Þjóðviljinn - 14.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.04.1938, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 14. apríl 1938 i L j 1N N Jónas anðmnndsson aihjnnar sig sem nandamann Iiandsbanfcans til að búga verkalýðinn á Norðiirði. 9. þ. m. birtist greiin í Þjóð- viljanum eftir farmann Verka- lýðsfél. Norðfjarðar — Jóhann- es Stefánsson, sem mun vekja óskifta athygli allra frjálslyndra rnanna um alt land. 1 grein þessari skýrir Jóhann- es frá, að þau alvarlegu tíðindi hafi gerst — að Landsbankinn liafi neitað wm\ lán t.il stækkun- ar Fóðurmjölsverksmiðju Norð- fjarðar — nema verkalýðsfélag- ið falli frá öllum kaupkröfum sínum við verksmiöjuna — en félagið hafði samþykt að fara þess á leit að' kaupið hækkaði úr kr. 1.10 um tímann upp í kr. 1.30 cins og það er á Seyðisfirði. Maður skyldi nú ætla að allir góðir drengir hefðu risið upp sem einn maður til að mótmæla þessari fáheiyrðuárás svartasta afturhaklsins í landinu, á hendur verkalýðshreyf ingunni — og þeg ar Jónas Guðmund&son, sem til skamms tímla hefir talið sig for- vígismann alþýðunnar á Norð- firði, tók sér penna í hönd, þá bjóst maður við að hér færi maö ur f.ram á ritvöllinn, sem: djarf- lega myndi taka málstað sveit- unga sinna og félaga. Og maður les grein Jónasar, sem birtist í Alþýðubl. 12. þ. rm og undrast, Jónas byrjar á því að segja, að allt sem formaður Verkalýðs félagsins hafi sagt í greininni sé haugalýgi. Þessu næst birtir ha.nn skeyt- ið, sem; sent var til Verkalýðs- félagsins, í umboði Landsbank- ans og hljóðar svo: Bæjarstjórnin á Norðfirði. Vegna orðróms um kauphækk un óskast upplýst fyrir mánu- dagsmorgun, hvort hún muni koma til íramkvæmda gagnvart byggingu tarfks og aðra stækk- un verksmiðjunnar, svo og hyort hún tekur til gerðra samninga um vaktir í verksmiðjunni hvað kauphæð snertir stop. Kaup- hœkkun mun stöðva stœkkun ¦oerksmiðjunnar þar s&m, allir reikningar, bygðir á núverandi kaupgjaldi, sama um reksturs- áætlanir þetta ár stop. Nauðsyn- legt fáið nú þegar samning við verkalýðsfélagið um smiöjuna ög sama kaupgjald bygginguna stop. Framkvæmdarstjóira, ræð- tir bankinn veröi þetta lagi mánudag og lánið tekið. Símsvar morgun. Jónas Guðmundsson. Eins og menn sjá, staðfestir j skeyti þetta, alt sem Jóhannes skýrði frá, að Landsbankinn neitar um. lán til stœkkunar verksmiðjimum nema samia kaupgjald haldist. Og það stað- festir meira: Undir skeytinu stendur Jónas Guðmundsson. \ Með oðrum orðum: Jónas Guð- i mundsson gengur fram '• fyrir skjöldu fy.rir h'ónd bankavalds^- ins, tilþers að kúga Verkalýðs- , félag Norðfjarðar. — Og þ§tta ! ver hann mleð þeim »rökum« að allar áætlanir hafi verið bygd- ar á sama kaupgjaldi(!!). Pað er: Hann ver sig með nákvæm- J lega- sömu »rökunum« og allir atvmnurekendiir nota, þegar v'évkalyðurinn fer fram á að fá kjör sín bœft. Hann ver sig með i sömu :;rökunum« og Höjgaard & | Schultz gerðu á sínuim tírna | gagnvart Dagsbrún. Og s\o • mætti lengi telja. Svo segir kempan, að Verka- j lýðsfélag Norðfjarðar, hefði vel getað hækkað kaup annarsstað- ar, bankinn hefði ekki bannað það! Við þetta er að athuga: 1. Jóhannes Stefánsson skýrði frá því að Verkalýðsfélagið hefði aðeins samþykt að framfylgja gildandi kauptaxta við verk- smiðjuna, tilneytt vegna kröfu Landsbankans. Annað liggur ekki fyrir í málinu. 2. Mestöll daglaunavinna 3, Norðfirði er við verksmiðjuna. Eða er Jónasi ókunnugt um að það ríkir neyðarástand á Norð- firði. Eina vinnan, sem er að h<afa nú er vinnan við stækkun verksmiðjunnar. Henni er midl- að meðal bcejarbúa til að haldc: í þeim lífinu og komast 25 menn að í se.nn. — Það stoðar þvi verkalýðinn á Norðfirði lítið þó að hann allra náðarsamsamleg- ast fái leyfi hjá Landsbankan- um til að setja nýjan taxta vio aðra vinnu, þar sem honum er bannað að gera það í aðalvinn- unni á staðnum, og þeirri einu, sem þar er að hafa nú. 3. Allir hljóta að skilja að það er örðugt um vik að koma f ram kauphækkun hjá smærri at- vinnurekendum' — á sama tíma sem unnið er fyrir lægra kaup hjá aðalatvinnurekandanum. Það er * alveg óþarft fyrir maftn eins og Jónas, sem dvalið hefir langvistum, á Norðfirði, að spila sig eins og fífl, semi hvork\ viti upp né niður um ástand at- vinnulífsins í bænum, Jónas hlakkar yfir því aö Landsbankanum hafi tekist ao kúga verkalýðinn á Norðfirði og að nú standi »kommúnistar« (les Verkalýðsfélag Norðfjarðar) uppi ráðalausir. Þannig -tala svörnustu f jand- menn verkalýðsins — og engir aðrir. — Það er gott til þess að vita, að verkalýður Norðfjarðar skuli hafa fengið að sjá hvern mann Jónas þessi hefir að geyma. En Jnnas skal vita að hvorki komnrúnistar né verkalýður þessa, lands standa uppi ráða- lausir gegn kúa'unarvaldi Lands- bankans. Jóhannes Stefánsson segir í grein sinni: »Aðeins landssamtök verka- manna geta, brotið á bak aftur slíkar kúgunaraðferðir banka- valdsin,s«. Flugumenn og erindrekar and stæðinganna — á borð við Jón- as Guðmund,=son hafa lamaö landssamtök verkamanna svo, að þau eru nú í sárum, eins og sakir standa. En þessir herrar sikulu vita, að skamma stund verður hönd höggi fegin. Verkalýðssamtökin ætla að sameinast í eitt voldugt cg einhuga landssamband — og það gerist á næstunni, hvort sem klofningsmönnum' verka- lýðshreyfingarinnar líkar betur eða ver. Verkalýðurinn á Norðfirði hef ir riðið á vaðið, með því að setja Jónas Guðmundsson með smán, frá trúnaðarstörfum fyrir sína hörid. — Framkoma hans í þessu máli, sem erindreki bankavalds- ins sannar best, að það mátti ekki seinna vera. Sömu örlög munu nú bíða ann- ara Jónasa Guðmundssona verkalýðshreyfingarinnar. Og sameinuð verkalýcshi'eyf- ing Islands mun verða nógu sterk til að bjcða Landsbanka valdinu byrginn — hversn marga Jónasa, semi það hefir fyrir skósveina sína, Þegar verkalýðurinn í Me gert upptækar eigur olíuhring hlýða landslögum, fylkti hann ar til þess að fagna þessari rá Hér sést ein slík kröfugan xico frétti, að stjórnin hefði anna, þar sem þeir neituðu að ser hopum saman út a göturn- ðstöfun. ga, sem fór fram í Mexicoborg. Englandsifir Pétnrs. Frh. af 1. síðu. Borgarstjóri fullyrti hinsveg- ar, að hinir fyrirhuguðu lán- veitendur, mundu gera allt, sem þeir mættu, til þess að fá leyfi stjórnarvaldanna til lánsins, og stæði því ekki á neinu fráþeirra hendi. Kvað borgarstjóri umræður sínar við hina ensku lánveit- endur hafa endað me^ því, að hann fékk í hendur bréf frá þeim, þar sem skýrt er frá því, að Iánsféð sé þegar Iaust, er stjórnarleyfi fæst. Ennfremur taldi hann ekki vonlaust, að þetta leyfi fengist á næstunni. Kvað hann báða aðila mundu fylgjast með því. Þegar útséð var um að ekkert lán fengisít í bili í Englahdi, fór borgáfstjóri til Danmerkur og Svíþjóðar. Átti hann tal af ýms- um, bæði fjármálamönnum og verkfræðingumt, Kvaðst hann vongóður umaðlán fengistþar ef enska stjórnin brygðist með öllu. Ekki kvað borgarstjóri þó tímabært að segja neitt frekar frá þessu að sinni, en fullyrti þó, að í Danmörku myndiekki verða hægt að fá lán til alls verksins . Stingur pessi frásögn mjög í stúf við öll gífuryrði Mbl. og íhaldsins um að lán þetta | væri fengið. Meðal annars sagði j Morgunblaðið frá því hiklaust að lánið væri fengið nokkrum dögum fyrir kosningar. En það hefir í framkvæmd reynzt blekkingar einar. Hefir íhaldið í þessu máli af- hjúpað sig sem ósannindamenn frammi fyrir alþjóð. pað er vit- að af ummælum borgarstjóra, að hann vissi þá, og vafalaust flokksmenn hans, að hindranir Vórú komnar í veginn með lán- I Tory, í fylkinu New-york lést nýlega ríkur góseigandi, Mr. Thom- son, sem hafði verið ekkjumaður í mörg ár; í erfðaskjali pví, er hann lét efti^- sig, ánafnaði hann einka- syni sínum, er pá var á ferðj í Ev- rópu, allar eigur sínar. En Miss Marker, mágkona hans, stóð þá fram og gerði kröfur til þriðjungs af arf- iniim og bar pað fyrir sig að hún hefði verið konan hans. Hún skýrði frá því fyrir rétti, að þegar systir hennar var dáin 1884, hefði Mr. Thou]Son lokað sig inni með henni og tekið guð til vitnis um að hann elskaði hana og ætlaði að skoða haha sem lögmasítaj eiginkoriu sína alt til dauðans, en að hann vildi ekki ganga að eiga hana opinberlega vegna móður sinnar. Upp frá þeim degi kvaðst Miss Barker hafa búið saman við hann eins og eiginkona hans og bauðst til að leiða fram vitni um það. Dómstóllinn félst á kröfur hennar og dæmdi henni þriðj- ung eignanna. ** Friðrik litli rétti kennaranum stíla bókina. Kennarinn virðir stilinn fyr- ir sér og segir: „Skriftin er grunsamlega lík skrift- inni hans pabb'a þíns. Hvernig stend- ur á. þvi?" . ; , Friö,rik | litli: „Eg notaði lindar- pennam hans pabba". ** ' ' ¦ , . K' Vísindámennirnir eyðjlögðu trúna á. guð; — sálfræðingarnir eru að reyna að eyðileggja trú okkar á. manninn, Skynsamur maður lagar sjálfan sig eftir heiminum; himn óskynsami er siíellt að reyna að laga veröldina eftir sjálfum sér. Þess vegna eru allar framfarir komnar undir þeim óskynsömu. Georg Bernard Shaw. ** Islendskutími: Kennarinn: Hvernig' beygist sögnin að valda? Pilturinn: Valda, valdaði, hef valdað. Kenn- arinn: Onei, góði minn, valda, ollaði^ hef ollað; við þurfum að taka okk- ur fram í móðurmálinu. •* Stœrdfrœðistimi: (Margir piltar voru veikir og nokkrir höfðu beðið um frí\. Kennarinn: (lítur yfir bekk- inn).. Jú, helmingurinn er veikur, um, hm, og helmingurinn biður um frí, það er víst ekki nema þriðjung- urinn, sem getur gengið upp. tökuna, og að afdrif þess máls voru með öllu óviss. Hefir því íhaldið að þessu sinni unnið kosningasigur sinn á þeim rakalausu fjarstæðum, að lán væri fengið, sem þá var um þann veginn verið að banna að yrði veitt. Ætti íhaldið að siá sóma sinn í því, að leggja niður völd sín í bænum og efna til nýrra bæjarstjórnarkosninga. Nú,' þegar liðinn er um það bil mánuður síðan vinna átti að hefjast við hitaveituna, hef- ir.ekki fengizt syo mikið sem túskildingur til þess "að vinna verkið fyrir. Fullyrðingar borg- arstjóra um, að lánið muni fást bráðlega, verður hinsvegar að taka með Mlri varúð, þar sem hann gat ekki bent á neitt, sem staðfesti þær að nokkru leyti. Hitt verður þó að undirstrika, að vonandi er að féð fáist sem fyrst, svo að framkyæmd hita- veitunnar geti hafizt. Það er bæði atvinnu-, menningar- og hagnaðaratriði fyrir bæjarbúa. Bréfakvöldi F. U. K. er frestað þar til annan í páskum. Nánar auglýst síðar. Strætisvagnarnir byrja ferðir sínar í dag, skír- dag, kl. 9 árd., en á morgun föstíid., og páskadag kl. l!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.