Þjóðviljinn - 01.05.1938, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 01.05.1938, Qupperneq 1
3. ÁRGANGUR Dagnr ainlngar - dagnr alþýðn! Sýnið mátt og vllfa alþýðnnnar f dag! I Qöldannm llggnr kraftnr verkalýðstnal Allir út á gðtuna fyrsta maf! Til baráttn Vyrlr vinnu, Irelsi, sésfalisma lílír á útifund og kröfugöngu alþýðnsamtakanna í Lækjargötu klubkan 2 eftir hádegi. Alþýða Reykjavíkur! AÐ eru vinnandi stéttirnar, sem halda þjóðfélaginu uppi pað er alþýðan, sem skapar allan auðinn. pað eru verka- mennirnir á sjó og landi, sem hætta því dýrmætasta, sem til er, lífi og heilsu, í baráttiinni við náttúruöflki. pað er því alþýðan, sem á að njóta ávaxtanna af erfiðj sínu og áhættu. pað er alþýðan^sem á að ráða þjóðfélaginu. Pólitísk árás ífrum- varpi á Alþingi. Þ>að á að bola Pétri G. Guðmundss. og Sigfúsi Sigurhjartarsyni úr útyarpsráði En nú verður alþýðan að búa við atvinnuleysi og fátækt. Auð- valdið og þjónar þess þverneita 'henni um atvinnu, en búast til ■að hneppa hana í verri og verri þrældómsfjötra. Pessa dagana sverfur atvinnif leysið æ meir og meir að fjöl- skyldum verkamanna. Og yfir vofa þrælalögin frá Alþingi, hlekkirnir, sem eiga að hefta verkfallsbaráttu verkalýðsins. pess vegna sýnir alþýðan í jdag, 1. maí, vald sitt og vilja sinn til að berjast fyrir frelsi Isínu, fyrir réttlæti í þjóðfélag- inu, fyrir atvinnu og brauði. Vald alþýðunnar liggur í fjölda hennar. Verkamennirnir eru þeir mörgu, þótt þeir séu og hafi verið fátækir og smáir — og þegar þeir finna til þess, að þeir eru allir eitt, þá er ein- ing þeirra hið ósigrandi afl frelsis og réttlætis, sem eng- in kúgun peningavaldsins fær ibrotið á bak aftur. I dag, 1. maí, verður öll al- þýðan að vera eitt í frelsisbar- áttu sinni. — AHur verkalýður á Lækjargötuna kl. 2 í kröfu- göngu alþýðusamtakanna! Allir þið, sem unnið frelsi og menningu Frelsisbarátta verkalýðsins er um leið einn liður í allri frels- isbaráttu nútímans gegn verstu harðstjórn og argasta afturhaldi sem heimurinn hefir þekkt, fas- ismanum. Allir þeir, sem vilja vernda þá menningu og það frelsi,sem þjóð vor hefir skapað sér, eiga því að taka höndum saman við verkalýðinn um að vernda lýð- ræði og sjálfstæði þjóðarinnar, varðveita menningu hennar og helgustu réttindi, sem afturhald og fasismi nú búa sig undir að granda. Skapið einingu þjóðarinnar um frelsi hennar og rétt. Und- irbúið þjóðfylkingu íslenzku þjóðarinnar gegn fasisma og kúgun! AHir eitt t. maí! Til verndar lýðræði og sjálf- stæði þjóðarinnar! Til baráttu fyrir atvinnu, frelsi og sósíalisma! Mætið öll í kröfugöngu al- þýðusamtakanna á Lækjargötu kl. 2. M LLSHERJARNEFND Nd. ber fram breytingu á út- varpslögunum, er felur í sér, að kosning þeirra manna í út- varpsráð, sem Alþingi ræður, fari fram nú á yfirstandandi Al- þingi. Við 1. umr .málsins benti Ein ar Olgeirsson á, að hér væri um pólitíska árás á einstakar persónur að ræða. Frumv. væri bersýnilega borið fram tilþess að bola þeim Pétri G. Guð- mundssyni og Sigfúsi Sigur- hjartarsyni úr útvarpsráði. Urðu allhvassar umræður um frumvarpið. Pálmi Hannes- son lagði til að því yrði vísað til menntamálanefndar, þar sem því væri á ýmsan liátt ábóta- vant, en það var fellt. Eru komnar fram brtt. frá Pálma Hannessyni, Thór Thórs og Héðni Valdimarssyni. Er það hið mesta hneyksli, að þannig lagaðar pólitískar á- rásir séu leiddar inn í Alþingi í frumvarpsformi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.