndan klofn~
Ingsfornsta klofningsmannanna f Dagshrún.
Alþýðublaðið í fyrradag er
mjög hissa á því, að blöð
verkalýðsins skuli ekki veitt
því athygli, að þeir hópar í-
halds- og klofningsmanna, sem
staðið hafa saman að því, að
reyna að sundra samtökum
verkamanna, skuli nú vera um
það bil að klofna í tvo hópa,
með því að íhaldsmennirnir
hafa undanfarið unnið að því
að stofna klofnings-skemmtifé-
lag innan Dagsbrúnar.
Brölt íhaldsins til þess að
reyna að skapa sér sjálfstæða
klíku innan Dagsbrúnar og láta
líta svo út á yfirborðinu, að
það sé ekki annað en
bandamenn og handlangarar
klofningsmannanna í Dagsbrún
hefir ekki fram að þessu gefið
verkamönnum tilefni til að ótt
ast um samtök sín. Verkamenn
munu hér eftir sem hingað til
líta sömu augum á alla klofn-
ingsmenn innan samtakanna, án
tillits til, hvort þeir kalla sig
Sjálfstæðismenn eða verndara
einingarinnar, samanber hægri
menniiia í Alþýðuflokknum.
Samtök reykvískra verka-
manna hafa aldrei staðið jafn
óskipt og einhuga og nú, ein-
ingin innan Dagsbrúnar hefir
aldrei verið jafn sterk og í ár..
Hinsvegar hefir áróður klofn-
ingsmannanna aldrei verið há-
værari, og samspil íhaldsmanna
og afturhaldsins í Alþýðuflokkn
um aldrei verið berara..
Alþýðublaðið fyllist skelf-
ingu yfir þeim tiltektum íhalds-
ins, að það skuli leyfa sér þá
dul að stofna til klíkustarfsemi
innan Dagsbrúnar án hand-
leiðslu sérfræðinganna á því
sviði, Alþýðublaðið getur verið
rólegt, það eða fylgifiskar þess
þurfa ekki að óttast að íhaldið
muni \ hlaupa undan merkjum
klofningsmannann'a1 í Dagsbrún,
íhaldið mun hér eftir sem hing-
að til standa við hlið hægri
mannanna innan verklýðssam-
takanna. Nei, það er víst ekkert
að óttast fyrir Alþýðublaðs-
mennina, þó íhaldið fái sér einn
frídans við og við í Varðarhús-
inu.
að efla garðræktina og hvers-
konar aðra framleiðslu, — sem
gildi hefði til að skapa matar-
forða, auk okkar höfuðfram-
leiðslugreina, — eru einmittfyr-
ir hendi.
Nauðsynin á að flýta hitaveit-
unni og öðrum slíkum stórvirkj-
um er nú svo brýn, að þjóðín
má ekki við jiví að láta slíkt
dragast lengur.
Og þannig mætti lengi telja.
Þess er j)ví að vænta, að sú
þingsályktunartillaga, sem þing-
menn Kommúnistafl. flytja, um
skipun nefndar til að athuga ráð
stafanir út af yfirvofandi kreppu
og stríði, nái fljótt samþykki
Alþingis og þingflokkarniy hef-
jist handa nú þegar um athug-
anir og síðan framkvæmdir á
þessu naumsynjamáli.
Vilji Alþýðublaðið hinsveg-
ar sýna það í verkinu, að jrví
sé það alvara, að skapa full-
komna einingu innan Dags-
brúnar og þurka út öll áhrif
íhaldsmanna og fasista þar,
væri því sæmra að fylkja liði
með verkamönnum og hætta
daðri sínu við íhaldið í Dags-
brún.
Verkamennirnir í Dagsbrún
munu ekki reikna með því, að
þeim komi nokkur aðstoð frá
Alþýðublaðinu í baráttu sinni
fyrir eflingu samtaka sinna,
þeir munu ekki tre-ysta á lið
þeirra manna, sem undanfarið
hafa rægt samtök þeirra og
reynt að skapa úlfúð og tor-
tryggni innan samtakanna. —
Verkamönnum í Dagsbrún er
það ljóst, að frá íhaldinu og
Alþýðublaðinu kemur jreim
enginn styrkur í baráttunni.
Þess vegna munu verkamenn
irnir í Dagsbrún halda sleitu-
laust áfram þeirri baráttu, sem
nú er hafin gegn sundrungaröfl
unum í félaginu, og styrkur
verkamannanna mun reynast
nægur til þess að brjóta á bak
aftur alla klofningsstarfsemi í
Dagsbrún, hvort heldur það
eru íhaldsmenn, sem að henni
standa, eða klofningsvargarnir
í Alþýðusamtökunum.
Óp og fagurgali þeirra kvista
sem klofnað hafa af stofni
Dagsbrúnar mun engan ávöxt
bera. Stofninn skelfist ekki þó
kvisturinn klofni.
Samsiarf verkakvenna
í Vesimannaeyjum
Framh ..af 2. síðu.
væri þá reiðubúin til þess að
taka á móti meðlinnim hins fé-
lagsins strax á morgun og kalla
saman ,,Snótar“-fund í þessu
augnamiði. Þegar hér var kom-
ið, gekk frúin snúðugt á dyr,
í stað þess að svara spurning-
unni. Þetta fór þó betur en á
horfðist fyrir milligöngu þriggja
manna, þeirra Kristins Ásgeirs-
sonar, Jóns Rafnssonar og Páls
Þorbjörnssonar, sem tókst að
afstýra vandræðum og yfirtala
frú Kristínu til að kalla saman
Télagsfund.
Með þessum hætti skeði sam-
einingarfundur í verkakvenria-
félaginu ,,Snót“ 25. nóvember
1937, þegar 114 konur beiddu
16 félagskonuý í ,,Snót“ uminn
göngu og gerðust meðlimir í
hinu fámenna félagi þeirra.Get
ur nokkuð betur en þetta sann-
að hinn fölskvalausa einingar-
vilja hinna kommúnistisku og
vinstrisinnuðu verkakvenna í
Vestmannaeyjum?
Ég er sannfærð um að þessi
framkoma kvennanna úr Verka
kvennafélagi Vestmannaeyja
hefir vakið einlæga tiltrú verka-
kvennanna, sem fyrir voru í
,,Snót“, enda sannfærðust þay
brátt um það, að við tókum
fullkomið tillit til þeirra í skip-
un trúnaðarstarfa, og sýndum
ekki hinar minnstu tilhneiging-
þr í þá átt, að nota meirihluta-
valdið á kostnað þeirra. Sam-
fylkingársamningurinn milli
verklýðsflokkanna og sameigin-
leg kosningabaráíta, átti líka
sinn þátt i því, að treysta enn
betur samúðina í félagi okkar
og auka hið gagnkvæma traust,
sem emi' í Idag helzt á milli okk
ar, og sem vonandi verður ald-
rei brotið niður í verkakvenna-
félaginu ,,Snót“.
Ákvörðunin um að fresta að-
alfundi félagsins var samkomu-
lag í samráði við fulltrúa
beggja verklýðsflokkanna. Sama
máli gegndi livað snerti aðal-
fundi hinna verklýðsfélaganna.
Þetta samkomulag hafði frú
Kristín að engu. í miðjum
kosningaeldinum gerði hún
kröfu um það, að aðalfundur
yrði tafarlaust haldinn og sam-
setning fyrirhugaðrar félags-
stjórnar ákveðin. Það leyndi sér
ekki, hvað fyrir henni vakti,
sem var jaað, að tryggja sér
meiri hluta í félagsstjórninni
eða sprengja samfylkinguna að
öðrum kosti. Við komnninistar
buðum henni hiklaust 3 jafnað-
arkonur í stjórnina á móti 2
kommúnistum.. Plön frú Krist-
ínar strönduðu ennþá einu
sinni á sameiningarvilja komm-
únistanna. Hún hafði misst
vindinn úr seglunum, samkomu
lagið varð ekki fyrirbyggt að
jiessu sinni. Heiðarlegt sam-
starf kommúnista og jafnaðar-
manna hélzt óhaggað í bæjar-
stjórnarkosningunum.
Frásögn frú Kristínar sjálfr-
ar í Alþýðublaðsgreininni um
það, þegar hún neitaði að
gegna því starfi, sem aðalfund
ur verkakvennafélagsins ,Snót‘
fól henni, segir ágætlega frá
því, hvernig hún stóð við það
samkomulag, sem hún hafði
sjálf gengist fyrir um samsetn-
ingu félagsstjórnarinnar, enn-
fremur hversu mikils hún metur
lög félagsins, um leið og hún
getur leiðbeint þeim, sem leita
vilja að svikum við ciningarvilja
ialjiýðunnar í Vestmannaeyjum..
Að lokum vil ég votta öll-
um félagssystrum mínum þakk
ir fyrir það samstarf, sem þegar
er hafið innan „Snótar“, eink-
um þó hinni ágætu alþýðukonu,
sem nú skipar formannssæti í
félaginu. Vona eg, að ekkert
fái framar sundrað samtökum
verkakvenna í Vestmannaeyj-
um og óska frú Kristínu hlýrri
hugsana í jgarð samtakanna hér
eftir en hingað til .
Helga Rafnsdóttir
Það ev ekki /ítil bírœfnin hjá
Morgtinblaðinu.. 1 gœr hjkur jeið-
aranum“ með pessum orðum:
„Ekkert getur bjargað pjóðinni
úr feninu, 'sem hún er nú sokkin i,
annað en alger útilokun eyðsluflokk
frá beinni eða óbeinni pátttöku í
stjórn landsins“..
Það mú segja: „nú heggfir sd,
er hlífa skyldi..“
Eða hvað segja pingmmn Sjálf-
stœðisflokksins, sem báru fmm á
siðasta pingi útgjaldatillögur og
tekjurýrnunartillögur upp á 4- 5
miljónir króna?
Og hvað segja eyðsluklœrnar 'með
20 -40 púsund króna árslaunin, —
sem ekki hafa látið sér ncegja að
sóa sínum sigin Itmnum, heldur hafa
valdið pjóðinni taps upp á 40 50
miljónir króm á síðustu 20 ámm?
Morgunblaðið parf ekkert að ótt-
ast.. Þjóðin mun ekki hleypa eyðslu-
klóm íhaldsins aftur í ríkissjóð-
#nn, hún mun pvert á móti losa
Landsbankann úr helgreipum peirra,
áður en pað er orðið um seinan..
Happdrætti
Háskóla Islands.
I hverjum flokki, þegar dreg-
ið er, gleyma nokkrir menn að
endurnýja og missa þá oft af
stórvinningum.
Það er hygginna manna ráð,
að vera með frá byrjun, því að
menn geta í íslenska happdrætt
inu unnið mörgum sinnum á
sama miðann á árinu.
Frá starfsemi
Happdrættislns
43. Vildi ekki endurnýja.
I hitteð fyrra kom það fyrir
um borð í togara daginn fyrir
drátt, að sjómenn voru að spyrja
hverir annan, hvort þeir væru
búnit að endurnj'ja. Einn þeirra
sem átti 3 miða, kvað sér standa
á sama, hvort hann endurnýjaði
eða ekki. Daginn eftir komu
tvö númerin upp með vinninga
og misti hann þannig af 750 kr..
44. Bannaði barni sínu að
endurnýja.
Fyrsta árið, sem happdrættið
starfaði, bannaði kona ein í
Reykjavík barni sínu að endur-
nýja, því að ekkert ynnist, það
væri sama og að kasta pening-
unum á glæ. Miðinn var ekki
endurnýjaður, en kom upp með
5000 krónur.
! Gleymið ekki að endurnýja.
Nú eru aðeins þrír söludagar
eftir fyrlr 1. flokk.
Udre’4íi* DjA*viii9nn