Þjóðviljinn - 14.05.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.05.1938, Blaðsíða 4
SjB [\íý/eJ5io s§ Jeg ákaeri.. (pættir úr æfisögu EMÍLE ZOLA) Stórkostleg amerísk kvik- mynd af æfiferli franska stórskáldsins og mikil- mennisins Emile Zola. í myndinni er rakið frá upphafi til enda Dreyfus- málið alræmda. Aðalhlutv. leika: Paul Muni, sem Zola, Joseph Schildkraut, Robert Barrett, sem Esterhazy majór, o. fl. Næturlæknir í nótt er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2334. Næturvörður er í Ingólfs- og Reykjavíkur apóteki. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Leikrit: „Frúin sefur” (Brynjólfur Jóhannesson, Al- freð Andrésson, Póra Borg). 20.50 Strokkvartett útvarpsins, leikur. 21.15 Hljómplötur: Kórlög. 21.40 Danslög. Ferðafélagið efnir til skemtifarar á morg- þlÓÐV ILIINN un suður á Reykjanes og til skíðafarar upp á Skarðsheiði. Farmiðar að báðum ferðunum verða seldir til kl. 7 í kvöld á Steindórsstöð. Kvöldskemtun og dans / verður haldin í Varðarhúsinu í kvöld. Par verður meðal ann- ars til skemtunar, nýjar gaman- vísur úrbænum, erindi um kossa og nýstárleg musik. Er það nýr skemtifélagshópur, „Sumar- klúbburinn\ sem byrjar þarna starfsemi sína og mun ætla að vanda til skemtana sinna. Elsa Sigfúss efnir til miðnættisUjómleika / kvöld kl. 11 Vs í Gamla Bíó. Breytt dagskrá. Carl Billich aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir í Hljóðfærahúsinu og hjá Kat- rínu Viðar. Skemtun. Ungherjar efna til skemtunar í kvöld kl. 8 í Lesstofunni á Vatnsstíg 3. Margt skemtilegt er á dagskrá, svo sem kórsöng- ur, ræða, upplestur, munnhörpu trio, Bíó og vikivakar. Lokadansleikur „Vorboðans“ verður haldinn í kvöld í Iðnó kl. 10. Allur ágóði af skemtuninni rennur til barnaheimilins „Vorboðans“. Skemtið ykkur og styðjið um leið þarft málefni Ungherjar! Skemmtifundur fyrir eldri deildina verður í kvöld, laugardag, kl. 8, í tilefni af lokun lesstofunnar á Vatn^ stíg 3. DAGSKRÁ: 1. Skýrt frá störfum lesstofunnar. 2. Kórsöngur. 3. Ræða. 4. Upplestur. 5. Munnhörputrío. 6. Vikivakar. Fundurinn er aðeins fyrir eldri deildina. Stjórnin. Flntningadagur Leikfélag Reykjavíkur sýnir á morgun gamanleik- inn „Skírn, sem segir sex“og er það síðasta sýning á þessum ágæta leik, því að í næstu viku hefjast sýningar félagsins með Reumert-hjónunum. Þetta er því einasta tækifærið, sem eftir er, til þess að sjá „Skírnina“. Ríkisskip. Súðin fór frá Reykjavík' í gær kvöldi. Esja var á Hornafirði í gær. Menn flytja búslóð sína hús úr húsi. En þeir sem einu sinni byrja að skifta við KRONhalda því áfram og daglega bætast nýjir í hópinn. Gamlaf3io % Anminija miijðna- mæriagamir Bráðskemmtileg og fyndin sænsk gamanmynd gerð samkvæmt hinni kunnu skemmtisögu t „Tre Mænd i Sneen“ eftir Erik Kastner. Aðalhlutverkið leikur ADOLF JAHR. Lelkfél. Reykjaolkar ,Skfrn sem seglr sex4 Gamanleikur í 3 þáttum. ’ Eftir OSKAR BRAATEN Sýning á morgun kl. 8. LÆKKAÐ VERÐ! Síðasta sinn! Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun . ÍBfiB 1—2 herbergi og eldhús með þægindum óskast strax. Upplýs ingar Njálsgötu 33 A niðri. I R. efnir til gönguferðar upp á Hengil á morgun. Þeir, sem vilja, geta tekið skíði með sér, því að enn er hið besta skíða- færi í brekkum þar efra. Lagt verður af stað frá Söluturninum kl. 8Va í fyrramálið. Farmiðar (seldir í dag í Stálhúsgögn, Laugavegi 11. Alexander Avdejenko: Eg elska ... 34 — Ég hefi keypt það, elsku pabbi minn.. Láttu mig sökkva niður í jörðina og standa aldrei fram- ar upp.. Pabbi þrýsti höfði Vörju niður að gólfinu og tog- qjði í hár hennar. Að því búnu miðaði hann þung- um hnefanum á gagnaugu hennar. Svo lét hann livert höggið falla af öðru og stundi við svo að jijridir tók í jallri stofunni.. Borðið hoppaði til og frá á rammskokkum fótunum.. Óp barnanna og kvein Vörju yfirgnæfðu allt annað.. — Viltu segja mér, hvar þú hefir fengið þessa gripi alla saman.. — Já, já.. Qg svo sagði Varjka að Aganesov hefði gefið henni fínu skinnskóna og meira að segja heila rúblu og eyrnahringa úr gleri. Feiti slátr- arinn hafði gefið henni sjalið og einhver sá þriðji hafði gefið hdrini fallegu sokkana og látúnshring- inn, ennfremur hafði hann gefið henni ávexti og freyðandi víti. Hann hafði kysst hana á varirnar og kropið á kné frammi fyrir köldum fótum hennar. Hver var það . . . því hafði hún alyeg gleymt. Hún sagði pabba alla söguna, aðeins eitt dró hún uridan . . , Hún minntist ekki á sítrónuna. Pabbi reisti hana á fætur, ýtti henni út að veggn- um og sagði af miklum þunga: — Þvoðu þér og yfirgefðu húsið. Gleymdu því að þú átt föður, bölvuð tíkin. I En Varjka fór út án þess að þvo sér. Silkiherða- sjalið lá eftir á gólfinu og drógst með fótum henn- ar, er hún fór. Ég hljóp út úr hreysinu og þaut á eftir henni. Hújn fór sína leið án þess að líta tilbaka. Varjka var lítil og lotiri í baki. Hún gekk yfir torgið og fram- hjá verkfræðingabústöðunum og í áttina til verk- * smiðjunnar. Allan dagirin var hún á ferli, og um kvöldið nam hún staðar fyrir utan næturkrá Aganesovs og sýnd- ist vera að ráða fram úr einhverju. Ég hljóp til hennar og snerti kalda hönd hennar óttasleginn. — Varjka. Hún snéri sér hvasst að mér og varir hennar titruðu. — Farðu heim, Sanj. Varjka opnaði dyrnar á kránni og hvarf inn í myrkrið. Síðar ráfaði Varjka öluð um torgið. Henni varð aldrei skotaskuld með peninga, en líkami henn- ar megraðist og þreyttist af dvöl hennar á nætur- kránni. Hún var nú komin á þann markað, sem aldrei fylltist. Hún varð vinkona þjófa og hún skreið upp á loftin í vöiiugeymsluhúsunum til þess að stela líni. Hún stóð á gatnamótum og seiddi til sín karl- menn. Augu hennar voru þrútin og blóðhlaupin af drykkju og barsmíðpm. Ég var orðinn einn míns liðs og hafði misst alla ættingja og vini. Dag nokkurn mætti ég Vörjku á markaðinum. Með öskugráum fingrum molaði hún niður brauð, sem hún hélt á og gleypti brauðmolana jafnóðum. Brauðið ilmaði í höndum hennar. Ég nálgaðist hana hræddur. Hár hennar var enn gló- bjart eins og áður, en það var farið að þynnast. Kinnbeinin voru útskotin, andlitið fölt og magurt, varirnar voru sprungnar. Varjka gekk til mín og sagði: — Sanj. * Ég stóðst ekki þessa blíðu og féll á kné. Vörjku var nög boðið. Veikbyggð og veikluð eins og hún var settist hún við hlið mína og þrýsti höfði mínu að þeim stað á líkama sínum, þar sem áður voru þrýstin og heit brjóst. Markaðsfólkið þyrptist saman umhverfis okkur. — Veslingurinn, hvað hún iðrast, sagði einhver kvensa, sem fór framhjá með þunga körfu á bak- inu. Svo síó luýi á bæði lærin af undrun. — Hún hefir ef til vill fundið drenginn sinn, sagði gömul kona í dökkum kjól. — Ef til vill er það bróðir hennar, greip einhver annar fram í. — Smábróðir, því býst ég tæplega við. Hún á hóp af krökkum sem komin eru á giftingaraldur. Varjka strauk höndunum yfir hár mitt, lagfærði skyrtuna mína, þerraði tárin úr augum mínum og huggaði mig. — Vertu rólegur, Sanj . . . vertu rólegur. Bráð- um kemur sumarið og þá skul.um við ganga út í skóginn, hlaupa niður að fljótinu og baða okkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.