Þjóðviljinn - 10.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.05.1938, Blaðsíða 2
, Þriðjudaginn 10. maí 1938 Þ JÓÐVILJINN Fjárfækkun af völdum mæði- veikinnar 69s í sumum sveitum S&ýrsli mn starfseml- hjnbrnnarfélagslns „LfknC( árið 1037. Einu sinni sem oftar reru Akur- nesingar til Sviðs. Pegar ]>angað kom er nokkur hvalagangur á Svið- inu, og kemur einn hvalurinn skamt frá bátnum. Einn hásetanna sem var sjóhræddur, segir í auðmjúkum og blíðumrómi: Ojá, blessuð skej)n- an, þessu er stjórnað“. Þegar að landi kom kvað við annan tón þeg- ar hann fór að segja frá sjóferð- inni. Bölvaði hann þá hvalnum nið- ur fyrir allar hellur og segir:„Haiin var ekki svo lítill eða magur hel- vítis belgurinn sem ætlaði að dreþa okkur í dag“. — Trúði hann því, ef talað væri virðulega um hvalinn þegar hann væri nærri, að það mundi ráða úrslitum hvort hann grandaði bátnum eða ekki. ** Prestur kom eitt sinn þar að sem börn voru að leika sér við að bera saman for af götunni til að „byggja" úr. Snýr þrestur sér að einum drengnum og segir: „Hvað ert þú að gera góðurinn?“ Drengurinn svar ar: „Ég er að byggja kirkju". Prest- urinn: „Ætlarðu þá ekki að hafa prest í kirkjunni?" Drengurinn: „Jú, en til þess hef ég bara ekki nógan skít..“ Úr gamalli stólræðu: „Ef ailir menn yrðu að einum manni, og öll fjöll að einu fjalli og allir steinar að einum steini, og öll vötn að einu vatni, og sá stóri maður stæði upp á því hinu stóra fjalli og kastaði þeim stóra steininum ofan í það stóra vatnið, mundi verða eitt óend- anlegt bomsaraboms, mínir elskan- legu. Eins mun fara fyrir yður, mínir elskanlegu bræður, þegar sál- um yðár verður steypt niður til helvítis á efsta degi. Amen“. Samtal með mannætum: Bág er tíðin, nú erum við búnir með þessa skipshöfn, sem rakst upp i hend- urnar á okkur um daginn og ekkert útlit: fyrir meiri ketfeng í bráðina. - „Og verið þið ekki að þessu arna“, gall við í einum af hópnum. „Parna uppi á hillunni eiga að standa leifar af kölduirl k ristni- boða“. ** A.: „Einu sinni þekti ég mann, sem var svo hár að hann varð að ganga með grindverk á öxlunum til þess að sundla ekki þegar hann leit niður fyrir sig“.. B: „Ekki þykir mér það svo mik- ið. Einu sinni þekti ég mann, sem var svo hár, að ef hann óð í fæt- urnar á mánudag og kvefaðist af, þá var kvefið aldrei komið upp í nasirnar á honum fyr en á laugar- dag, svo langt \'ar upp eftir honum, ** „Heyixiu Bjarni, mér sýnist kær- astan þín vera rangeygð“.. „Ja, hvað er um það að tala. Augun í henni eru svo ljómandi fal- leg, að þau vilja endilega sjá hvort ahnað“. • • Rimman var hroðaleg og orustan- hörð, og Jónas bóndi var skriðinn undir lausa rúmið. „Komdu fram undan rúminu, lidd- an þín, ef þú þorir“, æpti konan hans með rúmfjölina reidda á lofti. „Nei, kerla mín, það geri ég ekki fyr en mér sýnist, eg ætla nú að sýna þér, að eg er húsbóndi á mím* heimili og læt ekki ógna mér til að gjöra annað en eg sjálfur vil. ** Presturinn: „Mikið fjarskalega er svinið yðar feitt“. Bóndinn: „Já, þ^að má nú segja. Það væri óskandi, að við værum allir eins vel búnir undir dauðanfr og það. • • Forngripasalinn: Þetta er sú merki legasta skammbyssi sem til er. Knút- ur helgi var myrtur með henni“. Kaupandinn: Það getur ekki ver- ið. Á þeim tima voru engar skamm- byssur til“. Forngripasalinn: „En það einmitt gerir byssuna svo merkilega að eng- in önnur eins er tjl í heiminum. Landbúnaðarnefnd hefir lagt fyrir neðri deild þingsins all- mikinn lagabálk um varnir gegn útbreiðslu mæðiveikinnar og stuðning til bænda, sem hafa orðið fyrir tjóni af henni. Frumvarpinu fylgir ýtarleg greinagerð frá nefndinni, og skýrsla um varnirnar og út- breiðslu veikinnar. Hefir það meðal annars komið í ljós, að allar aðalvarnarlínur, sem ákveðnar voru í fj7rra, eru úr gildi fallnar, þar sem veikin hef- ir komið upp fyrir utan þær all- ar. Samkvæmt frumvarpi þessu verða í sumar settar upp aðal- varnarlínur: með fram Þjórsá, frá sjó og að Hofsjökli, og frá Hofsjökli til sjávar við Héraðs- vötn og Jökulsá eystri, og loks í þriðja lagi milli Steingríms- fjarðar og Þorskafjarðar. Þá felast og í frumvarpinu eftirfarandi ákvæði um styrk til bænda, er tjórn hafa beðið af völdum mæðiveikinnar og skal styrknum varið sem hér segir: „1. Til greiðslu upp í vexti af lánum og upp í jarðarafgjöld leiguliða. Þau ein lán koma til greina með vaxtastyrk, sem vottorð liggur fyrir um frá skattanefnd, að talin hafi verið fram og sönnuð í árs- lok 1937 ásamt vaxtakjör- urn. 2. Til sýslu- eða hreppavega í viðk. héruðum án fram- laga úr sýslu- eða sveitar- sjóði. 3. Til greiðslu á styrk til fram- ræslu, túnasléttunar og garðyrkju, er nemi allt að tvöföldum styrk, sem greidd- ur er til skurðagerðar, túna- sléttunar og garðræktar, samkv. jarðræktarlögum. — Auk þess greiðist lögmætur jarðræktarstyrkur. 4. Til styrktar nýjum fyrir- tækjum, er gera framleiðslu bænda verðmæta eða fjöl- breytta, svo sem gróðurhús- um og rjómabúum." Þá fylgir og greinagerðinni allnákvæmt yfirlit yfir hve mik- ið fé hefir fækkað á pestarsvæð- inu af völdurn veikinnar. Mestu nemur fækkunin í Vestur-Húnavatnssýslu eða 46,1 af hundraði. Næst í röðinni ei; Borgarf jarðarsýsla með 41,5 af hundraði og Mýrasýsla með 38,3 af hundraði. Aðrar sýslur eru allmikið lægri. Þó segir svo í greinagerðinni, að tölur þess- íir muni vera of lágar og að fjárfækkunin nema nokkru meiru en hinar opinberu skýrsl- ur greini. Þannig að hin raun- verulega fjárfækkun í Vestur- Húnavatnssýslu sé 50 af hundr- aði og í Borgarf jarðarsýslu 45 af hundraðL Loks segir svo í greinagerðinni: ,4 hreppum þeim, sem veikin hefir verið lengst, er fækkunin orðin frá 60—69%, eins og t. d. í Hálsa-, Reyholtsdals- og AndakQshreppi í Borgarf jarð- arsýslu. í Mýrasýslu er fækk- unin í þrem hreppum upp undir 60% og í Vestur-Húnavatns- sýslu er hún svipuð í þrem ' hreppum, Staðarhreppi 57%, Fremri-Torfustaðahreppi 58% og Ytri-Torfustaðahreppi 62%. Af þessum níu lireppum úr þrem sýslum virðist mega draga þá ályktun, að fénu fækkar um % af völdum mæðiveikinnar. | Hve mörgum af dauðsföllunum veikin eigi beinlínis sök á, verð- Eftirfarandi skýrsla hefir blað inu borizt um starfsemi hjúkr- unarfélagsins Líkn á síðastliðnu j ári: Árið 1937 hefir Hjúkrunar- félagið „Líkn“ haft 5 hjúkrun- arkonur í fastri þjónustu sinni til 1. okt., en frá þeim tíma 6. Störfum þeirra er skift þannig, að 3 þeirra vinna að heimilis- vitjanahjúkrun, 2 við Berkla- varnarstöðina og 1 við Ung- barnavernd Líknar. Stöðvar- hjúkrunarkonurnar hjálpuðu til við bæjarhjúkrunina á frídögum óg í sumarfríum bæjarhjúkrun- arkvennanna, en eftir 1. okt., að einni heimilisvitjanahjúkrun- arkonu var bætt við, hafa þær nær eingöngu unnið við stöðv- arnar. Þó skiftast þær allar á að hafa hjúkrunarkvöldvakt sína vikuna hver. Hjúkrunarkonurnar hafa alls farið í 11381 sjúkravitjun, þar af hafa 9387 verið sjúkrasam- lagsvitjanir. Þær hafa vakað í 11 nætur og haft 71/2 dagvakt. Berklavarnarstöðin. Alls hafa komið til stöðvarinnar 2594 manns til rannsóknar á árinu. Af þeim komu 2061 í fyrsta sinn, en 533 voru kunnir stöð- inni áður. Hinir nýkomnu skift- pst þannig: karlar 466, konur 848 og börn 747. Af hinum nýkomnu voru 131 eða 6,4o/o með virka lungna- berkla. Smitandi voru 62 eða rétt 3o/o. Auk þess fundust greinilegar berklabreytingar (að mestu óvirkar) hjá 497 eða 24.10/0. 631 sjúklingar hafa verið röntgenmyndaðir, 4421 gegn- lýstir, 26 verið vísað í Ijóslækn- ingar og 112 sjúklingum verið útveguð heilsuhælis- eða spít- alavist. Séð hefir verið um sótt- hreinsun á heimilum 38 smit- tandi sjúklinga. Gerðar hafaver ið 809 loftbrjóstaðgerðir á 70 sjúklingum, 422 hrákarannsókn- ir og 598 berklaprófanir. Alls hafa verið gerðar 5967 læknis- skoðanir á stöðinni. Stöðvarhjúkrunarkonurnar hafa farið í 3040 heimsóknir á heimilin. 550 heimili hafa verið undir eftirliti frá stöðinni á ár- inu. Hjúkrunarkonurnar hafa auk þessara vitjana fárið í 1603 vitjanir fyrir bæjarhjúkrun Líkn- ar og vakað í 4 nætur. Þessi ur eigi ráðið; má vera að fækk- uuin sé örari sakir ótta manna við veikina. Hins vegar er ekki víst, að veikin sé fyllilega um | garð gengin í þessum sveitum." Nægir þetta ti! þess að sýna, að hér er hið mesta vandamál á ferðum, svo að til auðnar horfir með annan stærsta at- vinnuveg landsmanna. hjúkrun er talin með skýrslu bæjarhjúkrunarinnar að fram- an. Lýsi og aðrar gjafir til stöðvarinnar liafa verið metnar og nema kr. 1870,00. Heim- sóknadagar með læknum eru þrisvar í viku. Húsakynni stöðvarinnar eru mjög bágborin, bjæði þröng og loftlítil, enda tekin á leigu áð- ur en aðsókn til stöðvarinnar óx svo mjög, sem nú er raun á orðin. Nýtast starfskraftar stöðvanna ver en skyldi vegna þrengslanna. En á þessu verð- ur ráðin bót svo fljótt sem auö- ið er. Sem dæmi um hina auknu aðsókn til stöðvarinnar má geta þess, að árið 1935 komu 178 manns til rannsókn- ar í fyrsta sinn, en árið 1937 komu 2061. Hefir því aðsókn- in meir en tífaldast. Orsökin til þessarar miklu aðsóknar er sú, að berklavarnarstarfsemi Reykjavíkur og nágrennis hefir verið sameinuð eftir því, sem bezt eru föng á, og Röntgen- tæki útveguð til stöðvarinnar. Enda nýtur stöðin hinna beztu starfskrafta. Læknar stöðvarinn ar eru Magnús Pétursson hér- aðslæknir, Helgi Ingvarsson, aðstoðarlæknir á Vífilsstöðum og Friðrik Petersen. Stöðin starfar með aðstoð og undir yf- irumsjón Sigurðar Sigurðsson- ar berklayfirlæknis. Ungbarnavernd Líknar. Hjúkrunarkonan þar hefir far- ið í 1554 heimsóknir á heimilin. Stöðin hefir tekið • á móti 359 nýjum heimsóknum og 1632 endurteknum heimsóknum. 66 mæður hafa leitað ráða hjá stöðinni, og hafa því alls ver- ið 2057 heimsóknir þangað. 13 barnshafandi konur hafa leitað til stöðvarinnar, þar af hafa 6 komið í fyrsta sinn. 29 börn og 1 fullorðinn hafa fengið ljós böð á árinu. Gefið hefir verið talsvert af lýsi og mjólk frá stöðinni. — Sömuleiðis gömul og ný föt fyrir ca. 200,00 kr., og barna- púður, svampar, sápa, pelar og túttur. Lánaðar hafa verið barns vöggur og smábarnafatnaður aliskonar. Gjafir til ungbarna- verndarinnar hafa verið ca. 440, 00 virði. Heimsóknadagar með lækni á stöðinni hafa verið tvisvar í viku að vetrinum, en þrisvar í viku að sumrinu, ásamt 1. þriðjudegi hvers mánaðar, og er þá tekið á móti barnshafandi konum. Læknir stöðvarinnar er ungfrú Katrín Thoroddsen. Starfsemi hjúkrunarfélagsins „Líkn“ var haldið uppi árið 1937 af fjárframlögum frá ríki, bæjarfélagi og Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, auk meðlima- gjalda, félaga og einstaklinga. Ennfremur hefir bæjarfélag Hafnarfjarðar og Sjúkrasam- lag Hafnarfjarðar veitt Berkla- varnarstöðinni nokkurn styrk gegn því að bæjarbúar þaðan geti fengið sig rannsakaða í Berklavarnarstöðinni. Bæjarstjórn Rvíkur leyfði á síðastliðnu hausti, að styrkur- inn til Líknar yrði aukinn svo að félaginu varð kleift að bæta við þriðju heimilisvitjanahjúkr- unarkonunni. Með því hefir ráð izt bót á miklum erfiðleikum fé- lagsins, þar sem hjúkrunarkon- ur nægðu hvergi nærri til þess: að sinna öllum þeim hjúkrunar- beiðnum, sem því bárust. Stjórn félagsins færir öllum þeim beztu þakkir, sem sýna starf- semi þess skilning og velvild. Reykjavík, 7. maí 1938 f. h. Hjúkrunarfélagsins „Líkn“ Sirtríður Eiríksdóttir formaður. Hans Petersen kaupmaður andaðist í Kaup- mannahöfn á sunnudaginn eft- ir langvarandi veikindi. Elsa Sigfúss heldur söngskemtun í kvöld kl. 7,15 í Gamla Bíó. Á söng- skemtuninni eru mörg af lögum heimsfrægra snillinga. Frú Val- borg Einarsson aðstoðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.