Þjóðviljinn - 10.06.1938, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 10.06.1938, Qupperneq 3
P J6ÐVILJINN Föstudagurinn 10. júní 1938 pJÓOVlUINN Málgagn Kommúnistaflokks islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- . stofa: Laugaveg 38. Simi 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. i lausasölu 10 aura eintakiö. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Yfirgangur er- lendra „vísinda- manna“ \ gær birti Morgunblaðið þá frétt eftir dönsku blaði, að sex þýskir vísindamenn væru á leið til I slands. Fylgdi það sögunni að vísindanienn þessir vildu ekkert láta uppi um erindi sitt fyrr en því væri lokið, en tal- ið líklegt að þeir ætluðu að athuga „jarðfræðilega til_ færslu“!! Pað hefir gengið svo á und- anförnum árum, að erlendir menn hafa athugunarlaust ver ið látnir vaða yfir landið, und- ir því yfirskyni að þeir væru erlendir „vísindamenn“. Eink- um hefir borið á því að Þjóð- verjar stunduðu slíka „vísinda- mennsku“. Petta ástand er óþolandi með öllu. Það mun ekki tíðkast í nokkru landi, sem ekki hefir hreina nýlenduafstöðu til ann- ars lands, að vísindarannsóknir fari fram á þennan hátt. Við allar slíkar rannsóknir í siðuð- um löndum þykir það sjálfsögð skylda, að erlendir vísindamenn leyti samstarfs við innlenda sérfræðinga og vinni að rann- sóknum sínum í ísaínráði við þá. Pjóðverjar mundu ekki láta sig dreyma um að senda hóp „vísíjndamanna“ til þess að rann saka „jarðfræðilega tilfærslu“ í Danmörku, Noregi, Englandi eða öðrum nágrannalöndum vorum, án þess að um það væri samið við stjórnir landanna og þá innlenda vísindamenn, er slíkt hafa með höndum. En „sendingar“ slíkra manna til íslands eru árlegir viðburðir og færast stöðugt í vöxt. án þess að sjáanlegt sé að íslenskum náttúrufræðirannsóknum sé nokkur greiði með þeim gerð- ur. Með slíku atferli er veriðl að óvirða sjálfstæði vort., og setja ísland á bekk með frum- staiðustu nýlendum. Auk þess er vitað, að þýska stjórnin not- ar sér óspart yfirskyn vísinda- rannsókna til hernjósna og mæl inga á stöðum, sem hafa sér. staka hernaðarþýðingu í kom- andi heimsstyrjöld. Hér verður að taka í taum- ana áður en lengra er haldið. íslenska ríkisstjórnin verður að sýna það eftirminnilega, að hvorki þjóðverjum né öðrum Æskulýðsmótið við Þrastalund um hvíta- sunnuna fór ágætlega fram og varSUKtil sóma MÓTIÐ SÓTTU A þRIÐJA HUNDRAÐ MANNS. JÓHANNES JÖSEFSSON Æskulvðsmótið, sem Sam- band ungra kommúnista gekst fyrir um hvítasunnuna við Prastalund, var í alla staði hið ánægjulegasta og fór prýðilega fram. Það var að vísu ekki eins fjölment og gert hafði ver ið ráð fyrir í upphafi, þar eð Samband ungra jafnaðarmanna hafnaði þátttöku og Viestmanna- eyingar gátu ekki sótt mótið vegna brims við suðurströnd_ ina. MótPið sóttu þó nokkuð á þriðja hundrað manns, flestúr Reykjavík, en auk þess æsku- fólk úr Hafnarfirði, frá Stokks_ eyri, Eyrarbakka og úr sveitun- um austanfjalls. Bar mótið allt svip frjálsrar og djarfhuga æsku, æsku sem metur fegurð lands síns og ann frelsi þess og er reiðubúin til að verja það fyrir þeim hættum, sem að því steðja. UM 80 MANNS FÓRU AUSTUR Á LAUGARDAGS- KVÖLDIÐ Á laugardagskvöldið kl. 8 var lagt á stað austur frá Vörubíla- stöðinni. Fóru þá um 80 rnanns úr Reykjavík austur og var um kvöldið reist tjaldaþyrping í skógivöxnum hvammi upp frá Soginu, rétt fyrir neðan Þrasta- lund. Veður var hið besta, létt- skýjað og hægur suðaustan and vari. Hið fagra umhverfi og ilmur nýlaufgaðs birkisins gagntók hugi bæjarbúanna og undi fólk sér við töfra hinnar íslensku vornáttúru fram eftir nóttu, uns smám saman færð- ist ró yfir tjaldbúðir skógar- mannanna og friður vornætur- innar ríkti ótruflaður. Það eru mikil viðbrigði fyrir þá, sem haldist uppi að vaða hér um eins og landið væri nýlenda. Pessir sex „vísindamenn“, sem hér ætla að rannsaka „tilfærslu jarðlaga“, auk annara dular- fullra erinda, hafa ekki sett sig í samband við íslenzk stjórnarvöld eða íslenzka vís- indamenn, svo að vitað sé. — Væri réttast að vísa þeim taf- arlaust úr landi, til að gefa slík- um mönnum maklegt fordæmi, nema einhverjar alveg sérstak- ar ástæður séu fyrir hendi. daga.og nætur hafa andað að sér hinu andstyggilega ryki af götunum hér í bænum að sofa — ef til vill í fyrsta skifti á vorinu — í tárhreinu skógar- lofti, hlýja, bjarta og unaðslega vornótt. Á HVÍTASUNNUMORGUN fóru menn snemma á fætur. Sólin skein í heiði og það var of heitt í tjöldunum' í svefn- pokum eða með ullarteppi ofan á sér. Klukkan 8 voru tveir ís- lenskir og tveir rauðir fánar dregnir upp yfir mótstaðnum og skógurinn moraði af glað- væru ungu fólki. Sumir fengu sér sólbað, aðrir sungu eða spil uðu á grammófón og jafnvel munnhörpu, sumir sögðu sög- ur eða kappræddu um áhuga. mál sín. Allsstaðar sama lífið og ánægjan. Þegar leið að há- degi fóru svo að koma bílar frá Reykjavík, Hafnarfirði, Stokkseyri og víðar að, hlaðn- ir fólki og svo kom fólk á hjól- um, og jafnvel fótgangandi úr nágrenninu. MÓTIÐ HÓFST KLUKKAN 2 á hvítasunnudag. Hátalara hafN, verið komið fyrir efst á brekku nokkurri, og sat fólkið í skóg- arrunrtunum fyrir neðan. Áki Jakobsson, forseti S. U. K. setti ÁSGEIR BLÖNDAL mótið, en þvínæst talaði Einar Olgeirsson. Lýsti hann þeim ógnum, sem fasisminn hefir leitt yfir þær þjóðir, þar sem hann hefir náð völdum, og árás- um hans á frelsi annara þjóða, eins og Abessiníu, Spánar, Kína og Austurríkis, og hver hætta frelsi íslensku þjóðarinnar væri búin fyrir yfirgangi fasismans. Þá talaði hann einnig um frels- hug íslensku þjóðarinnar altfrá fornöld og frelsisbaráttu henn- ar gegnum aldirnar og hvílík nauðsyn æsku landsins væri nú að vera á verði urn frelsi það, sem feðurnir hefðu náð með baráttu sinni og auka það. Var ræða hans afburða snjöll og henni vel tekið. Þvínæst söng Karlakór verka Frá stYrjöldinni á Spáni. Spánskar konur í vopnaverkssmiðju skamt frá Barcelona. manna, Ég vil elska mitt land, og ýms fleiri lög. Þá talaði Jóhannes Jósepsson um atvinnuskilyrði og framtíð- arhorfur æskunnar í bæjum og sveitum og nauðsyn þess að öll framsækin æska landsins sam- einaðist í baráttunni fyrir því að skapa sjálfri sér betri og öruggari framtíð. I Þá flutti Hallgrímur Jakobs. son söngstjóri ávarp frá Karla- kór verkamanna, en Ásgeir Blöndal talaði síðan um þann menningararf, sem íslensk æska hefði fengið frá forfeðrunum, bókmentir og tungu þjóðarinn- ar og nauðsyn þess, að æskan sameinaðist til að varðveita þennan arf. Að lokum söng svo kórinn nokkur lög og var fund- inum þvínæst slitið. KVÖLDVAKAN. Seinni hluta dagsins var farið í handknattleik og var hann leik inn af miklu kappi. Auk þess skemti fólk sér við ýmsa aðra útileiki fram eftir kvöldinu, en kl. 8,30 hófst svo kvöldvakan. Safnaðist fólkið þá saman í laut' einni fagurri, með sléttum gras- fleti neðst, en byrkivöxnum hæðum alt umhverfis. Var þar þreittur reipdráttur milli Reyk- víkinga og Hafnfirðinga, milli Karlakórsins og Félags ungra kommúnista o. s. frv. Voru þar hörð átök og kapp mikið og sk!emmtu menn sér þar hið besta. Þá las Guðmundur Vig- fússon upp kafla úr hinni nýju bók Þorbergs, Islenskur aðall, Guðbjörn Ingvarsson lék smá- leik, Karlakórinn söng og að lokum var dans stiginn á guðs. grænni jörðinni. Og þótt ýmsir hefðu vafalaust kosið betri dans pall, þá var þó ekki hægt annað að sjá, en að tónar harmónik- unnar kæmu að sömu notum þarna og hvar annarsstaðar, og var dansað af fjöri miklu til kl. tólf. En þegar kvöldvökunni var lokið, fóru margir heim til sín, og fóru nú bílar bæði til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og niður á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Þá urðu nær 100 Reykvíking- ar eftir í skóginum og bjuggu jþar í jtjöldunum til næsta dags. Vildu þeir auðsjáanlega dvelja á þessum yndislega stað sem lengst og njóta vorblíðunnar. FARIÐ AÐ LJÓSAFOSSI. Á mánudaginn var enn besta veður og er fór að líða að hádegi var farið að fella tjöld- in og bera farangur allan út úr skóginum. Klukkan ly3 var svo farið í bílana og ekið að Ljósafossi til þess að skoða afl- stöðina, sem er ljósgjafi bæjar- ins og orkugjafi fjölmargra iðn. fyrirtækja, enda eitthvert mynú arlegasta mannvirki landsins. Var dvalið þar í eina kíukku- stund, farið í gegnum stöðvar- húsin og vélarnar skoðaðar, síðan eftir stíflunni yfir ána og tekið mikið af myndum. Eftir- litsinaður stöðvarinnar var hinn vingjarnlegasti og kunnum við honum þakkir fyrir leiðbeining- ’ ar hans. HALDIÐ HEIM. Þegar hin veglegu mannvirki við Ljósafoss höfðu verið skoð- uð, var haldið heimleiðis. 1 Hveragerði var þó enn stansað í eina klukkustund.. Borðaði allur hópurinn þar skyr og rjóma og síðan var stiginn dans, en margir fóru með hin- um aldraða sundkappa og vin- sæla íþróttakennara að skoða hina myndarlegu sundlaug, sem einmitt sama daginn var verið að taka til notkunar. En Lárus hefir eins og mö.rgum er kunn- ugt óþreytandi áhuga fyrir öll- um félagsmálum æskunnar og hefir meðal annars verið einn af áhugamönnum ungmennafé- laganna alt frá upphafi þeirra. Síðan var ekið í bæinn og konui menn heim til sín á kvöld verðartíma glaðir og hressir eft ir ánægjulegt ferðalag, brúnir i og sólbakaðir eftir heilnæma úti veru. Áhugalið þjóðviljans Námsléeið í kvöld kl. 8,30 á Laugaveg 10. virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. i, %

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.