Þjóðviljinn - 24.06.1938, Blaðsíða 4
ap Kíý/ðíó'io a§
| I viðjam ðsta
og öriaga
(La Bonheur)
Frönsk stórmynd.. Aðal-
hlutverkin leika:
Charles Boyer og
Gaby Mortay.
Með þessari áhrifamiklu
mynd hafa Frakkar enn á
ný sýnt yfirburði sína á
sviði kvikmyndalistarinnar.
vimifWMiw^fliiiniii ir ririwwii nmi ibi i iíh
Orrboi*ginni
Næturlæknir
Grímur Magnússon, Hring-
braut 202, sími 3974.
Næturvörðuf
er í Ingólfs og Laugavegs
apóteki.
Útvarpið í dag.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur: Frægirsöng;
varar.
19.40 Auglýsingar.
19.50 Fréttir.
20.15 Ferðasaga: Gangandi
norður Sprengisand, Jón Dan
verslunarmaður.
20.45 Hljómplötur:
a) Tónverk eftir Schubert.
b) ‘ Sönglög.
c) Harmoníkulög.
22.00 Dagskrárlok.
Aðalfundur í. S. f.
hófst í gærkvöldi kl. 8V2 í
Oddfellow-húsinu. í Samband-
inu eru nú 98 félög með um
12 þús. meðlimi.
þlÓÐVIUINN
Skipafréttir.
Gullfoss er í Kaupmannahöfn
Goðafoss er á leið til Vest-
mannaeyja frá Hull, rBrúarfoss
er í Reykjavík, Dettifoss .er á
leið til Grimsby frá Vestmanna
eyjum, Selfoss er á útleið, Esja
Uer í kvöld til Glasgow.
Kvikmyndahúsin.
Nýja Bíó sýnir franska mynd
með Charles Boyer og Gaby
Morlay í aðalhlutverkunum. —
Gamla Bíó sýnir Mariu Stuart
með Katharine Hepburn og
Fredrik March í aðalhlutverk-
unum.
Chamberlain
(Frh. af 1. síðu.)
höfðu fyrir loftárásum uppreisn
armanna nýlega, væru viðstadd
ir í málstofunni og var hann
spurður hvort hann óskaðieft-
ir, að tala við þá. Forsætisráðy
herra féllst á að gera það, og
átti viðtal við þá á skrifstofui
jnnni í þinginu. Sögðu þeir hon-
um greinilega frá öllum þeim
árásum, sem þeir höfðu séð.
Annar skýrði frá sjö árásum, er
hann hafði séðj í Barcelona, og
öðrum sjö í Valencia.
Hinn skýrði frá árás, er gerð
hafði verið á hans eigið skip, af
flugvél, sem aðeins var í 300
feta hæð. Skip hans var þámeð
kolafarm. Þá var forsætisráð-
herranum einnig sýnd ljósmynd
af flakinu af „Stanwell“, eftir
að á .bað hafði verið ráðist.
í dag er eins skýrt frá tveim-'
ur loftárásum uppreisnarmanna
á bresk kaupför og kemur fregn
in frá Gíbraltar. Flugvél upp-
reisnarmanna nálgaðist í gær-
kveldi skipið „African Trader“
og var því skipað að fara til
Majorca. Skipið breytti þá um
stefnu, en sendi samstundis út
neyðarskeyti og kom þá breski
tundurspillirinn „Imohen“ skip-
inu til aðstoðar. í Gíbraltar-
fregninni segir einnig að vopn-
aður togarí frá uppreisnarmönn
um hafi stöðvað breska skipið
„Stanwold“ í gærkveldi.. Skip-
stjórinn skýrði frá nafni og á-
kvörðunarstað skipsins og hélt
því næst til Gíbraltar., Segir í
einni fregn, að þá haff verið
ráðist á skipið, en í annari að
viðvörunarskotum hafi veríð
skotið fram fyrir stafn skipsíns..
&^ GaanlaTb'ib %
Marfa Stoart
Iirífandi og tílkomumikil
ame-rísk talmynd gerð eft-
ir leikriti
Mamvell Andersons
„Mary of Scotland“
Aðalhlutverkin tvö, Maríu
Stuart og Bothwell jarl
leika hinir ágætu leikarar
Katharine Hepburn
og Fredri'c March
Stefán Guðmundsson
söngvari syngur í Gamla Bíó'
í fcvöld kl. 7,15.. Haraldur Sig-
urðsson pianóleikari aðstoðar.
Ríkísskip.
Súðin var væntanleg til ísa-
fjarðar kl. 10 í gærkvöldi,
Esja fer frá Reykjavík kl. 8
í kvöld um Vestmannaeyjar til
Glasgow.
Hvað hcitir þú nú
Framh. af 2. síðu.
né vinstri, en eínblíndi niður
fyrir sig. Ekkert tók hann eftir
stúlkunni. Hún hafði heyrt tal-
að um hann og frétt að hann
þætti undarlegur. Gengur hún
þá til hans og spyr hann erinda.
Hrekkur Björn mjög við, en
byrjar síðkn að fræða stúlkuna
á því, hvað Hrútafjörður sé
breiður. Hann hafði verið að
mæla breidd hans í skrefum á
leiðinni yfir um. En erindinu
var hann alveg búinn |s.ð
gleyma.
Einnig er til um hann sú saga
að þegar hann var nýtrúlofað-
ur, átti hann eitt sinn að hafa
gengið um gólf, djúpt hugsandi
inni þjá unnustu sinni, uns hann
víkur sér alt í einu að henni
og segir: „Hvað heitirðu nú
aftur góða mín“?
Ekki greinir sagan hverju
konuefnið hans hafi svarað.
Tikyniiing til áskrifenda
nti á landi.
Gjalddagi blaðsins er 1. júlí og greiðist þá árgjaldíð)
í einu lagi.
Gjaldfrestur eftir þennan auglýsta gjalddaga er aðw
eins einn mánuður, þannig að til þeirra, sem ekki
hata greilt blaðið 1. ágúst verða stöðvaðar sendingar
Afgreiðslan.
I saBnadaosmatlDtE:
Nýr lax
Norðlenzkt dilkakjöt
Hakkað ærkjöt
Askurður á brauð
Margar tegundir af salötum
Kjötbúðirnar: Skólavordutíg 12, sími 2108.
Vesturgötu 16, sími 4769.
Stradng^tu 28, Hafnarfirði.
Alexander Avdejenko:
Eg elska . . 62
mér sígarettuna. Hann mælir mig frá hvirfli til
ilja og spyr:
— Hvaðan ertu?
Ég slekk á eldspýtunni og svara um leið og
ég soga að mér fyrsta reykinn úr sígaúettunni:
— Ég er heimilislaus.
Ég geng í áttina heim að barnahælinu. Pað er
ekki fyrr en sígarettan er farin að brenna mig á
vörunum að ég minnist þess að hafa gleymt sklíð
unum í ganginum á pósthúsinu. Ég sný við, en
fer ekki strax inn í pósthúsið, heldur fér ég á
fund gamla mannsins og segi við hann:
— Ég er ekki heimilisllaus. Ég á heima á barna-
heimilinu hér skammt frá. Heimilinu, sem Anton-
itsj stjórnar.
Svo sný ég við heimleiðis.
— Komdu og heimsæktu okkur einhverntíma,
afi.
Tuttugasti og sjötti kapítuli.
Petjka gérði mér lífið erfitt. Rennibekkurinn hans
stóð skamt frá bekknum mínum. Hjann glottir1 í sí-
fellu og er altaf að pískra einhverju að félögum
mínum, þegar eg kem eða fer. Augun í 'honujm eru
líkust kopar og oft finst mér þau ætla að nísta
mig( í gegn. Dreitgirnir voru allir búnir að vera eitt
eða tvö ár á héimilinu og voru því orðnir kunnug-
ir ölium staðháttum. Við höfðum vissan starfstíma
í vinnustofunni, og Antonitsj færði þá vandlega inn
í litla bók með svörtum spjöldum sem geymd var
í hlllu yfif hverjum rennibekk. Vinnutímana færði
hann æfinlega inn einu sinni í viku. Við rannsök-
uðum bækur þessar með afbrýðisömum ofsa í hvert
skifti sem Antonitsj færði eitthvað inn í hana. Bókin
mín gaf mér margar hamingjustundir. Eftir vinnu-
tíma,- tók eg hana stunduni með mé'r í laumi heim
til mín. Þegar eg var kominn inn settist eg út í
horn og las áthugasemdir Antonitsj með stökustu
gaumgæfni. Þar var skráð um ýmsa hluti, sem eg
hafði smíðað eða lagfært.. Eg leit á hendur mínar
og átti bágt með að trúa því, að eg hefði gert þetta
alt.
Stundum kom Petjka til mín, reif bókina út úr
kassanum ,fletti henni og las hana, Á eftir leit hann
til mín og sagði:
Ágæt bók, Sanj; eða finst þér það ekki?
Svo spýtti hann rösklega um tönn, og eg liorfði
á eftir honum, þar sem hann gekk að rennibekkn-
um sínum. Eg athugaði stutta en gilda fætur hans
og bogna handleggi. Eg fann, að þennan dreng
mundi eg hata alla æfi.
Eg hafði beðið eftir því í nokkra daga að rekast
á Petjka og þuklar á hönum rifin einhversstaðar
í myrkrinu. Einu sinni kom eg óvart að hönum inni
í vörugeymsluhúsinu. Eg gaf hönum ekkert færi
á undankomu, heldur sveiflaði eg úlpunni minni
yfir höfuð hans og lét svo höggin dynja á honum
eins og eg hafði orku til. Eg barði hann, þar til
eg var hættur að finna til handanna. Eg gerði sem
sagt reikninginn eins vandlega upp við hann og eg
var maður til. Að lokum gafst Petjka upp og bað
mig að vægja sér. Pá fyrst lét eg hann sleppa,
Nokkru síðar fundu einhverjir hann í Vörugeymslu
húsinu og spurðu, hver hefði leikið hann svona.
Petjka kvaðst ekki hafa hugmynd urn það.. Pessu
laug hann af ótta við að ég mundi gera útafviðhann
síðar ef hann segði frá viðureigninni eins og hun
var í rauin og veru.. En þess var þó skamt að bíða,
að upp kæmist hver var valdur að þessum hermdar-
verkum. Það var mikið um að vera og 'glumdi í
öllu húsinu. Um kvöldið var svo haldinn fundur í
rauða horninu ,þar sem mál mitt kom fyrir nokkurs-
konar allsherjardómstól barnaheimilisins..
Það var húsfýllir í rauða horninu, og allir bekkir
höfðu verið bornir út til þess að sem flestir kæmust
þar fyrir. Kennararnir voru allir komnir inn og stóðu
í hnapp úti í einu horninu meðan aðrir voru að
koma inn. Allir hrópuðu upp| /og pötuðu út( í loft-
ið, en enginn þeirra brosti.. Boris stjórnaði fund-
inum og sló með blýant í glas er vará borðinu
Þannig beið hann um hríð, uns hávaðinn fór að
minka.
— Sanj hefir í dag barið Petjka til óbóta úti
í geymsluhúsinu. Á niorgun getur honum ef til vill
jdottið í bug að taka einhvern okkar hinna og leika
hann á sama hátt. Hinn daginn gæti farið svo, að
Antonitsj bannaði honum að rekja, og að Sanjka