Þjóðviljinn - 29.05.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.05.1938, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN ss Ný/a b'iö ss Einkalíf leikarans Amerískur gleðileikur frá Warner Bros. Aðalhlutverkin leika: Leslie Howard, Bette Davies, Olivia de Haviiland o. fl. SÝND KL. 7 og 9. ELLEFTA STUNDIN. Pessi gullfallega ameríska kviknrynd verður sýnd kl. 5. — Lækkað verð. Næturlæknir í nótt Axel Blöndal, Mána- götu 1, sími 3951; aðra nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272; helgidagslæknir( Bergsveinn Ólafsson, Hávalla- götu 47, sími 4985. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur- apóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Ctvarpið í dag: 9..45 Morguntónleikar: a. Pí- anókonsert í Es-dúr, eftir Mozart; b. Symfónía nr. 5, eftir Schubert, plötur. 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni, séra Bjarni Jónsson. 12.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótel ísland. 17.40 Otvarp til útlanda, 24.52m 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Smálögfyr- ir píanó og fiðlu. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Endurminningar ( frá Spáni. Adolf Guðmunds- | son dómtúlkur. 20.40 Hljómplötur: Spænsk og ítölsk sönglög. 21.05 Upplestur: Kvæði, Guð' mundur Friðjónsson skáld. 21.25 Hljómplötur: Létt lög. 21.45 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Otvarpið á morgun: 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19-20 Hljómplötur: Danssýning arlög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Sumarþættir. 20.40 Hljómplötur: Sönglög. Galli Curci og Caruso.. 21.05 Útvarpshljómsveitin leik ur alþýðulög. 21.30 Hljómplötur: Úr Islands- kantötu Jóns Leifs. 22.00 Dagskrárlok. Leiðrétting. í grein Halldórs Kiljans Lax- íiess í gær hefir á einum stað í fremsta dálki fallið niðureitt orð. Greinin á að vera þann- ig: ',,En til merkis um, hve þessi fagurfróði danski alþjóða- borgari, afspringi gyðingdóms og hámenntaðar heiðni“ o. s. frv. Kuldinn. I gær snjóaði í Reykjavík og þótti mönnum það „grátt“ gaman eftir vorblíðudagana fyrr í vikunni. Leikfélag Reykjavíkur hefir í kvöld frumsýningu á gamanleiknum Tovaritch, eftir Jaques Deval.. Aðalhlutverkin leika hinir ágætu gestir Leik- félagsins Anna Borg og Poul Reumert. Jarðarför Einars H. Kvaran rithöfund- ar fór fram: í gær frá Fríkirkj unni að viðstöddu miklu fjöl- menni. Ferðafélagið efnir í dag til skemmtiferð- ar austur að Raufarhólshelli. — Ekið verður í bílum austur í Hveradali og gengið þaðan um Prengslin, yfir Eldborgarhraun og að hellinum. Lagt verður af stað' kl. 8 árdegis frá Stein- dórsstöð. Frá Italfn. FRAMH. AF 1. SIÐU í Tarragonjaj í marz. I orustun- um við Suður-Ebró-fljót féllu á tímabilinu frá 9. til 24. marz 700 liðsforingjar og óbreyttir hermenn, en 2500 særðust. í skæðustu orustunum sem áttu sér stað f Abessiníustríðinu var var mannfallið aldrei neitt í nánd við þetta. A GamIaf3io Örlagarik stund Framúrskarandi spennandi og efnisrík amerísk tal- mynd. Aðalhlutverkin leika: Loretta Young og Franchot Tone. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Barnasýning kl. 5: TARZAN STRÝKUR! Æskulýðsmótið Framhald af 1. síðu. og Karlakór verkamanna syng- ur, talkór lætur til sín heyra og auk þess verða frjálsar í- þróttir.. Að kvöldi hvítasunnu dagsins er gert ráð fyrir skemti legri kvöldvöku undír berum himni. Auk þess munu þátttak- endur mótsins eíga kost á því að skoða aflstöðina við Ljósa- foss. Dagskrá um tilhögun mótsins í einstökum atriðum verður birt síðar. Sýning á barnateikningum frá Norðurlöndum er í Kennaraskölanum Opin daglega kl, 10—22 Reykjavíkurdeild K. F. L SeUnfnndir Annað kvöld verða fundir í öllum sellum. Félagar, fjöimennið! Deildarstjórnin. Lelkfélag Reykjavlknr Gestlrs Anna Borg — Ponl Renmert. „Tovaritclit( Gamanleikur í 4 þáttum eftir Jaques Deval. Frumsýnipg í kvöld kl. 8. 2. sýjning 30. maí — 3. sýning 31. maí — 4. sýning 1. júní — 5. sýning 2. júní. Aðeins leikið 5 kvöld Aðjgöingumiðar að frumsýningunni seldir eftir kl. 1 í dag í Iðnó á 6 kr. — Forsala að hinum sýningunum er einnig í dag eftir kl. 1. Ekki tekið á móti pöntunum í síma. Alexander Avdejenko: Eg elska . . 45 an ég þrýsti veskinu fast að brjósti mínu. Pegar fépúkinn að lokum komst að raun um hvað hafði síkeð, var ég allur á bak og burt jog horfinn út í náttmyrkrið. Að baki mér heyrði ég örvæntingaróp Grikklendingsins. Ég áttaði mig ekki hþeldur í fyrstu. Ég stóð u!ndir stóru perutré og fætur mínir sukku í mjúka moldina. Svo greip ég krampakenndum tökum um veskið. Gleðin hafði yfirstigið harminn og blygð- unina. Svo arkaði ég af stað með (feng minn til járn- brautarstöðvarinnar, og að þrern dögum liðnum lajgði ég alla fúlguna á borðið fyrir framan „Væng- inn“. Pað kvöld var „Máninn“ sá eini, sem var ódrukk- inn. Hann blygðaðist sín fyrir óhapp ,sitt og dró, s'íg í hlé. „Vængurinn‘ var aftur á móti óþreyt- andi að drekka mér til. Pegar hann var orðinn aúgafullur seint um kvöldið, faðmaði hann mig að sér og sagði — Það er gott að mér tókst að ytja ykkur saman. „Máninn“ hefir gott af svona ráðningu öðru hvoru. SEXTÁNDI KAPÍTULI. 'Regninu skolar niður jafnt og þétt. Trénj í garð- inum hjá járnbraútarstöðinni eru byrjuð að fella blöð, og standa rykug eins og kræklur út í loftið. Undir þessum runnum brutum við þremenningarn- ir: ég, „Máninn“ og „Ba]alajkan“ upp ferðakoffort, síem ýmsir áttu og deildum með okkur fengnum. Undir þessum trjárunnum hefi ég farið í leiki,. Hér hefi ég kastað burtu tötrum mínum og bíaðað nakinn líkama minn í sólskinmu. Ég og „Balalia!jkan“ erurn orðnir góðir vinír. Við megum aldref sjá hvor af ödrum. Sumarið er liðið og við erum búnir að tapa húsnæðinu. i Á járnbrautarstöðinni er okkur ekki óhætt lengur. Þar er mikið um að vera ;og daglega eru gripnir fleiri og færri snáðar á mínu reki. Þe.im er öllum komið fyrir á barnaheimilum. Við felumst í öimmu slqoffi. Um þessar mundir höfum við fundið sama- stað í ketijhúsi járnbrautarstöðvarinnar. Við höfum komið okkur fyrir uppi á katlinum og njótum lítils- háttar yls frá hojium, þó að hann sé vel einangr- aður að utan með steinsteypu. Við erum marg'ir í ‘þessum þjófahóp, en ég þekki fáa í þessum framandi bæ. Ég og „Vængurinn“ erum skildir að skiptum fyrir löngu. Einu kunn- ijngjar mínir eru „Máninn“ og „Balalajkan“. En mér og „Mánanum“ er lítið til ,vina. Við hejls- Ujmst sem framandi menn. Hann þrýstir hönd mína kuldalega og máttlaust, er fundum okkar ber sam- a;n. Hann virðist vera sísyfjaður. Augnalok hans eru þung eins og blý. Samt yerður hann feginn að leita á náðir okkar í, qinverupnl, og að lokum sofnar hann í örmum „Balalajkunnar“. Vindurinn ber úða af regninu inn til okkar og droparnir falla einn af öðrum á brjóst mitt. Ég siný mér við og færi mig nær katllinum. Pað gufar úr fötum mínum og mér gengur illa að sofna, það er eins og vætan smjúgi gegn um merg og bein. Mér er þungt yfir höfði og m(ig svíður í auigun. Ég er að hugsa um vorið í '.Óþefskvosinní, ujm ofninn, þar sem Mitjka og ‘ Njúrka dóu og úm skranvagn lögreglunnar. Allt í einu bresta hugsanir mínar eins og þráð- ur, sem hefir verið klipptúr í sundur. Hendur, sem líkjast klóm, grípa um fætur mína og draga mig, fram. Ég æpi upp yfir mig. Það verður hávaðí. iúni. Kyndararnir hafa orðið okkar varir ^og ætla að reka okkur út. Ég er óður af reiði og bít mann- inn í hendurnar. „Máninn“ þrífur lurk og rek- ur hann í höfuð á öðrum manni og „Balalajkan“ nær í múrstein, sem hann hendir í höfuð þriðja kyndarans. En okkur er kastað út þrátt fyrir alla mót- spyrnu, og aftur erum við úti ;í ausandi rigningu. Götuljósin slást fram og aftur einmaualeg ;í þögn næturinnar. I hjarta „Balalajkunnar“ verður enginn var við beiskju eða reiði. Hann hoppar umhverfis okkur á alltof stórum skóhlífum, svo að gönguljagið verð- ur mjög afkáralegt. En hvað gerir • það til. Hann er kátur, syngur og trallar eins /og ekkert hefði í skorizt. Pjófaflokkurinn liðast í sundur. Við verðum þrír eftir, og „Máninn“ stingur upp á því, að við leifc- um skjóls á járnbrautarstöðinni og reynum að fá húsaskjól hjá gömlum kyndara, sem þar vinnur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.