Þjóðviljinn - 04.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.05.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudaginn 4. maí 1938 Þ JÓÐVILJINN Hljómsveit Rejkjaviknr beiðrar Pétnr Jónsson. Viðhafnarsýning ð „Bláu kápanni“ í kvðld. 'Rambow, Biebielz og Lanzevvitz. Óskar Quðnason, Pétur Jónsson og Hendrik Berndtsen. Hljómsveit Reykjavíkur hefir ákveðið að hafa hátíðasýningu á »Bláu kápunni« í kvcld í, viöur- kenningar- og þakklætisskyni við Pétur Jónsson, sem drýgstr an þáttinn hefir átt. í því að skapa hinar óvenjulegu vinsæld- ir óperettunnar hér í vetur. Vafalaust hefir Pétur aldrei eignast meiri hylli og almennari skilning hér heima en í, þessu litJa hlutverki, sem hann fer með í »Bláu kápunni«, svo langt sem það er frá því, að swara til getu hans og fullkomnu kunnáttu, Menn rennur betur en áður grun í þá miklu og alhliða hæfi- leika, er skipuðu honum í fremstu röð í helsta tónlistar- landi Evmópu. Þegar Pétur Jónsson er hylt- ur í kvöld, er fyrst og fremst að minnast þeirrar miklu þakkar- skuldar, semi öll íslenska þjóðin á honum ógoldna,. Það hefir því miður ekki verið metið að verð- leikum enn, að þegar Islending- ar tóku að brjóta af sér hlekki aldalangrar einangrunar og nið- urlægingar upp úr aldamótun- um og urðu að sannfæra bæði, sjálfa sig og umheiminn um að þeir væru hvítir menn, þá varð Pétur Jónsson ásamt Jóhanni Sigurjónssyni fyrstur til að bera rnerki íslensks manndóms og ís- lenskra hæfileika út, um- Ev- rópu. Pétur Jónsson er þannig brautryðjandi, sem í, senn hefir stuðlað að því, að eyða fordóm- um um þetta, einangraða land erlendis og sanna þjóðinni í verkinu það sem, Einar Bene- diktsso-n og Hannes Hafstein lögðu svoi mikla áherslu á aó sannfæra hana um: hlutgengi hennar við menningarþjóðir Ev- rópu. Hér er því miður ekki rúm til að rekja hinn glæsilega lista- rnannsferil Péturs nema í stærstu dráttunum. Að afloknu stúdentsprófi fór hann til Kaup- mannahafnar 1906 til læknis- fræðináms. Rödd hans vakt: brátt eftirtekt, svo að hann varð, als ólærður, eftirsóttur einsöngvari og meðlimur bestu kóranna. Hann fór með dönsk- uim stúdentakór ti.1 Ameríku 1911, en settis-t, síðan að í Berlin, þar sem hann þá var ráðinn við óperu., En óperan varð að hætta störfum sökum fjárskorts um þær mundir, svo að ekkert varð af söng hans þá. Næstu 3 árin noaaði hann til söngnáms í Ber- lín og varð að vinna þar fyrir sér jafnframt náminu. Mun hann. þá oft hafa orðið að bíta lítinn kost eins cg títt er um listamenn sem brjótast, áfram af eigin rammleik. 1914 fór hann til Kiel og fékk að syngja þar til reynslu við æfingu í óper- unni. Vakti hann þá slíka, aðdá- un, að hann var þegar ráðinn aðaltenor við óperuna og söng upp frá því eingöngu aðalhlut,- verk hvar sem hann fór um Þýskaland. Frá Kiel fór hann til Darmstadt 1918 og varð aðal- tenór eftir frægasta söngvara Þýskalands, Yoseph Mann, sem þá fluttist til Berlín. Síðan varð hann aðaltenor bæði við Stádt- ische Oper í Berlín og óperuna í Bremen. Hróður hans fór sí- vaxandi í Þýskalandi og hann hafði því nær nóg að gera við að syngja sem gestur hingað o,g þangað um landið. Síðan Pétur fluttist hingað heim, hefir hann því nær ekkert getað iðkað list sína, þó að hann sé enn í fullu fjöri. Það væri ekki nema makleg viðurkenning, þó að Þjóðleikhúsbyggingunni væri hraðað hans vegna, svo að liann gæti endað hina glæsilegu listamannsbraut sína á íull- komnu íslensku leiksviði. Ummæli mætra manna nm Sovétríkin. Sidney Webb (Lord Passfield) London. Sé það takmark kommúnism- ans í Sovétríkjunum að full- nægja sem bezt þörfum, eftir- spurn og óskum allrar bjóðar- innar — og ekki aðeins þeirra manna, sem eru fullorðnir, hraustir og vinnufærir — þá hefir hann þegar komist ótrú- iega nálægt þessu marki. I ljósi þessarar staðreyndar skilst mönnum, betur, hvers vegna Sovétríkin eru upp bygð af svo margvíslegum skipulags- formum, sem byggjast. á almenn - ustu þátttöku fólksins að öllu leyti, án tillits til aldurs, kyn- ferðis, kynstofns, þjóðernis, trú- arjátningar eða: menningarstigs, þar sem þjóðin í heild sinni tek- ur þátt; í stjórn málanna. Þess vegna geta bolsévikkarn- ir rússnesku talið sem þýðingar- mesta árangurinn að 20 ára viö- leitni sinni þessa margbreyti- legu skipulagningu Sovétríkj- anna, sem. befir það takmark að tryggja vörudreifingu og starfs- skiftingu á fullkomnara hátt, en á sér stað í nckkru öðru landi heimsins«. Henri Wallon, prófess- or við Sorbonnehá- skólann í París »Með því að stuðla að þrosk- un serhverrar þjóðartungu og þjóðarmenningar innan ríkisins, þar sem oft og tíðurn varð bein- línis að skapa þeim sjálf tækin til þróunar sinnar og fullkomn unar, hafa Sovétríkin opnað hin- um mannlegu sannindum scsial- ismans veginn til meðvitundar einstakli ngsáns«. Iðnnðmsfrumv. (ramsóknar neltað nm afbrjieði Iðnnámslagafrumvarp Fram- sóknarmanna er, eins og Þjóð- viljinn hefir áður sagt frá, komið til efri deildar. í gær átti að taka málið á dagskrá í efri deild, en þurfti afbrigði til. En ef leita þarf af- brigða, verða þrír fjórðu þing- manna að greiða atkvæði með afbrigðunum . Atkvæðagreiðsla þessi fór á þann veg, að með afbrigðunum 8 þingmenn atkv., en þrír á móti. Varð því að taka málið út af dagskrá aftur. Á móti afbrigðunum greiddi atkvæði Brynjólfur Bjarnason og báðir fulltrúar Alþýðuflokks ins í deildinni . Þýska stjðrnin hefir nú gert ráð- Sta-fanir, sem hníga í þá átt, að Gyðingar sæki ekki kvikmyndahús. Blaðið »Sturmer« skorar á eigendur kvikmyndahúsa, aö leyfa, ekki Gyö- ingum aðgang að kvikmyndahúsum slnum. Hinsvegar hefir útbreiðslu- málaráðuneytið leyft, að Gyðingar komi upp kvikmyndafrarnleiðslu, en hún ú einkum að miða að því að lof- syngja innflutning Gyðinga til Pal- estlnu. Hvers 'vegna. dvelur Hitler svonn lengi í ítallu i sambandi. við heim- sókn sina? Til þess að engum detti i hug að hér sé um franska heimsókn að ræða. • • Shirley Temple, sem a.llir kannasl við, átti nýlega afmæli. Það fylgdi sögunni að hún væri 0 ára gömui. Hinsvegar telja ýmsir, að Shirley iitla lemple sé minst 13 ára, gömul, svo að það þarf ekki piparmeyjar til Eftirfarandi atvik gerisb all- títt á Ráðningarskrifstofu bæj- arins, nú eftir að Málfundafé- lag'ið »öðinn«, — klofningsfélag íhaldsins gegn Dags-brún, sem á að verða, — var stofnað: Verkamaður kemur inn og spyr Gunnar Benediktssoin hvort hann hafi nokkuð handa honum að gera. Gunnar sivarar: »Ertu í Mál- f undafélaginu«?« Það er fyrsta spurningin, — en ekki hitt,, hve mikla þörf verkamaðurinn hafi fyrir at- vinnu, hvernig ásitandið sé á heimili hans' eða annað því um líkt. þess að víkja þessum a.ldri ofurlítiu. við. ** Gandi, hinn alkunni Indverjí, hef- ir nýlega gefið út boðska-p til þjóð- ai sinnar, að harm muni ekki verða. langlífur úr þessu og'að hann búist við að deyja áður en ári.ð er liðið. ■ • I þýskum bæ var einu sinni von á. iurstanum úr ferðalagi. Fjöldi manna. liafði safnast saman á járnbra.utar- stöðinni. til þess að ta,ka á mcti hon- um. Alt í einu heyrðist einhver segja. upphátt eins og við sjálfan sig: vliva.ð hefir orðið af svíninu?« Dög regluþjónn, sem var nærstaddur, greip manni.nn þegar og hröpaði:. »Hvern eigið þér við?« »Ég var að tala unr mág minn, sem. ég átti von á hingað«, sagði mann- auminginn, Lögregluþjónninn sleppti mannin- um óðar. Þá sneri, maðurinn sér að lögreglu- þjóninum og spurði hvatskeytslega: »Hvern voruð þér að hugsa, um?«. Það er því auðséð, a,ð hér er um tilraun t,il -skoðanakúgunar að ræða. Forstjóra Ráðningarskrifstof- unnar er best, að láta af þessum spurningum. Honum koma skoö- anir verkamanna ekkert, við, né hvaða félagsskap þeir tilheyra. — nema ha,nn vilji viðurkenna. opinbeirlega að hann sitji í þessu em.bætti aðeins sem, smali fyrir »Sjálfs,tæðisflokkinn« o,g að »Sjálfstæðisflokkurinn« þar meö steli til flokksþarfa sirma því fér sem g\reitt er úr bœjarsjóði í laun Gunnars Benediktssonar sem forstjóra Ráðningarstofunn- ar. B. G. A. Hálarasveinafélag Revkjavikor Fundur í dag (miðvikudag) kl. 1 e. h. í BaðstofimnL Áríðandi! Mætið allir! STJÓRNIN Húsnæði bentngt íyrir blaðafgreiðslu ðskast 14. maf n. k. ÞJOÐVILJINN Sfmi 2184 J Verkamannabréf 1 sErlní Málfniidsifélaginn?c PóIStlsk skoðanakúgan á Ráðningaskristofaniil

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.