Þjóðviljinn - 19.07.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.07.1938, Blaðsíða 3
PJÖDVILJINN fiUððWUlNM Málgagn Kommúnistaflokks Islands. Ritstjóri: . Etnar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2181'. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar fi landinu kr. 1,25. I lausasölu 10 aura eintakio. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. m verðar samvhranlireyf lngin að sanna netn sina. &**'— I Reykjavík eiga samvinnusamtökin, smákaupmennirnir og inn lendi iðaðurinn, að taka höndum saman til að létta af pjóðinni okri heildsalanna og koma hagnýtu skipulagi á verslunina. Ráðstafanir vegna ýfirvofandi stríðs, Þingmenn Komm'únistaflokks ins báru fram á þinginu í vetur tillögu um skipun nefndar, er í sætu fulltrúar allra flokka þingsins, og hefði það hlutverk að athuga, hverjar ráðstafanir þyrfti að gera til varnar yfir- vofandi kreppu og stríði. Þrátt fyrir ítrekaðan eftir- rekstur af hálfu flutningsmanna fékkst tillagan ekki samþykkt, en var vísað til ríkisstjórnarinn- ar. Ýmsum þingmönnum fannst tal kommúnista um komandi kreppu og stríð, til þess eins að gera gys að. Enn sem fyr íiefir "það sýnt sig ,að kommúnistar sjá lengra fram á þessu sviði, en stjórn- málamenn borgarannal Síðan þetta var eru aðeins nokkrir mánuðir liðnir. Og nú neitar því enginn, a5 ný og ægileg kreppa se að færast yf- ir íslenzkt atvinnulíf. Og nú þyk ir ríkisstjórninni tímabært, að fara eftir tillögu kommúnist- anna frá því á þinginu í vetur, og skipa nefnd til að athuga ráðstafanir vegna styrjaldarhætt unnar. Það er spor í rétta átt, en hitt er vítavert, að einn þingflokkurinn, Kommúnista- flokkurinn, á engan fulltrúa í nefndinni, — einmitt sá stjórn- málaflokkur, sem sýnt hefir að hann skilur bezt nauðsynina á ráðstöfunum gegn komandi styrjöld. Hinsvegar eru í nefnd- inni fulltrúar heildsala og. stór- braskara, sem eru manna< lík- legastir til að standa gegn heil- brigðum ráðstöfunum á þessu sviði. * Það er vitað, að braskararnir idg heildsalarnir vænta sér mik- ils af komandi styrjöld, að þeir geti þá gramsað í fljótfengnum stríðsgróða. En alþyðan 'öll ott- "ast heimsstyrjöid og kvíðir fyrir henni, þó að sjálf eyðilegging styrjaldarinnar bitni ef til vill ekki mikið á íslendingum, þá þýðir styrjöld dýrtíð og skort íyrir alþýðu manna, yfirgangog ofbeldi störveldanna og ef til viU frelsisskerðingu þjóðarinnar og glötun sjálfstæðisins, nema verið sé á verði. Dýrmætur tími hefir farið til einskis síðan í vetur, að komm únistar báru fram þingsályktun- artillöguna um nefndarskipun í þessu skyni. íhaidið í bæj- Með þeim horfum ,s'em nú eru, er fyrirsjáanleg allmikjl minkun á innflutningnum til landsins. Það þýðir um leið enn strangari skömtun innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfa, jafnvel skömtun á matvælum. Væri nú- verandi fyrirkomulagi haldið á- fram, myndi meirihluti alls inn- flutningsins ganga gegnum hendur heildsalanna og hring- anna og þar sem eftirspurnin eftir vörum yrði enn meiri en áður, sökum vöntunarinnar á þeim, yrðu möguleikar heild- salans til að okra því enn meiri. Við það mundi svo bætast, að með þeim tökum, sem heild- salarnir virðast hafa í banka- stjórnunum, mundu okurmögu- leikar þeirra færast enn meira í vöxt. Það er vitað, að slíkt ástand yrði algerlega óþolandi fyrir íslensku þjóðina. Ástandið í verslunarmálunum^ er nógu slæmt nú, þó það^ekki versni. Þvert á móti verður að bæta það, gera dreifinguna ódýrari fyrir 'fólkið, til að draga úr dýr- tíðinni. Nú sem stendur verður íslenska þjóðin að borga, eftir reynslunni 1934, 22 miljónir kr. í kostnað fyrir að dreifa út til cieytenda vörum, sem kosta við hafnarbakka um 50 miljónir kr. Og af þessum 22 miljónum fara um 4 miljónir króna í hreinan gróða til heildsalanna, auk alls þess kostnaðar, sem fer til ó- nýtis sakir skipulagsleysis, sam- kepni og óstjórnar. Það okur og eyðslu, sem versl- unatauðvaldið gerir sigsektum, getur íslenska þjóðin ekki sæt* sig við á þeim krepputímum, sem í hönd fara. Okrið og eyðslan verður að hverfa, og það hverfur ekki nema ásamt völdum og yfirráðum heildsal- anna í versluninni. Og þess- vegna verður að afnema þau. Öll þau skapandi öfl í land- inu, sem efla vilja heilbrigt vcrzl unar- og atv.líf, verða að taka höndum saman um að skapa viðunandi ástand á þessu sviði. Þeir möguleikar, , sem nú eru til ofsagróða í heildsölunni, arstjórn Reykjavíkur hefir heykst á framkvæmd hitaveit- unnar, sem er þýðingarmikið mál í þessu sambandi. Pétur lánlausi er að sporta sig á nazistafundum suður í Þýzka- landi ,og fer ekki hjá því að slíkt atferli fremur veiki en styrki lánstraustið. á þessum tímum £g Kv£S xaanuÖurínq, hvað þá hvert misserið,, dýr- mætt. Alþýða manna verður að fylgjast vel með starfi þessarar nefndar, og tryggja það með ár vekni sinni, að hún starfi á heil brigðum grundvelli. draga nú fjármagnið fr^ haff nýtu atvinnulífi í verslunina, þannig að 108 miljónir krona, — eða þriðjungurinu af jijóðar- auð íslendinga — eru fastar í versluninni. Þessu fjármagni verður því aðeins kipt burt úr versluninni og veitt í sinn eðli- lega farveg til framleiðslunnar, ef gróðamöguleikar í verslun- inni hverfa að mestu en afkomu möguleikar atvinnulífsins batna að sama skapi. Þau öfl, sem sérstaklega ættu að geta unnið saman á þessu sviði, eru sam- vinnuhreyfingin, smákaupmanna stéttin óg innlendi iðnaðurinn. Samvinnuhreyfingin. Hin ört vaxandi neytenda-og framleiðslusamtök verkamanna og bænda ,standa nú frammi fyrir einhverjum stærstu verk- efnum, sem þau hafa enn þurft að leysa á þróunarskeiði sínu: Að draga stórum úr fargi þeirr- ar dýrtíðar, sem byrjandi kreppa leiðir yfir þjóðina, með því að afmá með skynsamlegu átaki sameinaðra krafta þjóð- arinnar þann gróða, sem versl- unarauðvald Reykjavíkur hefir haft af þjóðinni. Samvinnusamtökin oska ekki eftir neinum forréttindum sér til handa, en þau heimta fullan rétt sinn, einnig réttinn til að vaxa og eflast. Og þessvegna hljóta þau líka að berjast fyrir afnámi þeirra forréttinda, sem heildsalarnir nú njóta í krafti umsetningar þeirra (gjaldeyris- leyfi miðuð við fyrri innflutn- ing) og áhrifa þeirra á bankana, sakir auðmagns eða skulda þar, — sem hvorttveggja er álíka áhrifaríkt á núverandi íslenska bankapólitík, svo sem kunnugt er. Það mun ekki vera fjarri lagi að giska á, að neytendasamtök- in annist um upp undir 20% af sölunni á innfluttum vörum. Þótt þau vaxi ört, þá er því enn alllangt að bíða þess, að þau nái mestallri sölu í sínar hendur. Samvinnusamtökin hljóta því að óska eftir sam- starfi við þá aðilja, sem starfa að vörudreifingunni eins og þau, og hafa í rauninni samskonar hagsmuna að gæta gegn heild- sölunum og þau, — en það eru smásölukaupmennirnir. Sumum kann að finnast það undarlegt, að þessir tveir aðiljar, sem al- ment eru álitnir keppinatitar, skuli eiga að og geta starfað saman, en menn verða að muna að það, sem samvinnuhreyfingin er að berjast á móti og vill af- nema, er arðrán verslúnarauð- valdsins á neytendum og það arðrán framkvæma nú heildsal- arnir einir að heita má. Smákaupmanna- stéttin. Það er nú alment orðið. svo, að meirihluti álagningarinnar á vöruna, sem seld er í (einkaversl un, fari til heildsalanna, þóstarf smákaupmannanna að dreifingu vörunnar sé margfalt meira. Smákaupmennirnir eru, einkum í Reykjavík, meir og meir að verða eins og starfsmenn heild- salanna, háðir þeim sökum fjár- skorts og vöruleysis og verða því að vinna fyrir þá við slæm kjör. Enda verða allmargirsmá- kaupmenn gjaldþrota eða tapa stórum, en heildsalarnir græða. Þessi smákaupmannastétt á auðvitað samleið með verka- lýðnum og öllum skapandi öfl- um þjóðfélagsins gegn heild- sölunum, sem beita þá hvað eft- ir annað fantatökum. En smá- kaupmennirnir eru dreifðir, r samtaka og fjárhagslega háðir heildsölunum og þessvegna þurfa þeir beinlínis stuðning frá öðrum hliðum, til að geta losað sig undan fargi heildsal- anna, myndað samtök sín á milli til að hagnýta gjaldeyris- leyfin sameiginlega og knýja það fram að bankarnir aðstoð\ þá og samtök þeirra eins og þeir aðstoðuðu heildsalana áð- ur. Smákaupmennirnir og starfs- fólk þeirra er, auk starfsmanna samvinnusamtakanna, hin eigin- lega verzlunarmannastétt, Það er hinsvegar eftirtektarvert, að íhaldsblöðin, sem altaf þykjast sérstaklega bera hag þessarar stéttar fyrir brjcsti, berjast með hnúum og hnefum fyrir forrétt- indum heildsalanna og aðstöðu þeirra til að arðræna neytendur og smásala, — og þarmeð gegn smákaupmönnunum og þeirra starfsfólki, sem héildsalarnir æ þrengja meir að. Innlendi iðnaðurinn, Þriðji aðilimi, sem hefir raun- verulegra hagsmuna að ' gæta gegn heildsölunum, er innlendi iðnaðurinn. Það bre^'tir þar engu, þó einstakir heildsalar hafi sett fé í iðnaðinn. Slíkt táknar aðeins að leið sé þar opin fvrir heildsalana, til að nota fjármagn sitt á affarasælli hátt fyrir þjó'ðina en með heiid- söluokrinu. Meginhluti heildsalanna eru umboðsmenn erlendra hringa, sem hafa beina hagsmuni gegn vexti innlends iðnaðar. Það hef- ir m: a. sýnt\slg í afs!f)1u Alagn úsar Kjarans og Heiídverslun- ar Ásgeirs Sigurðssonar. Og upp á síðkastið virðist vald heildsalanna hafa vaxið ogþéim tekizt að þrengja að innlenda iðnaðinum. Og allir þeir, sem vilja viðhalda og efla iðnaðinn, Morgunbldöíð kueður paö einn aðialannmarkan/i d islensku pjóðlifi, oð, „við höfum tekið upp skipuiafy prengslanna í landi náttúrmmar". Er petta að ýmsu leyti rétt. Pað er t. d. alveg óparfi að kúlda 5 inann^ ..í prónga, raka og dimma kjallara- holu, pegar til eru sólríkar villur með fögrum, viðum forgörðum, par sem aðeins ein fjólskylda býr i 10—20 herbergjum. ** Viðtalið við Stefdn Strobl. Teikni- arinn hefir nefnilega komist atf hefði getað staðið í pýsku blaði: Moggi binti grein t gcer, semekki peirri niðurstöðu, að dhrifamenn og gáfumenn d Islandi eru peir, sem'; ónorrœnastir eru á svipinn! Al- 'menningur á gbtunni hafi yfirleitt skandinaviskan svip. „En pegar eg ber saman andlit fólksins, sem ég var að teikna hór fyrst i staði fólkið sem mér var visað á, að) vœri meðal peirra, sem mest kvéð- ur, hér að, við hin venjulegu andli) Svía t. d., pd gat eg ekki annað en I séð alveg greinilegan mun. Áhrifa- menn á íslandi bera ekki svip Norðurlandabíia'".-------„Peir inenn, sem fd hinn ónorrœna svip, pað er.u yfirleitt meimirnir, sem era framtakssamastir, fjölhœfastir, fjór- mestir og e. t. v. gáfaðastir". Óparfi er -ið. taka pað fram, að Valtýr, sá er viðtalið skrifar, er einn i ónorrœna flokknum. Grein- in er jafn skemtileg fyrir pvi. : Fiöifkssfcrifsfofigg er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega viía, að fengju heildsalarmr snm vilja fram, þá væri hann þegar dauður. Því auðmagni, sem s;tt hef- ir verið í innlenda iðnaðinn, hefir venð afar óskynsamlega varið, bæði vegna hins al- menna skipulagsleysis, er auð- kennir auðvaldsþjóðfélagið, og sökum vitlausra aðgerða inn- flutjiingsnefndar og áhrifa hinn ar landlægu fjármálaspiliingar í Reykjavtk. Eiít stærsta atrið- ið í þeirri viðreisn atvinnulífs- ins, sem íslendingar nú verða að hefja, er að setja míkið ijár- magn, en skipulega og vitur- lega, í innlenda framleiðslu, stóra sem smáa. hg það fjár- magn verður að losa úr verzl- uninni. Þess. vegna á innlendur iðnaður — og allir, sem hags,- muni hafa af eflingu hans — samleið með samvinnuhreyring- unni og smákaupmönnunum gegn heiidsölunum. Það cr'hlutverk vinstri flokk- anna i landinu, í saiuvinnu við þá menn úr Sjáifstæðisfiokkn- um, sem vilja heilbrigt atvinnu- og verzlunarlíf, að hrinda þessu í framkvæmd. Og samvinnu- hreyfing íslenzkra verkamanna og bænda á að hafa forustu og frumkvæði í því.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.