Þjóðviljinn - 12.04.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1938, Blaðsíða 4
ajs l\íy/a íi'iö Gríimimenníroir Spennandi og æfintýrarík Cowboy-mynd. Aðalhlutv. leikur konung- ur allra Cowboykappa Ken Maynard og undrahesturinn Tarzan. Aukamynd: ÉG ER SVO GLEYMINN! Amerísk skopmynd, leik- in af Harry Landon. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Næturlæknir Kristján Grímsson, Hverf- isgötu 39. Sími 2845. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. Útvarpið í dag: 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Berklaveiki og berklavarnir á heimilum, III, (Sigurður Magnússon prófess or). 20.40 Hljómplötur: Létt lög. 20.45 Husmæðratími: Innlendar fæðutegundir, III. (ungfrúSig urborg Kristjánsdóttir. 21.45 Symfóníutónleikar. a. Tónleikar Tónlistarskólans. b. (21.45) Kvartett Op. 131, eftir Beethoven 1 (plötur).. 22.15 Dagskrárlok. Skipafréttir. > Gullfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum, Goðafoss er í Hamborg, Brúarfoss er væntanlegur hingað í dag. Dettifoss fór til útlanda í gær- kvöldi. Lagarfoss ,er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn, Sel- foss er á leið til landsins. Dronning Alexandrine kom frá útlöndum í gær og fer norður í kvöld. Súðin er í Breiðafjarð- arför. Ræða Brynjólfs Bjarnasonar Framh. af 3. síðu. stætt, til að endurbæta aljjýðu- tryggingarnar og koma fram öðrum nyt.jam|álumi. Sú stjórn, sem nú situr, er bráðabyrgðastjóirn — einskonar vandræðastjórn í millibilsá- standi stjórnmálanna. — Hún getur ekki orðið langlíf. En í stjórnartíð hennar mun fara fram örlagarík glíma milli krafta alþýðunnar oa^ aftur- haldsaflanna. Og alt veltur á. því, hver ber sigur af hólmi í þeiim leik. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar-Kjal- arness-, Kjósar-, Reykjaness1-, Ölfuss- og Flóapóstur. Hafnar- fjörður, Seltjarnarnes.. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykja>- ness-, Ölfuss- og Flóapóstur. Hafnarfjörður, Seltjarnarnes. Slys. Kl. 2.30 í gær vildi það slys til, að Valgerður Gísladóttir frá Svanastöðum, var fyrir bíl á mótum Bankastrætis og Lækj argötu. Féll Valgerður á göt- una og brotnaði á hægra fram- handlegg. Dansleikur. Kommúnistaflokkurinn efnir til dansleiks í Iðnó á miðviku- daginn kl. 10 e. h. Sjá augl. á öðrum stað hér í blaðinu. Karlakór verkamanna. Samæfing í kvöld kl. 8,30 á venjulegum stað. Utbreiðið Hiððviljann Dansleikur í Iðnó miðvikudaginn 13. apríl kl. 10. ÁGÆT HLJÓMSVEIT Aðgöngumiðar á kr. 2,50 verða seldir á skrifstofu flokks- ins, Laugaveg 10, kl. 4—7' í dag og í Iðnó eftir kl. 4 á morgun. Kommúnistaflokkurinn. TOBEFNI í KÁPUR OG KJÓLA NÝKOMIÐ. Alþýðuhúsinu, Rvík. Strandgötu 28, Hafnarfirði. UTBOD Hérmeð gefst múrameisturum kostur á að gjöra tilboð í utanhúðun Háskólans. Upplýsingar á teiknistofu húsameistara ríkisins. Reykjavík 11. apríl 1938. Guðjón Samúelsson Gamb rbió ^ Stúikan írá I SaSem. I Áhrifamikil, spennandi og vel leikin amerísk talmynd um hjátrú og galdrabrenn- ur miðaldanna. Aðalhlutv. leika: Claudette Colbert og Fred MacMurray. Bönnuð börnum innan 12 Gúmmískóna íslensku, vönduðu og sterku er best að kaupa í Gúm rnísk ógerð inni Laugaveg 68 Þar eru líka mjög vandaðar viðgerðir á allskonar gúmmí- skófatnaði. Ennfr. höfuin við oft til gúmmívettlinga. Reynslan hefir sannað, að það borgar sig að skipta við Gútnmískógerðina Laugaveg 68 Frá höfninni Arinbjörn hersir, Reykjaborg, og Brimir komu allir af veiðum í fyrrakvöld.. Otur kom af ufsa- veiðum í gær með 75 föt. FuIItrúaráð verkalýðsfélaganna heldur fund annað kvöld kl. 8.30 í Baðstofu Iðnaðarmanna. F. U. K. efnir til tveggja ferðalaga nú j páskavikunni. Áskriftarlisti liggur frammi í bókaverzl. Heimskringla. Nánar augþýst í blaðinu á morgun. Alexander Avdejenko; Eg elska ... 10 — En ég á enga peninga. — Fyrst svo er, litli bróðir, er ekkert við því að segja. Það verða einhver ráð með að koma þér aftur í steypuna. — Mikola Nikolajevitsj. Svo hittust þeir um kvöldið á bak við netludúks- tjaldið.. Kveinandi tónar orgelsins hljómuðu aftur fyrir eyrum þeirra, og aftur var það „Máfurinn“, sem var leikið. Eftirlitsmaðurinn grét aftur við brjóst Ostaps, og kakkalakkarnir skrjáfuðu sem fyr bak við veggfóðrið. Á borðinu lá nú aftur rauður krabbi á blikkfati, klær hans voru tröllslegar eins síðast, og augun jafn útstæð og hræðileg. Ostap drakk eins og örvita maður.. Fluga settist á vanga hans og hann hrakti hana frá sér. Flug- an sveimaði um stund fram og aftur um stofuna og leitaði sér svo hælis aftur á vanga Ostaps. Ostap klæjaði undan og greip til borðdúks;ins til þess að verjast ásókn flugunnar, en hann var full stórtæk- ur. Diskarnir og glösin hoppuðu ofan af borðinu með bramli og hávaða. Við þetta æstist Ostap enn meir, og sló nú bilmingshögg niður á diskinn, sem eftir stóð á borðinu. Brotin flugu í allar áttir, og eftirlitsmaðurinn faðmaði Ostap að sér af skelfingu. — Léttari högg, léttari högg, dúfan mín, svo að getum notið hljómlistarlnnar. .. Ostap virti fyrir sér viðamikið barkakýli umsjón- armannsins, og án allra frekari ummæla sló hann drykkjufélaga sinn á hálsinn. — Hvað . . . slærðu? . . . Leggur þú hendur á yfirmann þinn? öskraði Butylotsjkin. Sláðu mig, tírengur minn, sláðu mig bara . . . trampaðu á mér af því að ég hefi gert þig að manni, aulinn þinn. Eitt högg enn, hundurinn þinn. Ostap riðaði á stólnum. Hvað hefi ég gert, hugs- aði hann, og ölvíman rann af honum á augnabliki Svo reis hann á fætur, studdi sig við borð og stóla, og drógst út á götuna. Golan þréif í úfið hár hans og næddi gegnum skyrtuna. Ostap hélt heimleiðis, hægum skrefum. Öðru h!voru hallaði hann sér upp að húsagirðingum og Jilvíslaði í örvæntingu: Hvað hefir komið fyrir? Nú verð ég rekinn. Auðvitað . . . vísa þeir mér á dyr. Þegar dagur ljómaði morguninn eftir, læddist pstap að heiman, og þegar dagbjarmann bar við „Belgiska skóginn“, nam hann staðar við hús um- sjónarmannsins. Ostap drap varfærnislega á dyr með blágómun- tílm, og syfjuð rödd svaraði fyrir innan: — Hver er þar? Ostap svaraði engu, því að hann vissi ekki hvað hann átti að segja. — Hver er það, spurði röddin inni í annað sinn. — Mikola Nikolajevitsj, það er ég. Eg verð að afsaka. . .. Eg var ölvaður. Stundarkorn heyrðist ekkert hljóð innan úr húsinu, Svo svaraði röddin tortrygnislega: — Bíddu til morguns. . . Það er nótt enn. Snemma um morguninn gekk Garbus fram hjá bálkinum, þar sem Ostap svaf. Hann heyrði, að ^lonurnar grétu sáran og ásökuðu piltinn. Ostap $at á stokknum með höfuðið á milli hnjánna. Garbus ýtti við honum. Ostap leit upp. Hann þurfti að tjá einhverjum öorgir sínar og raunir, og sagði Garbus frá öllij þem við hafði borið. Garbus horfði á piltinn föstu, rölegu augnaráði, uns hann sagði andvarpandi: — Jæja, unginn minn, þú heldur, að þú sért ein- hver undantekning. Mundu, að sérhver nýr fugl er 'vængstýfður hér., Þrír dagar liðu, svo var Ostap settur aftur fyrir- varalaust í steypuna. Hann gekk á fund forstjórans en fekk ekki áheyrn. — Hvað á þetta að þýða? spurði Ostap félaga sína klökkum rómi. Garbus gekk að piltinum, laut niður að honum og sagði: Þeir ætla að auðmýkja þig. Þannig vann þessi maðurmeira og meira af trausti pstaps. Óvitandi varð hann hluti af hugsunum hans og lífi. « Þegar verkfallið hófst i sívalningagerðinni, sendu þeir nefnd manna til verkamannanna, sem unnu við bræðsluiofninn, og báðu þá að leggja niður vinnu í samúðarskyni. Garbus gekk strax til Ostaps og tjáði honura tíð- iindhu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.