Þjóðviljinn - 21.06.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.06.1938, Blaðsíða 3
P JÖÐVILJINN Þriðjudagurinn 21. júní 1938 Hve leogs á okraraaiðvaldion að haldast uppi að féfietta leigjendur og efnalitla hðseigendur - í shjðli Landsbankans og anðs síns? Aipýðan heimtar opnon Veðdeildarianar og aðierðirhínsopinberaíhíisnæðismðlina þiðoviyiiui Málgagn Kommúnistaflokks Islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstiórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglj singaskrif- stofa: Laugaveg 38. Simi 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakiö. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. 20, júní 1937. Fyrir ári síðan vöknuðu ís- lenskir íhalds- og afturhalds- seggir við vondan draum, — ef þeim á annað borð varð svefn- samt aðfaranótt 21. júní. Prír kommúnistar kosnir á þing. Pað var bæði ótrúlegt og skelfilegt. Var ekki Jónas frá Hriflu búinn að fullvissa allar þær afturhaldssálir, sem á hans orð trúa, um að kommúnistar skyldu aldrei fá fulltrúa á Al- þingi Islendinga. Sungu þau ekki Reykjavíkurblöðin í kór alla kosningabaráttuna. Var því ekki slöngvað út um alt land titrandi röddum í útvarpinu: Kommúnistar hafa engan mögu leika til að koma manni að! En morguninn þann 21. júní 1937, varð alt þetta fólk að beygja sig fyrir þeirri stað- reynd, að Kommúnistaflokkur- inn hefir unnið einn hinn glæsi- legasta kosningasigur, er unn- inn hefir verið á íslandi. Afturhaldspostularnir skelfd- ust, en alþýðan um land alt fagnaði sigri. Kosningasigur Kommúnista- flokksins 20. júní 1937, hefir valdið straumhvörfum í ís- lenskri verkalýðshreyfingu, ogi haft djúptæk áhrif á stjörnmála- þróunina í landinu. Með kosningasigrinum kom að vísu ekkert nýtt fyrir þá, sem starfa í flokknum eða hafa aðstöðu til að fylgjast með við- gangi hans. Fram að kosninga- sigrinum liggur óslitin, erfið en djörf sókn íslenskra kommún- ista, á einu sviðinu eftir annað höfðu kommúnistar sýnt hæfi- leika sína til forustu og skipu-: lagningar á samtökum til hags- bóta og menningarauka fyrir alþýðu. En 20. júní fekst staðfesting út á við á valdi flokksins og fylgi hans, en hvorttveggja var mjög vanmetið af andstæðing- unum. Og þannig séð er það réttlætanlegt að miða straum- hvörfin í verklýðshreyfingunni vi6 þenna sigur. Kommúnistaflokkurinn gerði að sjálfsögðu samfylkingar- og þjóðfylkingarstefnu sína að að- alatriði kosningabaráttunnar, :gerði í rauninni þessa stefnu að kosningamálinu. Og flokkurinn sýndi að þessi stefna var ekki neitt herbragð. Þrátt fyrir æð- isgengna ofsókn Alþýðublaðs- ins pg framsóknarblaðanna, hugsuðu komniúnistar um það fyrst ng fremst aö félla Breið- Þjóðviljinn hefir undanfarið rækilega afhjúpað það óþolandi ástand, sem ríkir í húsnæðis- málum Reykjavíkur, hvaðkjall- araíbúðirnar snertir. En auk hinna ólöglegu og bönnuðu kjallaraíbúða er fjöldi íbúða, sem einnig eru ófærir manna- bústaðir og beinlínis heilsuspill- andi. Gamlir hjallar svo hundr- uðum skiftir eru jafn slæmir kjallaraíbúðunum og auk þess Igetur allssfaðar í útjöðrum bæj- arins að líta skúra, sem menn við fyrstu sýn myndu alls ekki álíta mannabústaði, en sem heil- ar fjölskyldur samt hafast við í. Allsstaðar ríkir sama neyðin í húsnæðismálunum. Og þessari neyð er beinlínis haldið við af því okraraauðvaldi, sem mestu ræður um byggingamálin í Reykjavík beint og óbeint. Fjöldi húseigenda kann ó- fagra sögu að segja af því að lenda í klóm þess. Þegar ein- fylkinguna og lagði svo fyrir að flokksmenn hans kysu fram- bjóðendur Framsóknar og Al- þýðuflokksins, ' þar sem þeirl voru í hættu. Allir, sem fylgst hafa ttieð íslenskum sfjórnmál- urn vita, að þessi afstaða Kommúnistaflokksins gaf vinstri flokkunum meiri hluta á Alþingi. En mest urðu þó áhrifin inn- an verklýðshreyfingarinnar. — Kommúnistaflokkurinn beitti öllu því aukna áhrifavaldi, er kosningasigurinn gaf ltonum, til að efla einingarviðleitni verka- lýðsins. Ósigur Alþýðuflokksins í Reykjavík var fyrst og fremst ósigur þeirra manna, er börð- ust á móti einingarstefnunni. — Eftir 20. júní vex þeirri stefnu ört fylgi í Alþýðuflokknum og þeir foringjar hans, er nánast samband hafa við verkalýðinn sjálfan, snúast ákveðið á sveif með einingaröflunum. Nú er svo komið að samein- aður sósíalistiskur verkalýðs- flokkur er ekki lengur orðið fjarlægt takmark, heldur fram- kvæmdaatriði í náinni framtíð. Einingarvilji verkalýðsins er orðinn það sterkur, að engin fantatök, brigslmælgi eða fals- bréf afturhaldsmanna innan verklýðssamtakanna geta hindr- að það, að einingin verði að veruleika. Það var stefna sóknar og ein- ingar, sem sigraði í þingkosn- ingunum í fyrra. Stefna sóknar og einingar er að sigra í ís- lenskum verkalýðssamtökum. Meirihluti verkalýðssamtakanna er einhuga um að taka upp harðvítuga baráttu gegn íhaldi og fasisma, og standa í farar- broddi íslensku alþýðunnar í frelsis- og hagsmunabaráttu hennar. hver maður úr verkamannastétt eða millistétt hefir sæmilega trygga atvinnu um nokkurt skeið, langar hann venjulega mjög til að byggja, til að losna við hina dýru húsaleigu. Og hann ræðst í það. En megin- hluta fjárins er hann þarf, verð- ur hann venjulega að taka að láni. Og þau lán reynast dýr, því oftast fær hann aðeins bráða birgðalán, sem greiðast skulu er veðdeildarbréfin hafa verið seld. Og þegar hann ætlar að selja veðdeildarbréfin, þá kemur sú óþægilega staðreynd í ljós, að þau eru ekki seljanleg með t. d. 25o/o afföllum. „Húseigandinn“, sem telur sig svo, verður svo að standa í skilum með alla skatta og skyldur og allar rentur og afborganir og geri hann það ekki alt upp á dag, á hann á hættu að alt verði af honum tekið. Og margir eru þeir, sem mist hafa alt sitt þannig, því með afföllunum á veðdeildar- bréfunum og öðrum ókjörum á lánum og kaupum á efni, eru renturnar venjulega komnar langt fram úr 10%. Hinir efnalitlu húseigendur eru því ofurseldir okraravald- inu, verða f raun og veru að okrurum fyrir það gagnvart leig jendunum, — rukkurum, sem bera persónulega ábyrgð á inn- heimtu allra skuldanna. Leigendur íRvík, smærrihús- eigendur og allur sá fjöldi manna, sem dreymir um það að reyna að byggja yfir sig og sína, hafa því sameiginlega hags muni um að brjóta vald okrar anna á bak aftur og afmá ein- okunarafstöðu þá, sem bygg- ingaverslanirnar nú hafa. Það, sem gera þarf til að komast út úr því ófremdará- ástandi, sem nú ríkir, er því fyrst og fremst tvent: 1) það verður að opna veð deild Landsbankans og byrja að starírækja hana. Með því að loka henni, er Landsbankinn beinlínis að hjálpa okrurunum. Opnun Veðdeildarinnar, það að hún fari að kaupa veðdeildar- bréfin sjálf, inyndi strax flýta fyrir að brjóta versta okrið á bak oftur og skapa heilbrigt ástand í byggingarmálum ein- staklingsframtaksins. 2. Hið opinbera — bær og ríki — verður að hefjast handa með byggingarstarfsemi, bær- inn með því að byggja sjálfur heilnæmar íbúðir fil að leigja út ódýrt (einnig handa þeim, er bærinn þarf að útvega hús- næði), og ríkið með*því að styrkja byggingarsjóði kaup- staðanna með öllu er þeim ber samkvæmt lögum um tóbaks- einkasölu. (Þeir áttu að fá kr. 300,000 á ári, helminginn af tekjum tóbakseinkasölunnar, erí hafa ekki fengið það síðustu 7 árin) Hefjist hið opinbera handa með byggingar, þá minnka möguleikar okraranna, af því að gróðinn á byggingum lækkar þá sökum lækkandi húsa leigu, og við það verður einn- ig auðveldara fyrir einstaklinga, sem ráðast vilja í að byggja. að fá fé með sæmilegum kjör- um. — Hvað mótbárurnar um gjaldeyri til bygginga snertir, þá ber þess að gæta. að tiltölu lega auðvelt er að fá erlend lán til bygginga. Verkalýðurinn og millistétt Reykjavíkur á að taka höndum saman í húsnæðismálinu. Far- oéí ffskimarsna sambandið Framh. af 2. síðu. urskoðun siglingalaganna á Al- Iþingi ,að í bátnsmannsstarfið á botnvörpuskipum stærri en 250 tn. brutto, verði lögfestir menn með stýrimannsprófi. 4. Tillögu um talstöðvar í fiskibáta. 5. Endurskoðun siglingalag- anna. Kosnar voru milliþinganefnd- ir til að athuga: 1. Lög um síldarverksmiðj- ur ríkisins. Ferðir í Fossvog og Sogamýri héfjast í dag með sérstökum vagni frá Strætisvögnum Rvík- ur. Hefjast ferðir þessar kl. 12,30, og eru þær til hins mesta hagræðis fyrir þá, sem búa í úthverfum bæjarins. Sjá nán- ar auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu. 2. Möguleika fyrir blaðaút- gáfu sjómanna. 3. Tillögur um dagskrárliði útvarpsins varðandi sjómenn. Ályktun var samþykt um að skora á Alþingi og ríkisstjórn að á næsta Alþingi verði sjó- mönnum og útvegsmönnum veittur styrkur til nýbygginga á 100—150 rúmlesta fiskiskip- um með Dieselvél og sé styrk- urinn eigi minni en 25% af kaupverði skipanna, enda séu skipin búin þeim tækjum til fiskiveiða að hægt sé að starf- rækja þau alt árið. Ennfremur að fiskiveiðasjóð íslands verði séð fyrir nægilegu fé, svo að hægt sé að lána alt að 60% af kostnaðarverði slíkra skipa. Jafnframt skorar þingið á Al- þingi og ríkisstjórn, að veita árlega innflutningslevfi á fiski- skipum til landsins, að minsta kosti sem svarar hnignun fiski- flotans árlega og gæta þess að þau skip, sem til landsins flytj- ast, fullnægi eftirfarandi skil- yrðum: 1. Að skipin séu það þénan- leg að hægt sé að starfækja þau mestan hluta ársins. 2. Að járnskip séu eigi eldri í en 12 ára og furuskip séu eigi eldri en 6 ára og eikarskip eigi yfir 12 ára, enda fullnægji þau kröfum þeim, er viðurkend flokkunarfélög og skipaskoðun ríkisins setja á hverjum tíma. í skólamáli stéttarinnar var samþykt tillaga um að beita sér eindregið fyrir því, að hafist verði handa um byggingu vænt- anlegs sjómannaskóla hið allra fyrsta og að honum verði val- inn staður í Skólavörðuholtinu eins og áður hafði verið sam- þykt af hi.num einstöku síarfs- greihum sjómanna. Heimild Farmanna- og Fiskimannasambands íslands. Símastöðin. Nú að undanförnu hefir ver- ið unnið að stækkun bæjar— símastöðvarinnar hér í Rvík. Er verk þetta nú svo langt komið, að farið er að bæta við nýjum símum, en eins og kunn- ugt er, hefir ekki verið hægt að fá síma lengi að undanförnu. Fer Air I Fossvog og Sogsmýri hefjast í dag með sérstökum vagni og verða ferðirnar sem hér segir: Kl. 12,30, 2,30, 4,30, 6,30 og 8,30. Ekið um Hverfisgötu, Bar- ónsstíg, Reykjanesbraut (Hafnarfjarðarveg), Fossvogsveg, Bú- staðaveg að Skeiðvellinum. Frá Skeiðvelli. um Sogaveg, Grens- ásveg, Suðurlandsbraut, Laugaveg að Lækjartorgi. Ivl. 1,30, 3,30, 5,30, 7,30. Ekið um Hverfisgötu, Laúgaveg, Suðurlandsbraut, Grensásveg, Sogaveg að Skeiðvelli. Frá Skeiðvellinum, um Bústaðaveg, Fossvogsveg, Reykja- nesbraut, Eiríksgötu, Barónsstíg, Laugaves að Lækjarlorgi. Frá Skeiðvellinum á heila tímanum- Athygli skal vakin á því, að Lögbergsvagninn gengur hér eftir um Fossvog aðeins kl. 7, 8,30 f. h. og 11.30 e. h. Áíh. Landsspítalavagninn gengur ekki lögskipaða helgidaga. Strætisvagnar Reykjavíkur b.f. Utbreiðiö Þjóðviljann mm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.