Þjóðviljinn - 09.07.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.07.1938, Blaðsíða 1
3. ÁRGANGUR LAUGARD. 9. JÚLf 1938 Þýsknr maðnr hér i ftmnmm r æð nr sír taana. Hann haili verið kallað- nr heim til Þýskalands. | |A hálf eitt leytið í gær réði Þjóðverji, er ^^ staddur var héríbænum, sér bana. Fyrst ftmgk reyndi hann að skera sundur púls-æðina, en mun ekki hafa tekist pað og hengdi sig pá. Þegar komið Yar að honum yar hánn með- vitundarlaus. Hann var þegar i stað fluttur á Landsspítalann en var þá dáinn. Lögrcglan hefir gcgið blaðinu cftlrfarandi uppl. Maðurinn hét Karl Reichstein, 29 ára að aldri, og var kennari hjá Svifflugfélaginu. t fórum hans fundust skjöl, er sýndu að búið var að kalla hann heim til Þýskalands. Karl Reichstein kbm hingað itil lands í idesemhi»(r; í fyrra og «r hann starfsmaður hjá þýzku flugfélagi, en kom hingað til þess að kenna svifflug á vegum Svifflugfélagsins. Dvaldi hann hér við kennslu þar til í marz, að hann fór sömu erindum til Akureyrar. Á miðvikudaginn kom hann að norðan og hafði herbergi uppi á efsta lofti á Freyjugötu 44. í fórum Reichsteins fundust, eins og áður er sagt, skjöl þesfe efnis, að honum værl sagt upp störfum sínum hér; af flugfé- lagi því, er hann var starfsmað jur hjá í IPýzkalandi, og að hann væri kallaður heim til Þýzka lands. Menn munu geta nokkurn veginn jgert sér í hugarlund hvað valdið hefir því, að Þjóð verji þessi greip til þess ráðS að svifta sig lífinu. Bréfið í fór-> niti hans geymir vafalítið ráðn- ínguna á því, hversvegna hann greip til, þess ráðs, e.r þúsundir landa hans hafa gripið til síð- ustu árin. pað verður þegar að rann- saka hverjir það voru, semrákki þennan mann út í dawðann, ra(n- saka, hvort hann hefir verið kallaður heim að úndirlagi flugu manna þýzkra nazista hér, er mestu ofbeldi hafa bejtt Ianda sína, eins og t. d. A. Hensing^. Rafyeifnððn ák- ireyrar feaglð. VerkiM ð að vera lok Sð BiBStl hiost. KHÖFN I GÆRKV. FC. A KUREYRARBÆR ¦**¦ hcfir fengið að láni hjá Handelsbanken í Kaupmanna- höfn, til virkjunar Laxár, tvær miljónir króna. Vextir verða 5,2o/0. Lánið «r veitt tíl 25 ára og er afborgunarlaust fyrstu þrjú árin. Byrjað verðu'r á veirk inu í Jok þessa mánaðar og á því að verða Iokið hanstið 1939. Eftirtöld sjö firmn í Danmörku taka þátt í framkvæmd verks íns: Höjgaard og Schultz, sem sér um vatnsvirkjunina. Titan og Lauritz Knudsen, sem selja vélar. Porcelensfabrikken Norden, sem selur einangrara. * Nordens Traad og Kabelfabr- ik, sem selur eirþræði í há- spennulínuna. Kolstrup, sem selur staura i hásperínulínuna Og hlutafélag- ið Rasmussen í Fredericia, sem tekur að sér byggingu háspennu línunnar og uppsetningu véla. Virkjuð verða 2000 hestöflfyrst um sinn. ! Gyðingar í hjálparsveitum lögreglunnar í 'Haifa. Eegleiidingar senda her fri Egiftalandi tii Palestissi? Oeirðirnar í landinu fara vaxandi LONDON I GÆRKVELDI (F. tj.) TVEIMUR Brezkum herdeildum í Egyptalandi hefir verið skipað að vera við því búnar að fara til Palestínu. — Brezka herskipið Repulse kom til Haifa í morgun og leystí af hólmi herskipið Emerald, er þangað hafði verið sent fyrir tveim dögum. Engar óeirðir hafa átt sér stað í Haifa síðan í igær, að öll umferð var bönnuð um igötur borgarinnar, enda hafa verið gerðar víðtækar varúðarráðstafanir. í Jerúsalem vildi það til í morgun, að handsprengju var varpað á arabískan fólksflutn- ingavagn við Davíðsturninn. — Vagninn var fullur af fólki, sem var að fara til sumardvalar við Hebron. Fjórir farþegar dóu samstundis, en sjö eru mjög hættulega særðir. Þrír Gyðing ar hafa verið handteknir í sam- bandi við þennan atiastö. Her- vörður hefir verið settur á að- altorg og á aðalgötur borgarinn ar. í gær réðist ofbeldismanna- flokkur inn í ',PaIestínu úr Trans Jórdaníu. Landamæralögreglan veitti þeim viðnám, og voru tveir menn drapnir, eínn særð ur og tveir teknir fastir. Blöð Gyðinga í Palestínu skora á Gyðinga að sýna still- ingu og forðast öll ofbeldisverk. 43 börn á sumarheimili Vorboðns þJÓÐVILJlNN átti örstutt viðtal við Katrínu Pálsdóttur \ gær, rétt í því að hún var að leggja af stað austur að Reyk- holti í Biskupstungum. — Sumarheimili Mæðrastyrks nefndarínnar að Reykholti er í þann veginn að taka til starfa, fólkið fór austur í fyrradag, í dag og á morgun fer fyrstí hópurinn til dvalar. Eru það 50—60 manns, fá- tækar mæður og börn, er fá þarna sumardvöl í sveit á veg- um Mæðrastyrksnefndarinnar. Gert er ráð fyrir að þessi hóp- ur verði þar í 23—24 daga. Snemma í ágústmánuði fer svo annar hópur, og dvelur sá í Reykholti fram í ágústmánað- arl-ok. Skólahúsið sem dvalið er í veiður að vera laust 1. sept. Þarna er helmingi minna hús, næði en.við.höfum haft undan- farin sumur, en ýms skilyrði betri, t. d. sundlaugin. En í annað hús var ekki að venda.' — Er barnaheimli Vorboðans tekið til starfa? — Já, að Brautarholti á Skeið um dvelja nú 43 börn úr Rvík. Fóru þau þangað 1. júlí, og J verður þessi hópur í fimm vik- ur. Þá á annar hópur að koma, sem verður einnig í fimm vik- ur. CORDELLHULL utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna Bs&unsi Band aríklM soln flngvéla fil árásaþjóða LONDON í GÆRKV. F. U. O ANDARIKJASTJÓRN er nú að gera ráðstafanir tíl þess að koma í veg fyrir frekari sölu á amerískum hern- aðarflugvélum til þeirra þjóða, sem Ieggja stund á loftárásir á óvíggirtar borgir. Tilkynningu um þetta hefir Cordell HuII, utanríkismálaráðh., látið birta, og komst hann svo að orði í viðtali við blaðamenn, áð fram leiðendum slíkra flugvéla hefði verið kunngert hver væri stefna stjómarinnar í jþessu máli. Fréttaritari Manchester Guar- dian í New York, sem símar blaði sínu um þetta, segir að vissa sé fyrir því, enda þótt Gordell Hull hafi ekki nefnt neina þjóð eða land í þessu sambandi, að hann hafi átt við Japan. Otflutningur hergagna til uppreisnarmanna á Spáni hafi verið stöðvaður með útflutnings banni því, sem sett var fyrir. meira en einu ári, en hvorki ít alir né Þjóðverjar hafi keypt sem neinu nemi af hergögnum frá Bandaríkjunum. í aprílmánuði síðastl, keyptu Japanir flugvélar og einstaka flugvélahluta frá Bandaríkjun- um fyrir 260 þús. sterlingspund Kínverjar hafa einnig keypt all- mikið af flugvélumf í Bandaríkj- unum. Engar mótþárur verða eins og sakir standa reistar gegn því, að slík viðskipti hald- ist milli Kínverja og Bandaríkja manna, þar sem Kínverjar hafi ekki lagt neina stund á að gera loftárásir á borgir fjandmanna sinna.. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.