Þjóðviljinn - 23.06.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.06.1938, Blaðsíða 3
P JOÐ VIL JINN Fimtudagurinn 23. júní 1938 þiðoyiuiNN Málgagn Kommúnistaflokks Islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemui- út alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. t lausasölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Einlng. Eining er ekki takmark, held- aðeins aðferð til að ná takmarki Aðalatriðið fyrir verklýðshreyf- inguna er stefnan, sem hún set- ur sér, málstaðurinn: sem hún berst fyrir, og til þess sú stefn? geti sigrað , er eining umhana fyrsta skilyrðið. Petta er auðvitað mál. Eins ánægjulegt og það var að sjá einingu Alþýðuflokksins og Kommúnistaflokksins sigra í- haldið í bæjarstjórnarkosning- unum á Siglufirði og víðar, eins hörmulegt hefði verið að horfa upp á það að stjórnir Alþýðu- flokksins og Kommúnistaflokks ins hefðu verið einhuga um brottrekstur Héðins Valdimars- sonar, og klofningu -Jafnaðar- mannafélagsins, um ránið á Al- þýðuhúsinu, um að biðja um gerðadóm í stýrimannadeil- unni, um að samþykkja vinnn löggjöfina, um að hækka toll- ana á lífsnauðsynujm fólksins o. s. frv. Slík „eining“ hefði verið sú mesta ógæfa, sem h lenska verklýðshreyfingu gat hent.. Til allrar hamingju háfa stjórnir flokkanna ekki verið ein huga um slíka pólitík, sem þá er ,,Skjaldborgin“ hefir rekið, heldur hefir Kommúnistaflokk- urinn og meginhluti Alþýðu- flokksins þvert á móti tekið af- stöðu gegn þessari pólitík und- anhalds fyrir árásum auðvalds- ins og klofnings á verklýðs- hreyfingunni. Auðvaldið á íslandi sækir á lífskjör og réttindi alþýðunnar. Pað getur ekki viðhaldið gjald- þrota og úreltu skipulagi sínu nema á kostnað alþýðunnar, með því að rýra kjör hennar — m. a. með auknu atvinnu- leysi og dýrtíð — og ræna hana réttindum. Alþýðan getur að- eins bætt kjör sín og aukið rétt indi sín með sókn gegn árás- um auðvaldsins og til þess að sigra í þeirri sókn verður al- þýðan að standa sameinuð og fyrst’ og frernst verður verka- lýðurinn að standa einhuga í einum sókndjörfum flokki. Pað er um hvaða pólitík skuli reka undir svona kringumstæð- sem verkalýðurinn hefir sundr- ast svo víða um heim. Hægri menn í verklýðshreyfingmm-' hafa rekið pólitík undanhaldsins látið í sífellu undan síga fyrir árásum auðvaldsins, uns verka- lýðurinn að lokum var sviftur öllum réttindum og ofurseldur „Algjör útrýming áfeng- is úr landinu“ Krafa 38. stórstúkuþingsins, er lauk í gær. Stórstúkuþingi Islands, hinu 08. í röðinni, lauk í gærkvöldi, en það hófst laugardaginn 18. júní í Goodtemplarahúsinu. Fór þar fyrst fram stigveit- ing og tóku 27 stigið þann dag og 4 næsta dag. Alls sátu á þingi 77 fulltrúar. Voru þeir frá 3 umdæmisstúkum, 3 þing- stúkum, 33 undirstúkum og 14 barnastúkum. Alls eru nú í land inu 51 undirstúka og 47 barna- stúkur. Á árinu sem leið, eða fram til 1. febrúar voru stofn- aðar 2 nýjar stúkur. í hinum eldri stúkum hefir félögum fjölgað að mun á árinu, og ber varnarlaus dýrsæði fasismans, eins og Pýskaland best sannar. Og f>að er engum efa bundið, að þessi afstaða hægri mann- anna í verkalýðshreyfingunni á rót sína að rekja til skoðana þeirra á eðli auðvaldskþjóðfé- lagsins og ríkisvalds þess,á þró- un stéttarbaráttunnar og hlut- verki verkalýðsins, — skoðana, sem eru fjarri marxismanum. En þær verða ekki raktar í þessari grein. Vinstri menn, í verklýðshreyf- ingunni um heirn allan, allir virkilegir sósíalistar, hafa hins- vegar af reynslu síðustu ára séð hvert undanhaldsstefnan leiddi og hert á baráttunni gegn henni, tekið einhuga upp stefnu sóknar gegn auðvaldinu, þótt það kosti harðari baráttu og skarpari mótsetningar við auðmannasíéttina, því eins og nú standa sakir, gengur auð- valdið ekki að hækkuðu kaupi og styttum vinnudegi verka- lýðsins, auknum tryggingum á þess kostnað og betri bústöð- um handa alþýðu, nema það neyðist til þess sakir styrk- leika verkalýðsins, af því það á ekki annars úrkostar. Og al- veg sérstaklega er það lífs- nauðsyn að einhuga barátta þjóðarinnar, sókn sem vörn, takist gegn fasismanum, þeirri mynd, sem afturhald auðmanna stéttarinnar allsstaðar tekur nú á sig meir og meir. Eining verkalýðsins og alveg sérstaklega sameining íslensku verkalýðsflokkanna í einri flokk, verður að gerast á þeim grund- velli og með því móti að tryggt sé að verkalýðurinn þar með virkilcga sameinist til einlmga baráttu gegn auðvaldinu og á- rásum þess. Frá því sjónarmiði hvernig 1 tryggja skal slíka einingu mun stjórn Kommúnistaflokksins at- huga þær tillögur, sem Jafnað- armannafélagið liefir nú lagt fram um sameiningu |lokkanna, —• því það er slík eining í bar- áttu, sem Kommúnistaflokkur- iiin alltaf hefir barist fyrir og viH skapa. Jftj' þetta vott um vaxandi áhuga á bindindismálum meðal lands- manna. FJÁRHAGUR STÓRSTOKUNNAR Hann hefir jafnan verið þröng ur, en á þessu ári batnaði hann nokkuð með hækkuðum styrk frá Alþingi. Pó eru mörg út- gjöld svo aðkallandi að Reglan á í vök að verjast með að fá tekjur og gjöld til að standast á. — Petta ár var kr. 10,719,45 var- ið til útbreiðslustarfs, og auk þess kr. 3.500 til styrktar bind- indisfélögum í skólum, og fór það langt fram úr áætlun. Samkvæmt þeirri fjárhagsá- ætlun, sem samþykkt var fyrir næsta ár, á að verja heldur minna fé til þessa nú, eða kr. 12.500,00, vegna annara aðkall- andi útgjalda, sem segja má að sé einnig í þágu útbreiðslu- starfsins. Og eins er reynt að spara á öllum sviðum til þess að koma fjárhag Reglunnar í betra horf en vcrið hefir, þannig, að tekjum verði ekki eytt áður en þær fást. FRÁ STÖRFUM þlNGSINS Mikið af tínra þingsins fór í það, að ræða lagabreytingar. Hafði milliþinganefnd, semþað mál var falið, gert gagngerða endurskoðun á lögum Reglunn- ar og komið fram með fjölda- margar breytingartillögur. Voru þær flestar samþykktar, og verður Lögbók Templara, þann ig breytt prentuð innan skamms eftir að breytingarnar hafa hlot- ið staðfestingu. ÁFENGISMÁLIÐ Eftir tillögu áfengislaga- nefndar samþykkti Stórstúkan að fela framkvæmdanefnd að beita sér fyrir því, að frumvarp Péturs Ottesen, er hann flutti á síðasta Alþingi um breyting- ar á áfengislögunum, verðisam þykkt á næsta Alþingi, með þeirri breýtingu, að 5. gr. þar falli niður, en sú grein er um skömmtun áfengis og áfengis- skírteini. Pá var samþykkt svohljóð- andi ályktun: Jafnframt því, sem Stórstúku- þingið væntir þess að allir fé- lagar Reglunnar beiti áhrifum sínum eftir getu fyrir framgang þessara lagabreytinga, þá lýs- ir þingið því yfir, að stefn? Reglunnar er jafn eindregin og nokkuru sinni fyr: algjör út- rýming áfengis úr landinu, með fullkomnu banni, svo fljóttsem verða má. 1 T i* 'fi|| REGLUBOÐUN Þingið samþykkir að fela framkvæmdanefndinni að ráða fastan regluboða fyrir Stór- stúkuna á komandi ári, og að haga útbreiðslustarfinu að öðru leyti á svipaðan hátt og á síð- astliðnu ári. BARÁTTA GEGN TÓBAKSNAUTN í því máli var samþykkt m. a. eftirfarandi tillaga: Stórstúkan lítur svo á, að tó- baksnautn, og þó eitikum sígar- ettureykingar, sé mjög hættu- leg hinni uppvaxandi kynslóð, og felur því framkvæmdanefna sinni, að fá lögleitt bann við tó- baksauglýsingum og hverskon- ar verðlaunasamkeppni í sam- bandi við sölu tóbaks. Stór- stúkan telur æskilegt, að hafin sé þegar barátta með því mark- miði, að útrýma með öllu sígar- ettureykingum úr landinu og felur framkvæmdanefndinni að athuga gaumgæfilega, á hvern hátt slíkri baráttu yrði best hagað. KOSNING FRAMKVÆMDANEFNDAR fór fram á fundi í fyrrakvöld. Þessir hlutu kosningu: Stórtemplar: Friðrik Ás- mundsson Brekkan, endurkos- inn. Stórkanslari: Jón Bergsveins- son, endurkosinn. Stórvaratemplar: lensína Egf- ilsdóttir. Stórritari: Jóhann Ögmundur Oddsson, endurkosinn. Stórgjaldkeri: Guðgeir Jóns- son, endurkosinn. Stórkapelán: Gísli Sigurgeirs- son, endurkosinn. Stórgæslumaður ungtemplara Steindór Björnsson, endurkos- inn. Stórfræðslustj: Einar Björns- son, endurkosinn. Stórfregnritari: Síra Björn Magnússon. Stórgæzlumaður löggjafar- starfs: Felix Guðmundsson, endurkosinn. Umboðsmaður Hátemplars: Helgi Helgason. Ákveðið hefir verið að næsta þing Stórstúkunnar verði hald- ;ið í Reykjavík. Nýjung í húsagerð. Hús úr reiðingstorfi og með múr- húðun að utan og innan byggt suður í Fossvogi. Kristján Gunnarsson trésmið- ur, Þvergötu 14, hefir í vor unnið að byggingu húss suður í Fossvbgi, Er hús þetta hvað byggingarefni snertir gjörólíkt öðrum húsum. Kristján bauð blaðamönnum að sjá hús þetta í gær. Stærð hússins er 11,50x9 m„ ein hæð með kjallara undir tveim þriðju hlutum þess., Gerð húSsins er þannig, að fyrst er reist grind úr 2x4 þumlunga plönkum, með 45 sm. millibili. Utan og innan á grindina er strengt venjulegt girðingavír- net, og síðan er klætt utan á bæði vírnetin með 5 sm. þykk um reiðingstorfúm. Utan á út- hlið hússins kemur svo tjöru- pappi og múrhúðun þar utan yfir. Eins er gengið frá innhlið veggjanna, nema þar er eng- inn tjörupappi. Skilveggir eru gerðir á svipaðan hátt, nema þar er reiðingurinn fylltur á grindina og engin loftrúm eins og eru í útveggjunum. Skil- veggir eru einnig húðaðir að utan með steinsteypu. Pak hússins er búið til á sama liátt og útveggir, en ofan a múrhúðunina verður strengd ur sterkur strigi og utan á hann kemur 8—10 mm lag af mal- biki. Loftið er múrplata 3'ú sm. á þykkt og steypt á stórgert girðinganet, sem er fest á bita hússins, sem eru fremur grannir en mjög þéttir. Neðan átitunum er einnig múrhúðun, Gluggar eru steyptir með 10 sm. járnbentum steinsteypu- ramma utan um. og með steýptu vatnsborði að neðan. Kristján gerir ráð fyrir að hús- ið kosti fullgert 14—15 þús. kr. Segir liann að timburhús af sömu gerð mundu kosta 25 þús. kr„ en steinhús minnst 27.500 kr. Erlendur Einarsson múrara- meistari hefir séð um steinstej'p una, en Kristján stjórnað öllu öðru við verkið. Reiðingstorfið keypti hann hjá Kaupfélagi Ey- firðinga og er það rist norður í Eyjafirði. Höfuðkosti h ússins telur Kristján þá, að það verði ódýrt, hlýtt og rakalaust. Hefir Jóhann Kristjánsson látið fara rram rannsókn á einangrunargildi reiðingsins og hefir það leitt í ljós, að reiðingurinn einangrar prýðilega. ,Austurstræt “ verður se t í borginni í dag. EFNI: Leyndardömur gulu munkanna. — Alþýðukvi skapur. — Morðinginn söng. — Er þetta sa: Fólkið í borginni i. — Ungu stúlkurnar. o II. SÖLUBÖRN komi í llafne stræti 16, kl. 10 í fyrr málið. Verðlaun fy hæsiu sölu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.