Þjóðviljinn - 17.08.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.08.1938, Blaðsíða 4
ap f\íý/a fi'io s£ jtf DroMion við stýrið. Amerísk kvikmynd fráCol- umbia fílm er vakið hefir heimsathygli fyrir hina miklu þýðingu sem húnhef- ir fyrir umferðamál allra þjóða. Aðalhlutverkin leika: RICHARD DIX, JOAN PERRY, TONY STEVENS o. fl. pessa stórmerkilegu kvik- mynd ættu engir sem stjórna bílum og ferðast með bílum að láta óséða. Or borglnnl Næturlæknir Kristín ólafsdóttir, Ingólfsstr. 14, sími 2161. Næturvörður ,er í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. iCtvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Hawaii-lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Útvarpssagan: „Október- dagur“, eftir Sigurd Hoel. 20.45 Hijómplötur: þlÓÐVIUINN a. Konsert fyrir harpischord eftir Mozart. b. Fiðlukonsert eftir Spohr, c. 21.25. Islenzk Iög. d. Lög leikin á bíó-orgel. 22.00 Dagskrárlok. Skipafréttir. Gullfoss var í Leith í gær, Brúarfoss er í Reykjavík, Goða foss er í Hamborg, Dettifoss var á Þórshöfn í gær, Lag- arfoss er í Leith, Selfoss var á Patreksfirði í gær. Jónas Sveinsson læknir hefir flutt lækninga- stofu sína í ■ Kirkjuhvol við Kirkjutorg. Skemmtiför. Um helgina verður efnt ti) skemtiferðar vestur á Svið. — Farið verður á dráttarbátnum „Magna“ undir stjórn Guð- bjarts Ólafssonar hafnsögu- manns. Pegar komið er vestur á fiskimiðin á Sviði, gefst mönnum færi á að reyna hve fisknir þeir eru, og þarf ekki að efa, að ýmsum þyki þetta hin bezta skemmtun. Þeir sem ætla sér að renna fyrir fisk, verða að hafa færi með sér. Áskriftarlistar að þátttöku í för þessari liggur framrn[i í Veiðar- færaverzluninni „Geysir“. K. Ewertz verkfræðingur flutti í gær fyrsta fyrirlestur sinn af sex, er hann flytur hér á vegum Rafmagnsveitu Reykjavíkur. — Fyrirlestur þessi fjallaði um sölu á rafmagni til ljósa, um leiðir til þess að efla raflýsingu og um götulýsingu. Næsti fyr- irlestur verður fluttur í dag kl. 6.15 e. h. og fjallar hann um „Nútíma ljósgjafa og eðli þeirra“. Fyrirlestrarnir eru flutt ir á dönsku og þeir, sem vilja hlýða á þá geta fengið að- göngumiða hjá Rafmagnsveit- unni. — Þriðji fyrirlesturinn verður fluttur á sama tíma í Gamla Bíó á fimmtudaginn og nefnist hann „Almenn skil- yrði fyrir góðri lýsingu.“ — Fjórði fýrirlesturinn fjallar um „Vinnulýsingu“, og' verður hann fluttur fimmtudaginn 19. ágúst. — Fimmti fyrirlesturinn verður fluttur næsfkomandi þriðjudag, og er hann „Um lýs- (jng í sýningargluggum og aug- lýsingaljós“. — Síðasti og sjötti fyrirlesturinn verður fluttur n. k. miðvikudag, og heitir hann „Heimilislýsing. — Lýsing og byggingarlist“. RíkissHp. Súðin var á Kópaskeri kl. 4Vs í gær, Esja kom til Reykjavíkur í gærmorgun. Frá Kína, Æskulýðsklúbburinn efnir til farar í ;Botnsdol í Hvalfirði um næstu helgi. I Botnsdal er rnilc- il náttúrufegurð, hlíðarnar vaxn ar skógi og berjalyngi, silfurtær á liðast eftir dalnum, en Súlur gnæfa við himin í suð-austri. Fólki mun verða séð fyrir tjöldum, en útileguútbúnað og nesti verður það að hafa með sér. Ódýrt kaffi verður hægt að fá á staðnum. Lagt verður af stað kl .5 e. h. á laugardag frá Vörubílastöðinni. Einnig verður farið kl. 7, ef nægilega margir óska þess. Þátttaka tilkynnist á afgr. Þjóðviljans og Nýja lands fyrir föstudágskvölds. Öllum heimil þátttaka. Framhald af 1. síðu. miða að því, að unt verði að binda enda á styrjöldina eins fljótt og auðið er. Þetta er boðað, segir jap- anska fréttastofan, er Japanir eru í þann vegin að hefja loka- árás sína á Hankow. Japanskar flugvélar, 50 tals- ins, flugu í dag yfir Hankow og ýmsa bæi þar nærlendis. Höfuðtilgangurinn með loftárás inni virðist hafa verið að eyði- leggja vatnsveitukerfi Hankow- borgar og rafmagnsstöðina, en samkvæmt kínverskum fréttum hefir það ekki tekist. um 80 manns voru drepnir í loftárás- unurn, en um 200 særðust. Kínverjar segja, að framsókn Japana til Hankow hafi alger- lega stöðvast norðanmegin fljótsins vegna flóða, en annars- staðar vegna gagnárása kín- verskra hersveita. Munið leshringinn í kvold! Gömla I3io % SCIPIO AFRICANUS Hin heimsfræga, ítalska sögulega kvikmynd um hershöfðingjana úr 2. pún- verska stríðinu, Scipio og Hannibal. Heimsblöðin kalla mynd- ina „stórkostlegustu kvik mynd heimsins“. Bæjarkepni í frjálsum íþróttum milli Vest mannaeyinga og Reykvíkinga fer fram í kvöld á íþróttavellin- um kl. 7.30. Kept verður í 1500 m. hlaupii, hástökki, langstökki, kringlukasti, 800 m. hlaupi og 1000 m. boðhlaupi. 12 menn frá Vestmannaeyjum og 12 frá Reykjavík taka þátt í kepninni. í fyrra var mótið háð í Eyjum og unnu Eyjamenn það. Fiokksskrifstolan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. mina í Yíðtalstímí 2 Kírhjuhvol —4 e. h. (bak víð dómkírkjuna). — Gengíð ínn um míðdýT. lónas Sveínsson, Agatha Christie. 6 Hver er sa seki? Var það ekki sorglegt með veslings frú Ferr- axs? Margir sögðu, að hún hefði cerið stöðugur (morfín-neytandi. En hvað fólk er íllgjarnt. En jxað versta er þó, að það er oft sannleikskorn i nnan- um slúðrið. Það rýkur því aðeins, að eldur sé kveikt- ur. Það var líka sagt, að hr. Ackroyd hefði komist ^að þessu og rift trúlofuninni — já, því þau voru trúlofuð. Hún, frú Granell sjálf hafði örugga sönn- (un fyrir því. Auðvitað hlyti ég að vita skil á jiessu öllu. Það gera læknar altaf, en þeir eru svo óviðjafn- >j>j3 pecj .13 GpjsjæmSEð eSajuei? Meðan hún rausaði öll þessi ósköp, horfði hann ktöðugt á mig rannsakandi augum, til að sjá hvern- ég brygðjst við. Til allrar hamingju hafði ég af Ijöngum samvistum við Karólínu lært að hafa vald yfir svipbrigðum mínum og hafa á reiðum höndum ýmsar þýðingalausar athugasemdir. Að þessu sinni óskaði ég frú Granett til hamingju með að hún skyldi ekki taka þá'tt í þessum illgirms* lega söguburði. Og var það, að mér fanst, skrambi ísiniðugur mótleikur. Það kom henni úr jafnvægi og Öjður en húri hafði áttað sig á riý, var ég allur á burt. Ég gekk heim' í fljúpum hugsunum og sá, að þó nokkrir sjúklingar biðu mín í biðstofunni. Þegar ég liafði lokið við að skoða síðasta sjúk- lij’iginn, hafði ég hugsað mér að skjótast ú;t í blórn- igárð, áður en ég borðaði morgunverð, en þegar ég gæ'gðist fram í biðsalinn, sá ég að þar sat einn •sjúklingur enn. Hún stóð hægt á fætur og gekk' til móts við mig, þar sem ég stóð steinhissa| í'dyra- gættinni. Ég veit eiginlega ekki hversvegna ég varð svo hjssa, en j>að er eitthvað svo liraustlegt við ungfrú Russell, að maður lieldur ósjálfrátt, að hún sé hafin yfir alla líkanxskröm og sjúkdóma. Ráðskona Ackroyds var hávaxin og fríð, en þó þviðkunnanleg og óþýð í yiðmóti. Hún hefir skarp- (lejgt augnaráð, samherptar varir — og ef ég væri (stiofu- eða eldhússtúlka hjá henni finnst mér sem ég mundi flýja í hvert skifti, sem ég heyrði fóta- tak hennar nálgast... Góðan daginn, herra Sheppard, sagði ungfrú jRussell, viljið þér gjöra svo vel og líta á hnéð á mér. Ég skoðaði á henni lméð, en Varð satt að segja lítils vísari. Frásögn ungfrú Russell um einhverja. :/ársaukakennd í hnénu var svo ósannfærandi, að, ef umu ómerkari konu liefði verið að ræða rnundi J^g hafa fengið grun um að það væri uppgerð. Mér datt sem snöggvast í ihug, að ungfrú Russell liefði fundið upp jfetta með hnéð, til þess að fá færi á að spyrja mig spjörunum úr um dauðdaga frú Ferr- ,ars, en ég komst brátt að j>ví, að f þessu atriði hafði ég að minnsta kosti gert henní rangt til. Hún minntist aðeins á þennan sorglega atburð, pg svo ekki meirj Og þó virtist svo sem hana hálf- l.ahgaði til að staldra við og rabba. Kærar þakkir fyrir þetta kamfóruoliuglas, herra lÍEkuir, sagði hún að lokum. — Ég býst nú reyndar við, að það verði lítið gagn í því. í sannleika sagt var ég á sama máli um það, en é{g mótmælti þessu eins og skyldan býður. Það gerði að minnsta kosti ekki ógagn — maður verður íá|ð gera sitt til að halda uppi embættisheiðrinum. i Ég hefi yíirleitt ekkert álit á lyfjum, sagði ungfrú Russell og horfði vandlætingaraugum á glasasafnið mitt. Lyf, geta valdið miklu tjóni. Þar eru nú dæmin um eins og t. d. Kokain og Mórfin. Já, hvað J>ví viðvíkur ------- Þau eru mikið notuð af hástéttunum. Ungfrú Russell J>ekkir sjálfsagt miklu betur en ég liínaðarhætti fína fólksins, svo að ég reyndi ekki að mótmæla henni. -— Segið mér herra læknir, sagði hún. Ef maður er ótækur deyfilyjfjaneytandi, er unt að lækna það? 'Það er ekki hægt að svara slíkri spurningu með nlokkrum orðum. Ég hélt dálitla ræðu fyrir hana um (þeítta efni. Hún hlustaði með mestu athygli. Ég hafði sífellt grun um að luin væri á veiðum eftir einhverjum fréttum um frú Éerrars. Og svefnlyf til dæmis, hélt ég áfram. En hún virtist ekki hafa neinn áhuga fyrir svefnlyfi, í stað þess skipti hún um umræðuefni og spurði hvort það væri rétt, að sum eiturlyf skyldu svo að segjá e,ngin merki eftir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.